Reykjanesfólkvangur

Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1982 er m.a.a fjallað um „Reykjanesfólkvang„:

Selalda

Selalda.

„Með vaxandi þéttbýli í surðvesturhorni landsins hefur þörf fyrir útivistarsvæði í nágrenni þess farið stöðugt vaxandi. Þessari þörf hefur verið mætt með friðlýsingu svæða og stofnun fólkvanga, þar sem fólk getur notið hvíldar og afþreyingar úti í óspilltri náttúrunni.
Eitt þessara svæða er Reykjanesfólkvangur. Hann var formlega stofnaður 1. des. 1975 með aðild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness, Keflavíkur, Narðvíkur, Grindavíkur og Selvogs. Þetta er mikið landssvæði um 30.000 ha. og nær frá Krýsuvíkurbjargi að Heiðmörk, og er að mestum hluta í Grindavíkurhreppi.
Það var þó ekki fyrr en 1979 sem fólksvanginum var sett stjórn.

Seltún

Seltún.

Fjárframlög til framkvæmda fara eftir íbúatölu ofangreindra sveitarfélaga og hefur því Reykjavík átt þar mestan hlut og í raun ráðið ferðinni. Ýmislegt hefur verið gert þessi þrjú ár til að opna svæðið almenningi og var byrjað á að fullgera veginn gegnum Móhálsdalinn, þannig að nú er vel bílfært frá Krýsuvíkurvegi um Vatnsskarð suður á Isólfsskálaveg. Einnig er unnið að úttekt á gróðurfari og gerð jarðfræði-, landslags-, og mannvistarkorta. Einnig er í undirbúningi söfnun örnefna, Verk þessi eru unnin af háskólanemum sem hluti af námi þeirra, og hefur þjóðhátíðarsjóður styrkt þetta starf ásamt fleiri aðilum.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Þá hefur verið gefinn út kynningarbæklingur og er í undirbúningi merking þeirra gönguleiða sem þar eru kynntar. Hafa nokkur merki verið sett upp nú þegar. Þá verður nú í sumar unnið að hreinsun og skipulagningu göngustíga á hverasvæðinu við Seltún, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Fleira er á dagskrá en framkvæmdahraði ræðst að sjálfsögðu af fjárframlögum hverju sinni.
Eins og að líkum lætur er margt að sjá og skoða á svo stóru landssvæði. Það virðist hafa verið trú manna að á Reykjanesskaga væri ekkert að sjá nema mosaþembur og auðnir. En því fer fjarri.

Lönguhlíðahorn

Mosi undir Lönguhlíðahorni.

Í fólkvanginum er mjög fjölbreytt landslag, má þar sjá fjallavötn og formfagra gígi, litskrúðug hverasvæði, hella, lyngbrekkur, skógarkjarr og fuglabjarg.
Landmótun er þarna enn svo ný, að rekja má jarðfræðisöguna frá gíg til gígs um hraunbreiður og gróðurlendi, þótt menn séu ef til vill misskyggnir á slíkt.
Mannvistarleifar finnast einnig víða, bæjar og seljarústir sem bera glöggt vitni um mannlíf á þessum slóðum á liðnum öldum. Fróðlegt er að ganga um Selatanga og bera saman aðbúnað vermanna fyrr og nú.

Hraunssel

Hraunssel.

Of langt mál yrði að telja upp alla þá forvitnilegu staði sem á Reykjanesfólkvangi er að finna. Allir sem þangað leggja leið sína ættu að geta fundirð eitthvað við sitt hæfi. Það þarf ekki að fara langt. Eysteinn Jónsson sá mikli náttúruunnandi sagði eitt sinn er hann var þarna á gangi að ef þessi staður væri fyrir norðan væri þarna krökt af sunnlendingum.
Vegfarandi góður, þú sem leggur leið þína um fólkvanginn. Gakktu um landið með virðingu fyrir öllu sem þar lifír, bæði dýralífi og gróðri. Gættu þess að sporgöngumenn þínir finni landið jafn ósnortið og þú. Farðu varlega um bjargbrúnir og hverasvæði og mundu að oft hylur þykkur mosi djúpar hraungjótur.
Góða ferð.“ – H.G.

Heimild:
-Bæjarbót, 2. tbl. 01.05.1982, Reykjanesfólkvangur, bls. 9.

Mosi

Mosahraun á Reykjanesskaga.

Reykjavíkurflugvöllur

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Reykjavíkurflugvöll. Á flugvellinum voru 33 tilvik skráð á stríðsárunum, auk 10 annarra í nágrenni vallarins sem og enn fjær. Bæði er því getið um þau tilvik er flugvélar fórust á nefndum tíma innan eða utan strandar, hvort sem er á vegum bandamanna sem og óvinanna.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.

1. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 29. október 1943.

Reykjavíkurfligvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk IIIA RAF. Atvikið: Hudson FK768 var í æfingaflugi. Í flugtaki hættir flugmaðurinn við og vélin fór fram af flugbrautinni. Þar féll hjólabúnaður vélarinnar saman og kvikknaði í vélinni. Vélinn var dæmd ónýt. Áhöfnin, Flugstjórinn McCannel og áhöfnin slapp.

2. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1942.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 6. janúar 1942, Thayer, Robert N. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. orustuflugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar.
Áhöfnin, Thayer, Robert N slapp án meiðsla.

3. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 22. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed Ventura L-18 RAF. Atvikið: Ventura AE806 fór í loftið kl. 10:51 á Reykjavíkurflugvelli. 5 mínutum síðar bilar annar hreyfill vélarinnar og kviknar í honum. Nauðlending var reynd en vélin brotlenti á flugvellinum. Áhöfnin, fjögra manna fórst og eru flugliðar jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; K.W. Norfolk, N.G. Hickmott, T.C. Hosken og J.A. Banks.

4. Hudson V9056, Reykjavíkurflugvöllur 30. júlí 1941.
Lockheed Hudson RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli gaf sig aðal hjólabúnaður vélarinnar. Vegna mikilla skemmda á vélinni var hún dæmd ónýt.
Áhöfnin, France-Cohen og áhöfn hans slapp. Flugsveitin notaði Lockheed Hudson vélar á Íslandi frá 1. mars til 19. desember 1943.

5. Whitley, Reykjavíkflugvöllur 27. september 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Withworth A.W 38 RAF. Atvikið: Whitley Z6735 WL F var að koma tilbaka úr kafbátaleytarflugi. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli bilaði annar hreyfillinn. Hvass hliðarvindur var og vélin steyptist í jörðina áður en hún náði inná flugbrautina. Kvikknaði í vélinn og hún gjöreyðilagðist. Áhöfnin, Davis og áhöfn hans slapp með minniháttar meiðsl. Flugsveitin notaði Whitley flugvélar á Íslandi frá 12. september 1941 til 18. ágúst 1942.

6. B-25 Mitchell, Reykjavíkurflugvöllur 25. nóvember 1943.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi eftir að eldur kom upp í hreyfli í flugtaki. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Flugmennirnir tveir með minniháttar meiðsl; Włodzimierz Klisz, K. H. L. Houghton, J. R. Steel og E. St. Arnaud.

7. P-39 Bell Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell Airacobra P-39D. Atvikið: S/N 40-3002 hlektist á í flugtaki og minniháttar skemmdir urðu á vélinni. Áhöfnin, Clyde A. sakaði ekki.

8. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 5. september 1943.
PV-1 Ventura, BUNO USAAF. Atvikið: Ventura BUNO 33100 var að fara í kafbátaleitarflug. Í flugtakinu kom upp eldur í vélinnu og hún hrapaði, skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp án meiðsla; Duke, George M., Pinkerton, Ralph M., McGory, Arthur W. og Gaska, Matthew. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

9. Whitley, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Whitworth Whitley Mk VII RAF. Atvikið: Flugvél, Whitley WL J hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:51. Vinstri hreyfillinn bilaði i flugtakinu, flugvélin fór út af brautinni og stöðvaðist á skotfærageymslu. Flugvélin eyðilagðist af mikilli sprengingu og eldhafi. Áhöfnin, allir fórust og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík; C Harrison †, J H Hackett †, J G Turner †, L S Collins †, G H F Mc Clay †, J W F Allan† og F Ryan †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. september 1941 með hléum til 18. ágúst 1942.

10. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 7. apríl 1942.
De Havilland DH.91 Albatross. Atvikið: RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands. DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

11. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: S/N 41-13345 magalendti á Reykjavíkurflugvelli og laskaðist mikið, eftir nánari skoðun var flugvélin dæmd ónýt. Áhöfnin, Carrier, Clyde A. flugmaður slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

12. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 18. júní 1943.
Consolidated B24 Liberator USAF. Atvikið: Hjólastellið féll saman í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var rifin og notuð í varahluti. Áhöfnin, 9 flugliðar sluppu óslasaðir. RAF 120 Squadron var staðsett á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 20. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-258 og sökkti honum. 28. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-304 og sökkti honum.

13. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 28. maí 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Lockheed Hudson.

Hudson Mk IIIA USAF. Atvikið: Hudson FK742 var að leggja í ferjuflug til Englands. Í flugtaki kemur upp bilun og kviknar í vélinni á flugbrautinni. Áhöfnin og farþegar, 6 menn létust í slysinu. Þeir eru allir jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; J B Taylor, G E Hay, A F Laviry, De Woodfield, L C Medhurst og W Tunney sem var á leið heim til að heimsækja veikan föður sinn.

14. Hudson, FK738, Reykjavíkurflugvöllur 30. desember 1941.
Lockheed Hudson Mk II RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli rakst vængur vélarinnar á fluttningabíl. Gert var við skemmdirnar. Áhöfninslapp ómeidd.
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.

15. P-39 Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 18. nóvember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell P-39D Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin P-39 S/N 41-6835 nauðlendir á Reykjavíkurflugvelli þegar eldur kemur upp í hreyflinum. Í P-39 flugvélum er hreyfillinn staðsettur aftan við sæti flugmannsins og tengist loftskrúfan með öxli sem liggur undir sæti flugmannsins. Nefhjól vélarinnar gaf sig og olli verulegum skemmdum á flugvélinni sem var dæmd ónýt. Áhöfnin, Redman, Harold W. flugmann sakaði ekki.

16. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 9. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator GR RAF. Atvikið: Flugvélin s/n AM921 var í farþegaflutningum frá Reykjavík. Stuttu eftir flugtak kveiknaði eldur í hreyfli # 3. Flugvélin sneri við til Reykjavíkur og í lendingu datt hreyfill #3 niður og skemmdi hægra hjólastellið. Hjólastellið féll saman og flugvélin stöðvaðist á malarbing. Í skrokk vélarinnar framan við vængina logaði eldur. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin † er jarðsett í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Flutsveitin notaði Liberator flugvélar á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 8. deseber 1941 sökti AM921 kafbátnum U-254, 18. október 1942 gerði AM921 árás á kafbátinn U-258 og 8. desember 1942 sökti AM921 kafbátnum U-611.

17. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (3) 16. janúar 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: P 40 Reykjavík. Óhapp í flugtaki, vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Myers, Robert W. slapp.

18. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (2) 5. janúar 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, flugvélin skall í jörðina. Skemmdir minniháttar. Áhöfnin, Trabucco, Thomas F. slapp.

19. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 5. janúar 1942.
P-40 Warhawk. Atvikið: Óhapp í lendingu, vélin skall í jörðina og eyðilagðist. Áhöfnin, Steeves, Jerome I. slapp.

20. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 1. febrúar 1944.
Curtiss P-40K Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, minniháttar skemmdir á flugvélinni. (Gert var við vélina í Reykjavík). Vélin var send til USA 5. september 1944 og dæmd ónýt 28. nóvember 1944. Áhöfnin, Scettler, John D., slapp ómeidd. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

21. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 2. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed PV-1 Ventura USAAF. Atvikið: BUNO 36487 var í flugtaki í æfingaflug. Vélinni hlektist á. Nákvæmari upplýsingar ekki til staðar. Áhöfnin slapp án meiðsla; Streeper, Harold P. Warnagris, T.W. Duenn, S.D. Wood og T. Ragan. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

22. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. apríl 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: William B. Reed flugmaður var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Vélin varð fyrir minniháttar skemmdum í lendingu. Gert var við vélina. Áhöfnin, William B. Reed flugm., slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 vélar frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

23. P-39 Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 12. ágúst 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-39.

P-39 Airacobra S/N 40-3021 USAAF. Atvikið: Vélarbilun í flugtaki á Reykjavíkurflugvellir. Bilunin reyndist ekki alvarleg og var gert við vélina. Áhöfnin, flugmaðurinn John H. Walker slapp. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá byrjun árs 1942 fram að 18. mars 1944.

24. P-39 Bell Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 7. júlí 1942.
P-39 Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin gjöreyðilagist í lendingu. Samkvæmt óstaðfestum upplýingum þá gaf sig hjólabúnaður vélarinnar. Áhöfnin, Leroy G. Dickson, slapp lítið meiddur. P-39 Airacobra flugvélar voru í notkun á Íslandi frá snemma árs 1942 til 18. mars 1944.

25. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 16. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 16. april 1942, Noel, Dana E. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar. Áhöfnin, Noel Dana E. slapp án meiðsla.

26. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 12. apríl 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: G S Curtis Jr. var í æfingarflugi á Reykjavíkurflugvelli. Í flugtaki rakst vélin harkalega í brautina og skemmdist nokkuð. Gert var við vélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Áhöfnin, Curtis, G S Jr. slapp án meiðsla.

27. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 22. júní 1942.
B-24A Liberator USAAF. Atvikið: Ferjuflug frá Bolling, Washington DC til Reykjavíkur. Vélinni hlektist á í lendingu í Reykjavík (machanical failure). Vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Tilton, John G. og áhöfn hans slapp án meiðsla.

28. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 20. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: James P. Mills var í æfingaflugi. Í flugtaki rakst vélin harkalega í flugbrautina og skemmdist mikið. Flugvélin var dæmd ónýt. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Áhöfnin, Mills James P., slapp á meiðsla.

29. Douglas Boston, Reykjavíkurflugvöllur 7. nóvember 1944.
Douglas Boston (Havoc) RAF. Atvikið: Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti. Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim. Áhöfnin, Kenneth David Clarson, lést. Peter Ronald Maitland slasaðist. Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.

30. C-47 Skytrain, Reykjavíkjavíkurflugvöllur 13. desember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Skytrain.

C 47 Skytrain Dakota USAAF. Atvikið: Flugvélin s/n 41-18514 var í ferjuflugi frá USA til UK með viðkomu í Reykjavík til að taka eldsneyti. Í lendingunni rakst nef flugvélarinnar í flugbrautina og skemmdist lítillega. Áhöfnin, Mandt, William F. og áhöfn hans slapp án áverka.

31. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 11. ágúst 1941.
De Havilland DH.91 Albatross RAF. Atvikið: Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur. Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík. Áhöfnin slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

32. B-24 Liberator, Reykjavíkflugvöllur 28. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator III RAF. Atvikið: Í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli sveigði vélin og lenti á atvinnutæki. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin bjargaðist.
RAF flugsveit 86 starfaði á Íslandi frá 24. mars 1944 fram í júlí 1944.

33. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. ágúst 1941.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Dane E. Novel flugmaður var að koma til baka til Reykjavíkur úr æfingaflugi. Í lendingunni fór hann útaf norður brautarendanum á norður/suður brautinni. Eldur kviknaði í flugvélinni og skemmdist hún verulega og var hún dæmd ónýt. Áhöfnin, Dane E. Novel, slasaðist ekki alvarlega. P-40 Flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

Í sjó í Skerjafirði:

Short Sunderland hrapaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Sunderland.

Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin var að koma úr eftirlitsflugi og sigldi að bólfæri þegar hún rakst á sker sem ekki sást ofansjávar. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og keyrði flugstjórinn vélina uppí land á fullu afli. Gert var við vélina í Reykjavík af viðgeðarflokki sem kom frá framleiðandanum, Short Brothers Ltd. í Belfast á Norður Írlandi. Flugvélin hafði gælunafnið Ferdinand. Áhöfnin slapp án meiðsla. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbáta í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina hafnaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 9. desember 1941.
PBY-5A Catalina USN. Atvikið: Nokkrar Catalina flugvélar voru við bólfæri á Skerjafirði þegar suðvestan stormur skall á. Festingar Catalina 73-P-1 slituðu og vélina rak að landi. Á rekinu rakst vélina á annan flugbát 73-P-8. 73-P-1 sökk um 30m frá landi, dæmd ónýt. Skemmdir á Catalina 73-P-8 voru minniháttar. Áhöfnin; vélin var mannlaus. VP-73 Squadron starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942.

Northrop, atvik í flugbátahöfn, Fossvogi, 22. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Northrop.

Northrop N-3PB RAF. Atvikið: Sjóflugvélin var að koma úr flutningaflugi og hlekktist á í lendingu á Fossvogi og sökk. Áhöfnin, 3 norskir flugliðar björguðust. Flugsveitin notaði Northrop N-3PB á Íslandi frá 19. maí 1941 til 24. janúar 1943. 12 norskir flugliðar fórust á Íslandi á þessu tímabili og 11 flugvélar eyðilögðust.

Short Sunderland, skemmdist á Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin lá við bólfæri og verið var að setja á hana eldsneyti þegar kviknar í henni og hún brennur og sekkur í Skerjafirði. Gjörónýt. Áhöfnin, engin áhöfn um borð. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbátra í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina, hrapaði utan flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli 13. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Catalina.

Catalina PBY-5A USN. Atvikið: Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar viðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda væng og skrokk til US með skipi. Áhöfnin slapp án meiðsla. USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

Mosquito, hrapaði utan Reykjavíkurflugvallar 26. apríl 1945.

Reykjavíkurflugvöllur

De Havilland.

De Havilland, DH 98 Mosquito FB Mk 26 RAF. Atvikið: Mosquito KA153, frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), var í ferjuflugi til Englands um Ísland. Af óþekktum ástæðum hrapaði flugvélin rétt áður en hún náði inn á flugbraut um 2 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Vélin gjöreyðilagðist. Áhöfnin, F W Clarke fórst.

B-25 Mitchell hrapaði við Flyðrugranda, Reykjavík, 18. desember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: B-25 Mitchell var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar annar hreyfillinn bilaði og flugvélin snerist til jarðar 2 mílur norðvestur frá Reykjavíkurflugvelli. 25. Júní 1976 var verktkafyrirtæki að byggja nokkur 4 hæða íbúðahús á svæðinu (Flyðrugranda 2 -10). Starfsmenn fundu leifar af flugvél á ca. 2 Metra dýpi í mjög blautu mýrlendi. Nokkrir hlutir úr flugvélinni fundust og fóru til geymslu. Þessir hlutir voru loftskrúfa, hluti af framhluta skrokks válarinnar og vélbyssa. Þessir munir eru allir týndir. Áhöfnin, W.V. Walker, M.H. Ramsey, og A.P. Cann fórust allir í slysinu og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði, Reykjavík.

B-25 Mitchell hrapaði 50 mílur vestur af Reykjavík 8. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Flugvélin var í ferjuflugi frá Goose Bay til Englands með viðkomu í Reykjavík. Í Englandi átti hún að starfa með DUTCH No. 320 Squadron. Á leiðinni kom upp eldur í flugvélinni og hrapaði hún í hafið 50 mílur vestur af Reykjavík. Áhöfnin, Gay Thomas Record, Canada, flugstjóri, Frederick Avery Beyer, F/O RAAF siglingafræðingur og Owen Geraint Davies, breskur loftskeytamaður, fórust.

P-39 Airacobra hrapaði í Sogamýri, Reykjavík, 18. ágúst 1942.
P-39D Bell Airacobra USAAF. Atvikið: Eldur kom upp í flugvél Lt. Harold L Cobb sem neyddist til að stökkva í fallhlíf úr flugvélinni skammt frá Camp Handley Ridge. Lt. Cobb kom niður nálægt Camp Byton. Flugvélin hrapaði á svæði sem nú er leikvöllur austan við Réttarholtsskóla. Áhöfnin, Lt. Harold L Cobb, komst lífs af. Flugsveitin notaði P-39 flugvélar á Íslandi frá því snemma árs 1942 fram til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó norðvestur af Gróttu 24. nóvember 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: John G. Patterson var í eftrilitsflugi norðvestur af Gróttu þegar eldur kviknar í hreyfli vélarinnar og hann er neyddur til að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin verður fyrir minniháttar skemmdum og gert var við hana á Rekjavíkurflugvelli. Áhöfnin, John G Patterson slapp óslasaður. USAAF 33. flugsveit notaði P-40 frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

P-40 Warhawk hrapaði í sjó ½ mílu nv. af Reykjavík, í Faxaflóa 29. april 1942.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óþekktur íslenskur sjómaður bjargaði Lt. Champlain eftir nauðlendingu á sjó. Ástæðan fyrir nauðlendingu var hreyfilbilun og eldur í framhluta flugvélarinnar. Sjómaðurinn var eftir atvikið kallaður „Champlain´s´Hero.“ Lt. Champlain fékk afar slæm brunasár. Hann var sendur með flugvél á Walter Read sjúkrahúsið í Washington D.C. Frásögnin af brunasárum hans og lækningu þeirra var skráð í „Janúar hefti Readers Digest Magazine“ Lt. Chaplain var seinna hækkaður í tign. Lt. Chaplain giftist íslenskri stúlku Aróru Björnsdóttir frá Reykjavík. Þau bjuggu í San Diego Ca. og eignuðust 2 börn. (Áróra var fædd 17. maí 1922 og lést 7. júlí 2019). Áhöfnin, Lieutenant Chaplain, Daniel D, slapp lifandi. P-40 flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk féll í sjó vestur af Hafnarfirði, Faxaflóa, 17. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Íslenskur sjómaður, Tryggvi Gunnarsson varð vitni að hrapinu. Flugvélin fór í sjóinn og sökk samstundis. Tryggvi miðaði staðinn nákvæmlega og var lík flugmannsins slætt upp ásamt flugvél. Ástæða slysins er ekki kunn. Flugvöllur nr. 2 var í byggingu í Keflavík og var opinberlega nefndur „Patterson Field“. Áhöfnin, flugmaðurinn John G Patterson lést. Flugsveitin notaði P-40 vélar á Íslandi frá 6. ágúst til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó vestur af Reykjavík 30. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40 Warhawk.

P-40K, Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur vestur af Reykjavíkurflugvelli. Ástæðu flugsins er ekki getið. Ástæðu hrapsins er ekki getið.
Áhöfnin, Vanvig, Richard J, flugmaður, fórst í slysinu.

Fw 200 Condor fór í sjóinn norðvestur af Gróttu, Faxaflóa, 14. ágúst 1942.

Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor. Atvikið: Að morgni 14. ágúst 1942 kom Ofw. Fritz Kuhn flugstjóri á Fw-200 Conder vél upp að suðurströnd Íslands austan við Vík.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Kl. 0921 kemur vélin fyrst fram á radar RAF Vík, Fraser CHL. Í fyrstu er hún álitin (friendly aircraft) vinveitt vél þar sem von var á vélum á svæðinu.

Þegar leið á vaknaði grunur um að hér væri óvinavél á ferðinni þar sem hún fylgdi ekki venjulegri aðflugsstefnu að Reykavíkurflugvelli. Kl. 1000 tilkynnir Northrop vél frá 330 flugsveit að um óvinveitta Condor vél sé að ræða. Sem fljúgi í grennd við skipalest 30 mílur suður af Grindavík.

Reykjavíkurflugvöllur

Focke-Wulf Condor.

Staðfesting á að hér væri Fw-200 Condor vél á ferðinni kom ma. frá fleiri radarstöðvum og sjónarvottum. Kl. 1030 kemur fram á radar flugvél 30 mílur vestur af Keflavík (Reykjanesskaga) á norður leið. Vélin beigir síðan til austurs og er um 10 mílur norður af Skagaflös. Radar og eftirlitsstöðvar upplýstu flugstjórn í Reykjavík um Condor vélina. Weltman major var í stjórnstöðinni og rauk út í P-38 Lighting orrustuvél. Á sama tíma eru á flugi Lt. Elza E. Shahan á P-38 vél og Joseph D. Shaffer á P-40. Þeim eru send skilaboð um Conder vélina og stefnu hennar. Weltman kemur fyrstur auga á Condor vélina sem skyndilega breytir um stefnu til austurs. Á fullri ferð spennir Weltman byssur vélar sinnar og þýsku skytturnar eru líka tilbúnar. Weltman nálgast Condorinn og hleypir af, þýsku skytturnar svara. Innan fárra mínútna hitta þýsku skytturnar P-38 vélina og laska vélbyssurnar og svo annan hreyfilinn. Weltman verður að hverfa frá og lendir í Reykjavík. Um þetta leyti, kl. um 1115 hafa Shahan á P-38 og Shaffer á P-40 komð auga á Condor vélina. Þeir gerðu árás og laska einn hreyfil Condorsins.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Shahan fer í svo kallaðan „chandelle“ sveig og kemur sér í gott færi við Condorinn, hleypir af byssum vélarinnar og hittir sprengjuhólfin á Condornum. Hann hafði hugsað sér að fljúga undir vélina, en Condorinn springur í tætlur og hann neyðist til að fljúga í gegnum brakið. Fw-200 Condorvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur norðvestur af Gróttu. Þetta er talin fyrsti sigurinn í loftbaradaga hjá Bandaríska flughernum í Evrópu í Seinni-heimsstyrjöldinni. Shaffer og Shahan var báðum eignaður sigurinn og voru síðar heiðraðir fyrir afrekið. Einning var P-38 vél Weltmans major fyrsta bandaríska flugvélin sem varð fyrir skotárás þýskrar vélar í Stríðinu. Áhöfnin fórst öll; Fritz Köhn, Philipp Haisch, Ottmar Ebener, Wolfgang Schulze, Artur Wohlleben, Albert Winkelmann og Gunner.

Hudson fór í sjóinn austur af Grindavík 22. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Hudson.

Hudson Mk.I UK RAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 9 mílur austur af Grindavík. Vélin var í æfingum með notkun eldflauga. Ástæðu fyrir hrapinu er ekki getið. Áhöfnin, 5 menn vélarinnar fórst. Lík tveggja áhafnarmeðlima fundust nokkrum dögum síðar, R.L. Forrester og D. MacMillan. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. apríl 1941 fram í janúar 1944.

B-24 Liberator fór í sjóinn suður af Selvogi 7. febrúar 1945.
B-24M Liberator USAAF. Atvikið: S/N 44-50535 var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Vélin fór í loftið í Keflavík kl. 11:15. Tveir bændur á Nesjum voru við vinnu úti við er þeir sáu stóra flugvél koma úr vesturátt og flaug út á sjó en hrapaði í sjóinn um 2 mílur frá landi. Stjórnstöð hersins í Reykjavík var látin vita og stuttu síðar leituðu nokkrar flugvélar svæðið án árangurs. Áhöfnin, David G Koch og áhöfn hans fórust í slysinu. B-24M útgáfan var síðast útgáfan af Liberator vélinni. Samtals voru 19.256 vélar smíðaðar og 2.593 flugu aðeins frá verksmiðju til niðurrifs.

Junkers Ju 88 hrapaði í sjóinn í Hvalfirði, Faxaflóa, 27. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Junkers Ju 88.

Junkers Ju 88 D-5, A6+RH 430001Junkers Ju 88. Atvikið: Flugvélin var í myndatöku og njósnaflugi yfir Íslandi. Af ástæðum sem ekki eru kunnar nauðlenti flugvélin á sjó í Hvalfirði og sökk. Nánari staðsetning er óþekkt. Áhöfnin, 3 menn, létust allir; Gerhard Skuballa †, Uwe Gåoddecke † og Herbert Fischer †.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Meeks- og Pattersonflugvelli.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla I HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur.

Patterson

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Pattersen-flugvöllur

Patterson-flugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Pattersonflugvelli (Keflavíkurflugveli) á Suðurnesjum. Á flugvellinum voru 6 tilvik skráð á stríðsárunum. Þá er getið um tvö tilvik er flugvélar fórust á þeim tíma utan vallar. Þá er getið um tvö slys á Garðaskagaflugvelli og nágrenni.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.
Patterson:

1. P-38 Lightning, Patterson flugvöllur. 1. febrúar 1944.

Patterson-flugvöllur

P-38.

P-38F Lightning USAF. Atvikið: Flugvélin nauðlenti með hjólin uppi og gjör eyðilagðist í eldi. Áhöfnin, Clayton P Hackman Jr. slapp.

2. P-40 Warhawk, Pattersonflugvöllur 11. janúar 1943.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin magalenti á Pattersonflugvelli. Ekki miklar skemmdir og gert var við vélina. Áhöfnin, Johnnsey Frederick R. flugmaður slapp. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

3. Stinson Vigilant, Patterson flugvöllur. 22. apríl 1944.

Patterson-flugvöllur

Stinson.

L1A Stinson Vigilant USAAF. Atvikið: Vélinni hlektist á í lendingu. Skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, Lt. Archer, Max M. slapp. Stinson Vigilant vélar höfðu ýmis hlutverk í Seinni-heimsstyrjöldinni ss. að draga svifflugur, eftirlit, leit og björgun og fluttningar. Á Íslandi voru þær mest notaðar af yfirmönnum í ferðum milli flugvalla.

4. UC-45E Expeditor, Patterson flugvöllur. 25. janúar 1944.

Patterson-flugvöllur

Expeditor.

UC 45 Exspeditor Beechcraft USAAF. Atvikið: Af óþekktum ástæðum hrapaði vélin stuttu eftir flugtak. Heimildir segja að vélin hafi hrapað nálægt Camp Baker en er óstaðfest. Vélin skemmdist mikið. Áhöfnin, Clair William A. flugmaður og farþegar komust lífs af. Eftir viðgerð og breytingar í Model 18 í mars 1947 var vélin seld Flugfélagi Íslands. 25. septeber sama ár hlektist vélinni á í flugtaki í Vestmannaeyjum, áhöfn og farþegar sluppu ómeidd.

5. P-47 Thunderbolt, Patterson flugvöllur. 11. júní 1944.

Patterson-flugvöllur

P-47.

Republic Thunderbolt P-47D. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi. Vélarbilun, flugvélin mikið skemmd. Áhöfnin, Martin, Clifford F. slapp. Flugvélin bar nafnið „Big Bastard“. Flugsveitin notaði P-47 vélar á Íslandi frá 1944 til 1945.

6. Douglas Boston, Patterson flugvöllur. 12. maí 1944.
Havoc (Boston) A20J. Atvikið: Flugvélinni hlektist á í lendingu á Patterson flugvelli og gjör eyðilagðist. Vélin var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Áhöfnin, Stanley J Kulac og áhöfn hans slapp. Í áhöfn A20 Havoc voru 3.

Auk þess skammt austan við flugvöllinn:

Catalina hrapaði við Vogshóll skammt autan við flugvöllin, í Njarðvíkurheiði. 27. desember 1942.

Patterson-flugvöllur

Catalina 27. des 1942.

PBY-5A Catalina, Buno. Atvikið: 15 mínútum eftir flugtak í kafbátaleitarleiðangur flaug flugbáturinn inn í haglél og storm og hrapaði. Atvikið átti sér stað í myrkri en ágætu tunglsljósi. Vísbendingar eru um að flugmaðurinn hafi lent í ofsafengnu veðri og reynt að komast út úr storminum í blindflugi. Hann missti hæð þar til hann hrapaði. Fyrir flugtak var hann spurður að því hvernig hann ætlaði að bregðast við storminum sem var á flugleið hans. Lt. Luce svaraði: „Ég mun fljúga í gegnum storminn“. Áhöfnin fórst öll, Harvey H. Luce †, Donald A. Helms †, Glenn S. Nelson †, Wilfred A. Burri †, Willard P. Kantz †, Chester A. Eichelberger †, James L. Bryan †, Brack W. Goode † og William G. Hammond †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

P-47 Thunderbolt hrapi við Vogshól í Njarðvíkurheiði. 8. júlí 1944.

Patterson-flugvöllur

Thunderbolt 8. júlí 1944.

P-47 Thunderbolt. Atvikið: Latham flugmaður var í flugataki á leið í eftirlitsflug á Faxaflóa. Í flugtakinu reyndist hreyfill vélarinnar ekki skila fullu afli og kviknaði í honum. Stuttu eftir flugtak stökk flugmaðurinn út í fallhlíf og kom niður heill á húfi. Flugvélin kom niður skammt frá Vogshól. Latham flugmaður lenti í svipuðu atviki þann 13. júní sama ár við Húsatóftir. Áhöfnin, Latham, Thomas J. slapp.

Whitley, Garðskagaflugvöllur, Reykjanesi 7. mars 1942.
Armstrong Whitworth Whitley RAF. Atvikið: Witley Mk VII var í æfingaflugi á Grðskagaflugvelli þegar hún verður fyrir hnjaski í lendingu. Gert var við flugvélina á Garðskagaflugvelli og henni flogið til Reykjavíkur nokkrum dögum seinna. Áhöfnin, upplýsingar ekki fyrir hendi. Flugsveitin starfaði á Íslandi 12. september 1941 til 18. ágúst 1942 með hléum.

Hudson, hrapi í sjó norður af Garðskaga, Faxaflóa 24. júní 1942.

Patterson-flugvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk III USAF. Atvikið: Hudson UA X var á eftirlitsflugi yfir Faxaflóa þegar annar hreyfillinn bilar. Ulrichson flugmaður neiddist til að nauðlenda og fimm úr áhöfninni komust um borð í gúmmíbát. Hudson flugvélin sökk skömmu eftir nauðlendinguna. Hudson UA M fór frá Kaldaðarnesi í leit að björgunarbátnum. John Graham flugmaður á UAM fann björgunarbátinn og leiðbeindi herskipi að honum. Áhöfnin, 5 menn, komust af. Hudson flugvélar voru notaðar frá Kaldaðarnesi og Reykjavík frá maí 1941 til janúar 1944.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Reykjavíkurflugvelli – sjá Flugvélaflök á stríðsárunum – flugvellir III.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla III HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Patterson-flugvöllur

Patterson-flugvöllur 1958.

Keflavíkurflugvöllur

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Meeks-flugvöllur

Meeks-flugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi. Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Meeksflugvelli (Keflavíkurflugveli) á Suðurnesjum. Á flugvellinum voru 10 tilvik skráð á stríðsárunum. Þá er getið um nokkur þau tilvik er flugvélar fórust á þeim tíma utan strandar.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.

1. B-17 Boeing, Meeks Field (Keflavík) 14. september 1944.

Meeks-flugvöllur

Boeing-B17.

Boeing B-17G, s/n: Boeing B 17 Flying Fortress. Atvikið: Flugvélin skemmdist nokkuð þegar hún fór útaf braut á Meeks Field (Keflavík). Gert var við vélina í Keflavík. Þann 9. nóvember 1944 hélt hún áfram til starfa í 53 WRS sveit í Grenier. Áhöfnin, Laurence W. Claggett og áhöfn hans slapp.

2. Ventura, Meeks Field (Keflavík). 15. nóvember 1943.
PV-1 Ventura, BUNO Lockheed B 34 USAAF. Atvikið: BUNO 33203 var að fara í kafbátaleitarflug. Í akstri á flugbraut sveigði flugvélin út af brautinni og varð fyrir minniháttar hnjaski. Áhöfnin (slapp án meiðsla): Bookout, Thomas H. McNally, Patrick R. Axe, George C. Shimco, John J. Attwood, William J.
Flugvélin var Lockheed PV-1 Ventura, BUNO: 33203, notandi: US Navy, VP-128 Squadron. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943.

3. Stinson Vigilant, Meeks Field (Keflavík). 27. október 1943.

Meeks-flugvöllur

Stinson.

L1A Stinson, Stinson Vigilant. Atvikið: Flugvélin varð fyrir minniháttar skemmdum í akstursóhappi. Gert var við flugvélina. Áhöfnin: Lt. Curtis, Gwynne S Jr.
Notandi Stinson var USAAF 4SrS, 2 SrG. Stinson Vigilant var notuð í ýmis verkefni; æfingar, eftirlit, björgun og fluttninga. Á Íslandi var hún mest notuð við að fljúgja foringjum milli staða á Suðvesturlandi.

4. B-17 Boeing, Keflavíkurflugvöllur (Meeks Field) 30. apríl 1943.

Kastið

B-17.

Boeing B-17F Flying Fortress. Atvikið: S/N 42-29779 var í ferjuflugi frá USA til Evrópu með viðdvöl á Meeks flugvelli. P.H. Best flugstjóri var í akstri að flugtaksstöðu þegar vélin rann út af akstursbrautinni. Gert var við minniháttar skemmdir á flugvélinni í Keflavík. Áhöfnin, Best P. H. og félagar hans sluppu ómeiddir. Atvikið yfir Wulfen, austur af Osnabruck, Þýskalandi 28. júlí 1943 – 42-29779 var skotin niður af þýskri orustuvél. Áhöfnin, 6 menn úr áhöfninni fórust. Fjórum flugliðum var haldið föngnum til stríðsloka.

Meeks-flugvöllur

B-24.

5. B-24 Liberator, Keflavíkurflugvöllur (Meeks Field) 7. júní 1943.
B-24D Liberator, s/n 42-40615. Atvikið: Nauðlending á Keflavíkurflugvelli (Meeks Field) vegna vélarbilunnar. Ferjuflug frá Presque Isle í USA til Englands. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Utsey, Pierce T O og félagar hans sluppu ómeiddir.

6. Douglas Boston, Keflavíkurflugvöllur. 10. desember 1942.

Douglas Boston

Douglas.

Douglas Boston (Havoc). Atvikið: BZ287 var í ferjuflugi frá Dorval, Quebec með millilendingu í Goose Bay á Grænlandi og Ísland til Bretlands. Í lendingu á Meeks (Keflavík) um nótt, lenti flugvélin í árekstri við olíutunnu á flugbrautinni og laskaðist illa. Áhöfnin, Flight Sergeant O R Ballantyne lést †. Ltd. Van Tostrup Wessel, afdrif ekki kunn. Ónafngreindur flugliði slapp óslasaður.

7. Catalina, Meeks Field (Keflavík). 10. apríl 1943.

Meeks-flugvöllur

Catalina.

Catalina PBY-5A, BUNO 2467. Atvikið: Eftir flugtak í Keflavík drapst reglulega á öðrum hreyfli vélarinnar. Flugmaðurinn sneri við til að lenda en hann setti hjólin niður of seint fyrir bæði hjól til að fara niður og í lás. Hjólið á strjórnborða kom niður og fór í lás. Lendingin var eðlileg, hraði flugvélarinnar minnkaði og vinstra hjólið kom niður og í lás. Seinna kom í ljós að ísmyndun í loftinntaki hreyfilsins var skýring á gangtruflunum. Skemmdir á vélinni: Kjölurinn war illa skrapaður frá stöðu 6 fet fyrir framan #1 step. Kjölurinn var undinn og snúinn á ca. 3 feta kafla báðum megin utan við kjölinn og langböndin. Flotið á vinstri vængnum var beiglað. Áhöfnin, Elbert V. Cain, E.T. Allen, Ens. J. Thigen, S.E. Morris, C.C. Greenfield, R.L. Ross, W.P. Merce, J.E. Tarver og G.P. Fotsch.
USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

8. B-24 Liberator, Meeks Field (Keflavík). 20. ágúst 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24J Liberator USAF. Atvikið: Flugvélin fórst í lendingu á Meeks Field (Keflavík). Áhöfnin, Irwin W. Daugherty flugmaður fórst í slysinu. Um afdrif annara áhafnarmeðlima er ekki vitað.

9. B-26 Martin Marauder, Meeks Field (Keflavík) 20. júní 1944.

B-26G Martin Marauder. Atvikið: Marauder vélin var í ferjuflugi frá USA til Evrópu með millilendingu á Keflavíkurflugvelli (Meeks Field). Í harkalegri lendingu í Keflavík laskaðist vélin mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, Allen, Eelan J. flugstjóri lifði slysið af mikið slasaður. 5 áhafnar meðlimir létust. Nöfn þeirra ekki tiltæk.

10. B-26 Martin Marauder, Meeks Field (Keflavík) 10. júlí 1943.

Meeks-flugvöllur

Martin.

Martin Marauder, B-26C. Atvikið: Marauder vélin var í ferjuflugi frá USA til Englands. Í aðflugi að Keflavíkurflugvelli kviknaði í öðrum hreyflinum og vélin brotlenti 1½ mílu vestur af Camp Geck. Áhöfnin, Goodell, Ralph M. flugmaður lést í slysinu, um afdrif annara um borð er ekki vitað. Áhöfn á Marauder: tveir flugmenn, sprengjukastari (bombardier), siglingafræðingur/loftskeytamaður og tvær skyttur.
Martin B-26 Marauder var bandarísk tveggja hreyfla meðalstór sprengjuflugvél sem var mikið notuð í síðari heimsstyrjöldinni. B-26 var smíðuð á tveimur stöðum: Baltimore, Maryland og Omaha, Nebraska, af Glenn L. Martin fyrirtækinu, fyrst notuð í Kyrrahafssvæðinu í síðari heimsstyrjöldinni snemma árs 1942, var hún einnig notuð í Miðjarðarhafssvæðinu og í Vestur-Evrópu.

Meeks-flugvöllur

Martin.

Eftir að hafa verið tekin til þjónustu hjá bandaríska hernum fékk flugvélin fljótt orðspor „ekkjugerð“ vegna mikillar slysatíðni fyrstu gerðanna við flugtök og lendingar. Þetta var vegna þess að Marauder þurfti að fljúga á nákvæmum flughraða, sérstaklega við lokaflugbraut eða þegar annar hreyfillinn var bilaður. Óvenju mikill hraði, 241 km/klst., við stutta lokaflugbraut var ógnvekjandi fyrir marga flugmenn sem voru vanir mun hægari aðflugshraða, og þegar þeir hægðu á sér niður fyrir þann hraða sem kveðið er á um í handbókinni, stöðvaðist flugvélin oft og brotlenti.

B-26.

B-26.

B-26 varð öruggari flugvél eftir að áhafnir höfðu verið endurþjálfaðar og eftir breytingar á loftaflfræði (aukning á vænghafi og innfallshorni vængsins til að gefa betri flugtaksgetu og stærri lóðréttan stöðugleikabúnað og stýri). Marauder endaði síðari heimsstyrjöldina með lægsta taphlutfalli allra sprengjuflugvéla bandaríska flughersins. Samtals voru 5.288 eintök framleidd á milli febrúar 1941 og mars 1945.

Catalina (Canso) fór í sjó í Faxaflóa 6. apríl 1944.

Meeks-flugvöllur

Catalina.

Catalina Canso A. Atvikið: Catalina flugbátur 9809 var á heimleið eftir kafbátaleitarflug suður af Íslandi þegar kviknaði í vélinni og hún hrapaði í sjóinn út af Vatnleysuströnd um 5 mílur norður af Keflavíkurflugvelli. Um borð voru 8 áhafnar meðlimir og 2 farþegar. 2 áhafnar meðlimir létust. J.R.M. Rankine † og J.E.V. Banning †. Tveimur var bjargað um borð í togara, og sex umborð í fiskibát.

P-47 Thunderbolt, fór í sjó suðaustur 5 mílur suðaustur af Reykjanesi. 5. september 1944.

Patterson-flugvöllur

P-47.

P-47 Thunderbolt. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur suðaustur af Reykjanesi. Ástæðan fyrir hrapinu er ekki kunn. Áhöfnin, Lt. Thompson, James E. fórst (skráður týndur í slysaskýrslu).

Fjallað verður um flugvélaflök á Reykjavíkurflugvelli – sjá Flugvélaflök á stríðsárunum – flugvellir II.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla  II HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Meeks-flugvöllur

B-24 eftir óhappa Meeks-flugvelli 20. ágúst 1944.

Árbær

Íslendingar taka kristna trú á Alþingi á Þingvöllum árið þúsund. Eftir 550 ár, árið 1550 tökum við upp Lútherskan sið, en Kristján III konur Danmerkur kom þeim siði að í Danmörku, Færeyjum og Noregi árið 1536. Eignir kirkjunnar færðust við siðaskiptin til konungs. Nú 475 árum síðar er Lútherskan lang stærsta kirkjudeild á Íslandi. Í dag eru vel yfir þrjúhundruð Lútherskar kirkjur hringinn í kringum landið. Hvert þorp, hver hreppur, og síðan bæir og borg, hafa sína kirkju. Þær eru ólíkar, en gefa góða innsýn í söguna sem og byggingarsögu landsins.

Staður

Staður

Staður – túnakort 1918.

Eyðibýli skammt utan við kaupstaðinn í Grindavík. Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey. Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja. Þar er kirkjugarður Grindvíkinga. Sr. Oddur V. Gíslason (1836-1911) þjónaði sem prestur þar á miðju 19.öld og er minnisvarði um hann í kirkjugarðinum.

„Vitneskja okkar um upphaf byggðar í Grindavík takmarkast við frásögn Landnámu af Molda-Gnúpi og sonum hans, og ekkert er vitað með neinni vissu um byggðina og sögu hennar næstu þrjár aldirnar eftir landnám. Engu að síður verður að teljast líklegt, að flestar jarðir í sveitinni hafi byggst þegar á 10. og 11. öld (…)“

Staður

Staður fyrrum.

Elsta örugga heimild sem nefnir Stað í Grindavík er kirknaskrá Páls biskups Jónssonar sem lét á biskupsárum sínum (1195-1211) gera skrá um allar prestskyldar kirkjur í biskupsdæmi sínu. Þar segir að prestskyld kirkja sé að Stað. Frá 13. og 14. öld eru fáar heimildir til um Stað í Grindavík.
Staðarins er getið í rekaskrám og fleiri skjölum um ítök Skálholtsstóls og Viðeyjarklausturs í Grindavík. Undir lok 13. aldar hafði kirkjan eignast hálfa jörðina.
Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, sem gerður var eftir andlát síra Gísla Bjarnasonar árið 1657.

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, sem gerður var eftir andlát síra Gísla Bjarnasonar árið 1657. Þar var bæjarhúsum lýst allnákvæmlega þó að innbyrðis afstaða þeirra sé ekki skýr. Torfbær var á staðnum fram til 1938 er Jón Helgason ábúandi á Stað byggði steinhús ásamt stórri viðbyggingu.
Grunnur og tröppur steinhússins sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð.
Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn við NV horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.
„Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann… – Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.“

Krýsuvík

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918.

Krýsuvíkurkirkja var reist 1857 og lögð niður sem sóknarkirkja 1929 en var síðar höfð til íbúðar. Gert var við kirkjuna 1964 og hún afhent Þjóðminjasafninu til eignar. Hún er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar. Síðast var jarðsett í kirkjugarðinum 1971.
Krýsuvík var fyrrum stórbýli, enda landgæði mikil hér áður en uppblástur tók að herja. Bæjarhóllinn er vestan kirkjunnar of fór Krýsuvík endanlega í eyði eftir 1950.
Í Ögmundahrauni vestast í Krýsuvíkurlandi eru miklar bæjarrústir niðri undir sjó huldar hrauni, þar sem virðist móta fyrir kirkju og kirkjugarði. Er jafnvel talið, að þar hafi bærinn áður staðið. Í landi Krýsuvíkur voru mörg kot og hjáleigur; Lækur var austan við bæjarlækinn, Norðurkot norðan túns, Suðurkot sunnan við túnið og Arnarfell sunnan undir samnefndu felli í suðaustur frá kirkjunni. Norðan þjóðvegar stóð Stóri-Nýjibær.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1953.

Krýsuvíkurkirkja var einföld timburkirkja í Krýsuvík. Hún var byggð árið 1857, endurbyggð árið 1964 og fór þá í vörslu þjóðminjavarðar og komst við það á lista yfir friðuð hús. Altaristafla kirkjunar var málverk eftir Svein Björnsson, listmálara. Venjan var að messa í Krýsuvíkurkirkju tvisvar á ári. Kirkjan var í Hafnarfjarðarprestakalli. Hún brann til kaldra kola aðfaranótt 2. janúar 2010.
Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarbær færði Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964. Krýsuvíkurkirkja var úr timbri og af eldri gerð turnlausra kirkna, reist 1857 af Beinteini Stefánssyni smið.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 -( Ásgeir L. Jónsson).

Viðamiklar viðgerðir hófust árið 1986 og hún þá færð til upprunalegrar gerðar. Útveggir voru með tjargaðri listasúð og bárujárn á þaki. Engir gamlir kirkjumunir höfðu varðveist og voru kirkjubekkir, altari og prédikunarstóll af nýlegri og einfaldri gerð. Fleiri þúsund gestir komu í kirkjuna árlega og skrifuðu nafn sitt í gestabók sem þar var.

Samkvæmt Landnámu nam Þórir haustmyrkr Selvog og Krýsuvík.
1275; Krýsuvík og Skálholt eiga hálfan allan reka undir fuglabergi í landi Strandakirkju í Selvogi.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1811.

Kirkjan í Krýsuvík stendur austast á bæjarhólnum, í norðvesturhorni kirkjugarðsins, og kirkjugarðurinn fyrir austan og sunnan hana.
Bæjarhóllinn er grasi gróinn og mjög þýfður. Hann er hár og brattur að austan og norðan, en aflíðandi til suðurs og vesturs. Umhverfis hann eru tún, mjög þýfð að norðan en sléttari að vestan.
Henry Holland lýsir Krýsuvíkurkirkju 1811 og gerir af henni uppdrátt – Dagbók í Íslandsferð 1811, 82-83. William Hooker lýsir Krýsuvíkurkirkju 1809 – Ferðum Ísland 1809, 144-45. Kirkjan sem nú stendur er úr timbri, dæmigerð íslensk sveitakirkja. Hún snýr í suðvestur norðaustur, með dyr til suðvesturs.

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir við Krýsuvíkurkirkju.

Kirkjugarðurinn er um 30X30 m að stærð, en mjög þýfður og ógreinilegur. Síðast var jarðað í garðinum árið 1997, en þar áður 1917. Þessi tvö merktu leiði eru fast sunnan kirkjunnar og sjást greinilega. Önnur leiði eru ógreinilegri og ómerkt, en líklega hefur að einhverju leyti verið sléttað úr garðinum. Afmörkun garðsins er afar ógreinileg en hefur þó líklega verið torfveggur. Hann er nú mjög siginn. Ekki hefur verið gróðursett innan garðsins og engin ummerki um stækkun hans er að sjá á yfirborði. Óvíst er hvar inngangur í garðinn hefur verið, en líklega fast sunnan við kirkjuna , þ.e.á vesturhlið garðsins.

Strönd

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Strandarkirkja stendur við skerjótta og hafnlausa Suðurstöndina. Þar hjá er viti. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi.

Strandarkirkja

Strandarkirkja um 1900.

Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Árið 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2003.

1200: …Eggver hefur jörðin átt í vatnshólma þeim, sem heitir Strandarey og liggur í stöðuvatni því, er heitir Hlíðarvatn, það fer mjög til þurðar, hefur og aldrei dúntekja verið. Hvannatekju, sem í eynni.
„Strandarhóll er rétt norðan við kirkjugarðinn. Þar stóð bærinn Strönd,“ segir í örnefnalýsingu. Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessýslu 1902 segir: „Svo er að sjá af rústabungum, að á Strönd hafi upp á síðkastið verið tveir bæir; Efribær og Fremri bær. Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins. Þó var þar sund á milli, og er sagt að þar hafi verið uppsprettulind, kölluð Sælubuna.“

Bæjarhóllinn er norðan við Strandarkirkju og hafa kirkja og bær staðið alveg á sömu torfunni.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – minnisvarðinn Landssýn.

Áberandi gróska er í hólnum sé miðað við hálfuppgróið sandflæmið umhverfis. Sé allt talið saman, kirkju- og bæjarhóll, er stærðin um 90 x 70 metrar frá norðri til suðurs. Mjög greinileg upphleðsla byggingarefna er norðan við kirkjuna, grænn og ávalur hóll en ekki sjást greinilegar bæjarrústir. Honum hefur verið raskað allnokkuð, sennilega mest þegar klósettaðstaða var grafin inn í hólinn vestanverðan. Vitað er að þá var grafið gegnum mikinn öskuhaug. Árið 1950 var sett höggmynd á hólinn, Landsýn e. Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara. Fánastöng er ofan á miðjum hólnum og einnig er þar minnisvarði með nöfnum nokkurra valinkunnra ábúenda. Þar skammt austar er lítil eftirmynd af torfbæ sem hefur verið lítillega grafin niður í hólinn.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Strandarkirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kirkjan á Strönd er sóknarkirkja Selvogs og þjónað frá Þorlákshöfn. Hún stendur fjarri öllum bæjum, því að engin önnur hús standa nú á Strönd. Öldum saman hefur fólk heitið á Strandarkirkju í tengslum við alls konar erfiðleika í lífi þess og peningar streyma inn vegna áheita. Hún telst því auðugasta kirkja landsins og er velviðhaldið af þeim sökum.

Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996. Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi.
Í byrjun 14. aldar getur Jón Espólín þess, að mannskaðar hafi verið stórir af völdum hallæris og að minnsta kosti 300 manns hafi verið jarðsungnir í Strandarkirkju einni.

Hjallakirkja

Hjalli

Hjalli – túnakort.

Kirkjan er í Ölfusi, í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Hjalla í Ölfusi allt frá 13. öld en hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar. (1155-1211).

Hjallakirkja var vígð 5. nóvember 1928. Þorleifur Eyjólfsson (1896-1968) frá Grímslæk, húsasmíðameistari, teiknaði kirkjuna en yfirsmiður var Kristinn Vigfússon (1893-1982), Eyrarbakka, síðar á Selfossi.

Kirkjan hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem hún var upphaflega. Á níunda áratug síðustu aldar var byggt sitt hvorum megin við forkirkjuna, skrúðhús skyldi vera sunnan megin en snyrting norðan megin.

Á prédikunarstólnum stendur: „hefur látið giora Klausturhaldare pault Jónsson 1797.“ Páll (1737-1819) var klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs. Efstu fjögur spjöld prédikunarstólsins eru rósamáluð.

Hjalli

Hjallakirkja – altaristafla.

Altaristaflan er frá því um 1850 og hana gaf Eyjólfur Guðmundsson (1867-1957) frá Grímslæk, faðir þess er teiknaði núverandi kirkju. Hún er mjög breytt eftirmynd af málverki eftir franska listmálarann Charlés-André van Loo (1705-1765).
Gyllt grafskrift á svertu gleri er í forkirkju. Hún er um Magnús Beinteinsson (1769-1840), fyrsta sjálfseignarbóndann í Þorlákshöfn og er í óbundnu máli nema lok hennar sem hljóða svo:

Leggst andvana lík í jörðu,
völt er vera heims;
en á upphæðum hjá aldaföður
lifir sæls manns sál.

Skafti Þóroddsson (d. 1030) lögsögumaður bjó á Hjalla. Hann var einn vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum tíma og kemur víða við sögu.

Á Hjalla var Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, handtekinn 2. júní 1541, þar sem hann var gestkomandi hjá Ásdísi systur sinni. Þaðan var hann fluttur til Hafnarfjarðar, settur um borð í skip og siglt með hann af stað áleiðis til Danmerkur. Hann andaðist í hafi.

Hjalli

Hjallakirkja 1927 – Jón Helgason.

Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Núverandi kirkja er byggð og vígð 1928 um haustið.
Arkitekt var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður Kristinn Vigfússon, Eyrarbakka, síðar á Selfossi.

Núverandi kirkja á Hjalla var byggð árið 1928 og vígð 5. nóvember þá um haustið. Kirkjan er úr steinsteypu og fyrsta steinkirkjan sem reist var austanfjalls. Kirkjan á marga gamla gripi, m.a. rósamálaðan predikunarstól með nafni gefandans, Páls Jónssonar klausturhaldara, og ártalinu 1797. Altaristaflan er lítið málverk frá síðustu öld er sýnir upprisu Krists.

Hjalli

Hjallakirkja 1928.

Sterk rök eru til þess að kirkja hafi verið á Hjalla frá fyrstu dögum kristni hér á landi. Er hennar fyrst getið í Flóamannasögu sem þeirrar kirkju sem Skafti (Þóroddsson) lét gera fyrir utan lækinn. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Hjallakirkja var útkirkja frá Arnarbæli og frá Hveragerði.

1000-1030: „[Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja] Váru þeir allir jarðaðir at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeira í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at Skapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hon var at léreptum sínum.“

“Hjallakirkja stendur austan við bæinn. Kringum hana er kirkjugarður,” segir örnefnaskrá. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Líklegt má teljast að elsti kirkjugarðurinn [í Ölfusi] sé Hjalli.

Hjalli

Hjallakirkja.

Slíkur höfðingi sem Skafti Þóroddsson var hefur fljótt látið kirkju gera. Fyrsta skráða heimildin um Hjallakirkju er frá 1200 … Kirkjan á Hjalla var Ólafskirkja. Hún var bændakirkja allt til 1928. Þá var kirkjuhúsið byggt upp og söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan var gerð úr steinsteypu, 300 m3 með gotneskum gluggum.
Teikningu gerði Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Selfossi. Í kirkjunni er raflýsing og rafhitun. Grafreitur er við kirkjuna, girtum hlöðnum veggjum prýðilegum.”

Líklega var kirkja á Hjalla frá upphafi byggðar á þessu svæði og hún gjarnan talin elsta kirkja í Ölfusi. Hennar er fyrst getið í Flóamanna sögu sem var rituð um 1300 og er enn í notkun. Núverandi kirkja er byggð 1928, á sama stað og eldri kirkjur.

Kotströnd

Kotströnd

Kotstrandarkirkja 1927 – Jón Helgason.

Kotstrandarkirkja í Ölfusi var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Arkitekt hennar var Rögnvaldur Ólafsson. Kirkjan er úr timbri og er járnklædd. Tekur 200 manns í sæti.

Kirkjan er „glæsilegt byggingarlistaverk“, segir Björn G. Björnsson í bók sinni um Rögnvald arkitekt. Bogaformið er mjög ráðandi form í stíl kirkjunnar. Bogi er hluti hrings og tákn eilífðarinnar.

Kirkja var reist á Kotströnd eftir að Reykjakirkja fauk af grunni sínum í ofviðri 1908. Smiðir kirkjunnar voru þeir Samúel Jónsson og Eiríkur Gíslason. Enda þótt Rögnvaldur sé arkitekt kirkjunnar þá var stuðst við frumteikningu af Hraungerðiskirkju eftir nefndan Eirík.

Kotströnd

Kotstrandarkirkja 1940.

Kotstrandarkirkja á marga góða gripi sem komnir eru frá Reykjakirkju og kirkjunni í Arnarbæli. Þar má nefna altarisstjaka frá 17du öld, silfurkaleik og patínu frá 1864. Tvær klukkur eru í turni og er önnur þeirra frá 17du öld og úr Arnarbæliskirkju. Hin er úr Reykjakirkju en aldur er óviss þó gamalleg sé.

“Kirkjutún, sléttur túnblettur í kirkjugarðinum, sem nú er orðinn grafreitur,” segir í örefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Kirkjan var byggð sumarið 1909 og vígð 14. nóv. Um haustið. […] Yfirsmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu (faðir Guðjóns húsameistara).
Kirkjuhúsið úr timbri, járnklætt, 85 m2 að flatarmáli. […] Gtafreiturinn var tekinn í notkun um sama leyti og kirkjan. Nokkru síðar var hann afgirtur með grjótgarði. Efnis í þá girðingu var hægt að afla með vinnu sem kostaði þá ekki beina peninga.

Kotströnd

Kotstrandarkirkja.

Grjótið var flutt á vögnum um 3 km leið og prýðilega byggt úr því. Sá garður stóð óhaggaður þar til kirkjugarðurinn var stækkaður. Efnið dugði þá aðeins á tvo vegu um kirkjugarðinn.” Kirkjan er NNA við bæ. Hún er ekki sýnd á túnakorti frá 1920 sem bendir einna helst til þess að hún hafi verið utan þess. Kirkjan er reist 1909, þegar kirkjur á Arnarbæli og Reykjum voru lagðar niður, fyrir þann tíma var ekki kirkja á Kotströnd. Kirkjan er ennþá í notkun og tilheyrir Hveragerðisprestakalli.
Kirkjan á Kotströnd var reist árið 1909, þegar kirkjur á Arnarbæli og á Reykjum voru aflagðar og sóknirnar sameinaðar. Ekki var bænhús eða önnur kirkja fyrir á Kotströnd. Kirkjan er enn í notkun og tilheyrir Hveragerðisprestakalli.

Arnarbæli

Arnarbæli

Arnarbæli – túnakort.

Bæjahverfið, sem Arnarbæli er hluti af, fékk nafnið Arnarbælishverfi. Arnarbælisforir eru mýrlendi á þessu frjósama landsvæði. Mikill vatnsagi gerði bændum erfitt fyrir og tilraunir voru gerðar til að ræsa vatnið fram. Geldneyti frá Arnarbæli voru gjarnan látin ganga á Hellisheiði á sumrin áður en afurðirnar voru seldar til Reykjavíkur. Margir áttu stundum fótum fjör að launa á leiðinni yfir heiðina undan galsafengnum eða jafnvel mannýgum nautum fyrrum.

Einhver mesti höfðingi Sturlungaaldar, Þorvarður Þórarinsson af Svínfellingaætt, fluttist austan af landi að Arnarbæli 1289. Hann bjó þar til dauðadags í 7 ár. Margir álíta, að hann hafi notað þennan tíma til að rita Njálssögu.

Í Arnarbæliskirkju kom fyrst orgel á árabilinu 1873-1875. Fyrsti organistinn var Guðrún Pétursdóttir, Guðjohnsen frá Reykjavík, kona séra Jens Pálssonar, sem þá var prestur í Arnarbæli. Var hún organisti kirkjunnar í 2-3 ár, unz þau prestshjónin fluttust burt. Tók þá við organistastarfinu Sigurður Eiríksson regluboði, búsettur á Eyrarbakka og átti yfir óbrúaða Ölfusá að sækja.

Arnarbæli

Arnarbæli og Arnarbæliskirkja um 1907.

Þegar Sigurður lét af þeim störfum, tók Þorfinnur Jónsson í Tryggvaskála við, en síðasti organistinn í Arnarbæliskirkju var Gissur Gottskálsson á Hvoli, þar til kirkjan var lögð niður árið 1909. Þetta ár var Reykjakirkja líka lögð niður og báðar sóknirnar lagðar til Kotstrandar. Margir merkisprestar sátu staðinn, s.s. Jón Daðason, sem flutti frá Djúpi 1641 og bjó þar til dauðadags 1676. Hann kenndi séra Eiríki Magnússyni, aðstoðarpresti og síðar sóknarpresti í Vogsósum, vísindi í 9 ár. Séra Jón varð að verjast mörgum sendingum frá fyrrum sóknarbörnum fyrir vestan, sem bekktust við hann, líkt og séra Snorra í Húsafelli.

Arnarbæli

Arnarbæli – kirkjutóft í kirkjugarðinum.

c. 1200: Kirknaskrá Páls. DI XII 8

Annálar 20. apríl 1706 segja frá jarðskjálfta, sem olli hruni margra bæja á Suðurlandi. Arnarbælisbærinn hrundi til grunna og presturinn, Hannes Erlingsson komst út um sprunginn vegg eða þak hálfnakinn með ungabarn. Teinæringur, sem prestur gerði út frá Þorlákshöfn, fórst um svipað leyti með 11 manna áhöfn, kvæntum hjáleigubændum úr Arnarbælishverfi. Bæjarhúsin hrundu aftur til grunna í jarðskjálftunum 6. september 1896.

„Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi gegnum aldirnar. Þar var fyrst getið kirkju um 1200. Hún var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara. Ýmsir þekktir menn bjuggu í Arnarbæli, til dæmis Tumi Sighvatsson um 1200 og Þorvaldur Þórarinsson 1289. Þar hefur hann skrifað Njálu ef trúa má tilgátum Barða Guðmundssonar.

Arnarbæli

Arnarbæliskirkja – minningarsteinn á gamla kirkjugrunninum.

Árið 1510 lætur Skálholtsbiskup dæma dómkirkjunni jörðina, sem var í konungseign, vegna vanskila bóndans við kirkjuna. Prestsetur verður í Arnarbæli 1580.

Sagnir herma að hafskipi hafi verið siglt upp Ölfusá að Arnarbæli og bendir örnefnið Bjálkhús (Búlkhús) til þess að farmur hafi verið borinn af skipi þar. Má vera að satt sé því mikið hefur Ölfusá borið af jarðefnum síðan. Sögn er að Ögmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup, hafi stýrt skipi til hafnar í Bjálkhúsósi.

Arnarbæli átti ýmis ítök; reka, skipsuppsátur í Þorlákshöfn og Selvogi, einnig lax- og selveiði í Ölfusá. Prestur leigði slægjur til flestra bænda í Ölfusi.

Jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1896 ollu gífurlegum skemmdum á bæjarhúsum og gripahúsum í Ölfusi. Í Arnarbæli voru fyrir jarðskjálfta átta bæjarhús sem öll gjörféllu. Þar voru níu gripahús og féllu öll. Kirkjan var eina húsið í Arnarbæli sem stóð af sér skjálftana en hún gekk til á grunninum.

Fjall

Fjall

Fjall – minjauppdráttur.

Kirkjunnar á Fjalli er fyrst getið í máldaga Strandarkirkju árið 1397 og er það eina heimildin sem getur hennar. Ekki er vitað hvenær kirkjan var lögð niður né hvar hún var staðsett. Það hafa ekki fundist mannabein á Fjalli þrátt fyrir mikið jarðrask en gera má ráð fyrir að kirkjan hafi verið nærri bænum, sögusagnir eru m.a. um að kirkjan hafi farið undir Biskupstungnabraut. Kirkjunnar á Kirkjuferju er einnig fyrst getið í sama máldaga frá árinu 1397 og kemur fyrir í máldögum allt fram til ársins 1569. Ekki er vitað hvenær kirkjan var afl ögð en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir að enn móti fyrir kirkjugarði og kirkjutóft. Kirkjugarðurinn er mikið raskaður, tóftin úr lagi gengin en sést þó enn.

Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnst að tíðir hafi hjer verið fluttar.
Landnáma: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.” Þuríður Grímkelsdóttir “fæddist upp með þeim manni, er Sigurður múli hét; hann bjó undir Felli”.

Fjall

Fjall – tóftir.

“Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún. Af JÁM sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos er Branddalur heitir, sem þar er uppi í gilinu, en sjest ekki fyrr en að er komið. Branddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegt að nafnið sé dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin … enn heldur [gilið] áfram að hækka bunguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasfl öt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. … Hefi r hjer verið gott til heyafl a og tún eigi alllítið meðan bungan var í friði fyrir skriðum. Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni smátt og smátt heldur en allt í einu; en auðvitað er, að loksins hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn.”

Fjall

Fjall – tóftir.

“Fjallstóftir eru gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður. Þar var kirkja, og liggur vegurinn um kirkjugarðinn,” segir í örnefnalýsingu Laugarbakka. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1706 segir: “Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.” Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.”
Í grein sinni um Fjall í Ölfusi í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1897 segir Brynjúlfur Jónsson: “Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli; svo sagði mjer Jón bóndi Árnason í Alviðru, fróður maður og vel að sjer.
FjallHefir þá bænahúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi það verið austast og fremst, – sem mjer þykir liggja næst að ætla, – þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.” Friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 (sem kvöð á landi Hellis) samkvæmt friðlýsingarskrá. Þar segir: “Leifar eyðibýlisins Fjalls, sunnan undir suðausturhorni Ingólfsfjalls.” Ekki er vitað með vissu hvar kirkjan var staðsett, en líklega var hún á bæjarhólnum, austan við bæ. Brynjólfur gerði uppdrátt af minjum í Fjalli og birti með grein sinni árið 1897. Allt eins er líklegt að kirkjan hafi farið undir Biskupstungnabraut 35, skammt suðaustar en hnit var tekið. Þar voru minjar samkvæmt teikningunni. Kirkjan er rúmlega 50 m austan við bæ 001 og um 75 m suðvestan við útihús.
Ummerki kirkjunnar hafa líklega farið undir veginn við vegagerð á 20. öld. Þó er ekki loku fyrir það skotið að mannvistaleifar séu undir jörðu.

Núpar

Ölfus

Ölfus; Núpar – loftmynd.

Máldagi frá Strandarkirkju frá 1397 getur kirkjunnar á Núpum fyrst en hennar er einnig getið í máldaga frá árinu 1575. Ekki er vitað hvenær kirkjan er lögð niður eða hvar hún stóð. Það hafa ekki fundist mannabein á Núpum þrátt fyrir mikið jarðrask á og við bæjarhólinn en gera má ráð fyrir að kirkjan hafi verið þar nærri. Einnig eru getgátur um að kirkjan hafi verið ofan við bæinn,
þar sem tóft er.

Landnáma: „Álfur hinn egski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands og kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kenndur og Álfsóss heitir; hann nam lönd öll fyrir utan Varmá og bjó að Gnúpum.“

Ölfus

Núpar.

1397: „XCI. Gnwpar. Kirkia ad Gnupumm hins heilaga Þollaks a .xc. j heimalandi. viij. ær. rodukross oc annann til. kluckur .ij. oc er onnur brotin. kiertistikur .ij. alltaraklædi oc bryk. dvk. paxspialld eitt. portio Ecclesiæ vmm .iiij. ar .ix. aurar oc .iiij. alnar. Hefur Gudrydur oc Þorallr bondi hennar lated vppgiora ad ollu kirkiuna a fyrr greindum ärum. Hun a syna portionem vmm .vij. ar næstu halfur atiandi eyrer medann Þormodur hefr bved. Þar fylger Andres lykneski vmm þat framm sem adr er j maldaga hennar oc alltarisdvkur.“
1575: CXC. Nupar. Hälfkirkian ä Nupum ä xc. i heimalande.

Í Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1709 segir: “Munnmæli eru, að hjer hafi til forna kirkja verið, en engin sjást þess viss merki og eru því gátur einar.”

Núpar

Núpakirkja? – tóft.

“Kirkjuflöt: Smáflöt suðaustur af Grjóttungu. Nafnið gæti bent til að þar hafi kirkjan verið, þó er það ólíklegt, því kirkjur stóðu oftast við bæina,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað hvar kirkjan á Núpum var staðsett með vissu, hvergi hafa komið upp mannabein í námunda við bæinn svo vitað sé. Hugmyndir eru uppi um að útihús sé kirkjan, það verður að teljast afar ólíklegt fjarlægð frá bæ er það mikil. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja kirkjuna með innan við 50 m skekkju.
Engin ummerki um kirkjuna sjást á yfirborði. Ekki var hægt að staðsetja heimatún á Núpum eftir túnakortum bæjanna frá 1920. Túnið samanstóð af nokkrum stakstæðum hlutum sem ekki eru á réttum stað á túnakortunum.

Kirkjuferja

Kirkjuferja

Kirkjuferja – túnakort.

Kirkjunnar á Kirkjuferju er einnig fyrst getið í sama máldaga frá árinu 1397 og kemur fyrir í máldögum allt fram til ársins 1569. Ekki er vitað hvenær kirkjan var afl ögð en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir að enn móti fyrir kirkjugarði og kirkjutóft. Kirkjugarðurinn er mikið raskaður, tóftin úr lagi gengin en sést þó enn.

1397: „LXXXI. Kirkiuferia. Ad Kirkiuferiu fylger fylger kyr oc ein ær. Hun a jnnan sig krossa…“.
1544: „skylldi [sr. Jón Bjarnason] suara halfkyrkiunni a Kyrkiuferiu þeim iiij kugilldum sem eg atti ad suara.“
1545: segir Gissur biskup í minnisgrein að ráð sé fyrir gert að Arnór Eyjólfsson skuli taka 4 kúgildi “sem nu uoru radstafalaus og fylgt hafa kirkiuferiu enn ec skal sialfur j suari uid kirkiuna vm þau kugilldi.”
1569: „16.9.1569 selur Vigfús Jónsson með samþykki Ólafs bróður síns Skálholtsdómkirkju Kirkjuferju, og var kaupahlutinn 30 hdr að dýrleika en kirkjuhlutinn 10 hdr og fylgdu jörðinni 8 málnytukúgildi.“

Kirkjuferja

Kirkjuferja 1966 – fjölskyldan.

“So segja menn hjer jafi að fornu kirkja verið; sjást enn nú merki kirkjugarðs, og er þar nú tóftarstæði eftir, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn minnist hjer hafi tíðir verið fluttar,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Í örnefnaskrá segir: “Kirkjuhóll. Hóll austur á túninu, sunnan vegar. Blettur við hólinn, sem ekki mátti slá (sennilega tún huldufólksins, sem í hólnum bjó).” Kirkjuhóll er um 75 m norðaustan við bæ, austan við hesthús og gamla íbúðarhúsið. Hóllinn er sunnan megin við núverandi heimtröð sem liggur meðfram honum.

Svæðið er í mikilli notkun og áberandi ummerki eftir yfirferð stórra vinnuvéla. Svæðið er afgirt og notað sem bithagi fyrir hesta.

Kirkjuferja

Kirkjuferja.

Fyrst var komið að Kirkjuferju árið 2004 í tengslum við skráningu á bænhúsum á Íslandi. Miklar breytingar hafa átt sér stað síðan, nú er Kirkjuhóll innan svæðis sem ekki er nýtt og þar er mikill gróður. Nýtt hús var byggt norðvestan við hesthúsið en raskaði ekki Kirkjuhól.
Á teikningu frá 2003 er þúst. Það litla sem ennþá sést er líklega skemmt af umferð og gæti orsakað skrítið lag tóftarinnar. Það má sjá að eitthvað mannvirki var þarna er það er tiltölulega mikill ágangur svo erfitt reyndist að áætla skörp skil. Tóftin er 8×7 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Veggirnir eru 0,15 m á hæð og algrónir.

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn – túnakort.

Úlfljótsvatnskirkja var byggð árið 1863 en turninum var bætt við árið 1961 (kirkjukort.net). Í kirkjunni eru tvær klukkur og er letrað á þær báðar: E.B.S. ANNO 1744. Þær eru því 270 ára gamlar þegar þessi upptaka var gerð.

Úlfljótsvatnskirkja, Grímsnes- og Grafningshreppur, friðlýst kirkja, byggingarár: 1863. Hönnuður: Eyjólfur Þorvarðsson forsmiður frá Bakka.

Fyrst er getið um kirkju að Úlfljótsvatni í máldagabók Vilkins biskups árið 1397 og er hún þá helguð Maríu guðs móður og heilögum Pétri.

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatnskirkja – Jón Helgason.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Úlfljótsvatnskirkja er timburhús, 7,66 m að lengd og 5,11 m á breidd, með turn við framstafn, 2,08 m að lengd og 3,67 m á breidd. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn sömu gerðar á framhlið turns yfir dyrum. Þeir eru bogadregnir að ofan en yfir þeim eru burstlaga faldar og vatnsbretti. Í þeim er miðpóstur og mjórri þverpóstar um sex rúður. Efst á framhlið turns eru tveir mjóir gluggar burstlaga að ofan og aðrir tveir á austurhlið en þrír litlir gluggar á hvorri turnhlið. Á turninum eru kirkjudyr og yfir þeim bjór.

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatnskirkja 1924.

Ekki er ástæða til að ætla annað en að kirkja hafi verið á Úlfljótsvatni löngu áður en prestskyld var sett þar, og sennilegt er að hún hafi fyrst verið byggð á 11. öld, sem einnig má ætla um hinar kirkjurnar í Grafningi, þ.e. á Nesjum, Ölfusvatni, Bíldsfelli og Torfastöðum. Talið er að kirkjur hafi byggst við helstu bólstaði fljótlega eftir kristnitökuna en að aðgreining þeirra í bænhús, útkirkjur og prestskyldarkirkjur hafi fyrst orðið á 12. öld eftir að prestum tók að fjölga að ráði. Áður en það varð munu kirkjurnar fyrst og fremst hafa verið notaðar til bænahalds og í sambandi við greftranir og messuhald fyrir hina látnu.

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn 1955.

Þegar komið var fram á 12. öld vígðust margir meiriháttar höfðingjar til prests og aðrir réðu presta til að syngja við kirkjur sínar og þjóna í kirkjum nágranna sinna.“ Það að bóndinn á Ölfusvatni mun hafa orðið fyrstur til að halda uppi reglulegri prestþjónustu við kirkju sína af bændum í Grafningi, og lagði til þess Sandey í Þingvallavatni og hluta úr landi Ölfusvatns og Hagavíkur,“ bendir til að hann hafi verið helsti leiðtogi sveitarinnar og Ölfusvatn miðstöð hennar.
Dreifing kirknanna í Grafningi kemur vel heim og saman við matsverð jarðanna: kirkjur er að finna á öllum stærstu og dýrustu jörðunum, en þær jarðir sem ekki hafa haft kirkjur eru augljóslega hjáleigur eða minni býli sem skipt hefur verið út úr aðaljörðunum.

Úljótsvatn

Úlfljótsvatnskirkja – kirkjuklukka.

Eins og áður var vikið að hafa Bíldsfell og Torfastaðir verið aðaljarðirnar syðst í sveitinni og byggð hefur sennilega hafist síðar í Tungu, StóraHálsi, Litla-Hálsi og Hlíð þó ekki þurfi það að hafa munað miklu. Mögulegt er ennfremur að Háls hafi upphaflega verið ein jörð en þær eru orðnar tvær um miðja 15. öld þegar þeirra er fyrst getið í skjölum. Villingvatn tilheyrði kirkjunni á Úlfljótsvatni og er slíkt yfirleitt merki þess að kirkjujörðin hafi upphaflega verið afbýli frá höfuðbólinu sem hafi verið lögð til kirkjunnar við stofnun hennar til uppihalds presti og kirkju. Nokkur minni afbýli virðast einnig hafa verið í Úlfljótsvatnslandi en ekkert þeirra hefur verið lengi í byggð nema Úlfljótsvatnshjáleiga.

Nesjar

Nesjar

Nesjar – túnakort.

Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margrétu Nesjavelli, 20 hdr, til giptumála við Þórólf Eyjólfsson.
1.7.1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls 20 hdr, í staðinn – [Jón Marteinsson (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns].
Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að Nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn.

18.9.1690 selur Sigurður Björnsson lögmaður Guðríði Ormsdóttur móðursystur sinni hálfar Nesjar fyrir 10 hdr – Jarðabréf. [Sigurður var sonur Ingibjargar Ormsdóttur Vigfússonar Jónssonar og Guðríðar Árnadóttur Gíslasonar prests í Holti Jónssonar biskups].
23.5.1698 fær Sigurður Björnsson lögmaður Erlingi Eyjólfssyni hálfar Nesjar, 10 hdr, fyrir skuld – Jarðabréf.

Nesjar

Nesjar.

3.8.1706 pantsetur Guðríður Ormsdóttir hálfajörðina Nesjar, 10 hdr að dýrleika, til Gísla Halldórssonar fyrir 15 hdr 109 álnir.
18.7.1720 selur Sigurður Sigurðsson yngri sýslumaður Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum.
19.7.1723 selur sr. Gísli Erlingsson Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum með 1 1/2 kúgildi.
18.7.1746 afsalar Magnús Gíslason lögmaður allri jörðinni Nesjum með 4 kúgildum til Jóns Pálssonar fyrir 144 rdl, bæði jörð og kúgildi.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar, og taldist helmingur hennar að dýrleika eða 10 hdr.
„Nesjar er efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þrem nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.“

Nesjar

Nesjar.

Allt landið mælt 5500-6000 ha, strandlengjan er 13 km, jörðin á Nesjaeyju út í Þingvallavatni. 3,2 ha 1918, slétt ca.[vantar]. Matjurtagarðar 674 m2. Tún 25,8 ha.
1839: „Veiðijörð, heyskaparlítil, útigangur í meðallagi.“
1977. „Landið er allt þurrlent og bratt. Fyrir botni Hestvíkur að Jórukleif er landið að miklum hluta vaxið birkikjarri. Engar vatnslindir eða lækir eru í landinu og enginn mýrarblettur.“
1706: „Það er sögn manna, að hjer hafi að fornu kirkja eður hálfkirkja verið, ekki vita menn rök til þess, nema þau ein að sýnileg eru þar merki kirkjutóftar og kirkjugarðs. En framyfir allra manna minni hefur þetta hús niðri legið“ segir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Í túninu um 100 m suðvestur af bæjarhólnum og um 30 m vestur frá vatnsbakka Þingvallavatns í bæjarvíkinni hafa komið upp mannabein og því líklegt að kirkjan hafi staðið nálægt þeim stað. Um 20 ár síðan túnið var sléttað og beinin komu upp. Ábúandi hafði samband við Þjóðminjasafnið sem enn hafa ekki látið fara fram rannsókn á staðnum.

Ölfusvatn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – túnakort.

Í lýsingu sinni á Háldans Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 getur hann um Grímkelsgerði og Grímkelsleiði á Ölfusvatni en lýsir þeim ekki nánar.
Árið 1817 sendi konungleg nefnd um varðveislu fornminja bréf til allra sóknarpresta á Íslandi og bað þá að skrifa skýrslur um fornleifar og gamla gripi í sínum sóknum.
Presturinn á Þingvöllum, Páll Þorláksson (1748-1821) svaraði nefndinni um hæl með allítarlegri skýrslu. Á Ölfusvatni getur hann um hoftóft sem ennú sjáist gjörla til og að það sé talið hofið sem Grímkell brenndi. Sunnan við hofið segir hann frá stóru gerði með þúfu í sem kallað sé Grímkelsleiði.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Einnig getur hann um kirkjugarð og stein sem standi í sáluhliði sem talinn sé frá pápískri öld og haldi sumir að hann hafi staðið fyrir kirkjudyrum með vígðu vatni en aðrir að hann hafi verið skírnarfontur. Þessar lýsingar koma ágætlega heim við aðstæður í dag. Hofkofinn, fjárhús sem byggt var á hoftóftinni um miðja 19. öld, er þó heldur vestar en norðar af Grímkelsgerði sem nú er kallað og ekki er hægt að sjá af lýsingu Páls hvar kirkjugarðurinn hefur verið eða bollasteinninn.

Bíldsfell

Bíldsfell

Bíldsfell – túnakort.

Kirkju í Bíldsfelli er getið í máldaga frá um 1220, DI I, 409 og í Vilchinsmáldaga DI IV, 93. Bæjar eða fjalls er getið í Harðarsögu.

„Munnmæli eru hjer hafi til forna kirkja verdið, merki til þess eru kirkjugarðsleifar kríngum fornt hússtæði, þar sem nú enn er geymsluhús ábúenda. Rök vita menn hjer engin önnur til, og engin man hjer hafi tíður veittar verið.“ segir í jarðabók frá 1706. „Í austur frá bænum er hóll, sem nefnist Hjallhóll. Þar stóð kirkjan í fornöld. Mátti sjá fyrir leiðum og kirkjugarði fram á 19. öld.

Bíldsfell

Bíldsfell 1910.

Ögmundur Jónsson sléttaði þessar leifar“ segir í örnefnalýsingu. Kirkjutóftin er í trjálundi um 10 m norðaustur afbæjarhólnum 001,er þúst sem er 3,5×3,5. Tóftin sýnist hafa dyraop til vesturs og man Árni Þorvaldsson eftir því að inngangurinn hafi verið skýrari. Við tóftina eru dældir í jarðveginn sem hafa verið taldar leifar af gröfum. Ekki hefur verið hróflað við þessu svæði fyrir utan gróðurseningu tjárlundarins en trén eru flest að deyja.
BÍLDSFELL Í GRAFNINGI (ÚLFLJÓTSVATNSÞING) (Á) -Maríu, Pétri, Nikulási – HÁLFKIRKJA [um 1220]: Kirkia at Billz felli er helgvð Mariv drottningv. Petro postula. Nicholao biskvpe. Kirkia a .x. hundruð j landi…“.
1397: Kirkia heilags Nicholai ad Bilsfelli a .ij. kyr. jnnan sig a kirkiann kross. Nichulas lykneski…“.

Torfastaðir

Torfastaðir

Torfastaðir – túnakort.

Kirkju á Torfastöðum er getið í Vilchinmáldaga, 1397.
Jón Oddsson seljandi Syðra Háls gefur út bréf á Torfastöðum 26.5.1448. Tunguá liggur meðfram jörðinni að norðan. Torfastaðir III eiga hálfann Arnarhólmann í Álftavatni.
1706: „Engjunum grandar sandságangur að framanverður, en fjallaskriður að ofan.“
1706, Skálholtsstólseign, jörðinni fylgdu vatnshólmar.
1839: „heyskapur mikill, en votur, beitarþröngt.“

Torfastaðir

Torfastaðir.

1918: tún á báðum bæjum 5,1 ha, garðar 1859 m2. „Torfastaðaland neðan fjalls má heita allt gróið land. Mest mýrlendi, þá valllendi og lyngmóar, vaxnir krækiberjalyngi og nokkuð beytilyng. Ekki er skógargróður neinn í landareigninni, en lítils háttar grávíðir með Ingólfsfjalli fremst og á Tanganum norður við Sog. Þar er líka gulvíðir lítils háttar og austan við Markhamar.“
Á Torfastöðum I var mest sléttað um 1957.
Tvíbýli 1918.

„Sagnir eru um, að bænhús hafi verið á Torfastöðum, en óvíst er um staðsetningu þess“, segir í örnefnalýsingu. Heimildarmaður hefur heyrt að bænhúsið hafi verið við heygarðinn, þar sem er sléttað tún.

Kirkjuhöfn

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Eyrarhöfn; uppdráttur ÓSÁ.

Eyðibýli norðan við Hafnaberg. Norðan við Hafnaberg er að finna byggð sem fór í eyði að mestu leyti á 17. öld og myndarlegir bæjarhólar á svæðinu bera þess vott að betri tímar hafi einhvern tíman ríkt þar, þó nú sé svæðið nær gjörblásið. Svæðið sem heild hefur hátt minja- og varðveislugildi, en hver afmörkun þess í ríminu er nákvæmlega er ekki auðsvarað og verður að kanna frekar.
Kirkjuhöfn, Litla- og Stóra – Sandhöfn voru samkvæmt heimildum stöndugir bæir framan af en lögðust í eyði á 17. öld sökum landeyðingar. Landið þar sem bæirnir hafa staðið er í dag gjörblásið og sýnir vel hve grátt Reykjaneseldar hafa leikið þennan landshluta og gera enn.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; Kirkjuhöfn efst t.h. Framar er meintur grafreitur og kirkja, Ofar er hringlaga gerði.

Fyrir utan hina miklu bæjarhóla eru mímargar rústir á svæðinu, frá hinum ýmsu tímum. Eftir að bæirnir lögðust af féll landið undir Kalmanstjörn og var nýtt af þeim.

Einnig er þarna að finna minjar bæjarins Eyri sem fór í eyði á 18.-19. öld og Stekkjarhóls sem einnig er bæjarhóll, þó nokkuð minni en hinir þrír. Landeyðingin sem átti sér stað í kjölfar Reykjaneselda hefur enn gríðarleg áhrif tæpum 800 árum seinna og teygir hún sig allt til Hafna. En þrátt fyrir hve illa leikið svæðið er vegna uppblásturs þá hefur ekki enn tekist að eyða bæjarhólunum sem enn standa grösugir mitt í auðninni.

Gömlu Hafnir

Gömlu-Hafnir – kirkjugarður?

Staðurinn segir mikið um bæði baráttuna við náttúruna á Suðurnesjum og nýtingu fólks á henni, og er einkar áhugaverður bæði í ljósi fornleifafræðinnar, sem og jarðfræðinnar.

Um bæina segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín: Kyrkjuhöfn. Eyðijörð, hefur óbygð verið um 40 ár. Jarðardýrleiki þykjast gamlir menn heyrt hafa að verið 30 hundruð, en nú tíundast þetta eyðiland með rekanum fyrir 10 hundruð, so sem væri það þriðjungur úr Gálmatjörn.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – Uppdráttur ÓSÁ.

Hvort að kirkja hafi verið á Kirkjuhöfn er alls óvíst, þó nafnið bendi vissulega til þess að svo hafi verið. Kirkjunnar er ekki getið í heimildum, en sagan segir að bein hafi verið flutt úr kirkjugarðinum á Kirkjuhöfn að Kirkjuvogi þegar kirkjan var lögð af.
Samkvæmt Kristnirétti hinum forna, sem varðveittist í Grágás varð að flytja bein úr aflögðum kirkjugörðum að næstu alkirkju, þar sem greftranir voru leyfðar. Þetta ákvæði er hins vegar horfið í jónsbók sem lögtekin var 1281.

Samkvæmt þessu ætti kirkjan því að vera eldri en 1281. Séra Jón Thorarensen heldur því fram í grein sinni „Um Hafnir í gamla daga“ að kirkja hafi verið á Kirkjuhöfn á 12. og 13. öld.
Kirkjan hafi verið aflögð nokkru áður en Vilchin biskup vísiteraði árið 1397, þar sem ekki einu orði er minnst á kirkjuna í máldaga hans.

Kirkjuhöfn

Kirkjuhöfn – meintur kirkjustaður.

Á þeim tíma var komin hálfkirkja á Kalmanstjörn samkvæmt sama máldaga. Séra Jón getur þess reyndar ekki að ekki er heldur minnst á kirkju á Kirkjuhöfn í kirknaskrá Páls biskups frá árinu 1200. Þar er einungis minnst á eina kirkju á Reykjanesi en hún var í Vági, sem er að öllum líkindum Gamli-Kirkjuvogur.
Hugsanlega hefur þó verið hálfkirkja á Kirkjuhöfn á þeim tíma, en hálfkirkjur voru ekki skráðar í Kirknaskrá Páls. Hinn meinti jarðardýrleiki upp á 30 hundrum sem segir frá í Jarðabók, bendir til burðugs býlis og kirkja á slíkum stað alls ekki ólíkleg.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; kort í skýrslu um Fornleifakönnun 1996.

Bæjarhólarnir eru einstakir í Reykjanesbæ og hugsanlega Suðurnesjum. Líklegast hafa fáir sem engir aðrir bæjarhólar frá þessum tíma varðveist óraskaðir á svæðinu.
Það er mörgum spurningum ósvarað varðandi byggð fyrr á öldum á Reykjanesi. Bæjarhólar Kirkjuhafnar og Sandhafna-bæjanna geta svarað mörgum af þeim spurningum. Um þann tíma á Suðurnesjum fram undir 18. öldina er nánast ekkert vitað enda hafa nánast engar heildstæðar fornleifarannsóknir farið fram á svæðinu og alls engar á bæjarstæðum. Þó svo að bæjarhólarnir einir og sér séu mikilvægir og verðugir friðlýsinga, þá gerir stærra samhengi þeirra og svæðisins í heild þá enn verðmætari en ella.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar er að finna eftirfarandi frásagnir: Herjólfr hét maðr, Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Íngólfs landnámsmanns; þeim Herjólfi gaf Íngólfur land á milli Vogs ok Reykjaness.
Þórir haustmyrkr nam Selvog ok Krísuvík, en Heggr son hans, bjó at Vogi, en Böðmóðr, annar son hans, var faðir Þórarins, föður Súganda, föður Þorvarðar, föður Þórhildar, móður Sigurðar Þorgrímssonar. Herjólfr, sá er fyrr var frásagt, var frændi Íngólfs ok fóstbróðir, af því gaf Íngólfr honum land á milli Reykjaness ok Vogs; hans son var Bárðr, faðir Herjólfs þess, er fór til Grænalands, ok kom í hafgerðingar […]

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur.

Nokkuð er nafn bæjarins á reiki, hann virðist ýmist kallaður Vogur eða Kirkjuvogur í gömlum heimildum. Líkur benda eindregið til að um sé að ræða einn og sama bæinn – og að bæst hafi framan við bæjarnafnið þegar kirkja var reist á jörðinni.
Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi í Höfnum. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Til forna lá jörðin hins vegar langt inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin, sem snýr í suður-norður, rúmir 23 m á lengd, 10 m á breidd og hæst um 2 m.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – kirkjugarður.

Húsaskipun er ekki hægt að greina. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðins brunns vestan við hann, en tóftir enn lengra í vestur sem gætu verið rústir útihúsa. Enn fremur eru greinilegar traðir frá bænum í norður upp á kaupstaðaleiðina.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. Hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 verða válegir atburðir sem eru færðir í annála: Á þessu ári gerðust þau hræðilegu tíðindi, að Þorleifur Þórðarson drap Þorbjörn prest Þorsteinsson í kirkju, suður á nesjum, í Kirkjuvogi, á Mikjálsmessudag, þá er hann var skrýddur og stóð fyrir altari. Síðan lagði þessi Þorleifur sjálfan sig með hnífi til bana í kirkjunni. Þorbjörn Þorsteinsson var prestur á Hvalsnesi, en hefur þjónað í Kirkjuvogi.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – sjávargerði.

Hinn 19. apríl 1467 selur Björn Þorleifsson Eyjólfi Arnfinnssyni jarðirnar Voga á Rosmhvalanesi og Gunnólfsá í Ólafsfirði fyrir fimm jarðir á Vestfjörðum. Einn helsti fornfræðingur landsins um aldamótin 1900, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, skráði minjar á Miðnesheiði. Á grundvelli þess að enginn bær hafi verið í Rosmhvalaneshreppi sem hét Vogar dró Brynjúlfur þá ályktun í skýrslu sinni að hér hlyti að vera átt við Kirkjuvog hinn forna.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – kirkjugarðurinn.

Tekið er fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli árið 1703. Í Jarðabók er enn fremur þetta skjal um jörðina, skrifað í ágúst sama ár í Kirkjuvogi í Höfnum: Forn eyðijörð, hefur legið í auðn yfir stórt hundrað ár. Eru munnmæli að Kirkjuvogs bær sé þaðan fluttur, þangað sem nú stendur hann, og vill þá þetta bæjarstæði í Kirkjuvogs-landi verið hafa. Aðrir halda að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi.

Sunnan við bæjarhólinn í Gamla Kirkjuvogi má sjá leifar af því sem virðist vera kirkjugarður, enda var Kirkjuvogur kirkjujörð.

Kirkjuvogur í Höfnum

Kirkjuvogur

Kirkjuvogshverfi – túnakort 1918.

Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum. Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi. Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.
Kirkjuvogskirkja er kirkja í Höfnum í Reykjanesbæ. Kirkjan var byggð 1860-1861. Hún er í Grindavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan kostaði 300 kýrverð. Vilhjálmur Kr. Hákonarson lét byggja kirkjuna á sinn kostnað. Kirkjan er timburkirkja bikuð að utan með hvítum gluggum.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Tveir máldagar eða eignaskrár hafa varðveist um Vogskirkju. Sá eldri er í Hítardalsbók frá 1367.34 Það er þó aðeins ágrip af máldaga kirkjunnar, en allur máldaginn hefur varðveist í Vilchinsbók biskups í Skálholti frá 1397.

Kirkjan var í pápísku helguð Maríu guðsmóður og var rík af eignum, enda enginn vafi um að Kirkjuvogur hafi fyrrum verið höfuðból. Hafa ekki lítil hlunnindi verið að sækja í Geirfuglasker og eiga það hálft, en Kirkjubólskirkja og Hvalsneskirkja áttu sinn fjórðunginn hvor. Klettaeyja þessi var að stærð „hér um mældur kýrfóðurs völlur“ og svo mikil mergð svartfugls á henni „að engin sjást skil á neinu“; geirfugl þó ekki nærri eins mikill sem skerið hefur nafn til. Lending við skerið fór smáversnandi og strjáluðust ferðir þegar „á tvær hættur [var] að leggja líf og dauða þar upp að fara“ og mannskaðar urðu.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja 2000.

Árið 1732 var gerð ferð í skerið í fyrsta sinn í 75 ár. Fundust þá skinin mannabein í skerinu og gátu menn sér til að dugga hefði orðið að skilja þar eftir mann sem settur hefði verið í land til að taka fugl og egg. Stef séra Hallkels á Hvalsnesi vottar að einnig gat verið illt að sækja í Geirfuglasker í fornöld þótt lending hafi áreiðanlega verið betri í þann tíð: Eg get ekki gefið mig í Geirfuglasker, eggið brýtur báran því brimið er. Um hættuför í Geirfuglasker orti Ólína Andrésdóttir í kvæði sínu Útnesjamönnum:

Ekki nema ofurmenni ætluðu sér
að brjótast gegnum garðinn
kringum Geirfuglasker.
Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för,
en betri samt en björg að sækja
í Básenda vör.
Betri samt en björg að sækja Básendum að;
ræningjarnir dönsku
réðu þeim stað.

Hvalsnes

Hvalsnes

Hvalsnes – túnakort 1919.

Hvalsneskirkja, vígð 1887 staðsett á vestanverðu Reykjanesi, kirkja Sandgerðinga.
Ketill Ketilsson stórbóndi í Kotvogi, þáverandi eigandi Hvalsnestorfunnar kostaði kirkjubygginguna. Hvalsneskirkja er byggð úr tillhöggnum steini og var grjótið sótt í klappir í nágrenninu. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon og Stefán Egilsson, um tréverk sá Magnús Ólafsson. Allur stórviður hússins var fenginn úr fjörunum í nágrenninu, m.a. súlurnar. Viðamiklar viðgerðir fóru fram árið 1945 undir umsjón Húsameistara ríkisins.

Kirkjan er enn starfandi í dag og rúmar 100 manns. Kirkjan er friðuð. Altaristaflan er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni máluð af Sigurði Guðmundssyni árið 1886 og sýnir hún upprisuna.

Hvalsnes

Hvalsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Einn merkasti gripur kirkjunnar er legsteinn yfir Steinunni Hallgrímsdóttur sem dó á fjórða ári (1649). Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614-1674) mesta sálmaskálds Íslendinga sem þjónaði þá sem prestur í Hvalsnessókn, hans kona var Guðríður Símonardóttir. Hallgrímur Pétursson þjónaði á Hvalsnesi fyrstu prestskaparár sín 1644-1651.
Hella þessi var lengi týnd en fannst 1964 þar sem hún hafði verið notuð í stéttina framan við kirkjuna.

Kirkja hefur liklega verið á Hvalsnesi lengi, hennar er fyrst gerið í kirknaskrá Páls biskups frá 1200.Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes- og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Íbúarnir voru mjög ósáttir við það og var ný kirkja byggð 1820 og var hún timburkirkja. Núverandi kirkja er fyrsta kirkjan sem stendur utan kirkjugarðs. Í kaþólsku tengdust margir dýrlingar kirkjunni, María guðsmóðir, Ólafur helgi, heilög Katrín, Kristur, allir heilagir og hinn helgi kross.

Hvalsneskirkja

Legsteinn Steinunnar í Hvalsneskirkju.

Um 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9.
1225: “Síðan fór Aron [Hjörleifsson] suðr a Hvalsnes til Þorsteins ok var þar um hríð,” segir í Íslendinga sögu.
5.4.1820: Hvalneskirkja tekin upp á ný og byggð upp aftur 1821; [konungsbréf] “[K]irkjan var uppbyggð að heita mátti á ábúandans kostnað 1821; þykir hún vera snoturt hús og prýðilegt,” segir í sýslu og sóknalýsingum. “Nýlega er búið að færa Hvalsnesskirkju út úr kirkjugarðinum suðaustur fyrir hann; er hún nú bygð úr steini og mjög vönduð.

“Þar [í kór kirkjunnar] stendur líka legsteinninn yfir Steinunni dóttur hans [Hallgríms Péturssonar] sem fannst í kirkjustéttinni 1964,” segir í Árbók Ferðafélags Íslands 1984.

“Síra Gestur var þá prestur á Hvalsnesi. Hann kom út úr bænum um vökuna og sér hvar tveir menn eru að glíma í kirkjugarðinum.

Hvalsnes

Hvalsnes um miðja 20. öld.

Prestur gengur þangað og sér hvað um er að vera; er þar Þórarinn [í Glaumbæ] og Jáson [unglingspiltur sem grafi nn var að Hvalsneskirkju] nærri því búinn að drepa hann. Gestur prestur bjargaði Þórarni og kom Jásyni frá honum. Þórarinn hafði vakið Jáson upp og sent hann eftir peningum; var hann þá aftur kominn. Sagt er að síra Gestur muni hafa tekið til sín megnið af peningunum,” segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

“Núverandi kirkja var vígð á jóladag 1887, og er ein af helstu menjum um þá grósku er varð í íslenskri steinsmíði í kjölfar byggingar Alþingishússins.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Steinverkið önnuðust Magnús Magnússon frá Gauksstöðum í Garði, er drukknaði frá því verki, og Stefán Egilsson úr Reykjavík. Ketill Ketilsson, hreppsstjóri og Dbr. maður í Kotvogi í Höfnum, sem þá átti Hvalsnes, lét reisa kirkjuna. Hann réði sem yfirsmið Magnús Ólafsson trésmíðameistara úr Reykjavík,” segir í Árbók Suðurnesja 1984-1985. Kirkjan er 70 m suðvestan frá bæ, á hól. Ekki er vitað hvort að eldri kirkja var á sama stað en kirkjan var flutt hingað á 19. öld. Kirkjur voru fyrr á öldum innan kirkjugarðsins. Kirkjan er enn í notkun og vel við haldið.
Slétt tún eru allt umhverfis kirkuna. Kirkjugarðurinn er um 30 m norðar.

Á túnakorti frá 1919 er steinkirkja, sem er samtengt kirkjugarði, merkt um 80 m suðaustan bæjar. Kirkjan sést enn.

Kirkjuból

Kirkjuból

Kirkjuból – loftmynd 1954.

Um 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi.
Um 1270: “Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok kefl v vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn fimta hlvt aa kirkivbol hafar biarnnarstader ok kolbeinstader. aa kirkivbol jafnn micid hinvm badvm: enn hinn londinn halft hvort vid annat.”
1477: “Peturs kirkia a kirkiubole a xl hvndrad j heimalandi.”
1547-1548: Fógetareikningar. “Jtem met Kyrckebolet landskyldt xij vetter fi ske […].” Sjá einnig Fógetareikninga 1548, 548-1549, 1549-1550, 1550, 1552 og 1553.

Kirkjuból

Tóftir Kirkjubóls.

1551: Norðlingar hefna Jóns Arasonar, drepa Kristján skrifara og menn has á Kirkjubóli. “Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrin Kock og Sefrín Ama […],” segir í Biskupa-annálum Jóns Egilssonar.
1551: “[Kristján skrifari og menn hans] grafnir heima hjá hálfkirkjunni á Kirkjubóli”.
1553: Máldagi Kirkjubólskirkju. “Kirkian a Kirkiubole a xlcj heimalandi. Fiordvng j Geirfuglaskeri.”

1555: Konungsboð. “Sameledis er forschreff ne Torofl er Öyelssen begierenndis. att wij wille vnnde hanom enn gaard wed naff n Kierckebolle. thaa giff ue wij teg tillckiennde att wij ere tillfredz. att hannd fanger same gaard.”
Um 1570 og síðar: “Kirkian a Kirkiuböle a xLc. i heimalandi. Fiordung i Geijrfuglaskiere”.

Kirkjuból

Kirkjuból – grafstæði. Sjórinn hefur verið að grafa sig inn í kirkjugarðinn.

1598: hálfkirkja.
1686 og 1695: 66 hdr., 80 ál., konungseign.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir: “[H]efur sandur þessi fokið mjög upp á túnin og spillt grasrót, svo að illbyggilegt mátti heita, þar til á síðustu árum að útlendur áburður og betri viðleitni hefur gert byltingu í grasvexti á þessum slóðum.”
Kirkjuból hefur verið fremsti bærinn fyrir sunnan Skagann, og er hann enn byggður, en fluttur lengra upp frá sjó. Rústir forna bæjarins eru á hól við sjóinn og sjást enn, þó ekki gjörla, því að þar er mjög sandi orpið og umturnað. Kirkja var og þar, og sér enn rústir hennar, þó eigi glögglega, því allt er komið í sand. Vilchinsmáldagi kallar þessa kirkju Péturskirkju, og átti hún sem hlunnindi fjórðung í Geirfuglaskeri, en hálft kirkjan í Vogi. Bænhús stóð hér fram á daga Árna lögréttumans Jónssonar. Ekki vita menn til, að hér hafi nokkru sinni blásið upp mannabein, og engin legstaður eða rúnasteinn er hér sjáanlegur. Ívar Hólm hirðstjóri á að hafa búið á Kirkjubóli.”

Útskálar

Útskálar

Útskálar – túnakort 1919.

Kirkjustaður og prestsetur í Garði. Útskálar voru eitt mesta höfuðból á Suðurnesjum ásamt Stóra-Hólmi í Leiru og Kirkjubóli á Miðnesi. Kirkja sú er nú stendur á Útskálum var reist á árunum 1861-1863, timburhús á hlöðnum grunni, með sönglofti, forkirkju og turni og tekur um 200 manns í sæti. Forsmiður var Einar Jónsson frá Brúarhrauni.

Árið 1975 var forkirkja stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin.
Kirkjan er af yngri turngerð og er friðuð.

Útskálar

Útskálakirkja – altaristafla.

Altaristaflan er eftir erlendan málara og sýnir boðun Maríu, predikunarstóllinn var að öllum líkindum upprunalega í Dómkirkjunni í Reykjavík. Skírnarfonturinn er eftir Ríkharð Jónsson.

Séra Sigurður B. Sívertssen var prestur að Útskálum í tæplega hálfa öld. Hann vann að mörgum framfaramálum s.s. jarðabótum, og húsbyggingum, m.a. lét hann byggja kirkjuna sem nú stendur, en þekktastur er hann fyrir Suðurnesjaannál sem hann skrifaði.

Kirkja hefur líklega verið á Útskálum frá fyrstu tíð, hennar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. Þá var kirkja einnig á Kirkjubóli, en þeirrar kirkju er síðast getið í heimildum frá 14. öld. Dýrlingar kirkjunnar í kaþólskri trú voru Pétur postuli og Þorlákur helgi.

Einn hryggilegasti atburður sjóferðarsögu Íslands tengist kirkjunni.

Útskálar

Útskálar 1920 – Jón Helgason.

Þann 8.mars 1685 fórust 136 á sjó, flestir af Suðurnesjum, um nóttina rak 47 lík á land í Garðinum og var 42 þeirra búin sameiginleg gröf í Útskálakirkjugarði. Það er talið að aldrei hafi jafn margir verið jarðaðir á sama degi frá sömu kirkju á Íslandi.

Útskála er getið í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 [um 1270].

Kirkjan er 50 m A við timburhúsið á bæjarhólnum sem snýr ekki eins og hún. Kirkjan og kirkjugarðurinn standa mun neðar en hóllinn og er lítil upphækkun merkjanlega þar sem garðurinn er.

Útskálar

Útskálar – loftmynd 1954.

1919 var kirkjan heldur norðar en fyrir miðju garðsins en grafreiturinn var þá alls 60-65 m langur N-S og 45-50 m á breidd. Hann hefur síða verið færður út, um 15 m til austurs og um 50 m til suðurs. Steypt girðing er fyrir vesturhlið og stærstum hluta norðurhliðar en grjóthlaðinn garður (nýlegur) fyrir austurhlið. Engin tré eru í garðinum sem er að mestu sléttur.

Kirkjan er byggð 1861. Hún er 18×7 m, með forkirkju undir minna formi (6×3 m), á grjóthlöðnum grunni sem hefur verið múrhúðaður. Eldri kirkja var byggð 1799, öll úr timbri, 20 álna löng en 8 álna breið. Forveri hennar var með timburþaki en grjóthlöðnum hliðarveggjum. Margir gamlir legsteinar eru í kirkjugarðinum næst kirkjunni.

Garður

Kort herforingjaráðsins danska af Útskálum 1908.

1879 minnist Sr. Sigurður Sivertsen þess að „kirkjugarðurinn á Útskálum hefur nú verið færður út í þriðja sinn og á tvo vegu hlaðinn upp af grjóti, en á einn veg, að vestan, hefur verið sett upp grindverk úr tré. Hann var færður út 1827, 1861 og loks nú 1879.“

1840: „Þá dönsku dysjuðu Norðlingar fyrir norðan garð [á Hafurbjarnarstöðum]. Þetta var ár 1551, en það man ég, að bein úr dysjum þeirra voru blásin upp og færð heim hingað [til Útskála] í kirkjugarð hér um 1828. Þar fannst og silfurhringur með gömlu merki líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum.“

Útskálar

Útskálakirkja 2000.

Það var lífseig trú á Suðurnesjum að kumlin á Hafurbjarnarstöðum væru dysjar Kristjáns skrifara og danskra fylgisveina hans sem drepnir voru af norðlenskum vermönnum á Kirkjubóli 1551 en í ritgerð frá 1593 kemur fram að þeir voru dysjaðir fyrir norðan túngarð á Kirkjubóli en að seinna hafi þeir verið teknir upp og grafnir heima hjá hálfkirkjunni á Kirkjubóli. Beinin sem flutt voru í Útskálakirkjugarð um 1828 hafa því væntanlega komið úr heiðnum gröfum.
Úr kirkjugarðinum á Útskálum koma tveir legsteinar með rúnaáletrunum, sem báðir eru á Þjóðminjasafni (Þjms. 10927, 10928). Þeir fundust báðir í stétt við kirkjudyrnar 1840 og voru sendir til Oldnordisk Museum í Kaupmannahöfn 1843 en aftur til Íslands 1930. Báðir eru tímasettir til 15. aldar.

Innri-Njarðvík

Innri-Njarðvík

Innri-Njarðvík – túnakort 1919.

Njarðvíkurkirkja er sóknarkirkja Innri-Njarðvíkur, hún var vígð 18.júlí 1886. Saga kirkjunnar í Innri Njarðvík, nær að minnsta kosti aftr til 14.aldar.

Kirkjugarðurinn er um 22 x 23 m og virðist hringlaga að hluta. Líklega má grilla í vegg hér og hvar, sérstaklega að norðan, en það gæti stafað af stíg sem þar liggur að kirkjunni. Mörg leiði eru innan í þessum meinta garði, það elsta frá 1882 – 1895. Þar sem vænta má að kirkjan hafi staðið eru nú tvö leiði (sambyggð) í steyptum ramma.

Kirkjan er gerð úr alhöggnum steini og var grjótið sótt í heiðina fyrir ofan byggðarlagið. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon (1842-1887). Viðarmiklar viðgerðir fóru fram á kirkjunni 1944, en þá hafði hún ekki verið notuð sem sóknarkirkja frá 1917, og síðan aftur 1980-1990.

Njarðvík

Innri-Njarðvík – Áki Grenz.

Arkitekt að seinni viðgerð var Hörður Ágústsson. Kirkjan er friðuð.
Altaristaflan (1986) er eftir Magnús Á. Árnason og sýnir krossfestinguna.
Forn kirkjuklukka (1725) er ein þriggja kirkjuklukkna í turninum.
Saga kirkju í Innri-Njarðvík er nokkuð slitrótt. Í heimildum frá 13. öld er kirkju getið. Hún virðist hafa verið lögð niður á 16. öld, en endurreist á síðari hluta 17. aldar. Kirkjan var aflögð 1917, en endurgerð 1944 og hefur verið þjónað í kirkjunni síðan. Í kaþólsku var hún Maríukirkja og Þorlákur helgi var einnig dýrlingur kirkjunnar.

Hítardalsbók segir: “Maríukirkja og hins [heilaga] Þorláks biskups í Njarðvík á eina kú, altarisklæði tvö, et cetera” Bókin gæti verið frá 1367 en líklegt er þó að kirkjan sé frá 13. öld í gömlum ritum er talað um Kirkju-Njarðvík, sem ekki er óumdeilt að hafi verið notað um bæinn. Þegar á miðöldum eru Njarðvíkurjarðirnar tvær.

Innri-Njarðvík

Innri-Njarðvík – loftmynd 1954.

Kirkjueignir á Suðurnesjum komust í eigu konungs árið 1515 og voru í eigu konungs í 275 ár eða til ársins 1790.

Halldór Jónsson, hertekni, var hertekinn í Tyrkjaráninu í Grindavík 1627, en Halldór kom aftur til Íslands.
Sonur hans, Jón Halldórsson lögréttumaður, sat jörðina Innri Njarðvík frá 1666. Ásamt konu sinni Kristínu Jakobsdóttur. Jón fæddist að Járngerðarstöðum í Grindavík árið 1623 en dó í Innri Njarðvík 19. apríl 1694.
Jón Halldórsson barðist fyrir því að kirkja yrði reist í Innri Njarðvík. Brynjólfur biskup Sveinsson gaf leyfi þann 16. september 1670, með þeim skilmálum að Jón sæi til þess að allur tilkostnaður við embættið og þjónustu forsmáðist ekki á nokkurn hátt. Auk þess fékk Jón leyfi landfógeta Jóhanns Kleins til að byggja kirkjuhúsið, en Brynjólfur gaf leyfi til guðsþjónustugjörðar.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Jón lét byggja kirkju sem var vígð 13. nóvember 1670 af sr. Rafni Ólafssyni á Stað í Grindavík. Kirkjan fékk hálfkirkjurétt en Njarðvíkingar voru þó enn bundnir Kálfatjarnarkirkju og skyldaðir til að gjalda henni kirkjugjöld. Urðu miklar rekistefnur út af þessu fyrirkomulagi.

Kálfatjarnarprestar þjónuðu kirkjunni til ársins 1700 er Jón biskup Vídalín, lét lögtaka að hálfkirkjan í Njarðvík væri orðin alkirkja og skyldi vera annexía frá Hvalsnesi.
Sama ætt hefur búið á gamla stórbýlinu Innri-Njarðvík í yfir 300 ár. Saga ættarinnar og Njarðvíkurkirkju er samofin þar sem bændurnir voru einnig kirkjuhaldarar. Húsið og jörðin voru komin í eigu athafnamannsins Eggerts Jónssonar frá Nautabúi í Skagafirði fyrir dauða Helga. Afkomendur Eggerts ákváðu að gefa Njarðvíkurbæ húsið við lát Jórunnar og erfingjar hennar gáfu innbúið.

Njarðvík

Minnismerki um Thorkelli í Innri-Njarðvík.

Merkir og þjóðkunnir menn eru af Innri-Njarðvíkur ættinni, nefna má, Jón Þorkelsson Thorkillius (1697-1759) kallaður faðir barnafræðslunnar á Íslandi og Sveinbjörn Egilsson (1791-1852), hann var fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík.
Ari Jónsson lét byggja kirkjuna upp að nýju árið 1827, var það fyrsta altimbraða kirkjan.

Árið 1811 verður Njarðvíkurkirkja annexía frá Kálfatjarnarkirkju en áður hafði henni verið þjónað frá Hvalsnesi í um eina öld. 1815 var það staðfest með lögum að Njarðvíkurkirkja skyldi vera lögð til Útskála, en kirkjan var þó þjónað frá Kálfatjörn.
Ásbjörn Ólafsson hafði forgöngu um að byggja nýja timburkirkju um 1859.

Innri-Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Árið 1884 var ljóst að sú kirkja þarfnaðist verulegra viðgerða, í kjölfarið var ákveðið að byggja steinkirkju.
Magnús Magnússon kallaður múrari átti heima í Miðhúsum í Garði, hafði lært steinsmíði við gerð Alþingishússins árið 1880-1881, hann var sjómaður, fórst 1887, 45 ára gamall, Ekki er vitað hverjir trésmiðir voru en máli var Árni Pálsson, faðir Ástu málara.
Grjótið var sótt í heiðina fyrir ofan byggðalagið og niður í Kirkjuvík, var dregið á sleðum þegar klaki og snjór voru.

Árið 1917 var Innri Njarðvíkurkirkja lögð niður, en sóknin lögð til Keflavíkur. Árið 1943 vannst loks sú barátta að endurvekja kirkjuna og var þegar hafist handa, var farið í miklar viðgerðir, til dæmis var nýr turn settur á kirkjuna samkvæmt teikningum Guðjóns Samúelssonar. Búnir voru til nýir gluggar, þeir steyptir o.fl
Kirkjan var endurvígð 24. september 1944 eftir miklar viðgerðir. Kirkjan fór í gegnum annað viðgerðartímabil sitt á árunum 1980-1990 undir umsjón Harðar Ágústssonar og Leifs Blumenstein.

Kirkjan er friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kálfatjörn

Kálfatjörn

Kálfattjörn – túnakort 1919.

Á Vatnsleysuströnd stendur Kálfatjarnarkirkja sem vígð var árið 1893. Kirkjan er sannkölluð völundarsmíði og ein stærsta sveitakirkja á landinu. Umhverfi kirkjunnar á sér merka sögu og á hlaðinu við kirkjuna stendur meðal annars hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var snemma á 19. öld. Kálfatjarnarkirkja er friðuð.

Kirkjunnar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200.
c. 1200: Kirknaskrá Páls.
[1379]: „Hvad sem kirkiann aa kalfatiornn aa Petvr kirkia aa kaalfatiornn…“.
26.4.1815: Njarðvíkurkirkja gerð að annexíu frá Kálfatjörn; [konungsbréf].
16.11.1907: Kálfatjarnarprestakall lagt niður og leggst sóknin til Garða á Álftanesi.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Kirkjan stendur á grjóthlöðnum grunni. Hún er byggð úr timbri og klædd með bárujárni. Er hún á tveimur hæðum og að auki er kirkjuturn austast á byggingunni. Snýr hún í austur-vestur. Umhverfis kikjuna er kirkjugarður, 65 x 35 m stór. Hann snýr eins og kirkjan. Hann er afmarkaður af grjóthleðslu í suðri og vestri, u.þ.b. 0,4 m hárri og 0,2 m breiðri. Hleðslan virðist fremur nýleg. Líklega hefur grjóthleðsla verið umhverfis garðinn allan áður fyrr en þar sem mörk hans eru afar skýr en hún er horfin nú. Kirkjugarðurinn er sýndur á túnakorti frá 1919 og virðist hann vera álíka stór í dag að því frátöldu að hann hefur verið stækkaður örlítið til vesturs. Á heimasíðu Ferlis segir um stein í kirkjugarðinum: „Hér rétt innan kirkjugarðshliðsins er steinn með bolla í sem að Ólafur Erlendsson segir að hafi áður verið undir vegg á tröðinni sem lá upp fyrir garð. Kristján Eldjárn þá þjóðminjavörður taldi hann vera frá kaþólskri tíð og kirkjugestir ef til vill signt sig áður en þeir fóru í kirkju.“

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja 2024.

Steinninn er um 2 m innan við hliðið á hægri hönd þegar gengið er að kirkjunni. Hann er um 0,4 m að hæð og 0,3 m í þvermál. Bolli, 0,2 m í þvermál og 0,1 m djúpur er í honum miðjum. Steininn er nokkuð mosagróinn.

„Bærinn á Kálfatjörn stendur því sem næst í miðju túni á allstórum bala. Austan bæjarhúsa er kirkjan. Allt umhverfis hana er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, og þó aðallega norðan og austan megin,“ segir í örnefnaskrá.
Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.“ Í broti úr sögu Vatnsleysuhrepps, samantekt eftir Viktor Guðmundsson segir enn fremur um kirkjuna: “ Í kaþólskum sið var kirkjan á Kálfatjörn helguð Pétri postula. Á Kálfatjörn var torfkirkja fram til ársins 1824, þá var reist ný kirkja og var hún með torfveggjum en timburþaki og stóð hún í 20 ár eða til ársins 1844. Árið 1844 er svo byggð ný timburkirkja á Kálfatjörn, hún stóð aðeins í 20 ár og 1864 er enn byggð kirkja. Núverandi kirkja var byggð 1892-1893 og vígð árið 1893.“ Kirkjan stendur á golfvellinum miðjum, um 25 m austan við bæjarhól.

Stóra-Vatnsleysa

Vatnsleysa

Vatnsleysa – túnakort 1919.

Hálfkirkja [haustið 1269]: Gamall maldage „Sunnan bæjarins skammt frá er matjurtagarður, girtur grjótgarði á þrjá vegu. Í suðurhorni er grjótið mest. Þar, er talið, að staðið hafi bænhús eða kapella, og má merkja þar vegghleðslur enn þá. Þetta er kallað Kapellan,“ segir í örnefnaskrá.
„Heimundir bæ mátti sjá garðhleðslu. Þar hafði Kirkjan staðið og var þetta Kirkjugarðurinn. Þetta svæði var einnig nefnt Kapellan. […] Kofinn hét kot, sem byggt var utan í garðhleðslu þessari. Stóð ekki lengi, því svo var reimt, að ekki hélst við,“ segir í örnefnaskrá Vatnsleysu.

Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa. Tóftir kirkju og kotbýlis.

Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.“ Meint staðsetning kapellu er um 50 m suðaustan við bæ, í suðurhorni kálgarðs sem skráður er með þústinni.

1598: hálfkirkja; Kálgarðurinn er um 28×26 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hann er grjóthlaðinn og eru hleðslur 1-1,5 m á breidd og hæstar utanmáls um 1,2 m. Sjást 4-6 umför í hleðslum en hleðslan er úr lagi gengin og bætt hefur verið í hana.

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinninn (grafsteinn) við Stóru-Vatnsleysu – á hvolfi.

Meðfram innanverðum veggjum sem afmarka norðaustur- og suðausturhliðar er 0,3 m há brún um 2 m frá veggjum, líklega leifar eldri hleðslu. Þessi brún heldur áfram til norðvesturs, um 2 m lengra en hlaðni veggurinn og beygir svo upp til suðvesturs og sést á um 11 m löngum kafla. Þúst er í suðurhorni kálgarðsins þar sem talið er að kirkjan hafi staðið en þarna var líka kot sem hét Kofinn, líklega þurrabúð. Þústin er um 6×4 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er hæst um 1,5 m. Í suðausturenda hennar er búið að útbúa blómabeð. Mikið er búið að bæta í þústina af grjóti. Engin ummerki um kirkjugarð eða leiði sjást í næsta nágrenni þústarinnar. Mögulega er þústin leifar af Kofanum. Ólíklegt er að þær minjar sem sjást á yfirborði hafi tilheyrt kirkjunni sem þarna kann að hafa staðið en sennilegt er að minjar um hana séu enn undir sverði ef þeim hefur ekki verið raskað.

Garðar

Garðar

Garðar – túnakort 1918.

Garðakirkju er fyrst getið Vilkins-máldögum árið 1397.
Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Kirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna. Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928. Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Svo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Á aðalfundi Kvenfélags Garðahrepps 2. febrúar 1954 var lagt fram svohljóðandi afsalsbréf fyrir kirkjunni, eða því sem eftir stóð af henni.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

“Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju ánafnar Kvenfélagi Garðahrepps fullan eignar- og umráðarétt á veggjum Garðakirkju.”

Á sóknarnefndarfundi í Hafnarfirði hinn 25. júní 1956 leggur prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, fram beiðni Kvenfélags Garðahrepps um að fá að sjá um endurreisn Garðakirkju. Fenginn var arkitekt, Ragnar Emilsson til þess að teikna endurgerð kirkjunnar. Hann jók við turni vestan við hina hlöðnu veggi, sem fyrir voru.

Garðakirkja

Garðakirkja 2024.

Í turninum var kyndiklefi í kjallara, anddyri með litlu skrúðhúsi og snyrtingu á fyrstu hæð, á annari hæð er söngloft, þ.e. aðstaða fyrir kirkjukór, og á þeirri hæð var byggður söngpallur inn í kirkjuna.

Byggingarmeistari var Sigurlinni Pétursson. Hann lét flytja líparít frá Drápuhlíðarfjalli við Stykkishólm, steypti líparítið í hellur, sem hann lagði síðan um kirkjugólfið. Kvenfélagskonurnar unnu að byggingu kirkjunnar með óbilandi atorku og dugnaði á næstu árum og var Garðakirkja reist úr rústum fyrir þeirra atbeina og endurvígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: ,,Í grein frá árinu 1904 […] segir Matthías Þórðarson að Garðakirkja hafi áður verið innan kirkjugarðsins. Á Túnakorti 1918 sést gamla kirkjan vestan við bæjarhúsin [001] og sýnist vera úr steini með stefnuna suðaustur-norðvestur. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hóllinn ,,þar sem Garðakirkja stóð“ kallaður ,,Kirkjuhóll“ […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir hins vegar: ,,Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans, og hefur hún verið endurbyggð á sama stað.“ […] Núverandi kirkja var reist árið 1966.“

Bessastaðir

Bessastaðir

Bessastaðir – túnakort 1917.

Bessastaðakirkja er kirkja á Álftanesi og stendur nokkra tugi metra frá forsetasetrinu á Bessastöðum. Bygging núverandi kirkju hófst 1773 en hún var fullbyggð 1823. Þá lauk turnsmíðinni og hafði kirkjan þá verið hálfa öld í byggingu. Hún var þó vígð árið 1796. Kirkjan var reist úr grjóti sem tekið var úr Gálgahrauni.

Kirkja hefur staðið á Bessastöðum frá því um árið 1200 svo víst sé, en jafnvel allt frá kristnitöku um árið 1000. Steinkirkjan sem nú stendur var byggð utan um eldri timburkirkju sem síðan var rifin.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja 1834.

Bessastaðakirkja var í öndverðu helguð hinum heilaga Nikulási, sem andaðist árið 342. Hann var erkibiskup og af auðmönnum kominn. Hafði hann þann góða sið að hjálpa mönnum, án þess að þeir vissu hvaðan hjálpin kom. Hann laumaði peningum inn um glugga hjá fátæklingum að næturþeli og helt þessu lengi áfram, áður en það komst upp. Fyrir þetta var hann talinn helgur maður og tekinn í dýrlingatölu eftir að hann var látinn — segir sagan.
En heilagur Nikulás er ekki látinn enn. Hann gengur ljósum logum um jarðríki á jólunum og færir börnum gjafir. Meðal enskumælandi manna er hann nefndur Sankta Claus, en hér á Íslandi nefnum vér hann jólasvein.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 1846.

Enginn veit nú hvenær hin fyrsta kirkja á Bessastöðum var reist. Fyrsta lýsing, sem menn hafa á kirkju þar er árið 1352, og var hún þá konungseign, eða konungskirkja.
Hundrað árum síðar (1424) er þess getið, að enskir ræningjar hafi látið greipar sópa um muni kirkjunnar, og enn hundrað árum síðar (1523) er hún rænd öðru sinni. Gerði það sjálfur hinn illræmdi höfuðsmaður Týli Pétursson. Það rán hefir að einhverja leyti verið rétt aftur, en sjálfsagt hefir kirkjan búið að þessum gripdeildum. Ekki er nú vitað úr hvaða efni þessi kirkja hefir verið gerð, hvort það hefir verið torfkirkja eða timburkirkja. En hitt er víst, að árið 1616 er þáverandi kirkja komin að hruni af elli og fúa.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Þá var Juren Danielsson umboðsmaður Herluf Daae á Bessastöðum, og fann hann upp á því snjallræði, til þess að losa konung við þann kostnað að reisa nýa kirkju, að hann skyldaði allar kirkjur á landinu til þess að leggja fram fé til kirkjubyggingarinnar eftir efnum og ástæðum. Rúmu ári seinna gerði mikið veður, og þá brotnaði þessi háreista kirkja. Segja íslenzkir annálar að „íslenzkur byljavindur hafi ekki sætt raupi“ Jurens, heldur brotið kirkjuna svo hún hrundi í grunn.

Og svo var þessi háreista timburkirkja rifin, en Jakob Pétursson, sem þá var orðinn umboðsmaður á Bessastöðum, lét reisa torfkirkju í stað hennar og notaði í hana viðina út hinni hrundu kirkju. Var þá engin timburkirkja til í öllu Kjalarnesþingi, og ekki einu sinni timburþak á neinni kirkju þar.

Bessastaðakirkja

Besstaðastaðakirkja og Bessastaðastofa um 1900.

Ekki entist þessi kirkja lengi. Sextán árum síðar segir Pros Mundt að hún sé orðin svo léleg að nauðsynlega þurfi að gera við hana og mun þá einhver viðgerð hafa farið fram.
Árið 1642 er komin ný kirkja á Bessastöðum og hafði Jóhann Klein látið reisa hana Var hún 12 stafgólf, með súð og þiljuð öll nema gólfið í framkirkju, og á henni voru 8 glergluggar. Sennilega hefir hún þó verið með torfveggjum, enda þarf fljótt á fé að halda til viðgerðar. Árið 1652 keypti maður sig undan hýðingu og var féð látið fara til þess að gera við kirkjuna.
Árið 1678 skoðar Þórður biskup Þorláksson kirkjuna og segir að hún sé orðin mjög hrörleg og alls ekki embættisfær í stórviðrum. Jón Vídalín biskup skoðar kirkjuna 1703 og segir þá að máttarviðir sé sterkir, en undirstöður fúnar, súðin í framkirkjunni fúin og hrörleg.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja 1965.

Eitthvað hefir máske verið dyttað að henni þá, en 1718 fer fram skoðunargerð og segir þar, að gluggar í kórnum sé brotnir, yfirþakið fúið og burt blásið, svo að rigni og snjói inn.

Árið 1724 fer fram einhver viðgerð á kirkjunni. Finnur biskup Jónsson segir 1758 að hún sé þá allstæðileg og lítt fúin, og gólf sé í henni nema fremst. Árið 1773 er ákveðið að reisa þarna kirkju úr steini. Var svo byrjað á því að draga að grjót. Var það tekið í Gálgahrauni og flutt á prömmum yfir Lambhúsatjörn.
Árið 1775 hófst svo kirkjusmíðin og var henni þannig hagað, að steinkirkjan var byggð utan um gömlu kirkjuna, og voru þannig tvær kirkjur hvor innan í annari. Verkinu miðaði mjög seint, og eftir 10 ár var ekki orðið hærra múrverkið en rétt upp fyrir glugga. Þá fór Thodal stiftamtmaður og var nú ekkert skeytt um kirkjusmíðina fram til ársins 1791.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja 2024.

Þá var svo komið að veggirnir voru farnir að hrynja, en gamla kirkjan, sem stóð innan í þessum kassa, hékk þá að vísu uppi enn, en var orðin svo, að fólk hræddist að koma inn í hana. Tveimur árum seinna var hún svo rifin, en þá var nýja kirkjan ekki fullger og ekki fyr en 10 árum síðar. Turninn var ekki fullgerður fyr en árið 1823. Má því segja að kirkjan hafi verið hálfa öld í smíðum. En hvergi sézt hvenær hún hefir verið vígð. Árið 1834 kom enskur ferðamaður, John Barrow, að Bessastöðum og lýsir hann kirkjunni svo í ferðasögu sinni: „Rétt hjá skólanum stendur kirkjan, steinbygging með miklu timburþaki. Ég held að þetta sé stærsta kirkja á Íslandi, að minnsta kosti er hún eins stór og kirkjan í Reykjavík“.

Bessastaðir

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Tuttugu árum eftir að kirkjan var fullbyggð (1843) segir séra Árni Helgason að hún sé „vesalasta kirkjan í þessu prófastsdæmi“. Kom þá til orða að hún væri rifin og kirkja með öllu lögð niður á Bessastöðum. En biskup var því mótfallinn og árið eftir fer hann að skoða kirkjuna og segir þá að ekki komi til neinna mála að leggja hana niður, því að hún sé einhver fegursta og stæðilegasta kirkja á Íslandi.
Benedikt Gröndal hefir lýst Bessastaðakirkju eins og hun var á æskuárum hans, eða fyrir og um þetta leyti, því hann fæddist 1826. Þá var á turninum vindhani með nafni Kristjáns konungs 7. og eins var fangamark hans á boga yfir kórdyrum. Ofarlega á turninum var skjaldarmerki múrað í turninn, þrír fuglar og fjaðrabrúskur yfir. Er það skjaldarmerki Moltke, sem var stiftamtmaður þegar kirkjan var fullger.
Árið 1946 var farið að breyta kirkjunni að innan og láta fara fram höfuðviðgerð á henni að öðru leyti.

Nes

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – Nes.

Svo segir í Vilkinsimáldaga: Nikuláskirkja á Seltjarnarnesi á 3 manna messuklæði, smelltan kross, róðukross fornan og hinn þriðja lítinn, sæmilegan. Maríuskriftir tvær og líkneski St. Onnu. Klukkur fjórar og sú fimmta er brotinn er úr kengurinn. Tjöld um kór með dúkum. 11 norrænu bækur, lesbækur fyrir ársins hring, Graduale, söngbækur fyrir ársins hring. Glergluggar tveir, sá þriðji brotinn. — Kirkjan á 14 kýr, 60 ær, fjórðungsveiði í Elliðaám, þriðjung í heimalandi, Eiðslandi, Bakka og Bygggarði. Halfan viðarreka í Krossvík. Herkistaði með viðarreka öllum. Árland neðra.
Þar skal vera prestur og djákn. Eins og á þessu má sjá, hefir kirkjan verið vel efnum búin, og í Gíslamáladaga 1575 er áréttað um eign hennar: „Kirkjan á þriðjung í heimalandi, með rekum, skógum og afréttum“. Ekki er þess getið hvar þeir skógar hafi verið.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Neskirkja.

Kirkjan var torfkirkja, en allstór. Þar voru 6 bitar á lofti, glergluggi hjá préd’kunarstól og annar lítill með 4 rúðum yfir altari. Kórinn var alþiljaður með f.ialagolf og bekkjarfjölum. Eitt stafgolf var auk þess þiljað í framkirkjunni. En þó var nú hrörnunar tekið að gæta, því að hún átti ekki nema ein messuklæði í stað 6 áður.
En hagur kirkjunnar breyttist síðar. Árið 1785 er þess getið að þarna sé komin timburkirkja á steingrunni. Súðin var einföld, en veggir tvöfaldir. Glergluggar tveir voru á hvorri hlið í kórnum og dikunarstóllinn var yfir altarinu. Þetta var forláta prédikunarstóll, málaður og gylltur, með himni yfir og hafði Otti Ingjaldsson gefið hann hann kirkjunni. Var þetta talið hið prýðilegasta guðshús.
En tólf árum seinna, 1797, kemur konungstilskipan um að kirkjan skuli lögð niður og sóknin sameinuð Reykjavík. —

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – örnefni.

Seltirningum mun hafa þótt súrt í broti að rífa þessa stæðilegu kirkju og dróst það því á langinn að konungsboðinu væri hlýtt. En þá kváðu náttúruöflin upp sinn dóm í málinu. Í Básendaveðrinu mikla í janúar 1799 fauk kirkjan og brotnaði í spón. Þessir bæir höfðu átt kirkjusókn þangað, ásamt hjáleigum og tómthúsbýlum: Hrólfsskáli, Bakki, Nes, Bygggarður, Mýrarhús og Eiði, en síðan áttu þeir kirkjusókn í Reykjavík.

Laugarnes

Reykjavík

Laugarnes 1836 – Biskupsstofa.

Getið er um prestskylda kirkji í Laugarnesi árið 1200. Í Vilkinsmáldaga segir að Oddgeir biskup Þorsteinsson hafi vígt kirkjuna í Laugarnesi. (Hann var biskup 1366—1331). Hefir þá verið nýbyggð kirkja þar. Í máldaga Vilkins segir enn fremur: Kirkjan á heimaland hálft, 10 kúgildi og 5 hross. Fimmta hvern lax af veiði þeirri er Viðeyingar eiga í Elliðaám, fyrir utan þann part, er Hallótta Þorsteinsdóttir gaf klaustrinu í Viðey, en það reiknast 5 hndr. (Talið er að þessi Hallótta hafi átt heima í Laugarnesi um 1380). Ennfremur á kirkjan 10 hndr. i metfé og 13 bækur er á eru 12 mánaða tíðir allar. Tvenn messuklæði, 3 altarisklæði, 1 kaleikur, 2 kertastikur, kantarakápa og sloppur; 2 klukkur stórar, glóðarker og munnlaug, kross, Maríuskrift og Nikulásarskrift.

Laugarnes

Laugarnes – skilti.

Í Gíslamáldaga 1575 er lýst kirkjunni, sem þá er í Laugarnesi: Í kirkjunni eru 6 bitar á lofti, þiljað á bak við við altari og 2 stafgólf norðan fram í kirkjunni og eitt sunnan í kórnum. Kirkjan hafði þá verið endurbætt fyrir 2 árum en á kirkjugripum eru sýnileg hrörnunarmerki: Altarisklæði gamalt og brún samfest, hökull gamall og rotinn, sloppur mjög lasinn. Kaleikur gylltur með brákaðri patínu, metaskálar tómar, tvær koparpipur, 2 litlar klukkur með kólfum, járnkarl lítill.
Laugarneskirkja mun hafa orðið útkirkja frá Reykjavík um þessar mundir, því að sagt er, að séra Hallkell Stefánsson prestur í Seltjarnarnesþingum hafi gefið kirkjunni 2 glerglugga. Séra Hallkell bjó og í Laugarnesi.
LaugarnesÞegar þeir Eggert Ólafsson og Bjarni tálsson ferðuðust hér um land, dvöldust þeir stundum langdvölum hjá Skúla fógeta. Þá var kirkjan í Viðey ekki messufær og munu Viðeyingar hafa sótt kirkju að Laugarnesi. Þangað til minningar gáfu þeir Laugarneskirkju altaristöflu og var þetta letrað á hana: „Til maklegrar skylduendurminningar er þessi tafla gefin heil. Maríukirkju að Laugarnesi af þeim B. og E. Ao MDCCLVII“.

Laugarneskirkja

Laugarneskirkja – minnismerki.

Þau urðu örlög Laugarneskirkju að 4. apríl 1794 gaf konungur út tilskipan um að hún skyldi leggjast niður og seknin sameinast dómkirkjusókninni í Reykjavík. Var það fært fram sem ástæða, að nú væri nýbyggð dómkirkja í Reykjavík, en Laugarneskirkja væri komin að hruni sakir fúa og elli, og ekki gerlegt að byggja hana að nýju. Svo var kirkjan rifin og gripum hennar ráðstafað. Altaristöfluna frá þeim Eggert og Bjarna fékk kirkjan á Stað í Grindavík, en nú er þessi altaristafla geymd í Þjóðminjasafni. Í Laugarnessókn höfðu verið þessir bæir: Rauðará, Bústaðir, Kleppur, Breiðholt, Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur, Hvammkot (nú Fífuhvammur), Digranes, Kópavogur og Laugarnes.
Nú var svo komið, að horfnar voru sjö af þeim kirkjum, sem voru „með Sundum“ fyrir siðaskifti. Ekki voru aðrar eftir en Vík, Viðey og Gufunes. Er þetta talandi tákn um hvernig öllu kirkjulífi í landinu hnignaði eftir siðbótina, sem kölluð var. Og orsakarinnar ti1 þess er fyrst og fremst að leita hjá konungsvaldinu.
Af þeim kirkjum, sem lagðar voru niður, voru 3 alkirkjur og tvær þeirra, kirkjurnar í Nesi og Laugarnesi, höfðu verið taldar með stærstu kirkjum í öllu Kjalarnesþingi árið 1632.

Víkurkirkja

Víkurkirkja

Víkurkirkja fyrrum.

Vitað er að kirkja var byggð í Reykjavík fyrir 1200. Elsti máldagi Víkurkirkju er frá árinu 1379 og er hún þar sögð helguð heilögum Jóhannesi. Í Vík bjuggu höfðingjar af ætt Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Þormóður langafabarn hans var allsherjargoði árið 1000 þegar kristni var tekin á Þingvöllum. Eftir kristnitökuna létu bændur og höfðingjar byggja kirkjur við bæi sína vegna þess að þeim var lofað því að þeir fengju pláss fyrir jafn margar sálir í himnaríki og rúmuðust í kirkjum þeirra. Kirkja gæti því hafa verið byggð í Reykjavík þegar á 11. öld. Bóndinn í Vík lét reisa torfkirkju við bæinn árið 1724. Hálfri öld síðar var kirkjan endurbyggð og torfveggjunum skipt út fyrir timburveggi. Einnig var byggður klukkuturn framan við kirkjuna. Sú kirkja var notuð sem dómkirkja eftir að biskupsstóllinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur árið 1785, en þótti reyndar of lítil og ómerkileg sem slík.

Víkurkirkja

Víkurkirkja var á þessu svæði í Fógetagarðinum.

Eftir að Dómkirkjan við Austurvöll var vígð árið 1796 var gamla kirkjan rifin og grundin sléttuð. Talið er að kirkjur í Vík hafi ávallt staðið á sama stað í kirkjugarðinum. Í stéttinni í miðjum garði má sjá skjöld sem sýnir hvar altari kirkjunnar er talið hafa verið.

Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti, Víkurgarður, er talinn hafa verið í notkun í um 800 ár, eða frá því stuttu eftir kristnitöku árið 1000 og fram á 19. öld. Jarðað var bæði í garðinum sjálfum og inni í kirkjunni. Talið er að garðurinn hafi upphaflega verið um 1500 m2 að flatarmáli. Kirkjugarðurinn var formlega aflagður árið 1838 þegar Hólavallagarður var tekinn í notkun, en nokkrir einstaklingar voru þó jarðaðir í gamla garðinum eftir það. Ómögulegt er að segja til um hversu margir voru grafnir í Víkurgarði frá upphafi, en ætla má að jarðneskar leifar um þrjátíu kynslóða Reykvíkinga hvíli hér. Víkurgarður er friðlýstur minjastaður, en það er mesta mögulega vernd sem menningarminjar á Íslandi geta notið.

Víkurkirkjugarður

Víkurkirkjugarður – minnismerki um Víkurkirkju.

Það er talið líklegt að kirkja hafi verið reist í Reykjavík fljótlega eftir kristnitöku. Elstu heimildir um Víkurkirkju, sem stóð í Kvosinni, á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, eru úr kirknatali Páls Jónssonar frá 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Myndin sýnir Fógetagarðinn, þar sem Víkurkirkja stóð eitt sinn.

Í elzta máldaga segir: „Kolu, stóla, 2 lektara, 18 tíðabækur. Þar skal vera heimilisprestur, ef bóndi vill.
Jónskirkja þýðir, að hún var helguð Jóhannesi guðspjallamanni.

Víkurkirkja

Víkurkirkja fyrrum – Jón Helgason.

Í Gíslamáldaga 1575 segir: Kirkjan á 10 hndr. í heimalandi, sem er land að Seli.
Gísli biskup Oddsson lýsir kirkjunni 1623: „Í kirkjunni eru 5 bitar á lofti og sjctti í kórnum styttri, stafnbitax að auki, með eikar undirviðum öllum…“. Á lýsingunni hér má sjá, að kirkjan hefir þá verið alþiljuð, líklega ein allra kirkna í Kjalarnesþingi, og sennilega hefir hún verið nýleg.

Um 1500 reisti Ólafur Ólafsson bóndi í Vík nýja kirkju, og tók þá 5 af kúgildum kirkjunnar upp í byggingarkostnaðinn. En ekki hefir sú kirkja verið merkileg, því að hún var virt á 10 hndr., en þá voru ýmsar kirkjur virtar á 30—60 hndr. Er því líklegt að kirkjan sem Gísli biskup lýsir hafi þá verið nýleg og miklu stærri og betri en hin er Ólafur reisti.
Brynjólfur biskup skoðaði kirkjuna 1642 og getur þess að þar vanti ýmsa gripi, sem verið hafi til á dögum Gísla biskups Jónssonar. Krefst hann þess að þeim sé skilað, en það hefir víst aldrei orðið.

Víkurkirkja

Víkurkirkja 1786.

Reykjavíkurkirkja var alltaf fátæk, enda var sóknin ekki stór. Um þessar mundir eru þar ekki aðrir bæir en Skildinganes, Örfirisey, Hlíðarhús, Arnarhóll, Vík og Sel. En nú eru kirkjunni farnar að berast gjafir frá hinum og öðrum. Fer gefendum fjölgandi eftir því sem tímar líða og eru það aðallega útlendingar. Gáfu þeir bæði kirkjugripi og trjávið, kirkjunni til viðhalds.

En svo verður mikil breyting á um 1720, því að þá reisir Brandur Bjarnheðinsson bóndi í Vík nýja kirkju, sem bar af öllum þeim kirkjum, sem hér höfðu verið. Jón Árnason biskup segir um hana 1724: „Kirkjan er að öllu, veggjum og viðum, kostulega standandi, vænt hús, sem lögsagnarinn Mr. Brandur Bjarnhéðinsson hefir látið upp byggja af nýjum viðum, ei alls fyrir löngu.“ Kirkjan var 9 stafgólf, með torfveggjum, en öll þiljuð innan. Þetta ett sú kirkja, sem stendur með nokkrum breytingum þangað til dómkirkjan var reist.

Víkurkirkja

Reykjavík 1786,

Þegar verksmiðjurnar komu hér fjölgaði mjög fólki í sókninni, svo að kirkjan varð alltof lítil. Var þá brugðið á það ráð að lengja hana um 3 stafgólf, og var sú viðbót nefnd kór.
Árið 1789 skipaði Finnur biskup að „byggja upp“ kirkjuna, vegna þess að hún væri orðin hrörleg. Ekki var það þó gert, heldur fór fram allsherjar viðgerð á henni. Var hún stytt um eitt stafgólf, en reistur við hana stöpull með turni, og moldarveggjum rutt burt. Er þá horfin seinasta torfkirkjan í Reykjavík, en sú veglega kirkja er Brandur reisti komin í nýjan búning. Enn fjölgaði fólki í Reykjavík og prestar, prófastar og biskupar eru alltaf að kvarta um að kirkjan sé of lítil.

Víkurkirkja

Reykjavík 1801.

Á dögum Finns biskups ákváðu stjórnarvöldin að biskupsstóllinn skyldi í flytjast frá Skálholti til Reykjavíkur, þegar biskupsskifti yrði næst. Skyldi þá Reykjavíkurkirkja verða dómkirkja landsins. Jafnframt skyldi lagðar niðurkirkjurnar í Laugarnesi og Nesi, og söfnuðurnir þar sameinaðir dómkirkjusöfnuðinum.
Mörgum þótti nú tortryggilegt, að Reykjavíkurkirkja, sem lengi hafði verið of lítil fyrir söfnuð sinn, gæti samtímis orðið dómkirkja og tekið við tveimur söfnuðum í viðbót. Hannes biskup Finnsson fluttist hér til Reykjavíkur, en fyrir hans tilstilli mun það hafa verið, að kirkjan var skoðuð 1785, til þess að kveðinn yrði upp dómur um hvort hún væri nógu stór og vegleg til þess að geta heitið dómkirkja. Skoðunarmenn töldu hana óhæfa til þess. Varð það þá úr að ákveðið var að reisa nýja dómkirkju úr steini, og henni valinn staður þar sem hún stendur enn.

Víkurkirkja

Víkurkirkja.

Þessi nýja kirkja var 8—9 ár í smíðum og var þó ekkert stórhýsi. Hún var 35 alnir á lengd og 20 á breidd og vegghæð um 8 alnir. Veggirnir voru úr höggnu grágrýti, en þakið úr timbri, svo og dálitill turn og báðir stafnar fyrir oían vegghæð. Kirkjan var þegar í upphefi of lítil og hinn mesti gallagripur, því að þakið hriplak og fúnaði fljótlega.
Árið 1847 kom út konungleg tilskipun um að kirkjuna skyldi stækka eftir tillögum Winstrups byggingameistara. Viðhald kirkjunnar var vanrækt af hálfu stjórnarinnar og eftir 30 ár var svo komið, að kirkjan var orðin bænum til skammar. Þá var samið við Jakob Sveinsson byggingameistara um viðgerð kirkjunnar. Þeirri viðgerð var lokið 1879 og hafði Jakob þá sett á hana turn þann, er enn stendur.

Reykjavík

Reykjavík

Reykjavík 1860.

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið.

Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Dómkirkjan

Dómkirkjan 1850.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð, það verkefni fékk danski arkitektinn Laurits Albert Winstrup. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Sement var notað í fyrsta skipti á Íslandi við múrhúðun veggja hennar.

Reykjavík

Dómkirkjan.

Lítið var gert í kirkjunni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári. Síðan þá hefur henni verið haldið við nokkuð reglulega, nú síðast var turninum breytt í upprunalegt horf.

Frá árinu 1825 var Landsbókasafnið (sem þá nefndist Stiftsbókasafnið) á lofti Dómkirkjunnar og frá árinu 1863 einnig Þjóðminjasafnið (þá Forngripasafnið). Merki Kristjáns 8. prýðir framhlið kirkjuturnins (eitthvað er þó R’ið torséð).

Dómkirkjan er við Kirkjustræti 16. Á korti Ohlsen Aanums frá árinu 1801 dómkirkjan merkt nr. 1. Í skýringum segir; „Kirken, opfördt af tilhugne Kampesten“ og er lituð með dökkrauðum lit „Muurede Byggninger: Den stærkere Farve betegner Kampesten“.

Dómkirkjan

Dómkirkjan.

Viðbygging úr timbri er við kirkjuna á austur enda syðri langhliðar. Kirkjan sjálf er 21,5×11,5m og viðbyggingin 6x6m og snýr norðurlanghlið að Kirkjustræti, en suðurlanghlið að Kirkjutorgi.

Eftir mikla jarðskjálfta sem urðu á Suðurlandi á árunum 1784 og 1785 og ollu miklum skemmdum á húsum og mannvikjum var ákveðið að flytja dómkirkjuna að Skálholti og skólann til Reykjavíkur. Í upphafi átti að byggja hina nýju dómkirkju utan um gömlu sóknarkirkjuna í Reykjavík. Þegar hefjast átti handa kom í ljós að umhverfis gömlu kirkjuna voru grafir þeirra sem nýlega höfðu látist úr bólusótt og lagðist landlæknir eindregið gegn því að við þeim yrði hreyft. Stiftamtsmaður fann þá kirkjunni nýjan stað skammt frá norðurbakka tjarnarinnar í suðausturhorni Austurvallar. Konunglegur hirðtimburmeistari Kirkerup var fenginn til að teikna kirkjuna og að lokum voru teikningar af kirkjunni sþ. árið 1787 og skyldi hin nýja kirkja vera úr grágrýti.

Dómkirkjan

Dómkirkjan – altaristafla.

Byggingin kirkjunnar gekk seint og illa en kirkjan var loksins tilbúin 1796 og var hún vígð í nóvember það sama ár. Mikil umræða hafði verið um þak kirkjunnar og reyndist hið nýja tígulsteinaþak illa. Þakið lak allt frá byrjun og var mikil raki í húsinu. Svo var komið að árið 1815 var kirkjan vart talin messufær og var því loks ráðist í endurbætur og hófust þær 1817. Þá var sett nýtt timburþak og var þakið lækkað um 1 alin. Turninn var endursmíðaður og lækkaður lítilega. Einnig var skipt um glugga. Kirkjan er skoðuð í sep. 1819 (Kaupstaður í hálfa öld, bls. 237.) og er þá búið að reisa líkhús og skrúðhús sunnan við kirkjuna.
Bertel Thorvaldsen gaf kirkjunni skírnarfont eftir sig árið 1839 og 1840 eignast kirkjan sitt fyrsta orgel. Árið 1846 var ákveðið að stækka kirkjuna og teiknaði L.A. Winstrup stækkunina. Kirkjan var hækkuð um eina hæð og forkirkja gerð við vesturgaflinn, kór við austurgaflinn og nýr turn yfir vesturgafli. Turninum var skipt í þrjár hæðir. Einnig var smíðaður nýr predikunarstóll.

Dómkirkjan

Dómkirkjan 2023.

Árið 1878 þurfti enn á ný að sinna viðhaldi á kirkjunni en þá var hún talin stórgölluð bæði að utan og innan. Þá var og komið fyrir ofnum inni og turnin endursmíðaður. Árið 1897 var sett ný klukka í turnin og smíðaði Magnús Benjamínsson hana og gaf kirkjunni. Thomsen kaupmaður kostaði verkið. Árið 1904 var söngloftið lengt og 1914 voru aðaldyrnar stækkaðar og bætt við minni dyrum beggja megin aðaldyranna. Söngloftið var aftur lengt árið 1934 og 1950 var unnið að viðgerðum á kirkjunni. Þá var þakið klætt koparþynnu en við það hurfu þakgluggar sem verið höfðu á þakinu. Nýtt furugólf var lagt í alla kirkjuna árið 1985 og þá voru einnig gerðar ýmsar endurbætur. Árið 1999 var enn á ný unnið að endurbótum.

Hólavallakirkjugarður

Hólavallakirkjugarður

Líkhúsið.

Líkhúsið var reist í kirkjugarðinum 1838. Það var vígt en kórinn snéri í vestur og dyrnar í austur að Suðurgötu. Árið 1847-48 var líkhúsið eina kirkjan í Reykjavík, en auk þess var það notað sem líkhús og þar fóru einnig fram krufningar. Húsið var úr timbri en var illa haldið við. Árið 1950 var ákveðið að rífa húsið og reisa klukknaport á grunni hússins. Húsið var ekki rifið heldur flutt að nýja kirkjugarðinum í Fossvogi og byggður þar við það skúr, það var þar notað undir líkkistusmiði, kistulagningar og sem líkgeymsla.

Gufunes

Gufurnes

Gufunes – túnakort 1916.

Elstu heimildir um Gufunes er að finna í Landnámu bæði í Hauksbók og Styrmisbók, bækur þessar eru samhljóða um landnámsmanninn Ketil gufu Örlygsson, ætt hans og mægðir. Þó er Hauksbók fyllri um búsetu hans en þar segir: „Ketill … kom út síðlandnámatíðar; hann hafði verit í vestrvíking … Ketill tók Rosmhvalanes; sat hann þar hinn fyrsta vetr at Gufuskálum, en um várit fór hann inn á Nes ok sat at Gufunesi annan vetr. … Ketill fekk engan bústað á Nesjum, ok fór hann inn í BorgarfjQrð at leita sér at bústað ok sat inn þriðja vetr á Gufuskálum við Gufá.”
Kirkja hefur verið sett í Gufunesi fyrir 1180 og helguð Maríu Guðsmóður því það ár er kirkjunni settur máldagi af Þorláki biskupi Þórhallssyni. Í máldaganum segir meðal annars: Mariu kirkia a gufunesi a xx c i lande oc kyr .ij. kross oc kluckur…“.

Gufunes

Gufunes 1803.

Um 1230 er skrifað bréf um tolla og ítök Gufunesinga í Viðey, „ … sem Snorri Illugason lagði aptr.” Jón Sigurðsson forseti ritaði ítarlegan inngang að bréfinu í Fornbréfasafninu. Þar segir hann að Ásgeir prestur Guðmundsson, sem var fóstri Illuga, föður Snorra, sem lagði aftur tollana, muni líklega hafa verið sá sem talinn var með helstu prestum í Sunnlendingafjórðungi árið 1143 en hann andaðist líklega um 1180. Jón segir að síra Ásgeir hafi án efa búið í Gufunesi, að minnsta kosti um hríð.

Lítið fer fyrir Gufunesi í heimildum fyrr en við siðaskipti. Þá er jörðin komin í konungseign og er hennar getið í fógetareikningum á þessum tíma. Tvíbýli hefur verið í Gufunesi á árunum 1548-1553 en þá er ein leigukýr Bessastaðamanna hjá Lofti, ábúanda í Gufunesi og ein hjá Gissuri á sama stað „…bleff hannem thenne lege til giffet for skipeferd till Sternes.”
Kirkjunnar í Gufunesi er getið í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar og gripir hennar og eignir taldar upp en þeim hafði fækkað mjög síðan fyrir siðaskipti. Í Jarðabókinni er Gufunes kirkjustaður og annexía frá Mosfelli.

Gufunes

Gufuneskirkja 1886.

Árið 1752 var fluttur úr Viðey í Gufunes svonefndur spítali sem mun hafa verið nokkurs konar gamalmennahæli. Spítalinn var lagður niður 1793. Í Jarðabók Johnsen er Knútskot eina hjáleiga jarðarinnar. Jörðin var seld skömmu fyrir 1800, en Bjarni Thorarensen skáld bjó í Gufunesi á árunum 1816-1833 er hann gegndi dómarastarfi í Landsyfirréttinum.

Kirkja var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi dagsettu 21. september. 1886 eru Mosfells og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar sóknir að Lágafelli. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðju 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum (265-3). Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu (265-4).
Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð. Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp og er notað þar við guðþjónustur.

Gufunes

Gufunes – túnakort 1916.

Bæjarsjóður keypti jörðina árið 1924 ásamt Eiði og Knútskoti. Landsími Íslands lét reisa fjarskiptastöð á Gufunesmelum, þegar verið var að koma á talsambandi við útlönd 1935.
Áburðarverksmiðjan var byggð fyrir austan bæinn 1952. Raskaði sú bygging mjög minjum samanber að flytja varð kirkjugarðinn. Gufunesbærinn var síðan fluttur 1954, eftir að Áburðaverksmiðjan var komin í rekstur.

,,Kirkjustaður var í Gufunesi, … en þá var kirkjan flutt að Lágafelli. Kirkjan stóð 30-40 m sunnan við bæinn á hól einum. Þegar grafið var fyrir verksmiðjunni í Gufunesi var komið niður á kirkjugarð og var hann færður sunnar. Þar er nú klukknaport.” Fyrir dyrum hinnar niðurlögðu kirkju á Gufunesi var legsteinn sem mælt er að upp hafi komið úr moldu er kirkjan var stækkuð eða færð fram. Steinn þessi tilheyrði Högna Sigurðssyni bónda í Gufunesi sem lést 1671. Kirkjan var úr timbri með múrbindingi og borðaklæðningu árið 1782-84.

Gufurnes

Gufunes 1955.

Kirkjustaður var í Gufunesi til 1886 en með landshöfðingjabréfi frá 21. september 1886 eru Mosfells- og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar að Lágafelli.

Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1952 af borgaryfirvöldum og Áburðarverksmiðjustjórn að á Gufunesi skyldi reisa
verksmiðju, þá er hér hefur starfað í aldarfjórðung, var þeim er að þeirri ákvörðun stóðu ekki ljóst að á landsvæði sem úthlutað var, væri forn kirkjugarður, allt frá því á 13. öld, enda hafði yfirborð hans verið sléttað og staðsetning hans óljós. Hinn 28. júní 1965 var jarðvinna í næsta nágrenni við grunn nýbygginga stöðvuð, þar sem í ljós komu leifar grafinna í hinum gamla garði, sem var á allt öðrum stað en áætlað hafði verið.

Gufurnes

Gufuneskirkja og -kirkjugarður – minnismerki.

Þáverandi þjóðminjavörður Kristján Eldjárn, kom strax á staðinn ásamt biskupi og fleirum. Hinn 20. apríl tilkynnti biskup Íslands að moldir garðsins yrðu fluttar, með ákveðnum skilyrðum. Hinn 6. ágúst 1968 sama ár hófst flutningur ,,molda” undir stjórn Jóns Magnússonar bónda og verkstjóra frá Stardal. Verkinu lauk 3. okt. 1968. Kirkjugarðurinn sem færður var líktist ávölum hólma vestast við syðstu áburðarskemmurnar. Stærð hans var 40 x 38 m hæð, um 1.8-2 m og slétt móhelluklöpp undir. Við uppgröftinn komu upp 768 mannabein eða höfuðkúpur, beinin voru látin í 125 kassa, sem allir voru af sömu gerð og stærð.

Kirkjan 1886 stóð 30-40 metrum sunnan við bæ á hól einum. Þar er nú klukknaport. Kirkjugarðurinn var hringlaga, um 35m í þvermál, hið ytra, en 15m – 19m hið innra. Veggir úr torfi, 0,8m á hæð að innanverðu og lækka jafnt út.
Klukknaportið

Gufunes

Gufuneskirkjustaður.

er í NNV. Í garðinum er minnisvarði úr steini (granít) sem á stendur: „Hér hvílir duft þeirra, sem greftraðir voru að Maríukirkju í Gufunesi. Kirkja var í Gufunesi í fullar sjö aldir. Árið 1886 var hún niður lögð. Moldir kirkjugrunns og kirkjugarðs voru hingað fluttar árið 1968 til þess að friða þær fyrir umferð og mannvirkjagerð. SÆLIR ERU DÁNIR, ÞEIR SEM Í DROTTNI DEYJA. Op. 14,13. JESÚS KRISTUR ER Í GÆR OG Í DAG HINN SAMI OG UM ALDIR. Hebr. 13,8.

Kirkjan í Gufunesi var ekki rifin þegar í stað, heldur notuð sem skemma alllengi Nú er hún þó horfin fyrir mörgum árum og kirkjugarðurinn hefir verið sléttaður, svo þess sjást engin merki að Gufunes hafi eitt sinn verið kirkjustaður.

Viðey

Viðey

Viðey – túnakort 1917.

Viðeyjarkirkja er kirkja í Viðey við Reykjavík. Kirkjan var hlaðin úr steini á árunum 1767 til 1774 og var að einhverju leyti notast við grjót sem gengið hafði af þegar Viðeyjarstofa var reist. Danskur arkitekt, Georg David Anthon, teiknaði kirkjuna. Hún stendur rétt hjá Viðeyjarstofu. Kirkjan var vígð árið 1774 og er næstelsta steinkirkja landsins.

Viðeyjarkirkja er í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Fornleifauppgröftur hefur sýnt að kirkja mun hafa verið byggð í Viðey á 12. öld og árið 1225 var stofnað þar klaustur af Ágústínareglu en hvatamenn að klausturstofnun voru Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson.
ViðeyMenn Danakonungs rændu og saurguðu klaustrið og ráku munkana burt árið 1539. Jón Arason endurreisti klaustrið og lét reisa virki í Viðey en klaustrið var svo endanlega lagt niður við siðaskiptin skömmu síðar.

Í kirkjugarðinum eru grafnir meðal annars Ólafur Stephensen stiftamtmaður og sonur hans Magnús Stephensen konferensráð og Gunnar Gunnarsson skáld.

Þjóðminjasafnið lét gera upp byggingarnar í Viðey á árunum 1967 til 1979 og árið 1987 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar.

Innréttingar Viðeyjarkirkju eru með þeim elstu sem varðveist hafa hér á landi. Predikunarstóllinn er fyrir miðju altari sem er óvenjulegt í íslenskum kirkjum en var algengt á Norðurlöndum á 18. öld.

Viðey

Viðey 1930-1932.

Þarna hefir verið heimiliskirkja á 12. öld, því að hennar er getið í Biskupasögum, en ekkert meira um hana vitað. Árið 1226 reisir svo Þorvaldur Gissurarson í Hruna (faðir Gissurarurar jarls) klaustur í Viðey, og þá kemuz þar klausturkirkja. Auðgaðist klaustrið skjótt, … enda ber það mjög af hvað kirkjan er betur búin en aðrar kirkjur.
Í Oddgeirsmáldaga 1367 er eignum kirkjunnar lýst. Fróðlegt er að bera þær saman við búnað annarra kirkna, og þó átti klausturkirkjan fyrir sér að vera enn betur búin á þeim nær tveimur öldum, sem hún átti eftir að standa.

Viðey

Viðeyjarklaustur – tilgáta.

Svo var það á hvítasunnumorgun 1539 sð Diðrik van Minden, konungsfulltrúi, kom með herflokk út í Viðey, öllum á óvart. Rændi hann þar og ruplaði oghirti alla kjörgripi kirkjunnar. Eftir það bar kirkjan ekki sitt barr, rúin og saurguð. Munkarnir, sem þarna voru, fengu að vera þar áfram og munu þeir hafa kappkostað að hlynna að kirkjunni með an þeirra naut við. Eftir það hafði ráðsmaður Bessastaðavaldsins umsjá staðarins. Til er lýsing á kirkjunni 1632 og er hún ömurleg, ef hún er borin saman við fyrri lýsingu.

Reykjavík

Viðeyjarkirkja og -stofa.

Þar segir: — Kirkjan er 2 bitar á lofti og kórinn þiljaður báðum megin. Fallin er hún öll að moldum bæði utan og innan…“.

Þegar Skúli Magnússon fógeti kom til Viðeyjar 1754, var Viðey konungsgarður og kirkjan því konungskinkja. Lét Skúli sýslumann skoða hana og er enn til lýsing á henni og heldur ófögur. Skúli gat ekki snúizt í því fyrr en 20 árum seinna að reisa nýja kirkju, en hún þótti líka til fyrirmyndar.
ViðeyKirkjan var gerð úr íslenzkum steini, 5×12 alnir og 6 alnir undir loft. Veggjaþykkt var 1 alin 6—20 þml. Þrír stórir gluggar voru á hvora hlið. Þakið var einfalt, gert úr plönkum, og góðum borðum, þéttað og tjargað og málað rauðbrúnt. Enginn turn var á kirkjunni, en vindhani úr kopar var upp af henni, á járnstöng með koparhún efst. Að innan var kirkjan máluð forláta vel. Þetta er sú kirkja, sem enn stendur í Viðey. Hún hefir verið í eyði nú um mörg ár, en nýlega gefin kirkjustjórninni.

Suður Reykir

Suður-Reykir

Suður-Reykir – túnakort 1916.

Kirkjan var þar helguð Þorláki hinium helga. Hún átti land að Úlfarsfelli, 3 kýr, enmfremur 7 hndr. er fallið hafa af jörð kirkjunnar síðan Ólafur tók við jörðinni. Af kirkjugripum átti hún: róðukross, Þorlákslíkmeiski, altaisklæði, munnlaug, 2 bjöllur og paxspjald.
Þetta er samkvæmt máldaga 1397.
Í Gíslamáldaga 1575 er þess getið, að þetta sé hálfkirkja. Hún eigi jörðina Úlfarsfell, se.m virt sé til 10 hndr, og leigð fyrir 10 aura. Ennfremur eigi hún heimajörðina 40 hndr. og takast heima tíundir og ljóstollur. Kirkjan hefir eignast í viðbót eitt ásauðar kúgildi. Þá hefir kirkjan og eignazt ein messuklæði.
— Þessarar kirkju finn eg ekki getið síðar og enginn mun nú vita hvar hún hefir staðið. En graftarkirkja hefir þetta áreiðanlega verið og kirkjugarður hefir verið þar.

Þerney

Þerney

Þerney – bæjarstæðið.

Svo segir í Vilkinsmáldaga: Maríukirkja í Þerney og Þorláks biskiups á þessar eignir: hálfa Þerney, Álfsnes, Háfaheiði hálfa, Víðines. Liggur af þessum bæum gröftur, tíund og ljóstollur til.
Kirkja á að helmingi selför í Stardal og svo afrétt og þess hlutar fjöru, er dal; fimm kýr. Svo koma kirkjugripir: 4 bjöllur, 1 klukka, messuklæði tvenn, eitt altarisklæði, sloppur, kantarakápa, glóðarker, kross yfir altari, Maríuskrift, Nikulásar lákneski, 2 kertastikur, 7 bækur. Þar skal vera heimilisprestuir og lúka honum 2 hndr.
Í máldaga frá 1553 er þessu bætt við: ,,Það er nú ein skólameistara jörð til aftekta í sitt kaup.“ En á þessu ári voru skólameistara í Skálholti veittar tekjur aif nokkrum jörðum frá Kjós að Seltjarnarnesi.
Kirkjunnar er enn getið í Gíslamáldaga 1575, en aftan við máldagann hefir Oddur biskup Einarsson bætt þessu um 1600: Nú er engin kirkja í Þerney og ekkert kúgildi.
Þar með er sögu þeirrar kirkju lokið.

Engey

Engey

Engey – túnakort 1917.

Kirkja í Engey mun gömul, en ný kirkja hefir verið reist 1379. Kirkjan á fjórðung í öllum reka milli því ári er til vígslumáldagi hennar, settur af Oddgeiri biskupi. Í þessum máldaga segir svo: Þar skal syngja annan hvorn helgan dag, og dag í viku um langaföstu, þann sem bóndi vill, föstudag í Imbrudögum, greiða presti 2 merkur. Þar skal og vera heimilisprestur, ef bóndi vill, og lúka honum þá 3 merkur. Kirkjan á kaleik og messuklæði, glóðarker, 5 kýr. Þar skal og heima takast öll heimamanna tíund. Þar er heimamanna gröftur, half legkaup skulu heima takast.
Leggur húsfrú Margrét Özzurardóttir svo mikið til kirkjunnar og gefur umfram það sem áður á hún: 30 hndr. í Engeyjarlandi, 5 kúgildi, ein messuklæði, kantarakápu, 2 altarisklæði með dúkum og einum fordúkum, lektara dúk, 2 kertastikur úr kopar og tvær úr járni, kross með undirstöðum, Maríuskrift, Tómasarlíkneski, ein altarisbrík, Iítill texti, einn slopp og réfla um kórinn með glitum dúkum, 3 merkur vax og hálf mörk reykelsi, eitt merki, vígstu vatnsketil úr tini, munnlaug, 2 bjöllur.
EngeyMargrét Özzurardóttir var kona Vigfúsar Ívarssonar Hólms hirðstjóra hins eldra. Er talið að hún sé af Nesætt við Seltjörn. Þau hjón bjuggu um hríð á Strönd í Selvogi, en lengstum á Bessastöðum.
Í Stefánsmáldaga 1518 er sagt að hálft legkaup eigi að leggjast til heimakirkju, en hálft til Laugarneskirkju. Virðist svo sem þarna hafi alltaf verið hálfkirkja og hafi Laugarnesprestur þjónað henni.
Gjáhólmar, sem nefndir eru í máldaganum, eru líklega hólmarnir fyrir vestan Örfirisey, þar sem Holmsverzlun stóð fyrst. Þetta mun upphaflega hafa verið einn holmi, en klofinn sundur af sprungu sem vel gat heitið gjá, og um þessa sprungu brauzt sjórinn í gegnum hólmann og klauf hann í tvo hólma.
Engeyjarkirkja var lögð niður að konungsboði 1765.

Hólmur

Hólmur

Hólmur – túnakort 1916.

Hólmur stendur við Hólmsá við jaðar Hólmshrauns sunnan Suðurlandsvegs. Jörðin var orðin ein af eignum Viðeyjarklausturs um 1234 og segir svo í máldaga um eignir klaustursins „Hamvndur gaf til staðarins holm þann. er liggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“
Í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1703 er Hólmur í eign konungs og er jarðardýrleiki þess óviss. Þar segir: „Hrauntún segja menn að heitið hafi jörð til forna og legið i millum Hólms og Elliðavatns. Þar sjást enn nú girðingaleifar eftir og ef grant er athugað nokkur húsatófta líkindi.

Hólmur

Hólmur – Karl E. Norðdahl lengst til hægri.

Túnið er eyðilagt og komið i stórgrýti og hraun. Þar segjast menn heyrt hafa að kirkjustaður hafi til forna verið, og til likinda þeirri sögn heita enn nú í vatninu þar rjett framundan Kirkjuhólmar. Eru það munnmæli, að þegar þetta Hrauntún lagðist i eyði, hafi bærinn þaðan frá þángað færður verið, sem nú er jörðin Hólmur, og ætla menn að Hólmur hafi ekki fyr bygður verið, so nú megi þessa jörð Hólm kalla i Hrauntúns stað uppbygða verið hafa. Segja so allir á þessum samfundi þeir eð til vita, að ómögulegt sje þetta hið forna Hrauntún aftur að byggja.“
Við siðaskiptin varð jörðin að konungseign lít og aðrar klausturjarðir á þeim tíma.
HólmurJörðin hélst í eigu ríkisins fram til 1960 þegar borgin keypti hana. Árið 1847 þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman var jörðin metin á 22 hundruð.

Kirkjan þar var helguð Jóhannesi guðspjallamanni, en engin lýsing er til á henni. Hún átti 5 kýr og eitt hross og ennfremur eitthvert eyðikot. Afesar postula, líkneski heilagrar Margrétar, kross og 2 bjöllur. Ekki er nefndur neinn messuskrúði og messuklæði áttu aðeins alkirkjur. Sennilega hefir þetta verið bænhús og grafreitur hjá, en nú ‘hygg eg að enginn viti hvar þetta bænhús hefur staðið. Hið eina sem minnir á að þarna hafi verið kirkja, er örnefnið Kirkjuhólmatjörn hjá Jaðri. Og sennilega hefir þar verið eyðikotið, sem kirkjan átti.

Varmá

Varmá

Varmá – túnakort 1916.

Kirkjan þar var helguð Pétri postula. Hún átti 10 hundruð í heimalandi og 4 kýr, veiðar í Úlfarsár fjórðung frá sjó og til Asta (svo) stíflu. Síðan Ketill ívarsson átti aukist 2 kúgildi Kirkjugripir eru taldir: 2 krossar, altarisklæði, 2 bjöllur, 1 kertastika, munnlaug, altarisdúkur, paxspjald. —
Þessarar kirkju er ekki getið eftir siðaskifti.

Lágafell

Lágafell

Lágafell – túnakort 1916.

Saga Lágafellskirkju hefst með konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli.

Jörðin Lágafell er fyrst nefnd í skrá frá 1395 um jarðir sem komu undir Viðeyjarklaustur eftir að Páll varð ábóti í Viðey. Lágafell er þar skráð 20 hundraða jörð. Árið 1541 var ný kirkjuskipan samþykkt um Skálholtsbiskupsdæmi.
LágafellÞá hafði konungur slegið eign sinni á klaustureignir í ríki sínu og svo varð einnig hér á landi. Þróunin gat því ekki orðið á annan veg en að Lágafell yrði konungsjörð og árið 1547 fékk séra Jón Bárðason „lífsbréf“ af konungi fyrir ábýlisjörð sinni „Laugefeldt“, þ.e. Lágafelli.

Eftir langt hlé var aftur reist kirkja á Lágafelli undir lok 19. aldar og sátu prestar Mosfellinga þar um skeið. Á tímabili var Landssímastöð á Lágafelli en hún var lögð niður 7. júní árið 1918. Á þriðja áratug 20. aldar keypti svo athafnamaðurinn Thor Jensen jörðina og bjó hann á sínum efri árum í íbúðarhúsinu sem þar stendur enn.

Lágafell

Lágafell 1935.

Saga Lágafellskirkju hefst með konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli.

Vorið 1889 er risin ný kirkja á Lágafelli og vígð. Hún er timburkirkja á steingrunni. Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni síðar, þær mestu 1956 þegar kirkjan var lengd um 3 metra eða sem svarar lengd kórsins og auk þess gert við hana skrúðhús norður úr kórnum. Settir voru nýir bekkir sem enn eru. Þeir hafa nú verið bólstraðir; kirkjan tekur 160-180 manns í sæti. Var kirkjan endurvígð að þessum aðgerðum loknum. Á hundrað ára afmæli kirkjunnar var tekin í notkun viðbyggingin norðan við kirkjuna.

Lágafell

Lágafellskirkja 1901 – brúðkaup.

Lágafells er fyrst getið árið 1395 en ekki er getið þá að bænhús eða kirkja hafi verið þar. Jörðin er svo komin í konungseigu um 1550 og í Fógetareikningum 1547-1548 er að finna fyrstu vísbendingu um bænhús eða kirkju á staðnum: „Jtem med Lagefeldt ij kýrckequelld. landskyldt en ko. thenne tog sere Ioen ij sin kop“. Sama segir í Fógetareikningum 1548-1549.
Í Fógetareikningum 1549-1550 segir: „Jtem mett Lagefeldt ij kirckequelder landskyldt j sit kop“ (Dipl. Isl. XII, bls. 172). Séra Jón þessi var Bárðarson og var áður prestur í Gufunesi. Hann fékk byggingarbréf („Lífsbréf“) frá konungi fyrir ábýlisjörð sinni, Lágafelli, árið 1547.
Í grein Sveinbjarnar Rafnssonar, „Kirkja frá síðmiðöldum að Varmá“, kemur fram að bænhúsið á Lágafelli (eða kirkjan) er með vissu niðurlagt árið 1600. Allar heimildir hníga að því að bænhúsið eða kirkjan á Lágafelli hafi verið reist einhverntíma seint á miðöldum, staðið fremur stutt og verið niðurlagt á árunum 1550-1600.

Lágafell

Lágafellskirkja 2000.

Ný kirkja reis að Lágafelli og var hún vígð 24. febrúar 1889, sunnudaginn fyrstan í Góu, á konudaginn. Hún er timburkirkja á steingrunni.
Vígsluár kirkjunnar, þ.e. 1889 voru íbúar sóknarinnar 403 á 53 heimilum. 1. desember 2008 voru íbúar sóknarinnar yfir 8500.

Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni í gegnum tíðina, þær mestu á árunum1955-6, en þeim lauk með endurvígslu síðara árið: Þá var kirkjan lengd um þrjá metra og kórinn — fram til þess tíma var enginn kór austur úr kirkjunni heldur stóðu altarið og ræðustóllinn á palli líkustum leiksviði uppi við austurvegginn. Heildarlengd kirkjunnar var þrjú gluggahöf. Þá var auk þess gert við hana skrúðhús norður úr kórnum. Settir voru nýir bekkir sem enn eru. Þeir hafa nú verið bólstraðir; kirkjan tekur um 150 manns í sæti. Á hundrað ára afmæli kirkjunnar var tekin í notkun viðbyggingin norðan við kirkjuna.

Mosfell

Mosfell

Mosfell I – túnakort 1916.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð 4. apríl 1965 af biskupi. Hún er gerð eftir teikningu Ragnars Emilssonar að undangenginni samkeppni. Kirkjan er byggð úr steinsteypu, sperrur eru úr járni en þak klætt eiri svo og kirkjuturninn sem stendur á þrem súlum upp af austurhorni kirkjunnar. Yfirsmiður var Sigurbjörn Ágústsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, uppsetningu á sperrum og þakgrind annaðist Leifur Loftsson, Mosfellssveit. Allir fletir kirkjunnar eru þríhyrningslaga. Í kirkjunni eru sæti fyrir 108 manns. Gömul og fræg klukka er í kirkjunni, talin vera frá 15. eða 16. öld; um hana er lítið vitað. Klukkan er afar formfögur og hljómgóð.

Mosfell

Mosfellskirkja 1883.

Mosfells er fyrst getið í Landnámu og oftlega í Egilssögu en einnig í fleiri fornritum svo sem Gunnlaugssögu.
Um 1200 er Mosfells getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar.
Um miðja 15. öld er Mosfell komið í eigu Skarðverja. Greinir frá því í skiptabréfi, eftir Björn ríka Þorleifsson, frá 1467, að Mosfell komi í hlut ekkju hans, Ólafar Loftsdóttur, að Skarði á Skarðsströnd.
Ekki var Mosfell lengi í eigu Ólafar, því í kaupbréfi frá 1470 segir, að Ólöf Loftsdóttir fái Sigurði Jónssyni Mosfell í skiptum fyrir Hraungerði í Flóa.
Á 16. öld kemst Mosfell undir Skálholt er Ögmundur biskup Pálsson kaupir jörðina.

Mosfell

Mosfellskirkja 2022.

Við siðaskiptin er Mosfell, ásamt fleiri kirkjujörðum, tekið undir konung. Til vitnisburðar um það eru Fógetareikningar 1547-1552.
Árið 1704 er Mosfell „Beneficium og kirkjustaður“. Ábúandi er staðarhaldarinn, séra Þórður Konráðsson.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er Mosfells getið sem kirkjujarðar. Ábúandinn er prestur.
Mosfell er enn í ábúð (1980) og er kallað Mosfell I í Jarðaskrá Landnáms ríkisins. Eigandi er ríkissjóður (J. Johnsen).

Hrísbrú

Hrísbrúarklukka í Mosfellskirkju.

Egilssaga getur um kirkju á Mosfelli og er það staðfest í áðurnefndri kirknaskrá Páls biskups. Svo virðist sem kirkja hafi verið lögð niður á Mosfelli einhvern tíma fyrir miðja 14. öld. Næsta kirkja á Mosfelli er reist á fyrri hluta 16. aldar og er kirkja að Mosfelli til ársins 1888, en er þá flutt að Lágafelli.

Kirkjan, sem nú stendur að Mosfelli var vígð árið 1965.

Hrísbrú
Hrísbrúar er fyrst getið í Egilssögu en hún er talin rituð um 1200. Hrísbrú er með vissu komin í byggð ekki seinna en á 12. öld.
Næst kemur Hrísbrú við sögu í Fógetareikningum 1547-1548 en jörðin er þá komin í konungseigu. Líklega hefur Hrísbrú verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en hún komst undir konung. Árið 1704 er jörðin enn konungseign. Jón Eyjólfsson, sýslumaður á Seltjarnarnesi hefur til nota af jörðinni „tvo sjöttunga.“ Einn leiguliði hefur til ábúðar þriðjung af jörðinni. Í bænda eigu er jörðin 1847 og eru ábúendur tveir, eigandi og leiguliði.
Hrísbrú hefur eflaust verið í samfelldri ábúð frá miðöldum og í dag (1979) eru ábúendur tveir, eigandi Ingimundur Árnason og leiguliði Ólafur Ingimundarson.
Talið er, að kirkja hafi verið á Hrísbrú og er þess getið í Egilssögu. Hún var seinna flutt að Mosfelli. Kirkja þessi var reist um árið 1000 og stóð í um 150 ár.

Hrísbrú

Hrísbrú – túnakort 1916.

Kirkja var fyrst reist að Hrísbrú þegar kristni var lögtekin á Íslandi. Sú kirkja var seinna flutt að Mosfelli. Getið er kirkna að Varmá, í Þerney, talað var um bænhús að Lágafelli fyrir 1700, kirkja var að Suður-Reykjum og var hún lögð niður 1765. Kirkjan að Varmá er með vissu niðurlögð fyrir 1600 (sbr. síðar). Með konungsbréfi 6/1 1774 var skipað að setja kirkju á Lágafelli og leggja þangað Mosfells- og Gufunessóknir, en það var afturkallað með kgbr. 7/6 1776. Viðey var lögð til Mosfells 1847. Árið 1880 er Brautarholtssókn lögð undir Mosfell. Með landshöfðingjabréfi 21/9 1886 eru Mosfells- og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar að Lágafelli.
Árið 1901 er Mosfellsprestakall lagt niður og Lágafells- og Viðeyjarsóknir lagðar undir Reykjavík en Brautarholtssókn til Reynivalla. Þetta kom þó aldrei til framkvæmda og 1927 er Mosfellsprestakall tekið upp á ný, óbreytt.
HrísbrúÍ Egilssögu er getið um að kirkja sem reist var á Hrísbrú, er kristni var lögtekin, hafi verið flutt að Mosfelli. Segir dr. Jón Þorkelsson að kirkjuflutningurinn hafi líklega verið á árunum 1130-1160.
Sama kemur fram í Prestatali og prófasta og er líklega einnig haft eftir Jóni Þorkelssyni. Nokkrar umræður urðu um staðsetningu hinnar fyrstu kirkju og bæjarins að Mosfelli. Vildu sumir meina að bæði kirkja og bær hafi verið flutt frá Hrísbrú og að Mosfelli. Jafnframt hafi nafnið flust (þ.e. Hrísbrú hafi upphaflega heitið Mosfell). Helstu talsmenn þessarar kenningar voru Magnús Grímsson og Kålund. Á annarri skoðun eru t.d. Sigurður Vigfússon í grein sem hann birti í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1884-1885 og Sigurður Nordal í útgáfu sinni að Egilssögu 1933, þ.e. að einungis hafi verið að ræða um flutning kirkjunnar.
Kirkju er getið að Mosfelli í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200 yfir kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi. Af heimildum að dæma leggst kirkjan á Mosfelli niður snemma á miðöldum og er jörðin komin í eigu leikmanna á 15. öld.

Hrísbrú

Hrísbrú – kirkjan; fornleifauppgröftur.

Næst er kirkja reist að Mosfelli á fyrri hluta 16. aldar, ef marka má heimildir, og er prests getið þar um 1536. Er nú kirkja samfellt að Mosfelli fram til ársins 1888 að hún er rifin og ný kirkja reist að Lágafelli. Kirkja var vígð að Mosfelli 4. apríl 1965 og stendur sú kirkja enn.

Í Örnefnalýsingu Hrísbrúar getur um stæði kirkjunnar, sem þar var talin hafa verið: „Vestur af bæ er stór hóll, sem heitir Kirkjuhóll. Hann er norðvestur frá bæ; þar stóð kirkjan áður fyrr, og kirkjugarður var hér ofan við tröðina“.

Svo segir Magnús Grímsson: „Þess er þegar getið, að þegar kristni var í lög leidd á Íslandi var Grímr að Mosfelli skírðr, og lét þar kirkju gjöra. En sú kirkja stóð á Hrísbrú. Er eptir því alllíklegt, að bær Gríms, sem þá var hinn eini undir fellinu, hafi staðið þar, sem Hrísbrú er nú, og skal þar um tala síðar betr.

Egill Skalla-Grímsson

Gröf Egils Skalla-Grímssonar.

Grímr hefir byggt sína kirkju eptir árið 1000, líklega stuttu eptir, en hún stóð á sama stað þángað til í tíð Skapta prests Þórarinssonar, eðr þángað til um miðja tólftu öld.“ Í formála fyrir Egils sögu byggir Jón Þorkelsson á því þá ætlan sína, að kirkjuflutníngurinn hafi farið fram einhvern tíma á árunum 1130-1160. Hefir því kirkjan staðið á Hrísbrú hérumbil … 150 ár“.
Talsverðar vangaveltur eru um hvar hinn fyrsti bær að Mosfelli hafi staðið. Kålund álítur að hann hafi upphaflega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkjan á eftir (Kålund, bls. 50). Sigurður Vigfússon ræðir þetta mál einnig en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann frásögn Egilssögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur;

Í útgáfu sinni að Egils sögu telur Sigurður Nordal líklegast að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum.
Sigurður Vigfússon segir eftirfarandi um staðsetningu kirkjunnar að Hrísbrú: „…enn þar á móti sést enn nokkur vottur fyrir, þar sem kirkjan hefir átt að standa norðvestr frá bænum; þar er enn kallaðr Kirkjuhóll, og sýnist þar sumstaðar votta fyrir kirkjugarðinum umhverfis, enn það er orðið að þúfnabörðum og allr hóllinn kominn í þýfi, svo ekkert verulega sést fyrir kirkjutóttinni og engu máli verðr hér við komið; vera má; að hér hafi verið sléttað yfir og síðar alt orðið að þúfum.

Bandarískir fornleifafræðingar stunda nú rannsóknir á Hrísbrú undir stjórn Jesses Byocks. Sumarið 2001 komu þeir niður á grafir á Kirkjuhól og virðast því hafa leyst ágreininginn um hvort kirkja hafi staðið á Hrísbrú.

Hrísbrú

Hrísbrú – staðsetning skála og kirkju eftir fornleifauppgröft.

Fólkið á Hrísbrú segir að talið hafi verið að kirkjan hafi staðið þar sem þústin er nú. Ólafur Ingimundarson, bóndi á Hrísbrú, segir að sér finnist líkast því sem sléttað hafi verið ofan á hólnum. Ekki segir hann að raskað hafi verið við hólnum síðan hann man eftir sér. Ólafur segir að garðbrot hafi verið rétt neðan hólsins, neðan gamla vegarins sem þar lá og sést enn móta fyrir. Garður þessi var stuttur og er hann nú allur horfinn. Hluti hans hefur staðið þar sem áhaldahús og eða gripahús er neðan Kirkjuhóls. Var garðurinn fjarlægður fyrir mörgum árum.
Hreinn Ólafsson, bóndi í Helgadal, sem ættaður er frá Hrísbrú (frændi Ólafs á Hrísbrú) segir að fundist hafi mannabein í Kirkjuhól. Hafi þau komið upp er grafið var fyrir kartöflukofa er stendur utan í hólnum að V-SV verðu.

Árbæjarkirkja

Árbær

Árbær – túnakort 1916.

Austur af Ártúni var jörðin Árbær, en bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns. Hluti núverandi byggðar í Ártúnsholti og neðrihluti Árbæjarhverfis eru byggðir í landi Árbæjar, en jörðin lá upp með Elliðaánum og tilheyrðu Blásteinshólmi og Árbæjarhólmi henni.
Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Árbær

Árbær 1911.

Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.
Sá atburður sem eftirminnilegastur hefur þótt í sögu Árbæjar er sakamál sem átti sér stað árið 1704, en þá var tvíbýli í Árbæ og annar bóndinn varð hinum bóndanum að bana við Skötufoss í Elliðaánum.

Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ, með svipuðu móti og verið hafði í Ártúni.

Árbær

Árbæjarkirkja.

Saga Árbæjar eins og Ártúns er einnig samofin nýtingu Elliðaánna. Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Kirkjan var vígð árið 1961. Viðir hennar komu úr gömlu baðstofunni á Silfrastöðum í Skagafirði, en þeir höfðu áður verið hluti af kirkjunni á sama stað. Sú kirkja var reist 1842 og var með síðustu torfkirkjum reistum á Íslandi. Þegar ný kirkja leysti hana af hólmi árið 1896 var hún tekin ofan og endurbyggð sem baðstofa, þar var búið fram yfir 1950. Meðal kirkjugripa má nefna upprunalegan predikunarstól úr gömlu kirkjunni, sem fékk nýtt hlutverk sem búrskápur þegar kirkjan varð að baðstofu. Þar eru einnig lánshlutir s.s. altaristafla frá 1720 og ljóshjálmur gamall. Kirkjan er vinsæl fyrir athafnir, sér í lagi brúðkaup.

Árbær

Árbæjarkirkja.

Kirkjan á Ábæjarsafni var vígð árið 1961. Viðir hennar komu úr gömlu baðstofunni á Silfrastöðum í Skagafirði, en þeir höfðu áður verið hluti af kirkjunni á sama stað. Sú kirkja var reist 1842 og var með síðustu torfkirkjum reistum á Íslandi. Þegar ný kirkja leysti hana af hólmi árið 1896 var hún tekin ofan og endurbyggð sem baðstofa, þar var búið fram yfir 1950. Meðal kirkjugripa má nefna upprunalegan predikunarstól úr gömlu kirkjunni, sem fékk nýtt hlutverk sem búrskápur þegar kirkjan varð að baðstofu. Þar eru einnig lánshlutir s.s. altaristafla frá 1720 og gamall ljóshjálmur.

Esjuberg

Esjuberg

Esjuberg – túnakort 1916.

Svo segir í Landnámu P. 12. kap.: »Orlygr hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var at fóstri með Patreki biskupi hinum helga í Suðureyjum; hann fýstist at fara til Íslands, ok bað Patrek biskup, at hann sæi um með honum. Biskup fekk honum kirkjuvið, ok bað hann hafa með sér, . . . ok járnklokku, ok gullpenning, ok mold vígða, at hann skyldi leggja undir hornstafi ok hafa þat fur vígslu…………….Örlygr bygði undir Esjubergi, at ráði Helga bjólu frænda sins . . . hann gerði kirkju at Esjubergi, sem honum var boðit«. — Kirkjunnar að Esjubergi er síðan hvergi getið.

Esjuberg

Esjuberg – meint kirkjutóft sunnan við bæinn.

Og Esjuberg er 1395 talið með eignum Viðeyjarklausturs. En þar er Gufunes líka talið, og eru kirkjur eigi nefndar.
Nú var þó Gufunes kirkjustaður, svo eftir því hefði Esjuberg átt að geta verið það líka,- A hinn bóginn er líklegt, að Esjubergskirkju væri getið í einhverju fornbréfi, ef hún hefði staðið þá er máldagar voru ritaðir. — I túninu á Esjubergi, austur frá bænum, er rúst, sem frá ómunatíð hefir verið kölluð kirkjutójt eða stundum bœnhússtóft. Og girðing, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður.

Bærinn Esjuberg er staðsettur á skriðuvæng við rætur Esjunnar og eru mörk jarðarinnar við Skrauthóla til vesturs og Mógilsá til austurs. Áður fyrr voru dómar kveðnir upp og samþykktir á Esjubergi. Í fornbréfasafni er að finna dóm sem var kveðinn upp árið 1480. Á árunum 1541 og 1746 var þingstaður á Esjubergi og eru örnefnin Leiðhamar og Leiðvöllur, sem eru á mörkum Mógilsár og Esjubergs, vísbending um að þar hafi verið haldin leiðmót, leiðarþing eða héraðsþing að loknu Alþingi.

Esjuberg

Esjuberg – meintur kirkjugarður.

Esjuberg er getið í Landnámu og var landnámsjörð Örlygs gamla Hrappssonar Bjarnarsonar bunu. Í Langnámu segir að Helgi bjóla hafi gefið frænda sínum, Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu. Örlygur gerði þar kirkju sem fóstri hans Patrekur biskup í Suðureyjum hafði sagt fyrir um og sendi Patrekur með honum kirkjuviði, járnklukku, plenáinum og vígða mold til að setja undir hornstafina.
Talið er að kirkja þessi hafi verið fyrsta kirkja Íslands og er hennar einnig getið í kirkjuskrá Páls biskups frá um 1200. Einnig er kirkjan nefnd í Kjalnesingasögu sem er talin vera rituð um 1300-1320. Þar segir frá Helgu Þorgrímsdóttur sem var eiginkona aðalsöguhetjunnar Búa, og hafðu hún látið grafa hann undir syðri kirkjuveggnum. Þar segir „[þ]á stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er Örlygr hafði látit gera“.

Esjuberg

Esjuberg 1900.

Jarðarinnar er getið í skjölum varðandi hvalreka Viðeyjarklausturs um 1200 og í bréfum frá 1270 og 1285. Árið 1395 kemur Esjuberg fram í skrám um kvikfé og leikumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Í skýrslu Hannesar Pálssonar umboðsmanns og kapelláns Danakonungs er Esjubergs getið um allskonar óskundir og yfirgang, rán, vígaferli og löglausa verslun Englendinga á Íslandi um 1420-1425. Jarðarinnar er getið í eignarmálum frá 1480. Árið 1541 var felldur dómur á Esjubergi um lögmæti bréfs Alexíusar ábóta í Viðey um jarðirnar Skrauthóla og Bakka í Brautarholtssókn.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686-1695 og var metin á 40 hundruð. Árið 1704 þegar Jarðabók Árna og Páls var tekin saman var Esjuberg í eigu konungs og jarðardýsleiki þess óviss. Árið 1847 þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman var Esjuberg í bændaeign og metin á 40 hundruð.

Esjuberg

Esjuberg – útialtari.

Tvær hjáleigur eru nefndar á Esjubergi í Jarðabók Árna og Páls og eru það Litla Esjuberg og Árvellir þar sem jarðardýrleikinn reiknaðist með heimajörðinni. Esjuberg ásamt Grund og Árvöllum var seld úr eigu konungs árið 1816 fyrir 2100 ríkisdali. Í Jarðatali Johnsen segir að Jarðabækur geti ekki um hjáleigurnar fyrr en árið 1802, og þá er getið um Austurbæ sem er líklega sama hjáleiga og sýslumaður og prestur kalla Grund. Hjáleigurnar lögðust báðar af eftir mikið ofanflóðaveður árið 1886.

Brautaholt

Brautarholt

Brautarholt – túnakort 1916.

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlykur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið 1857 af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Nýlega var kirkjan endurbyggð frá grunni.

Brautarholts er getið í Landnámubók og bjó þar Auðunn Þórðarson. Þar var fornt höfuðból og kirkjustaður í landnámi Helga bjólu á Kjalarnesi.

Brautarholt

Brautarholtskirkja.

Getið er um Brautarholt í máldaga Viðeyjar frá 1226 varðandi osttoll, þar sem Árni Magnússon (líklega Árni öreypa) var vottur að. Árni öreypa var giftur Hallberu dóttir Snorra Sturlusonar og fékk hann Brautarholt með henni.
Brautarholt var í einkaeigu árið 1686 þar sem hún var metin á 133 hundruð og 80 álnir en árið 1695 var hún metin á 120 hundruð.
Árið 1704 þegar Jarðabók Árna og Páls var tekin saman var jörðin kirkjustaður og í einkaeign. Þá var jörðin metin á 100 hundruð og því verðmætasta jörðin á Kjalarnesi, með átta hjáleigur (Skemma, Ketilstaðir, Kjalarnes öðru nafni Nes, Hjallasandur, Lambhús, Flatbjörn, Langabúr eystra og Langabúr vestra) og tveimur kirkjugörðum.

Kjalarnes

Kjalarnes – örnefni.

Í Jarðartali Johnsen frá 1847 var jörðin 35 hundruð og 60 með hjáleigum, en heim hafði fækkað um fjórar síðan Jarðabókin var gerð. Þar segir: „Jb. 1760 telur Brautarholt allt 60 h. að dýrleika, með 3 h. 90. al lsk. og 12 kúg. (A. M. Hundrað hundraða, með 17 kúg, þaraf 13 kirkju kúgildum), en sýslumaður tekur sýrleikann á eign þessari niður, sem hér greinir, þó eigi nema 25 h. á Brautarholti. Jarðabækurnar geta eigi Snússu, er prestur og sýslumaður kalla svo, og líklega er sama sem þær kalla Skemmu, eigi heldur Hjallasands, sem báðir þeir nefna, og er lsk. og kúg. Á hjáleigum þeim sem nefndar eru í jarðabókunum, hér talin eptir A. M. 1802 er eyðihjáleigu frá Ketilstöðum, Pálshúsa, getið.“

Saurbær

Saurbær

Saurbær – túnakort 1916.

Kirkju í Saurbæ á Kjalarnesi er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Saurbæjarsókn var sérstök sókn til ársins 2002 en þá var henni skipt milli Brautarholtssóknar og Reynivallasóknar.
Magnús Ólafsson (1847-1922), trésmiður, teiknaði Saurbæjarkirkju. Hafist var handa við að reisa hana árið 1902. Hún var vígð 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni sem þar stóð á undan en sú fauk í ofviðri árið 1902. Hluti af innviðum og munum gömlu kirkjunnar (reist 1856) var nýttur í hina nýju kirkju. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) sem lét byggja kirkjuna.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Saurbær

Saurbæjarkirkja.

Saurbær er fornt höfuðból og kirkjustaður og hefur verið kirkja þar síðan um 1200. Árið 1856 var byggð timburkirkja á Saurbæ en sú kirkja fauk af grunni sínum árið 1902. Árið 1904 var reist ný steinsteypt kirkja og stendur hún enn í dag. Saurbær kemur fram í Kjalnesingasögu þar sem synir Helga bjólu, Þorgrímur og Arngrímur, skipta með sér föðurarfi og reisti Arngrímur bæ við Hvalfjörð sem hann nefndi Saurbær.
Í Sturlungu er Árni „óreiða“ Magnússon nefndur og er sagt að hann hafi verið giftur Hallberu dóttir Snorra Sturlusonar og fengið með henni Brautarholt og fé. Síðar skildi hann við Hallberu og keypti þá Saurbæ og bjó þar. Árið 1424 er sagt frá enskum sjóræningjum sem komu þangað, látið ófriðlega og handtóku umboðsmann Dana og rændu hestum og vopnum.

Saurbær

Saurbæjarkirkja.

Saurbæjarkirkja kemur fram í máldaga Eyrarkirkju í Kjós frá árinu 1315 þar sem kirkjunni eru lagðar til 12 ær. Árið 1367 er verndardýrlings getið það er, Péturskirkjan á Saurbæ. Samkvæmt máldaga frá 1397 átti kirkjan 30 hundruð í heimajörðinni. Árið 1477 í máldaga kirkjunnar kemur fram að kirkjan á 30 hundruð í heimajörðinni og jörðina Hjarðarnes. Í máldaga kirkjunnar frá 1575 átti kirkjan 30 hundruð í heimajörðinni og jarðirnar Ártún og Hjarðarnes. Árið 1686 og 1695 er jörðin komin í einkaeign og metin á 60 hundruð.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Saurbær. Kirkjustaður, og er þessi kirkja annecteruð saman við Brautarholtskirkju. Jarðardýrleiki 60 hundruð. […] Litle Saurbær, afbýli af heimajörðinni. […] Stekkjarkot, hjáleiga af sjálfri heimajörðinni.“
Árið 1874 þegar Jarðartal Johnsen var tekið saman var jörðin metin á 32 hundruð, en þar segir sýslumaður jörðina sjálfa vera aðeins 25 hundruð og hjáleigan Stekkjarkot 5 hundruð.
Á túnakorti frá 1916 sést að bærinn sé staðsettur norðan við kirkjuna. Nú eru þar afgirtur skrúðgarður og leifar bæjarhúsa þar undir. Núverandi íbúðarhús er um 20 norðaustan við kirkjuna þar sem samkvæmt túnakorti voru áður stóðu skemma og smiðja.

Reynivellir

Reynivellir

Reynivellir – túnakort 1916.

Beneficial. 30 hdr. 1847. „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: „ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia.“
[1180]: „Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reynevollom.“
c. 1200: „veisla ger mót Páli bp á yfirreið,“ Biskupasögur.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups..

Reynivellir

Reynivellir 1884 – Sigfús Eymundsson.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir m.a.: „Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldreiliss eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska…“.
Elsti Vindásbærinn á Reynivöllum var nálega 30 m ofan við gömlu kirkjuna fast norðaustan við kirkjugarðsvegginn.

Reynivellir

Reynivellir 1884 – Sigfús Eymundsson.

Snjóflóð féll á bæinn 1699 og eftir það var hann fluttur um 200 m til SSA um 50 m neðan og VSV við núverandi íbúðarhús. Bærinn var á lágum, grasigrónum og grýttum hól. Lækur rennur rétt norðvestan við hólinn og kirkjugarðinn. Ofan við hæðina tekur við grasigróin brött brekka svo að bærinn hefur verið efst í heimatúni. Í Kjósarmenn segir m.a.:“… segir í Fitjaannáll þannig frá þeim atburði [snjóflóði 1699], og getur jafnframt síra Odds: „Þann 15. janúar (1699), sem var sunnudagskvöldið fyrsta í þorra, eftir húslestur, skeði það voveiflega og hryggilega tilfelli á Reynivöllum í Kjós, að snjóflóð hljóp á staðinn og tók öll hús nema kirkjuna, smiðjuna og fjósið.[…] Síðan hefur sjálfur heimastaðurinn ekki verið uppbyggður, heldur lítið nýbýli [Nýibær] skammt frá.“ Þar sem bærinn stóð er mjög þýft og grýtt en engar tóftir sjást. Greina má lága hæð norðaustan við kirkjugarðinn sem er um 40×40 m að flatarmáli en innan við 1 m á hæð.

Reynivellir

Reynivallakirkja.

Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859, var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú. Garðurinn og kirkjan snúa bæði VNV-ASA eða samsíða dalnum. Garðurinn er í aflíðandi halla til suðurs. Hann er stór og í honum fjöldamargar grafir. Garðurinn hefur greinilega verið stækkaður til suðurs og líklega til vesturs líka. Vírgirðing er umhverfis garðinn. Að norðan (norðaustan) er steinsteyptur kirkjugarðsveggur en að austan (suðaustan) þar sem aðkoman er að garðinum er grjóthlaðinn garður sem greinilega hefur nýverið verið endurhlaðinn.

Reynivellir

Reynivallakirkja – kirkjugarður.

Garðurinn er nú (2003) um 55 X 60 m að stærð. Merki fjölmargra grafa sjást þó garðurinn hafi verið sléttaður að hluta. Ekki er mjög greinilegt hvar kirkjan stóð en auður blettur er þó í garðinum, nálega í miðjum gamla garðinum. Er líklegast að kirkjan hafi verið þar. Bletturinn er um 15 m sunnan við við norðurhlið en 20-30 m vestan við austurhlið. Snemma á 20. öld lá leiðin heim að bænum fast neðan við kirkjugarð og kirkju en rétt ofan við bæ. Vegurinn lá áður um Kirkjustíg.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – túnakort 1917.

[1180]: Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande. kyr .vi. oc .xxx. a. fiogur kugillde j gelldfe. halft annat hundrat j busgognom oc j husbuninge. hestr gelldr lastalauss. xij manaþa tiþa bæcr oc messo fot. silfr kalec. roþo cross. alltara klæþe ij oc blæia. bricar clæþe gloþa ker oc gloþa jarn [alltara steinn. kirkiu stoll…“.

Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200. Í máldaga frá því um 1367 segir: „Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.“
Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: „a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.“

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). „Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þar af á Hrísakot.“ Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: „Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.“ Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið. Lágur bæjarhóll þar sem steinsteypt íbúðarhús með kjallara og fjárhús standa. Vegur liggur að bænum og annar spotti fram hjá honum.

Kirkjumói, nefnist neðsti hluti svæðis sem nú er komin í tún. Hann er 400-500 m SSV við bæ. Umhverfis eru rennislétt tún, nokkru sunnar (innan við 100 m) er lækur. Engar tóftir voru í túninu og ekki var komið niður á neitt þegar svæðið var sléttað.
Hugsanlega er örnefnið komið til sökum þess að kirkjan átti þennan teig.

Þingvellir

Þingvallakirkja

Þingvallakirkja.

Þingvallakirkja er kirkja í þjóðgarðinum á Þingvöllum og tilheyrir hún Þingvallaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Núverandi kirkjubygging var reist árið 1858 og vígð á jóladag árið 1859.

Talið er að fyrsta kirkjan á Þingvöllum hafi verið reist árið 1017 af Bjarnharði biskupi Vilráðssyni hinum bókvísa en hann mun hafa komið með kirkjuvið frá Ólafi konungi Haraldssyni í Noregi.

Séra Símon Beck lét reisa núverandi kirkju. Kirkjuturninn var reistur árið 1907 og í honum hanga þrjár klukkur, ein forn, önnur frá árinu 1697 sem vígð var af Jóni Vídalín biskup, og sú þriðja en jafnframt sú stærsta er hin svokallaða Íslandsklukka frá 17. júní 1944. Prédikunarstóll kirkjunnar er frá 1683, skírnarfonturinn er verk Guðmanns Ólafssonar, bónda á Skálabrekku og var gjöf frá Kvenfélagi Þingvallahrepps. Ófeigur Jónsson, bóndi í Heiðarbæ málaði altaristöfluna árið 1834. Taflan var síðar keypt af bresku listakonunni Disney Leith árið 1899 sem gaf hana kirkju sinni á Wight-eyju í Ermasundi. Altaristaflan komst aftur í eigu Þingvallakirkju og var endurvígð árið 1974. Árið 1896 eignaðist kirkjan altaristöflu eftir danska málarann Anker Lund og hanga nú báðar töflurnar uppi í kirkjunni.

Þingvellir

Þingvellir.

Árið 1928 var prestbústaður reistur við hlið Þingvallakirkju. Frá 1958-2000 var sóknarprestur Þingvallakirkju jafnframt þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.

Eftir því sem næst verður komizt, hefur fyrsta orgelið komið í Þingvallakirkju 1909 eða 1910. Aðalhvatamenn að kaupunum voru séra Jón Thorsteinsson, prestur á Þingvöllum, og börn hans. Fyrsti organisti kirkjunnar var Ingunn Thorsteinson, dóttir séra Jóns. Var hún organisti í nokkur ár, þangað til Hermann bróðir hennar tók við. Árið 1923 fluttist fjölskyldan frá Þingvöllum, og tók þá við organistastarfinu Einar Halldórsson, bóndi á Kárastöðum, en 1925-1929 var Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti organisti Þingvallakirkju. Frá 1929 til 1945 voru börn Einars á Kárastöðum til skiptis organistar kirkjunnar, þau Halldór, Jóhanna, Elísabet og Guðbjörg. Síðan 1945 hefur Hjalti Þórðarson, Æsustöðum í Mosfellssveit, verið organisti Þingvallakirkju, með þeirri undantekningu að 1958-1959 annaðist Astrid, kona séra Jóhanns Hannessonar prests og Þjóðgarðsvarðar, organistastarfið.

Þingvellir

Þingvellir – túnakort 1920.

Enginn sérstakur kirkjukór hefur starfað við Þingvallakirkju. Þess má geta að síðasti forsöngvari í Þingvallakirkju, áður en hljóðfæri var fengið, var vinnumaður hjá séra Jóni Thorsteinson, Pétur Jónsson af nafni, raddmaður mikill.

Samkvæmt Íslendingabók var kristni lögtekin á Alþingi árið 999 eða 1000. Elsta heimild um kirkju á Þingvöllum er Hungurvaka sem rituð er á fyrsta áratug 13. aldar. Þar kemur fram að 1118 hafi kirkja sú fokið á Þingvöllum er Haraldur harðráði (1047-1066) hafi fengið viðinn til. Einhver fótur hafi verið fyrir því að Haraldur konungur hafi sent kirkjuviðinn til Íslands. Í Ólafs sögu helga eftir Styrmi ábóta frá um 1220 er sagt um dýrlinginn að hann hafi látið “kirkiu gera a Jslandi a Þinguelli þar sem nu er honum helgud kirkia.” Snorri Sturluson skrifaði aðra Ólafs sögu, byggða á sögu Styrmis og prjónar aðeins við söguna um Þingvallakirkju: “Óláfr konungr hafði sent til Íslands kirkjuvið, ok var sú kirkja gor á Þingvelli, þar er alþingi er. Hann sendi með klukku mikla, þá er enn er þar.” Hér mætti geta þess til að þegar Þingvallakirkja var vígð Ólafi konungi, sem varla hefur gerst fyrr en á seinni hluta 12. aldar, hafi verið búin til helgisögn þess efnis að dýrlingurinn hafi sjálfur gefið kirkjuvið og klukku til fyrstu kirkjunnar þar, og hefur ekki þurft að búa hana til úr engu, aðeins hnika til um einn konung.

Þingvellir

Þingvallabærinn 1900.

Uppruni klukku þeirrar sem í Þingvallakirkju var hélt þó áfram að vefjast fyrir sagnariturum og seinna í Heimskringlu, í sögu Haralds harðráða, segir Snorri sjálfur: “Haraldr konungr sendi klukku þangat [til Íslands] til kirkju þeirar, er enn helgi Óláfr konungr hafði sendan viðinn til ok sett er á Þingvelli.” Besta tilraun til heildarsamræmis er síðan að finna í sögu Magnúsar góða og Haraldar harðráða í Flateyjarbók og Morkinskinnu, einnig frá um 1220: “Haralldr konungr sende vt til Jslands klucku til kirkiu þeirrar er hinn heilage Olafr konungr sende uidin til og adra kluckuna. og su kirkia var sett aa þinguelle þar sem alþinge er sett.” Hér er fá báðir konungarnir nokkuð hlutverk, Ólafur helgi kirkjuviðinn og klukku en Haraldur harðráði aðra klukku, og má sjá á þessu að í Þingvallakirkju hafa verið tvær klukkur á 13. öld, hvorug nýtilkomin.

Þingvellir

Alinmálssteinninn framan við Þingvallakirkju.

Þó Þingvallakirkju og kirkjugarðs sé getið á nokkrum stöðum í Íslendingasögum, verður lítið af þeim frásögnum ráðið um gerð kirkjunnar eða staðsetningu. Ljóst er að þingmenn hafa að jafnaði gengið til aftansöngs í Þingvallakirkju, að stétt hefur verið sunnan við kirkjuna og að þar hafa menn gjarna staðið á mannfundum.
Í Njáls sögu er kirkjugarðurinn á Þingvöllum kallaður ‘búandakirkjugarður’. Matthías Þórðarson reyndi að leggja merkingu í þessi brot og lagði til að á 11. öld hefðu verið tvær kirkjur á Þingvöllum, ein “búandakirkja” og önnur “þingmannakirkja” (nýyrði Matthíasar).

Þingvellir

Þingvallakirkja eftir 1930.

Matthíasi fannst ófært að þingmenn hefðu þurft að troðast inní kirkju Þingvallabónda, sem hann sá fyrir sér sem litla einkakapellu sem hefði verið reist skömmu eftir kristnitöku og þess vegna hefði verið mikil þörf á nýrri kirkju sem Ólafur helgi hefði gefið þjóðinni og hefði hún þjónað þingheimi til 1118 er hana braut í ofsaveðri. Síðan þá hefði aðeins verið búandakirkja á Þingvöllum. Matthías taldi sig meira að segja geta stungið upp á hvar þingmannakirkjan” hefði verið: á hólnum þar sem núverandi kirkja er. Sú tilgáta byggði mest á því að stétt sú sem talað er um sunnan undir kirkjunni í Ljósvetninga sögu fannst honum ómögulega geta verið í kirkjugarðinum þar sem “búandakirkjan” hefur jafnan verið og fannst honum það eiga betur við uppi á hólnum. Hugtakið “búandakirkjugarð” má skýra með því að kirkjugarðurinn á Þingvöllum hafi á 11.-12. öld verið einkakirkjugarður, að þar hafi aðeins heimilismenn Þingvallabónda átt rétt á legi, en fyrir aðkomumenn sem dóu um þingtímann hafi þurft að finna leg annarsstaðar. Slíkar takmarkanir voru algengar á 12. og jafnvel 13. öld eins og fjölmargir máldagar sýna, og hurfu ekki fyrr en sóknaskipulagið var orðið fast í sessi í lok 13. aldar.

Þingvellir

Þingvellir 1915 – póstkort.

Um staðsetningu hinnar fyrstu kirkju er heldur ekkert vitað en mestar líkur eru á að kirkja sú er Alexíus Pálsson vígðist til í byrjun 16. aldar hafi staðið mjög lengi á sama stað, hugsanlega allt frá byrjun 11. aldar. Sú kirkja mun hafa staðið í kirkjugarði þeim sem enn er á árbakkanum vestan við bæinn. Ekki er vitað hvar í honum nákvæmlega, né hvort garðurinn hefur færst eitthvað til á umliðnum öldum, sem alls ekki er ólíklegt.
Elstu kirkjuleifanna gæti því verið að leita í miðjum kirkjugarðinum sem nú er, og er þá tæplega mikið eftir af þeim, því grafir hafa verið teknar þar um aldabil og var garðurinn talinn útgrafinn um síðustu aldamót. Hafi kirkjugarðurinn verið færður til, t.d. fjær árbakkanum þá gæti kirkjuleifanna verið að leita vestan við núverandi kirkjugarðsvegg.

Þingvallakirkja

Þingvallakirkja um 1900.

Páll Vídalín segir frá því í skýringum yfir fornyrði Jónsbókar að Alexíus Pálsson hafi, sennilega í kringum 1520, fært kirkjuna úr kirkjugarðinum og upp á hólinn þar sem hún hefur staðið síðan, norðan við bæinn, vegna vatnsuppgangs í kirkjugarðinum. Páll bætir því við að kirkjan hafi í fornöld staðið á hólnum þangað sem kirkjan var færð á 16. öld.
Máldagar og vísitasíur Þingvallakirkju gefa engar vísbendingar um staðsetnignu kirkjunnar en elsta lýsing hennar er í máldaga Brynjólfs biskups frá 1644. Þá hefur kirkjan verið nýlega uppbyggð.

Þingvellir

Þingvellir 1906 – Ásgrímur Jónsson.

Séra Engilbrikt Nikulásson var prestur á Þingvöllum 1617-1668 og hefur sennilega reist þessa nýju kirkju um 1640. Næst er til afhending Þingvallastaðar frá 1678.
Næst var kirkja og staður afhent 1703 og er kirkjan þá talin vera í hálfu sjötta stafgólfi alþiljuð.
Svo virðist sem eitthvað hafi kirkjunni verið breytt og hún prýdd, m.a. með glerrúðum en þó virðist þetta vera í grundvallaratriðum sama húsið og lýst er 1644 og 1678.

Árið 1726 er kirkjan enn með sama móti en er þá talin “ad widum æred gomul, fuen og hláleg…“. Þarna er í fyrsta skipti sem getið er um grjótveggi um Þingvallakirkju en ekki er þó annað að sjá en að kirkja sú sem sr. Engilbrikt reisti um 1640 hafi verið með hlífðarveggjum úr torfi og grjóti að norðan og sunnan.

Þingvellir

Þingvallakirkjugarður – staðsetning gömlu kirkjunnar.

Sr. Markús Snæbjörnsson, sá sem lögfesti Þingvallaland með víðum ummerkjum og áður var getið, reisti nýja kirkju á Þingvöllum um 1740. Hann tók við staðnum 1739 en í vísitasíu frá 1746 er kirkjan sögð “i 6 stafgolfum under Súd…“. Þessu til staðfestingar má nefna að Jón Ólafsson frá Grunnavík skýrir frá því að Markús hafi fundið í veggjarundirstöðum kirkjunnar, þá er hann byggði hana upp, annan þeirra steina með alinmáli sem voru í kirkjukömpunum og komið honum þannig fyrir í öðrum kirkjuveggnum að hann sæist, og má af því ráða að hann hafi byggt kirkjuna algerlega frá grunni. Þó fjöldi stafgólfa sé ekki áreiðanleg vísbending um stærð húsa þá má vera að þetta hús hafi verið ívið stærra en kirkja séra Engilbrikts frá um 1640.
Nákvæmari lýsing á kirkju sr. Markúsar er til frá 1750: kyrkian j siälfre sier, er j 6 stafgolfum, öll under Sud, alþiliud til beggia hlida“…
Ekki er getið um breytingar á þessari kirkju fyrr en um 1770 en 1772 hafði norðurveggur hennar verið hlaðinn upp en um það hafði verið kvartað þegar 1755 að hann væri lélegur og hefur eftir þessu að dæma ekki verið mikið vandað til verks við byggingu þessarar kirkju.

Þingvellir

Þingvellir 1882.

Árið 1776 er þess getið að langþiljur séu farnar að gisna og eina vanti og 1779 segir prófastur að kirkjan sé farin að ganga á torfveggina og þurfi viðréttingu og 1783 er svo komið að prófastur telur í vísitasíu að kirkjan þurfi við fyrstu hentugleika að reparerast. Það varð þó ekki fyrr en sumarið 1790 að sr. Páll Þorláksson lét byggja nýja kirkju á Þingvöllum. Sú kirkja virðist hafa verið jafnstór forvera sínum, 6 stafgólf, og mjög lík að öllu leyti enda voru viðir gömlu kirkjunnar endurnýttir að verulega leyti í hinu nýja húsi.
Samkvæmt mælingu frá 1845 var þetta hús 12×5 álnir að stærð eða 7,5×3,1 m, jafnlöng en heldur mjórri en kirkja sú er reist var 1859 og enn stendur.
Ekki er vitað að neinar meiriháttar viðgerðir hafi verð gerðar á kirkju þeirri sem nú stendur, sem fylgt hafi verulegt jarðrask. 1893 “er grundvöllurinn ókalkadur og sumstadar dálítið bilaður og þyrfti að bæta úr því innan skamms.” en 1901 “hefur kirkian fengið þá aðgerð að grunnurinn undir henni hefur verið steinlímdur.”
1911 bendir biskup á í vísitasíu að “eigi mundi fulltrygg hleðsla undir austurgafli kirkjunnar og væri rjett að ganga þar betur frá og þá um leið festa niður hornin á austurhlið.”

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Árið 1923 er grunnmúr og tröppur kirkjunnar taldar mjög gallaðar og þörf fyrir bráðlega að gera við bæði húsið sjálft og grunninn. Ekki er vitað hvort ráðist var í þær framkvæmdir þá en einhverjar viðgerðir hafa verið gerðar á grunninum á þessari öld, múrhúð er horfin og hleðslur nú traustar að sjá.

Þó að kirkjugarðurinn á Þingvöllum hafi öðlast nokkra frægð í fornritum kemur hvergi fram hvar hann var á miðöldum. Elsta vísbending um það er sögn sú er Páll Vídalín skráði um kirkjuflutning Alexíusar Pálssonar um 1520 og er ljóst af henni að garðurinn hefur þá verið á þeim slóðum sem hann er nú, á árbakkanum vestan við bæinn. Hvort hann hefur haft sömu takmörk og nú er óvíst mál og vel er mögulegt að hann hafi verið færður til austurs í tímans rás.
Garðsins er fyrst getið í vísitasíu 1750 og er þá að einhverju leyti bilaður, en ekki kemur fram hvar eða hversu mikið. 1776 er kirkjugarðuinn lágur og sumstaðar fallinn en 1779 er byrjað að laga hann.

Þingvellir

Þingvellir.

Árið 1781 er garðurinn hins vegar talinn mjög hrörlegur, en þá kemur fram að hann sé spölkorn frá kirkjunni. 1783 hefur garðurinn allur verið endurhlaðinn “fyrir utan litid sticke i utsudurhornenu” og er nú ekki getið um galla á honum fyrr en 1808 en þá er garðurinn að sunnanverðu fallinn.
1829 er garðurinn allur talinn í sæmilegu standi utan hvað að grind vantar í sáluhlið sem nú er getið í fyrsta sinn.
1836 telur prófastur að kirkjugarðurinn þurfi að uppbyggjast og 1844 var búið að hlaða upp tvær hliðar garðsins og búið að flytja torf til hinna tveggja. 1852 er kirkjugarðurinn sæmilega standandi nema norðurhluti austurhliðar er fallinn og var ekki búið að bæta úr því 1854 en 1856 er hann allur uppistandandi og umbúningur á kirkiugarðshliði sæmilegur.
1860 er “kyrkiugardrinn … allr standandi, en vída galladur og sumstadar of lágr” en næstu ár til 1873 er hann talinn í góðu standi.
1873 er “kirkiugardurinn … vida farinn ad skekkjast en einkum er útnordur horn hans, og partur sá, sem er fyrir vestansáluhlid á sudrkanti mjóg brostid. 1875 var kirkjugarðurinn endurhlaðinn en 1890 var talið að byggja þyrfti upp suðurhliðina og hækka vesturhliðina og er þess enn getið 1893 en 1895 hafði garðuinn fengið þá aðgjörð að hann áleitst í góðu lagi.
ÞingvellirÁrið 1899 er “kirkjugarðurinn … vel stæðilegur og sáluhlið nýaðgjört, garðurinn er orðinn útgrafinn og hefur verið fengið leyfi biskups til að taka upp nýjan grafreit og presturinn gefið kost á grafreitsstæði í túninu og efni í girðingu til afnota. En sóknarmenn hafa heldur kosið að fylla upp garðinn með mold og hefur þegar verið byrjað á því. Verður nýjum kirkjugarði því frestað um óákveðinn tíma.” Þrátt fyrir þetta hafði næst er vísiterað var 1901, ekkert verið fyllt af kirkjugarðinum “enda hefur þess ekki verið þörf.” Á næstu árum virðist ekkert hafa verið gert við garðinn enda hálft í hvoru búist við að ákvörðun yrði tekin um að færa garðinn eða fylla hann upp.
Í kjölfar kirkjulaga 1907 er málinu vísað til safnaðarfundar 1909 sem átti að ákvarða hvort meir eða minna yrði gert við garðinn. Ekki virðist þó hafa orðið mikið úr því og í biskupsvísitasíu 1911 er kirkjugarðurinn sagður “allur útgrafinn og mjög rakur. Talið helst ráðlegt að hækka garðinn og fylla moldu. Garðurinn er nú allvel girtur og er í byggingu það sem eptir er, og verið að setja nýtt sáluhlið, girðingin er úr torfi og grjóti.”
Árið 1913 er verið “að gjöra við kirkjugarðinn sem enn verður á sama stað og er langt komið að hlaða girðinguna kring um hann, verður svo sléttur vír settur ofan á hana.
Árið 1915 er kirkjugarðurinn “sem talað hefur verið um að færa … enn á sama stað og er 1 veggurinn óupphlaðinn, sem væntanlega verður gjört bráðum … Óráðið er enn hvar nýjum kirkjugarði verður komið fyrir, en nefnd sem safnaðarfundur hefur kosið hefur það til meðferðar.” Þrátt fyrir þessa innreið lýðræðisins í sóknarstarf Þingvallasveitar þótti prófasti rétt að bæta því við að “Í bráðina mundi að líkindum nægja að fylla upp nokkurn hluta kirkjugarðsins.”
1928 hefur verið gerð sú breyting á kirkjugarðinum “að girðingin að vestan og norðan hefir verið færð út þannig, að nú er garðurinn hornréttari en áður var. Yfirleitt er girðingin um garðinn stæðileg, en þó þarf að hækka hina nýju hleðslu á norðurhlið.”

Þingvellir

Þingvellir.

Ekkert hafði verið gert við garðinn 1937 en Matthías Þórðarson greinir frá því að “ … skömmu fyrir lýðveldishátíðina … 17. júní 1944, [hafi] hinum gamla kirkjugarði þar [verið] gerbreytt. Hafði hann til þess tíma haft á sér hinn sérstaka, þjóðlega svip, með grasi-grónum leiðum hlið við hlið. Voru þau nú öll færð í kaf eða þeim jafnað við jörðu. Nokkur minningarmörk standa þó hér og þar upp úr flatneskjunni og sýna, hvar hinn fornhelgi búandakirkjugarður var.”
Kirkjugarðsveggurinn er enn úr torfi og grjóti og hefur garðurinn verið færður út að hluta að norðanverðu en aðrar hliðar eru með því sniði sem gengið var frá 1928. Suður og austurhliðar eru sennilega á sama stað og þær hafa verið um langa hríð.

Þingvellir

Þingvellir – upplýsingaskilti.

Hvítárbrúin

Hér verður m.a. fjallað um fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi sem og þau fjölmörgu mannvirki önnur er fylgdu í kjölfarið í lok 20. aldar og byrjun þeirrar 21. Segja má að steinsteyputímabilið hafi tekið við af bárujárnstímabilinu í lok 19. aldar, en fram að þeim tíma hafði torfbæjartímabilið ráðið ríkjum frá upphafi byggðar hér á landi.

Fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi

Sveinatunga

Sveinatunga – gamalt málverk.

Árið 1895 byrjuðu hjólin að snúast. Á bæ, efst í Norðurárdal lét bóndi að nafni Jóhann Eyjólfsson byggja fyrir sig fyrsta steinsteypta húsið í sögu Íslands. Maðurinn sem hann réð í verkið hét Sigurður Hansson en hann var steinsmiður. Í fyrstu huggðist bóndi þó byggja steinhús úr höggnum steini, líkt og hafði verið gert í Reykjavík um þó nokkurt skeið. Veturinn áður hafði Jóhann safnað að sér efni sem hann ætlaði að nota til þess að reisa húsið en komst Sigurður steinsmiður að því að efnið sem Jóhann hafði safnað væri ókleyft blágrýti. Blágrýtið var engu að síður notað og var það notað í kjallara hússins.

Sveinatunga

Sveinatunga 1940.

Steinarnir voru lagðir í sementsmúrlímið og sú hlið sem snéri inn í kjallarann var höggvin. Ekki leið á löngu áður en Jóhann bóndi og Sigurður steinsmiður stóðu frammi fyrir stóru vandamáli. Það kom í ljós að engir steinar voru nýtanlegir til þess að hlaða yfir dyr og glugga. Datt þeim félögum í hug að steypa sér steina sem þeir gætu notað í þetta verkefni. Steinana ætluðu þeir að steypa saman úr mulningi sem þeir myndu binda saman með sementsmúrlími. Þá voru gerðar tilraunir með missterkum blöndum og steyptu þeir alls þrjá steina. Hlutföll steypunnar voru 1:2:2 sement, sandur og mulningur, sem reyndist best af þessum prófunum þeirra.

Sveinatunga

Sveinatunga 2023.

Þeir dóu ekki ráðalausir og töldu að best og einfaldast væri að gera mót fyrir veggjunum og steypa svo steinana í þau. Borðin voru fest með því móti að þau voru skorðuð af með fleygum en ekki negld og lágu mótin laus þegar fleygarnir voru teknir frá. Uppistöðum var þannig háttað að eins metra millibil var meðfram veggjum, að ofan voru þau svo tengd með timbri. Ofan á blágrýtiskjallarann var þá steypumóti stillt upp, aðeins eitt borð á hæð. Mótin voru fyllt með þessari blöndu sem þeir höfðu fundið að best væri af þeim sem þeir höfðu prófað. Eftir að þessi blanda fékk að harðna var næst stillt upp næsta lagi og aftur, aðeins eitt borð á hæð. Mörgum gæti eflaust fundist þessi aðferð nokkuð spaugileg í dag en reynslan var ekki meiri í þá daga. Jóhann bóndi og Sigurður steinsmiður hafa verið nokkuð ráðagóðir og létu ekki hendur falla þegar babb kom í bátinn og leystu þetta prýðinlega með mikilli þrautseigju og þolinmæði þegar þeir reistu bæinn Sveinatungu.

Akureyri

Gamla sjúkrahúsið á Akureyri.

Þetta hús var þó ekki eina steinhúsið sem reist var þetta árið því Davíð Sigurðsson, húsamiður á Akureyri, reisti við sjúkrahúsið á Akureyri fjós og haughús. Ekki er vitað um blöndunarhlutfall hjá Davíð en þar setti hann sement og sand saman í mót og raðaði smásteinum í blönduna. Mikið var talað um sveitungahúsið í Norðurárdal og þótti fólkinu í landinu þetta vera mikil tíðindi. Engu að síður varð engin almennileg útbreiðsla á þessum byggingarmáta fyrr en um aldamótin.

Fyrsta steinsteypa húsið í Reykjavík var reist á árunum 1897 til 1898. Það hús var nefnt Barónsfjós og var við Hverfisgötu sem nú er Barónsstígur 4.

Reykjavík

Barónsfjósið – Barónsstígur 4.

Barónsfjós var reist af franska baróninum Charles Gouldrée Boilleau en Charles hafði ákveðið að hefja rekstur á kúabúi í Reykjavík. Reksturinn á fjósinu gekk þó ekki eins og Charles hafði vonað og eignaðist Nói-Síríus fjósið svo seinna og var með starfsemi sína í því um nokkurt skeið. Húsið stendur við Barónsstíg og dregur gatan nafn sitt af húsi þessu.

Snemma hófst mannvirkjagerð með steinsteypu á Ísafirði. Þar var skósmiður að nafni Magnús Jónsson sem byggði tvílyft steinsteypuhús. Varð uppi fótur og fit og spurðist mikið af húsi þessu, svo mikið að gatan sem húsið stóð á var nefnd Steinsteypuhúsgata en síðar nefnd Sólargata.

Púkk

Púkk – í árdaga steinsteypualdar voru veggir púkkaðir, þ.e. steypan var drýgð með grjóthnullingum. Slíkir veggir máttu sín lítils í jarðskjálftum.

En þá er komið að Reykvíkingum. Þrjú hús og einn kjallari voru reist í það minnsta í Reykjavík á árinu 1903. Halldór Þórðarsson sem var bókbindari í Reykjavík reisti sér hús á einni hæð sem var staðsett við Ingólfsstræti og kaupmaðurinn Helgi Magnússon reisti sér tvílyft verslunar- og íbúðarhús sem var við Bankastræti. Þessi hús áttu það sameiginlegt að bæði voru þau reist með flekamótum og fest saman með járnteinum. Teinarnir gengu inn í veggina og hafa átt að þjóna sama tilgangi og bendistál sem við þekkjum í dag. Guðjón Sigurðsson fór þó hærra en fyrrnefndi menn og reisti sér þrílyft hús. Uppbygging útveggja var þó nokkuð frábrugðin því sem áður hafði verið gert þar sem veggirnir voru tvíbreiðir og með loftunarbili á milli. Hugmyndin með því var sú að loftbilið ætti að einangra húsið og koma í veg fyrir að vatn kæmist í gegnum veggina þegar verst viðraði. Netajárn voru notuð í járnabindingu en járnabinding hafði það hlutverk að sporna gegn sprungumyndun. Þekkt var að járnabinding hafi verið notuð erlendis.

Reykjavík

Hverfisgata 21.

Það var ekki fyrr en eftir 1912 sem gjörbreyting varð á byggingarmáta í Reykjavík því þá komu til sögunnar steinsteypuhúsin. Tímabilið sem var um það leyti að hefjast var oft nefnd „steinöldin“ vegna þess hversu mikið steinsteypan var notuð og varð töluverð bylting í byggingariðnaði hérlendis. Árið 1912 voru þrjú steinsteypt hús reist í Reykjavík líkt og árið 1903. Eitt þessara húsa lét Jón Magnússon byggja en til gamans má geta að Jón varð síðar forsætisráðherra. Húsið sem hann lét reisa var staðsett við Hverfisgötu 21. Það var svo Hið íslenska prentarafélag sem festi kaup á þessu húsnæði árið 1941. Árið 1926 gisti svo Kristján X Danakonungur og Alexandrína drottning í húsinu þegar þau heimsóttu Íslands. Húsið er óbreytt samkvæmt virðingum frá 1918 og 1941.

Reykjavík

Templarasund 5.

Við Templarasund 5 byggði Sigurjón Sigurðsson stórt hús úr steinsteypu. Sigurjón var trésmiður og var þetta hús þrílyft og einnig með kjallara. Jón K. Ísleifsson teiknaði húsið. Húsið nefndist síðar Þórshamar og er ekki ólíklegt að þetta hafi verið veglegasta og stærsta steinsteypuhúsið á þessum tíma.
Við Skólabrú 2 reis í öllu sínu veldi hús læknisins Ólafs Þorsteinssonar.
Kvennaskólinn í Reykjavík við Fríkirkjuveg var til þessa stærsta steinsteypta húsið en það var byggt árið 1909. Það má með sanni segja að steinsteyptar byggingar voru farnar að spretta upp ansi hratt og þótti ekkert sjálfsagðara en að steypa hús.

Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917).

Skemmtilegt dæmi um þetta kemur frá árinu 1913 en þá þurfti bæjarstjórn að ræða sérstaklega um hvort mætti byggja hús úr timbri í miðbæ Reykjavíkur, svo algeng var steinsteypan orðin. Á fundi þessum reis maður að nafni Tryggvi Gunnarsson upp og lét út úr sér þau orð að bæjarstjórn mætti ekki láta það henda sig að leyfa byggingar í Reykjavík úr öðru efni en steinsteypu. Það var samþykkt og töldu bæjarfulltrúar að breyta þyrfti byggingarsamþykkt í samræmi við það.

Sturlubræður voru þekktir athafnamenn í Reykjavík. Þeir höfðu byggt sér hús sem brann í október 1912. Þeir dóu ekki ráðalausir og ekki nema ári seinna byggðu þeir steinsteypt hús. Húsið var staðsett á sama stað en það var á Steinstaðablettinum við Hverfisgötu. Þetta hús var nokkuð sérstakt að því leytinu til að þakið, allir stigar og öll loft voru steinsteypt.

Reykjavík

Sturlubræður voru athafnamenn í Reykjavík. Þeir voru bræðurnir Sturla (1861 – 1947) og Friðrik (1860 – 1938) synir Jóns Péturssonar háyfirdómara sem var einn af Víðivallabræðrum. Þeir ráku um tíma stórbú í Brautarholti og fluttu mjólk daglega til Reykjavíkur með mótorskipi. Sturlubræður ráku stórkúabú áratugum saman í Briemfjósi þar sem nú er Smáragata og Fjólugata og öfluðu þá heyja í Vatnsmýrinni og í nágrenni Briemfjóssins.
Íshúsið „Ísbjörninn við Tjörnina“ [þar sem nú er Ráðhús Reykjavíkur]. Menn framan við húsið og hestar draga hestakerrur eftir vegi að því. Tjörnin enn náttúrleg. Handan tjarnar sér í jaðri myndar í íbúðarhúsið í Laufási og við það í útihús frá Laufási en að baki því er stærra hús og mun það vera svonefnt Briemsfjós.

Þetta hafði ekki verið gert áður. Breytti þetta áliti almennings til steinsteypu verulega og fór fólk smátt og smátt að hafa meiri trú á þessu byggingarefni en það voru nefnilega ekki allir sem treystu á steinsteypuna. En það er eins með hana á þessum tíma líkt og með margar nýjungar, fólk þurfti að sjá og öðlast þekkingu á hlutum áður en þeir voru teknir í sátt.

Á Vísindavef Háskólans má lesa eftirfarandi um notkun sements hér á landi:
„Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu til húsagerðar bæði með því að hlaða þau úr steinsteyptum steinum og steypa veggi í mót.
Fyrsta húsið, sem reist var úr steinsteyptum steinum, var Garðar á Akranesi árið 1876-82 en gaflhyrnur þess eru steyptar í borðamót. Árið 1895 er fyrsta steinsteypuhúsið reist í Sveinatungu í Borgarfirði. Bæði húsin standa á kjallara hlöðnum úr holtagrjóti. Sigurður Hansson steinsmiður byggði bæði húsin.

Garðar á Akranesi

Akranes

Garðar á Akranesi.

Á fyrstu áratugum steinsteypuhúsa voru því bæði byggð hús úr steinsteypusteinum og veggir steyptir í mót. Í byggingarreglugerð frá 1903 eru steinsteypuhús sögð jafngóð steinhúsum og eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 var byggingu timburhúsa settar það miklar skorður í viðauka við byggingarsamþykkt þar að ekki var fært að byggja úr öðru byggingarefni en steinsteypu og steinsteypuöld gekk í garð.
Allt þar til að áhrifa fúnksjónalismans fór að gæta hér í byrjun fjórða áratugarins litu byggingarmenn á steinsteypu sem byggingarefni sem kæmi í stað timburs, grjóts eða múrsteina í húsum. Gerð, uppbygging, útlit og fyrirkomulag steinsteypuhúsa var nánast með sama hætt og timbur- og steinhúsa.

Guðjón Samúelsson

Guðjón Samúelsson (1887-1950).

Stórhýsi, sem risu fram undir 1930, voru hönnuð með múrsteinshús í Evrópu sem fyrirmynd en þau voru byggð undir mismunandi stíláhrifum sem réðst meðal annars af byggingarefni þeirra og þeim möguleikum og takmörkunum sem þau höfðu. Þessi hús eru flest í nýklassískum stíl þótt fleiri stílgerða gæti einnig en þessi skilningur á notkun steinsteypu er mjög sérstakur.
Það eru einkum hús eftir arkitektana Guðjón Samúelsson og fyrstu hús Sigurðar Guðmundssonar sem bera þessi einkenni en aðrir hönnuðir fylgdu í kjölfarið. Nefna má sem dæmi um hús Guðjóns, Eimskipafélagshúsið, frá 1919, stækkun Landsbankans árin 1922-24, Vonarstræti 4 frá 1925, Landspítalann frá 1925-30 og Landakotskirkju frá 1929. Af húsum Sigurðar má nefna Barnaskóla Austurbæjar frá 1925 og Elliheimilið Grund frá 1928.

Elliheimilið Grund

Reykjavík

Grund.

Þegar fúnksjónalisminn berst hingað um 1930 breytist gerð steinsteypuhúsa verulega. Útlit, gluggasetning og gerð þeirra, yfirborðsmeðhöndlun og fyrirkomulag innandyra varð með allt öðrum hætti. Aðlögun hinnar nýju stefnu að íslenskum aðstæðum skapaði nýja húsagerð. Módernisminn upp úr 1950 hafði í för með sér að alþjóðleg sjónarmið í hönnun húsa náði yfirtökunum en þjóðlegra einkenna gætti lítt.“

Reykjavík

Ingólfsstræti 21.

Húsið að Ingólfsstræti 21, sem reist var árið 1903, ásamt Bankastræti 6 eru elstu íbúðarhúsin í Reykjavík sem reist voru úr steinsteypu. Húsin eru fyrstu skýru dæmin hér á landi um steinsteypuklassík (nýrenesans í steypu). Ingólfsstræti 21 er óvenju heilsteypt og formfagurt hús og ber það einna hæst af frumverkum steinsteypualdar í listrænu tilliti. Framhlið hússins er samhverf um miðju með miðjusettum kvisti. Umhverfis glugga er klassískt, steinsteypt skraut og á úthornum eru steinhleðslur mótaðar í steypuna.

Reykjavík

Ingólfsstræti 21 – útför.

Ekki er vitað hver hannaði húsið, en fyrsti eigandi þess var Halldór Þórðarson bókbindari og forstjóri Félagsprentsmiðjunnar. Sem dæmi um hve veglega var að þessari byggingu staðið í upphafi má nefna að danskir fagmenn voru fluttir til landsins til þess að steypa upp húsið og gera skreytingar í það, m.a. rósettur og loftlista. Stærstan hluta síðustu aldar bjó í húsinu útgerðar- og athafnamaðurinn Óskar Halldórsson, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan í persónu Íslands-Bersa í Guðsgjafaþulu. Á þeim tíma bjuggu þrjár fjölskyldur í húsinu.

Reykjavík

Aðalstræti 10.

Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.
Skúli Magnússon var einnig aðalhvatamaður þess að byggður yrði embættisbústaður fyrir hann í Viðey hlaðinn úr íslensku grjóti. Í anda upplýsingar voru dönsk stjórnvöld því fylgjandi að byggja hús úr varanlegu efni ef það mætti verða til þess að Íslendingar lærðu að byggja varanlegri hús en torfhús.

Reykjavík

Viðeyjarstofa.

Dönsk stjórnvöld vönduðu mjög undirbúning framkvæmda sinna. Létu þau hæfustu húsameistara sína teikna þau steinhús sem reist voru hér og sendu iðnaðarmenn hingað til lands til að vinna við og hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og kenna Íslendingum hið nýja verklag.

Nesstofa

Nesstofa.

Þau steinhús sem dönsk stjórnvöld reistu á 18. öld voru Viðeyjarstofa 1753-55, Hóladómkirkja 1757-63, Bessastaðastofa 1761-67, Nesstofa 1761-63, fangahúsið í Reykjavík (Stjórnarráðshúsið) 1765-70, Viðeyjarkirkja 1766-74, Landakirkja á Heimaey 1774-78, Bessastaðakirkja 1777-1795 og dómkirkjan í Reykjavík 1787-96.

Viðeyjarstofa er elsta steinhús landsins sem dönsk stjórnvöld létu byggja á árunum 1753-55.

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa og kirkja um 1900.

Bygging Viðeyjarstofu hófst árið 1753 og lauk 1755. Með byggingu steinhússins í Viðey hófst nýr kafli í íslenskri byggingarsögu, nýtt byggingarefni og nýjar byggingaraðferðir voru reynd. Upphaflega ætluðu dönsk stjórnvöld að byggja sameiginlegt hús fyrir stiftamtmann og landfógeta eins og teikningar Nicolaj Eigtved hirðbyggingarmeistara bera með sér en fallið var frá þeim áformum og einnar hæðar hús byggt.
Viðeyjarstofa er í afar látlausum rókokkóstíl sem sést að innanverðu á hurðum og umbúnaði þeirra, loftlistum og gluggagerð en að utan er húsið án skreytingar. Lengd hússins er tvöföld breidd þess og eftir miðju húsinu er steinhlaðinn veggur sem gólf- og loftbitar hvíla á. Gluggasetning á langhliðum er samhverf og þak með hálfum valma var klætt timbri í öndverðu. Veggir eru tvíhlaðnir og fyllt á milli þeirra með kalkblönduðum mulningi en steinar í hleðslu kalklímdir. Veggir voru kalkaðir og borðaþakið var tjargað.

Dómkirkjan í Reykjavík

Reykjavík

Dómkirkjan.

Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu til húsagerðar bæði með því að hlaða þau úr steinsteyptum steinum og steypa veggi í mót.

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 mátti lesa um „Sögu steinsteyptra húsa á Íslandi„:
„Fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi var byggt 1876, en telja má að steinsteypuöld hefjist árið 1903, því nokkur stór steinsteypt hús í Reykjavík eru frá því ári. Jafnframt var steinsteypan notuð til að móta annað tímabil nýklassíkur hér á landi.

Reykjavík

Stórhýsin Reykjavíkurapótek og Hótel Borg

Þótt Íslendingar hafi áður fyrr verið seinir að tileinka sér tækninýjungar í húsagerð og þeir hafi lengst af búið í sínum torfbæjum má segja að þeir hafi verið mjög fljótir að tileinka sér notkun steinsteypunnar, Varla eru þeir farnir að skríða út úr torfbæjunum seint á síðustu öld þegar steinsteypan er komin í sjónmál og menn farnir að gera tilraunir með hana.
Um þessar mundir eru liðin um 120 ár síðan farið var að nota steinsteypu til húsagerðar á Íslandi í þeirri mynd sem við þekkjum hana.

Reykjavík

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.

Notkun múrblöndu við húsbyggingar er mjög gömul. Forn-Egyptar notuðu brennt, óheinsað gips. Grikkir og Rómverjar notuðu brenndan kalkstein og drýgðu með kalki og vatni, sandi og möluðu grjóti. Þeir notuðu einnig possolan-sement, einkum neðansjávar, en það var kalk blandað með gosösku eða möluðum múrsteini. Sumar byggingar Rómveija sem voru hlaðnar og límdar með steinlími standa enn í dag eins og Kólosseum í Rómaborg og Gard-brúin við Nimes í Frakklandi.

Bessastaðakirkja

Besstaðastaðakirkja og Bessastaðastofa um 1900.

Á miðöldum og frameftir varð síðan afturför í þróun og notkun steinlíms og það var ekki fyrr en á 18. öld að örla fer á þróun á þessu sviði. Árið 1756 var endurreistur viti á vesturströnd Englands. Byggingarmeistarinn, John Smeaton, notaði þá múrblöndu með gosösku og kalksteini. Eftir það varð þróun sem leiddi af sér tilkomu Portland-sements sem fyrst var notað í Leeds á Englandi árið 1824. Nafnið Portland-sement er dregið af því að liturinn líkist Portland-steini, sem er kalksteinsafbrigði unnið í Dorset á Englandi.

Söguágrip steinsteypu húsanna

Reykjavík

Ingólfshvoll.

Með nýrri öld fylgdi uppgangur í íslensku þjóðfélagi sem byggðist á betri nýtingu okkar fengsælu fiskimiða með bættum skipakosti og afkastameiri veiðarfærum. Fólk flutti í miklum mæli úr sveitum landsins til bæjanna og uppbygging þeirra varð óumflýjanleg. Mikil ábyrgð hvíldi á þeim sem byggja áttu upp hina nýju bæi, þ.e. arkitektum, verkfræðingum og byggingameisturum. Þegar þeir komu frá námi beið þeirra óplægður akur án nokkurra kvaða eða skilyrða, nánast engar aldargamlar hefðir voru til og verktækni í húsbyggingum sáralítil hérlendis. Danskir byggingarmeistarar höfðu að vísu komið hér við og byggt nokkrar opinberar byggingar á mismunandi tímum, en verkkunnátta þeirra ekki skilað sér til Íslendinga.

Reykjavík

Þórshamar.

Árið 1903 markað þáttaskil í notkun steinsteypu hér á landi og segja má að þá hefjist steinsteypuöld. Á því ári voru byggð nokkur stór steinsteypt hús í Reykjavík, þar á meðal Ingólfshvoll sem stóð á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis.

Árið 1905 lét Knud Zimsen byggja íbúðarhús sitt, Gimli, við Lækjargötu í Reykjavík í Reykjavík. Húsið var hlaðið úr steyptum steinum og gólf hússins voru einnig steypt en það hafði ekki verið gert fyrr. Helstu steinsteypubyggingar sem ristu á næstu árum voru Þórshamar við Templarasund (1912) og Pósthúsið á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis (1914).

Reykjavík

Gimli.

Í kjölfar brunans mikla í kvosinni árið 1915, þegar 11 stórhýsi brunnu til kaldra kola, var timbri nánast alfarið hafnað sem byggingarefni og blómatími steinsteypunnar hófst. Hún varð þá aðalbyggingarefni Íslendinga og er svo reyndar enn.
Árið 1903 var gefin út byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík þar sem steinsteypt hús voru lögð að jöfnu við steinhlaðin hús. Þessi byggingarsamþykkt var síðan endurskoðuð í kjölfar brunans árið 1915 á þann veg að timburhús voru alfarið bönnuð.

Stefnur og stíltegundir

Reykjavík

Fúnkísstíllinn.

Á Steinsteypuöld í byrjun þessarar aldar og við upphaf steinsteypualdar tóku húsameistarar ýmist mið af nýklassískum stíl erlendra steinhlaðinna bygginga eða leituðu af varfærni fanga í íslenskum timburhúsastíl. Stærri byggingar voru yfirleitt í nýklassískum stfl en þær minni voru aðlagaðar að timburhúsahefðinni. Síðar þróaðist gerð steyptra bygginga og menn uppgötvuðu smátt og smátt möguleika hins nýja byggingarefnis. Þá kom fúnkisstefnan til sögunnar og réði ríkjum næstu áratugina allt fram á síðustu ár að ný stefna, póstmódernismi, fer að ryðja sér til rúms. Sú stefna er enn að slíta barnsskónum og er í mótun a.m.k. hér á landi.

Fyrstu íslensku arkitektarnir

Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917).

Eins og áður sagði hvíldi mikil ábyrgð á frumheijunum í íslenskri byggingarlist. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr síðustu aldamótum. Sá fyrsti sem nam byggingarlist var Rögnvaldur Ólafsson. Hann átti stutta starfsævi en vann stórvirki á þessu sviði samt sem áður. Hann kom frá námi 1904 og varð þá ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð sem var upphaf embættis húsameistara ríkisins. Hann gegndi því embætti þau 13 ár sem hann átti ólifuð. Fyrstu árin vann hann eingöngu í timbri en eftir 1909 fór hann smám saman yfír í steinsteypu. Reyndar var hann ötull boðberi notkunar hins nýja byggingarefnis í ræðu og riti. Húsavíkurkirkja (b. 1905) er líklega þekktasta verk hans frá timburtímabilinu en heilsuhælið á Vífilsstöðum (b. 1909) og aðalpósthúsið í Reykjavík (b. 1914) eru þekktust af steinsteyptu byggingunum. Stíl hans má e.t.v. lýsa sem blöndu af nýrómantík (pósthúsið) og nýklassík (Vífilsstaðir). Rögnvaldur lést árið 1917.
Árið 1919 kom Guðjón Samúelsson heim frá námi. Hann tók við starfí Rögnvaldar sem húsameistari ríkisins og gegndi því til æviloka. Flestar byggingar hans eru steinsteyptar.

Reykjavík

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929.

Guðjón fékk einstakt tækifæri til að móta hið byggða umhverfi á Íslandi tuttugustu aldarinnar þar sem hann var eini íslenski arkitektinn fram til 1926 og í lykilstöðu. Í verkum sínum notar hann mismunandi stíltegundir og fylgir oftast ríkjandi hefð hvers tíma. Þær þróast frá þjóðlegri rómantík, nýklassík og yfir í fúnkisstefnu á seinni hluta starfsferilsins.
Þekktustu byggingar hans eru Kristskirkja í Landakoti (b. 1925-29) þar sem hann blandar saman gotneskum stíl og þjóðlegri rómantík (bæjarburstirnar), Landspítalinn (aðalbygging, b. 1925-30) í nýklassískum stíl og Þjóðleikhúsið (b. 1928-50) í fúnkisstíl, þar sem hann notar íslenska stuðlabergið til að undirstrika hinar beinu línur stílsins. Einnig notar hann hrafntinnumulning utanhúss og gefur það byggingunni sitt sérstaka svipmót og litbrigði. Fleiri byggingar mætti nefna svo sem aðaibyggingu háskólans (b. 1936-40) og Hallgrímskirkju (b. 1945-86). Allar þessar byggingar eru steinsteyptar. Guðjón lést árið 1950.

Nýklassík

Vífilsstaðir

Vífilsstaðaspítali.

Hér á landi fór að bera á nýklassík í timburhúsagerð um 1870 og má rekja þau áhrif til upphafs stefnunnar í Evrópu um miðja 18. öld. Síðar, eða eftir síðustu aldamót, hófst annað tímabil nýklassíkur hérlendis og í þetta sinn var steinsteypan notuð til að móta hana. Þetta tímabil varði fram til 1930 að Fúnkisstefnan tók völdin. Forustumenn nýklassíkur hér á landi voru fyrstu íslensku arkitektamir, Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson. Rögnvaldur Ólafsson kom heim frá námi 1907 að vísu ekki útlærður. Hann vann mikið og gott starf á stuttri ævi, en hann dó 1917 á berklahælinu á Vífilsstöðum.

Bárujárn

Bárujánsbraggar við Flókagötu.

Í byrjun síðari heimsstyrjaldar varð mikil þensla í íslensku þjóðfélagi, allir urðu ríkir og vildu byggja. Fleiri urðu til að teikna hús en höfðu kunnáttu til og mótun umhverfisins fór verulega úr böndunum. Eftir það gætti töluverðrar ringulreiðar í byggingarlist hér á landi og gerir reyndar enn.
Fúnkisstíllinn þróaðist smám saman með árunum og varð öllu margbrotnari. Hallandi þök og jafnvel risþök fóru að sjást víðar í stað flöktu þakana sem höfðu verið eitt höfuðeinkenni í fyrstu. Menn fóru að gleyma uppruna stefnunnar og bæta inn í ýmis konar skrauti sem þó var oft árið 1917.

Reykjavík

Pósthúsið.

Um svipað leyti kom Guðjón Samúelsson heim til starfa og tók upp þráðinn þar sem Rögnvaldur lagði hann niður. Fylgismenn nýklassísku stefnunnar tóku sér til fyrirmyndar settlega og samræmda byggingarlist Forn-Grikkja og Rómverja. Helstu dæmi um íslenska nýklassík eru t.d. Pósthúsið, byggt 1914 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar og Eimskipafélagshúsið, byggt 1920-21 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.

Sveitastíll
Svokallaður Sveitarstíll í timburhúsum átti rætur að rekja til nýklassíska stílsins í Mið-Evrópu á fyrri hluta 19. aldar og skaut upp kollinum í Noregi stuttu eftir 1840.

Reykjavík

Fúkisstílshús í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þessi stíll einkennist af skreytilist í tréverki sem kom með nýrri tækni og vélvæðingu í trésmíðaiðnaði. Í byrjun síðari heimsstyijaldar varð mikil þensla í íslensku þjóðfélagi, allir urðu ríkir og vildu byggja. Fleiri urðu til að teikna hús en höfðu kunnáttu til og mótun umhverfisins fór verulega úr böndunum. Eftir það gætti töluverðrar ringulreiðar í byggingarlist hér á landi og gerir reyndar enn. Fúnkisstíllinn þróaðist smám saman með árunum og varð öllu margbrotnari. Hallandi þök og jafnvel risþök fóru að sjást víðar í stað flöktu þakana sem höfðu verið eitt höfuðeinkenni í fyrstu. Menn fóru að gleyma uppruna stefnunnar og bæta inn í ýmis konar skrauti sem þó var oftast látlaust. Þett má gjarnan kalla síðfúknisstíl.

Póstmódernismi

Póst

Póstmódernismi.

Upp úr 1960 kom fram í Bandaríkjunum ný stefna sem nefnd hefur verið póstmódernismi. Hún varð til vegna óánægju með einhæfni og hreinstefnu fúnkisstefnunnar, sem hafði þá ráðið ríkjum í 30 ár. Póstmódernisminn leitar fanga í form og skreytingar fyrri tíma byggingarlistar, einkum klassískrar. Form eru oft samhverf og leitast er við að gera byggingarlist mannlegri með notkun líflegra og oft litríkra tilvitnana í sögu byggingarlistar.
Hér á landi hefur þessi stefna verið lítt mótuð til þessa og einkum birst í frelsi hönnuða til að gera það sem þá langar til, sem ekki var hægt áður. Oft verður úr tómur ruglingur þegar fúnkisstíl og póstmódernisma er blandað saman.
Þessi stefna er enn að slíta barnsskónum og er því ekki tímabært að hætta sér mikið út í dóma um hana heldur láta framtíðinni það eftir.

Reykjavík

Landakotskirkja í byggingu.

Í Lesbók Morgunblaðisins árið 2002 fjallaði Gísli Sigurðsson um „Afreksverk frá liðinni öld„:
„Íslendingar voru fljótir að átta sig á því um og fyrir aldamótin 1900 að steinsteypan var framtíðarbyggingarefni og byggðu fyrstu steinsteyptu kirkjuna í heiminum 1903. Á fyrsta áratug aldarinnar var ráðizt í stórbyggingar, en Vífilsstaðaspítalinn var fyrsta stórhýsið sem Íslendingar byggðu að öllu leyti sjálfir. Allt orkar tvímælis þá gert er. Til þess að leggja mat á verk sem unnin eru á 20. öldinni erum við ugglaust ennþá of nærri viðfangsefninu, en samt er forvitnilegt að líta yfir þetta tímaskeið á Íslandi og þá blasir við að ýmis stórvirki hafa verið unnin.
Íslendingar voru ótrúlega fljótir að átta sig á kostum steinsteypunnar. Hún varð langsamlega þýðingarmesta byggingarefni 20. aldarinnar, sem segja má hafi orðið öld steinhúsanna.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa.

Í aldarbyrjun vantaði svo að segja allt á Íslandi. Örfá hús voru til úr varanlegu efni; öll steinhlaðin. Það sem byggt var eftir að menn tóku upp þá tækni að hella steinsteypu í mót er ótrúlega yfirgripsmikið, en hitt er ekki síður áhugavert að meðal þess sem gert var snemma og á fyrriparti aldarinnar eru verk sem oft bera merki um verksnilli og frábæra listræna tilfinningu.
Sé reynt að átta sig á því bezta sem við eigum í steinsteyptum húsum og mannvirkjum frá öldinni er í mörg horn að líta, en að leiðarljósi þarf að hafa nokkur grundvallaratriði svo sem listrænt útlit, sögulegt mikilvægi og byggingar tæknilega sérstöðu. Vegna sögulegs mikilvægis mætti láta sér detta í hug að meiripartur athyglisverðustu húsa og mannvirkja væri frá fyrrihluta aldarinnar. Það reynist þó ekki afdráttarlaust vera svo.

Það smáa kann að vera stórt

Hólmur

Stórmerkileg mynd af rafstöðvarframkvæmdum á Kirkjubæjarklaustri. Fyrst rafstöðin var gerð 1922 og þessi mynd er því tekin á þeim tíma.

Þegar þetta er skoðað á landsvísu beinist athyglin ekki einvörðungu að stórbyggingum og stærstu mannvirkjunum svo sem virkjunum, brúm eða höfnum. Sum lítil hús og óásjáleg geta verið merkileg fyrir einhverra hluta sakir. Sem dæmi um það mætti nefna rafstöðvarhús í Hólmi í Landbroti og víðar í Skaftafellssýslum, verk brautryðjandans Bjarna í Hólmi sem átti mestan þátt í að rafvæða Skaftfellinga. Sum lítil steinhús geta haft vægi á við stórbyggingar fyrir sakir listrænna vinnubragða; til að mynda gamalt Vigtar- og kaffihús við Reykjavíkurhöfn, sem vanrækt hefur verið að halda við, og spennistöðvar í Reykjavík sem Guðjón Samúelsson teiknaði.
Meðal þess smáa er fundarhús Lónmanna austur í Lóni, og Seljavallalaug sem ungmennafélagar undir Eyjafjöllum steyptu 1923, hvorttveggja athyglisvert verk sem bættu mannlífið í þessum sveitum.
Á hringferð kringum landið sumarið 2001 var hugað að ýmsum mannvirkjum og steinhúsum, gömlum og nýjum, og tók af þeim ljósmyndir. Til að mynda fannst mér merkilegt að sjá eitt elzta steinsteypta fúnkishús landsins á Seyðisfirði frá árinu 1938, verk Þóris Baldvinssonar sem síðar veitti forstöðu Teiknistofu landbúnaðarins.

Sundskáli Svarfdæla

Sundskáli Svarfdæla.

Sundskáli Svarfdæla frá 1929 er líklega ekki víðkunnur, en var engu að síður merkilegt framtak þar í sveitinni og er enn í góðu gildi. Eftirminnilegast var þó að koma í Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi, sem er með vissu talin elzta steinsteypta kirkjan í heiminum. Svo má spyrja: Eru hús merkilegri en „dolosar“ sem brjóta brimið í Þorlákshöfn, nýja brúin yfir Jökulsá í Dal, eða Garðskagavitinn gamli? Meðal merkilegra mannvirkja sem segja má að séu gleymd og grafin er flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum; stórvirki frá árinu 1927, sem Jón Þorláksson landsverkfræðingur og síðar forsætisráðherra hannaði.

Kaupfélag Árnesinga

Kaupsfélag Árnesinga.

Kristinn Vigfússon staðarsmiður á Selfossi, sem byggði þar stórhýsi Kaupfélags Árnesinga, Landsbankahúsið og Mjólkurbú Flóamanna, vann afreksverk sem nú er gleymt við gerð flóðgáttarinnar. Efnið varð að flytja á vegleysum yfir foraðsmýrar, en framkvæmdin markaði þáttaskil fyrir búskap í Flóanum.

Tæknin reynist ekki forsenda fyrir listrænum árangri

Reykjavík

Bakarabrekkan (Bankastræti) skömmu eftir 1880.

Á fyrriparti aldarinnar voru unnin stórvirki við erfiðar aðstæður; steypan hrærð með handafli og hífð upp með handafli. Í suma vita urðu menn að bera mölina í pokum á bakinu úr báti og upp á byggingarstað. Við byggingu Dyrhólaeyjarvitans árið 1927 var byggingarefnið flutt á bátum upp í fjöru og síðan híft upp á bjargbrúnina með handafli. Það hefur verið mikið erfiðisverk að steypa upp Vífilsstaðaspítalann fyrir 1910, Reykjavíkur Apótek 1916–17 og Korpúlfsstaði 1925–30.
Eftir timburhúsaskeiðið byggðu menn í fyrstu steinhús, þar sem tekið var mið af klassískum stíl steinhleðslu- og timburhúsa. Þetta tímabil hefur verið nefnt íslenzka steinsteypuklassíkin. Það stóð ekki lengi en mikil vinna var lögð í smáatriði sem segja má að séu einvörðungu fyrir augað.

Reykjavík

Reykjavíkurapótek 1920.

Allt slíkt skraut var síðar bannfært þegar módernisminn varð að einstefnu. Á þessu stutta tímabili steinsteypuklassíkurinnar urðu til nokkrar perlur og má ímynda sér að mótasmíðin hafi oft verið flókin og seinleg. Síðar hefur tæknin og hraðinn verið látin ráða ferðinni; annað er of dýrt, en jafnframt væri hægt að benda á fjölda ömurlegra dæma um steinsteypta kumbalda í frystikistustíl sem verða að líkindum ekki varðveittir til framtíðar.
Skemmtilegt er að sjá þegar mikil alúð hefur verið lögð við smáatriði í minni háttar mannvirkjum eins og til að mynda fyrrnefndum spennistöðvum sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Ef til vill veita menn þessu enga athygli, en þar eru bogadregnar dyr, spjaldsettar hurðir, koparþök og flatsúlur á hornum.

Reykjavík

Austurstræti 9.

Á forhlið hússins Austurstræti 9 í Reykjavík, sem enn er kennt við Egil Jacobsen þó að sú verzlun sé þar ekki lengur, eru sérstæðar og fallegar skreytingar enda þótt forhlið hússins sé módernísk. Þessar skreytingar teiknaði Jens Eyjólfsson en Guðmundur frá Miðdal útfærði þær. Þar er í fyrsta sinn líkt eftir stuðlabergi með steinsteypu, en síðar kemur það stef fyrir hjá Guðjóni Samúelssyni í Landakotskirkju, Þjóðleikhúsinu og Hallgrímskirkju. Annarskonar skreyti var í tízku á sumum fyrstu steinhúsunum. Það sést á einu allra elzta steinhúsi í Reykjavík, íbúðarhúsinu Ingólfsstræti 21 sem Halldór Þórðarson lét byggja 1903.

Reykjavík

Ingólfsstræti 21.

Þetta skreyti felst í að móta hleðslusteina úr steypu á hornunum; stílbragð sem var vel þekkt utan landsteinanna. Annað skreyti af erlendum upp runa var kastalastíllinn og setur hann enn svip á umhverfið við Laufásveg þar sem Pétur Thorsteinsson útgerðarmaður frá Bíldudal byggði yfir sig glæsihús á árunum 1916–19. Eftir að Bjarni Jónsson bíóstjóri eignaðist húsið nefndi hann það Galtafell eftir fæðingarstað sínum og hefur því nafni verið haldið.

Manfred Vilhjálmsson

Manfred Vilhjálmsson.

Á síðari hluta aldarinnar hefur minna verið gert til þess að móta í steypu eitthvað sem gæti staðið sem stílbragð eða verið til skrauts. Þó er það til og má benda á að Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur gert það á athyglisverðan hátt með því að kljúfa fiskitrönur og setja í mótin, svo sem sjá má á skólabyggingu og íbúðarhúsi í Garðabæ. Arkitektarnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir, hafa á einkar listrænan hátt líkt eftir hefðbundinni veggjahleðslu með mótun í steinsteypu í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri og þar er enn ein lítil perla í byggingarsögu aldarinnar. Annað sem segja má að gegni því hlutverki að gæða steinveggi lífi er að móta áferðinni er haldið; veggirnir stundum aðeins sementskústaðir á eftir eða málaðir beint. Þetta hafa sumir verkfræðingar og arkitektar nefnt „sjónsteypu“ sem er óframbærilegt orð.

Búrfellsvirkjun

Búrfellsvirkjun – lágmynd.

Megnið af því sem byggt hefur verið úr steinsteypu á öldinni er samkvæmt forskrift módernismans og þar á formið eitt að gleðja augað. Undantekningar frá þessari reglu eru þá helzt þegar lágmyndir eftir listamenn eru felldar inn í verkið; til dæmis myndir Sigurjóns Ólafssonar sem felldar voru inn í langvegg stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar. Stöðvarhúsið minnir á rammgert virki, einfalt í formi, en myndröð Sigurjóns magnar það upp og þá ekki síður Þjórsá þar sem hún beljar fram undan stöðvarhúsinu.

Silfurtorg

Silfurtorg á Ísafirði.

Það sérstaka og óvenjulega er ekki umfram allt að finna á höfuðborgarsvæðinu þar sem langmest hefur þó verið byggt. Til Ísafjarðar verða menn að fara til þess að finna eina húsið í jugendstíl eftir að Nýja Bíó í Reykjavík var rifið. Það er hús Bókhlöðunnar og Pennans við Silfurtorg. Þessi rómantíski stíll komst í tízku í Evrópu um aldamótin 1900 og það hefur ekki verið einfalt mál að byggja húsið á Ísafirði. Forhliðin er sveigð og upphaflega voru fengnar í það sveigðar rúður sem því miður hafa ekki enzt.
Annað sérstakt evrópskt fyrirbæri er íbúðarhúsið sem Gunnar skáld Gunnarsson lét byggja á Skriðuklaustri, þar sem blágrýtishnullungar voru settir í ytri veggi til að líkja eftir hleðslu. Húsið hefur staðist afar vel tímans tönn, en enginn annar hér á landi virðist hafa tekið sér þessa byggingaraðferð til fyrirmyndar.

Tvö listasöfn, brýr og vitar

Reykjavík

Hnitbjörg – Listasafn Einars Jónssonar.

Áreiðanlega er það ekki tilviljun að tvö listasöfn myndhöggvara í Reykjavík skera sig úr og sýna að þar hafa snjallir formsmiðir verið að verki; báðir dálítið sérvitrir og sækja föng í eigin hugarheim fremur en ríkjandi tízku. Þetta á sér staklega við um Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar frá árunum 1916–23, sem er að segja má stærsti skúlptúr Einars. Flestir hafa aðeins séð bakhliðina sem snýr að götunni. Forhliðin sem snýr að garðinum er þó án efa magnaðasti hlutinn í útliti hússins, en ómaklega falin í alltof nærgöngulum trjágróðri. Listasafn Ásmundar Sveinssonar, elzti hluti þess frá 1942, er gerólíkt og einstætt meðal steinsteyptra mannvirkja á Íslandi; fyrirmyndir sóttar til Forn-Grikkja og Forn-Egypta, en heildin rímar samt við módernískar byggingar.

Reykjavík

Ásmundarsafn.

Menn verða seint á eitt sáttir um það hver séu fegurstu mannvirki aldarinnar í steinsteypu; ekki einu sinni þeir sem bezt eru til þess menntaðir eru sammála. Sumir mundu benda á steinsteypt listaverk eins og Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar hjá Sjómannaskólanum í Reykjavík eða Fyssu Rúríar í Laugardal. Margar brýr eru tilkomumiklar og listaverk út af fyrir sig, en á leið yfir þær sjáum við það ekki. Brýr þarf að skoða neðanfrá og jafnvel frá hlið. Til eru brýr sem njóta sín ekki til fulls nema frá ákveðnu sjónarhorni og þarf helzt að vera í kyrrstæðri þyrlu til þess. Svo er um nýju brúna á Jökulsá á Dal.

Fnjóskárbrúin

Fnjóskárbrúin.

Meðal þeirra fegurstu eru gamla Fnjóskárbrúin hjá Skógum, sem byggð var 1908; verk danskra verkfræðinga og hönnuða. Önnur glæsileg brú, sem nú er einnig í aukahlutverki frá því sem var, er Hvítárbrúin hjá Ferjukoti í Borgarfirði frá árinu 1928. Heiðurinn af hönnun hennar á Árni Pálsson verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Eftir gagngerðar endurbætur og viðgerðir síðastliðið sumar er brúin sem ný væri og getur talizt eitt fegursta steinsteypumannvirki landsins.
Margir vitanna við strendur landsins eru tilkomumeiri mannvirki en menn hafa almennt hugmynd um og ræður þá mestu, að þeir eru yfirleitt ekki í alfaraleið; sumir á mjög afskekktum stöðum.

Dyrhólaviti

Dyrhólaviti.

Örfáir þeirra eru á vinsælum ferðamannastöðum, Reykjanesviti og Dyrhólaeyjarviti þar á meðal. Höfundar vitanna virðast ekki hafa orðið frægir af verkum sínum, en þar tel ég að sé fremstur meðal jafningja Axel Sveinsson verkfræðingur hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Hann hefur til dæmis hannað hinn nýja Garðskagavita, sem er sívalur og mjókkar að ofan. Kálfshamarsvita á Skaga hannaði Axel eins og dæmigerðan skýjakljúf; allt eftir módernískum nótum, en Straumnesviti í Sléttuhlíð, sem Axel á einnig heiðurinn af, er gerólíkur; aðeins 9 m hár, en mikil vinna lögð í flókna formsmíði og vitinn er í sjálfu sér magnað, sjálfstætt listaverk.
Úrvalsverk aldarinnar eiga skilið að athygli sé vakin á þeim. Ef til vill hefur þú séð þau, en ekki tekið vel eftir þeim. Sum þeirra eru fyrst og fremst sögulega merkileg, önnur út frá tæknilegu sjónarmiði, eða listrænu. Og til eru þau hús og mannvirki sem sameina þetta allt.“

Heimildir:
-Sigmál, fréttabréf Steinsteypufélags Íslands, 1. tbl. feb. 2019, fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi, bls. 9.
-https://heimildin.is/blogg/aron-levi-beck/fyrsta-steinsteypta-husi-a-islandi/
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=66972
-Lesbók Morgunblaðisins 24,08.2002, Gísli Sigurðsson – Afreksverk frá liðinni öld, bls. 8-9.

Reykjavík

Stjórnarráðshúsið.

Bárujárn

Á vefsíðunni Wikipedia segir af sögu bárujárnsins hér á landi:

Bárujárn

Bárujárnshúsin í Seltúni í Krýsuvík 1872.

„Fyrsta bárujárnið var flutt hingað til lands einhvern tímann á árunum 1870-1880. Það var Slimmonsverslunin sem flutti það inn, og í upphafi var það bæði þykkt og þungt og plöturnar um 3 metrar á lengd. Voru þá mikil vandkvæði á því að sníða það eins og þurfti.

Fyrsta húsið sem bárujárn var lagt á var hús í Krýsuvíkurnámum um 1870, en það hús var síðar rifið og flutt þaðan 1872.
Fyrsta húsið í Reykjavík sem járnið var sett á, var hús í eigu Geirs Zoëga kaupmanns og útgerðarmanns við Vesturgötu í Reykjavík (Sjóbúð), en hann klæddi viðbyggingu hjá sér með galvaniseruðu bárujárni.

Bárujárn

Sjóbúð Geirs Zoéga við Vesturgötu.

Árið 1876 lagði svo W. Ó. Breiðfjörð bárujárn á þak og veggi húss síns. En notkun bárujárns fór þó ekki að verða almenn fyrr en eftir 1880 og almennt var það ekki lagt á húsveggi fyrr en eftir 1890. Bárujárn einkenndi mjög íslensk timburhús fram til 1935 eða þar til steinsteypa tók við sem helsta byggingarefni.

Menn þóttust hafa himin höndum tekið þar sem bárujárnið var komið, og breiddist það út um allt land á fáum árum. Kostir þess voru augljósir, en „gallarnir“ komu í ljós síðar. Ekki var laust við að það vefðist fyrir mönnum, hvernig skyldi negla það á þökin. Þannig var um hús á Sauðarkróki sem byggt var 1894. Þar var neglt í lágbárurnar á járninu svo að þakið hriplak, þangað til plötunum var snúið við og þær festar í hábáru. Í upphafi reyndu jafnvel sumir að tyrfa yfir bárujárnsþök til hlýinda.“

Í Reykvíkingi 1894 var fjallað um „Bárótta þakjárnið„:

Bárujárn

Hús W.Ó.Breiðfjörðs.

„Þetta byggingarefni er nú farið að ryðja sjer svo til rúms hjer í Reykjavík, helzt á seinni árum, að á hvert hús sem nú er byggt hjer úr timbri er það brúkað bæði á þak og jafnvel veggi.
Það er mjög stutt síðan farið var að brúka þetta þakjárn, og því vart unnt, að bera um af reynslunni, hvað endingargott það er. Eitt er þó víst, að það járn, sem farið er að flytjast hingað í seinni tíð, er sjáanlega verra og endingarminna, en járn það, sem fluttist hingað fyrst, og svo er lagningin og allur frágangur orðinn allt öðruvísi en á fyrstu þökunum sem hjer voru lögð; sem sönnun fyrir þessu er það, að á húsi, sem var endurbætt hjer í sumar, var þriggja ára gamalt járn orðið ónýtt, þar sem þakjárn, sem lagt var á nokkrum parti af sama húsinu árið 1876, var jafngott.

Bárujárn

Fyrrum hús Brennisteinsfélagsins í Seltúni, nú við Suðurgötu 10, Hafnarfirði.

Rjett fyrir 1870 fluttist hingað hið fyrsta bárótta þakjárn, og var lagt á húsið í Krýsuvíkurnámunum, sem síðar var rifið, og flutt þaðan 1872. Var Geir Zoega sá fyrsti hjer í Reykjavík, sem fékk galvaniserað bárótt þakjárn, og lagði það á útúrbyggingu hjá sjer, og stendur enn þann dag í dag, eins og þá er það var lagt. 1876 fjekk W. Ó. Breiðfjörð svo þetta þakjárn, og lagði það á húsþak sitt og hliðar, en þetta þakjárn fór þó ekki að verða almennt hjer fyrr en um og eptir 1880, og almennt var það ekki lagt á húsveggi fyr en eptir 1890.

Bárujárn

Bárujárn.

Með því að bygging þakjárns var með fyrstu lítt kunn hjer, fjekk Breiðfjörð frá Englandi, um leið og hann fjekk járnið, skriflega leiðbeining um, hvernig væri bezt að leggja þakjárn og fara með það, svo það entist eins vel og það gæti, og hljóðaði sú leiðbeining þannig: „Þakjárn þarf ekki að leggjast á misvíxl nema um eina báru. En undir hverja báru sem neglt er í — og eins undir iengdarsamskeytin — verður að láta „ávalan“ lista úr borði, svo naglarnir, hausarnir á þeim, ekki gjöri laut í báruna á járninu, þó þeir sjeu reknir fast. Varast verður að negla þakjárn of mikið, svo eðlilegar verkanir hita og kulda með útvíkkun og samdrættir þess ekki hindrist, annars smávíkka naglarnir götin á járninu, svo auðveldlega getur Iekið þar um. —

Bárujárn

Bárujárnsnaglar.

Fullkomið er, að negla svo sem svarar 6 nöglum í hverja 7 feta plötu. En varast verður að brúka ógalvaniseraða nagla, og ekki má heldur negla trjekjöl á hús, með ógalvaniseruðum nöglum, því nái ryð að festa sig á einhverjum hluta af galvaniseringunni á járninu, þá jetur það sig út um járnið, og í gegnum það á fáum árum. Nauðsynlegt er af farfa járnið með sama farfa og lit og merkin á járninu eru“. —
Það var einkennilegt, að allt bárótt þakjárn sem fyrst fluttist hingað, var merkt með rauðum stöfum. — En ekki má farfa járnið, hvorki á þökum nje veggjum, með menjufarfa, en ýmsa aðra liti en menjufarfa má þó brúka á járnið, ef það er lagt á veggi.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Til að gjöra járn þjett með þakbrúninni, verður að skera lista annaðhvort úr eik eða úr hjarnafuru (því Norðmenn flytja svo sem nóg af henni hingað!) þjett upp í allar bárurnar. En til að gjöra þjett upp með kjölnum, sem ætti að vera úr galvaniseruðu járni, má brúka cement og smásteinflísar, en gagnslaust er að cementera undir kjölinn nema í sólskinslausu veðri.
Vilji maður farfa járnið undir eins og búið er að leggja það, þá verður að bursta það fyrst utan úr saltvatni, og láta það svo standa í c. 14 daga, svo glanshúðin fari af því. Síðan verður að þvo saltvatnið vel af áður en farfað er. Annars verður að bíða að farfa það, þangað til glanshúðin er horfin (forvitret), svo skal farfa járnþökin undir eins með þar til gjörðum farfa þ. e. rauðum. Á þök má ekki brúka þynnra járn en nr. 22.

Bárujárn

Bárujárnsþök í Reykjavík.

Með því hjer í Reykjavík er nú farið að brúka feiknin öll af þessu galvaniseraða þakjárni, bæði á þök, veggi og jafnvel í girðingar, og sömuleiðis á bæi, hús og hlöður upp til sveita, þá ættu menn að athuga betur en gjört hefur verið, hvernig járnið er og hvaða þykkt er á því, en hlaupa ekki eptir því, þó endingarlaus pjátursplata sje ódýrari, en varanleg járnplata. Og eins ættu menn að varast, að brúka í járn ógalvaniseraða nagla, — gæta betur en áður að, hvernig járnið er lagt, og mála það svo undir eins og gljáhúðin er farin af því, því það er sannarlega fyrir marga tugi þúsunda krónu virði, sem landsmenn, einkanlega Reykvíkingar, brúka í þakjárni á ári hverju, og væri því sorglegt, ef allir þeir peningar væru eyðilagðir eptir hálfan mannsaldur fyrir tóma handvömm, skeytingarleysi og fásinnis sparsemi.

Bárujárn

Bárujárnshús á Eyrarbakka.

Samfara þakjárnsbrúkuninni hjer ætti þekkingin bæði á gæðunum, þykktarnúmerinu og allri meðhöndlun þess að ráða meira fyrir, en sýnzt hefur hingað til, bæði hjá smiðunum og þeim, sem byggja láta. En því er öldungis ekki þannig varið, því þeir sem byggja hjer geta aldrei fengið eins næfur þunt járn og þeir vilja; og sama er að segja um sauminn í járnið, af því að ógalvaníseraðir naglar eru ódýrari en galvaníseraðir, þá er sjálfsagt að brúka þá á járnið.
Og nú í sumar hefur sparsemin keyrt svo fram úr hófi hjá sumum, þó þeir hafi meir en getað efnanna vegna keypt hina rjettu nagla, að þeir hafa brúkað ógalvaníseraða steypta nagla til að negla með járn, og haldi þessi þekkingarleysissparnaður áfram, verður eflaust farið að festa galvaníserað járn á þök og veggi framvegis með húfu-títuprjónum, því það mun ódýrast fyrir augnablikið.

Bárujárn

Bárujárnshús í Hafnarfirði.

Á líkan hátt er nú með fráganginn á járneggingunni hjá sumum smiðunum ólíkt því sem fyrst var gjört hjer. Enginn listi er nú látinn undir bárurnar á járninu, þar sem neglt er í gegnum það, og 10—15 naglar eru drifnir í hverja þriggja álna plötu og keyrðir svo rækilega að, að stór laut verður eptir kringum hvern nagla. En eitt er þó ekki sparað, og það er, að leggja járnið nógu mikið á misvíxl, — sjálfsagt að skara hverja plötu yfir tvær bárur, ef ekki meira —, þannig eyða þeir að óþörfu áttundu hverri plötu eða rúmlega 12% af járni því, sem þeir leggja; þetta gjöra þeir af hjartans sannfæringu svo að þjett verði.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Vjer göngum að því sem gefnu samkvæmt núríkjandi hugsunarhætti, að bæði smiðir og húsabyggjendur ef til vill í svipinn reiðist oss ærið fyrir þessar útásetningar viðvíkjandi hinu bárótta þakjárni og meðhöndlun þess. En annaðhvort er, eptir voru áliti, að segja sannleikann, þó sumir veigri sjer við því, eða þegja; með hræsni fetast ekkert spor áfram til sannra framfara eður endurbóta. Og hjer er margra manna fjármunum hætta búin af vanþekkingunni, ef ekki er í tíma aðgjört.

Það mun vera vanalega þeim aðkenna, sem láta byggja, að brúkað er járn á þök með þykktarnúmerinu 27, en það álítum vjer sama og að kasta peningum sínum í sjóinn, því það járn er eins og þynnsta pjátur, og ekki einusinni hæfilegt á veggi. Þakjárn hafði áður ekki önnur þykktarnúmer, en 18, 20, 22, 24, en svo hefur eptirspurnin frá Íslandi (því annarstaðar brúkast það ekki) drifið það upp í eður rjettara sagt niður í 25, 26, 27: lengra kemst það víst ekki, því þá tyldi það ekki saman.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Það er vor sannfæring, að smiðir og þeir, sem byggja láta, geti bezt í sameiningu bætt úr þessu, enda mun þess stór þörf, ef allt þakjárn, sem flutt verður hingað frá 1890 til aldamótanna ekki á að vera orðið ónýtt 1915, í stað þess að þakjárn frá góðum verksmiðjum hæfilega þykkt, — númer 22 á þök og 24 á veggi — rjett og vel frá því gengið, farfað eptir eitt ár og förfuninni svo viðhaldið eptir þörfum, á að geta enzt í þrjá fjórðu aldar, eður lengur.“

Framhald var á umfjöllun um bárujárnið í Reykvíkingi 1898 undir fyrirsögninni „Enn á fáein orð um þakjárnið„:

Bárujárn

Bærinn Hlíð í Hafnarfirði.

„Vjer höfum hjer áður í þessu blaði rakið sögu þakjárnsins frá því fyrsta að það fór að flytjast hjer til landsins, og þar með, að í fyrstu fluttist hingað einungis hin góða og þykka tegund Nr. 22 og kostaði þá 3. al. platan á fjórðu krónu. Síðan var farið að flytja þynnra og þynnra járn, og að síðustu var það orðið alónytt til allrar endingar — þunt eins og pappír, og eftir því slæm efni í því.
Til þess að bæta úr slíkum vandræðum, byrjuðum vjer fyrir nokkrum árum að flytja þykkri og betri þakjárns tegund og höfum síðan, haldið því fram, því það hafði verið ógurlegt tjón fyrir almenning, ef haldið hefði verið áfram að flytja ónýta járnið sem ekki endist lengur en 8 til 12ár þar sem gott þakjárn endist í hundrað ár sje því vel við haldið með förfun, þó einhverjir óvildarmenn vorir kunni að segja, að þetta sje sjálfhælni og gort úr honum Walgarði, þá skeytum vjer því engu, en lýsum slíkt ósannindi hjá þeim góðu hálsum; og meira en minna samviskuleysi þyrfti til þess.

Bárujárn

Bárujárnshús undir Eyjafjöllum.

Fyrir fagmann í byggingum, að flytja byggingarefni sem er al ónýtt og selja það almenningi, enda munu allir sanngjarnir viðurkenna, að vjer höfum gjört ýmsar endurbætur viðvíkjandi þakjárninu til þæginda og hagsmuna fyrir almenning, þannig endurbættum vjer naglana í járnið, byrjuðum á að flytja löngu lengdirnar af járninu sem er bæði þægilegt, efnisdrýgra og óhultara fyrir leka, en hinar mörgu samsetningar með stuttu plötunum etc. Það gleður oss því mjög að almenningur er nú farin að sansast á okkar mörgu bendingar hjer í blaðinu, um hið þunna og alónýta þakjárn, því lítil sem engin eftirspurn er nú orðin eftir því, hjá þeim sem flytja það, vjer höfum aldrei flutt það eins og mönnum er kunnugt. Eins og svo oft er tekið fram hjer í blaðinu, þá má öldungis ekki brúka á þök þynnra járn en Nr. 24 og ekki þynnra járn á veggi eða gafla en Nr. 26, og negla allt járn með galvensereðum nöglum með rúnnum kúftum hausum.“

Bárujárn

Bárujárnshús á Hallormsstað.

Þá var umfjölluninni fylgt eftir í sama blaði með því „Þess ber að gæta almenningi til leiðbeiningar“:
„Einn kaupmaður hjer í bænum, hefur flutt nú í sumar þakjárn sem er miklu mjórra en hingað hefur áður fluttst, — ekki nema 8 bárur á plötunni, það er á fjórða þumlung mjórri hvor plata, allt svo c. 1/7 mjórra en vanalegt járn, þannig knýr samkeppnin suma til að viðhafa, jafnvel hins tjarstæðustu meðöl til að reyna að koma buslaárum sínum fyrir borð, en almenningur er nú farinn að verða skynsamari og óglámskygnari en áður, enda hafa þeir nú orðið, fremur en áður, að styðjast við leiðbeining þeirra sem vilja þeim vel.“

Bárujárn

Bárujánsbraggar við Flókagötu.

Í Þjóðólfi árið 1897 birtist grein eftir Björn Bjarnason með fyrrsögninni „Húsabótamál„:
„Enn hef eg eigi orðið þess var, að neinn hafi pantað eða fengið flutt hér til lands bárujárn með fellingum, sem eg gat um í Búnaðarritinu VIII, 1894, bls. 162 (og Fjallk. sama ár), en það er þó svo auðsælega miklu betra en hitt, sem hér er algengast, að ráða má til að útvega sér það, einkum á bæjarhús. Ættu skjálftasveitabúar að taka þessa bendingu til greina.
Eldlímsþakið, sem þar er einnig lýst, hef eg reynt. Það er algerlega vatnshelt og vindþétt, en reynist of þunnt á einfaldri súð, og hefur þess vegna komið slagningur undir því, þar sem hiti er í húsinu (frostið komizt að súðinni). Þarf því að þilja innan á grindina og troða á milli, eins og undir járnþaki, sé eldlímsþak notað, og er það þó eins dýrt og járnþak.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir (Miðbær) í Grindavík.

Nokkur reynsla er nú fengin fyrir járnþakningu á íbúðarhúsum og fénaðarhúsum, og væri fróðlegt að vita, hvaða aðferð við millitroðninguna hefur gefizt bezt; því allvíða veit eg til, að slagningur hefur verið í járnþöktum baðstofum. Eins væri fróðlegt að vita, hvernig það reynist að tyrfa utan yfir járnþakið til hlýinda, sem sumir hafa gert, og hvort járnið eigi skemmist við það. Margt þessu viðvíkjandi gætu menn nú lært af þeirri reynslu, sem þegar er fengin iunanlands, ef safnað væri upplýsingum um það.

Flagghúsið

Flagghúsið í Grindavík.

Skaði er, að hin verðlaunaða húsabótaritgerð Sig. Guðmundssonar, skuli eigi enn hafa birzt á prenti. Líklega mætti margt af henni læra. Og hann er einmitt búsettur á skjálftasvæðinu, og því líklegur til að geta lagt þarft „orð i belg“ um þetta húsabyggingamál þeirra héraða.
Ísafold hefur lagt það til, og er enn að halda því fram, að vér ættum að fá útlendan (danskan!) húsagerðarfræðing oss til leiðbeiningar í sveitabæjabyggingum. En ólíklegt er, að slíkt yrði að hinum minnstu notum fyrir oss, enda er líklegast að fáum öðrum en ritstj. Ísaf. komi það í hug. Vér fengjum að eins ánægjuna af að borga þessum „dánumanni“ ferðina hingað.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Miklu meiri likur eru til, að lið gæti orðið að því, að senda hæfan íslenzkan mann til útlanda, þar sem landshættir eru líkastir vorum, t. d. hinna norðlægari héraða Noregs og Svíþjóðar, til að kynnast þar húsagerð, og kynni margt að mega læra þar, er hér mætti að liði verða.
Þó að nokkrir bæir kunni nú að verða bættir á næstu sumrum, þar sem hrunið varð í sumar, með styrk samskotafjárins, verður um mörg ár enn mikið starfsvið fyrir hendi, að kippa í betra horf bæjabyggingum víðsvegar um land, og á því veltur að miklu leyti framtíð þjóðarinnar og heiður. Er því vert að gera allt sem verða má til að hlynna að því máli, og mun eg ekki átelja ísaf. fyrir það, þó hún endurtaki orð og hugmyndir mínar eða aunara 3.—4. hvert ár, til að halda málinu vakandi, úr því hún hefur ekkert nýtt að bjóða, — nema ‘arkitektinn’ danska!“ – Björn Bjarnarson, Reykjahvoli 28. febr. 1897.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Í AVS-blaði arkitekja (Arkitektúr – verktækni) árið 1999 segir af „Bárujárni í íslenskir byggingarlist„:
„Árið 1995 gaf Minjavernd út bæklinginn Bárujárn, verkmenning og saga. Ritstjóri þessa ágæta bæklings var Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, en meðhöfundar hans eru arkitektarnir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson.
Bæklingurinn er 60 bls. að stærð og gefur gott yfirlit um þennan þátt íslenskrar mannvirkjagerðar. Hér fer á eftir útdráttur úr þessum bæklingi, en hann er m.a. fáanlegur á skrifstofu Arkitektafélags Íslands. (ritstj.)
Bárujárnsklædd timburhús eru óvíða til annars staðar en á Íslandi og líklega hvergi í jafnríkum mæli. Þau eru snar þáttur í byggingarsögu okkar og bæjarmenningu. Þau eru sérstakt framlag íslensku þjóðarinnar til húsagerðarsögunnar, enda vekja þau athygli þeirra ferðamanna sem hingað koma og hafa auga fyrir því sem einkennir umhverfi okkar.
Bárujárn endist ekki að eilífu frekar en önnur byggingarefni.

Bárujárn

Ryðgað bárujárn.

Oftast er það tæring, þ.e. ryð, sem takmarkar endingu þess. Stundum má kenna um óheppilegum eða beinlínis röngum frágangi en fyrir kemur einnig að bárujárn skemmist vegna hnjasks, það rifnar eða dældast. En jafnvel þegar frágangur er eins og best verður á kosið tærist járnið að lokum og eyðist.
Þegar um friðuð hús er að ræða og önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi skiptir oft miklu máli að upphaflegt handverk hússins varðveitist og að efnisnotkun og aðferðum verði ekki raskað nema í undantekningartilvikum.
Bárujárn tók að berast hingað frá Englandi seint á 7. tug seinustu aldar. Um þær mundir opnuðust nýjar verslunarleiðir til Englands vegna sauðasölunnar svokölluðu, þegar umtalsverður útflutnungur hófst á lifandi sauðfénaði.

Bárujárn

Uppskipun á bárujárni í Vestmannaeyjum.

Nýjar verslunarvörur komu með skipunum sem sóttu sauðféð og meðal þeirra var bárujárnið. Talið er að fyrst hafi bárujárn verið sett á húsþak timburhúss í brennisteinsnámunum í Krýsuvík skömmu fyrir 1870, en þær voru reknar af ensku félagi. Þá voru þök íslenskra timburhúsa langflest klædd tjörguðu timbri. Slík þök voru talin endast illa og erfitt var að halda þeim regnþéttum. Talið er að Geir Zoéga útgerðarmaður hafi fyrstur íslenskra manna sett bárujárn á hús sitt árið 1874 og tveimur árum síðar setti Valgarður Breiðfjörð smiður og kaupmaður bárujárn á þak og veggi á húsi sínu, Aðalstræti 8 í Reykjavík, og hefur það ef til vill verið í fyrsta sinn sem bárujárn var notað á húsveggi hér á landi.

Bárujárn

Iðnó í Reykjavík.

Reykjavík gekk í Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna árið 1874 og var þá gert skylt að leggja eldtraust þök á öll ný hús. Sú ákvörðun hefur eflaust átt drjúgan þátt í því hve mikla útbreiðslu bárujárnið fékk á skömmum tíma. Um 1874 voru aðeins bárujárn og steinskífur viðurkennd sem eldtraust þakefni hér á landi. Bárujárnið var a.m.k. helmingi ódýrara en skífurnar.

Bárujárn

Ráðherraústaðurinn.

Eftir mikinn bæjarbruna í Reykjavík árið 1914 var nánast bannað að byggja timburhús í Reykjavík. Eftir það voru nær því öll hús sem reist voru gerð úr steinsteypu. Áfram var bárujárn notað á þök húsanna.
Um 1970 var orðin töluverð breyting á afstöðu almennings og stjórnmálamanna til húsafriðunar og um það leyti var hafin stórfelld viðgerð og endurbætur á gömlum timburhúsum. Skilningur hafði vaxið á því að bárujárn hafði valdið byltingu í íslenskri húsagerð og var að mörgu leyti eitt ákjósanlegasta byggingarefni sem hér var völ á.

Bárujárn

Fríkirkjuvegur 11.

Handverkskunnáttu við smíðar timburhúsa hafði hrakað frá því í byrjun aldarinnar og þekking og reynsla á notkun bárujárns var ekki almenn meðal smiða.
Þessum bæklingi er m.a. ætlað að örva áhuga á bárujárnsnotkun og hvetja til þess að gömlum bárujárnshúsum sé vel viðhaldið. Hér er kynnt saga bárujárnsins og reynt eftir mætti að lýsa þróun handverksins og notkun þess. Leiðbeint er um aðferðir við notkun bárujárns á nýjum húsum en þó einkum við endurnýjun bárujárns á gömlum, friðuðum húsum.

Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja.

Mikilvægt er að hafa í huga, að oft háttar svo til að fleiri en ein aðferð koma til greina þegar ákveða skal hvernig nota skuli bárujárn. Bárujárnsklæðning húsa byggist á handverki sem hófst á öldinni sem leið og er enn í þróun. Um hálfrar aldar skeið lá timburhúsagerð hér á landi að mestu niðri en fyrir um það bil 25 árum var þráðurinn tekinn upp að nýju og enn er verið að bæta aðferðir og útfærslur.“

Fréttablaðið árið 2005 fjallar um „Bárujárbsklæddan útnárann Ísland„:
„Bárujárn er eitt helsta einkenni húsanna í miðbæ Reykjavíkur. Óvíða í heiminum hefur það verið notað eins mikið til klæðningar og hér á Íslandi.

Bárujárn

Torfbærinn.

„Íslendingar hafa lagt tvennt til byggingalistasögunnar, annars vegar torfbæinn og hins vegar bárujárnsklædda timburhúsið. Þegar sveiserstíllinn svokallaði barst til landsins frá Norðurlöndunum um 1890 þá byrjuðu íslenskir forsmiðir að klæða vegleg timburhús með bárujárni. Þegar Norðurlandabúar sjá þessi hús í dag þá taka þeir bakföll af undrun því þeir eiga ekki að venjast því að sjá hús í sveiserstílnum klædd bárujárni, en það er einmitt mikið af slíkum húsum í miðborginni.

Bárujárn

Gamla torfkirkjan í Víðimýri.

Norðmönnum eða Svíum datt ekki í hug að nota bárujárn til að klæða húsin sín því þeir áttu nóg af timbri,“ segir Magnús Skúlason forstöðumaður húsafriðunarnefndar. Afsprengi iðnbyltingarinnar Bárujárn var afsprengi iðnbyltingarinnar í Bretlandi og kom fyrst fram á sjónarsviðið í kringum 1830. Aflmiklar gufuvélar voru forsenda þess að hægt væri að ,,valsa“ bárurnar, sem bárujárn dregur nafn sitt af, í slétt járn en það hafði ekki gefið góða raun að nota slétt járn til klæðningar.
Það er einkum þrennt sem gerir bárujárn að undraefni. Í fyrsta lagi eru það bárurnar sem gefa efninu styrk langt umfram það sem ætla mætti af þykkt þess, í öðru lagi valda bárurnar því að loft getur leikið um svæðið bak við járnið sem dregur stórlega úr rakaskemmdum og í þriðja lagi er bárujárn galvaníserað sem eykur mjög mikið á endingu járnsins og gerir það að verkum að bárujárn getur enst í allt að 100 ár.

Bárujárn

Bárujárnshús við Dýrafjör.

„Þegar Íslendingar fengu verslunarfrelsi og fóru í auknum mæli að versla við Skotland og England, sérstaklega að selja þeim sauði, þurfti að finna einhverja vöru til að flytja til baka, þá fengu íslenskir kaupmenn þá hugmynd að fllytja inn bárujárn í staðinn fyrir sauðina,“ segir Pétur H. Ármannsson hjá byggingarlistardeild Listsafns Reykjavikur.
„Það var um 1880 sem bárujárnið fer að verða útbreitt hér á landi og eru nokkrar ástæður fyrrr því. Timburklæðningin sem var notuð hér á landi áður en bárujárnið kom til sögunnar var óhentug í þeim veðrabrigðum sem eru á Íslandi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir í Grindavík.

Bárujárnið þótti heppilegra en gamla klæðningin því það einangraði betur. Einnig spilaði inn í að á seinni hluta 19. aldarinnar fóru menn að tryggja hús sín hjá dönskum fyrirtækjum og ef hús var bárujárnsklædd voru tryggingarnar ódýrari en ella því eldhætta er minni þegar hús eru klædd bárujárni en þegar þau eru timburklædd,“ segir Pétur.

Þótti ekki fínt í öðrum löndum

Bárujárn

Viðgerð á bárujárnshúsi.

Pétur segir að íslenskum smiðum hafi tekist einstaklega vel upp að laga notkun á bárujárni að norrænum byggingarstíl þó svo að bárujárnið hafi ekki þótt við hæfi í öðrum löndum. „Það datt engum í Bretlandi eða á Norðurlöndunum í hug að nota bárujárn nema í skúra eða útihús því það þótti ekki fínt, bárujárnið var heppilegt og ódýrt efni en það þótti ljótt og því var það nær eingöngu notað á íbúðarhús á jaðri hins siðmenntaða heims,“ segir Pétur.
„Bárujárnið var mikið flutt í útjaðar breska heimsveldisins. Ég fór með nýsjálenskan arkitekt í skoðunarferð um miðborg Reykjavíkur um daginn og hann var gáttaður þegar hann sá allt bárujárnið á húsunum því hann hélt að engin þjóð ætti eins mikið af bárujárnsklæddum húsum og Nýsjálendingar,“ segir Pétur og minnist einnig á að bárujárn sé mikið notað í Ástralíu.

Bárujárn

Bárujárnshús í Reykjavík.

Bárujárn varð fljótt ríkjandi í klæðningum húsa hér á landi, bæði á þökum og eins á veggjum. Fyrsti maðurinn sem talinn er hafa sett bárujárnsklæðningu á þak og veggi á húsi sínu var Valgarður Breiðfjörð, smiður og kaupmaður, sem bárujárnsklæddi hús sitt við Aðalstræti 8 árið 1876.
Almennt var bárujárn þó ekki lagt á húsveggi fyrr en eftir 1890. Í grein frá árinu 1897 sem bar titilinn Handhægasta byggingarefnið og birtist í blaðinu Reykvíkingi segir Valgarður Breiðfjörð: ,,Það er engum efa bundið, að það handhægasta, varanlegasta og besta byggingarefni sem við höfum nokkru sinni fengið, er galvaniseraða þakjárnið,“ en bárujárnið gekk undir ýmsum nöfnum hér áður fyrr áður en orðið bárujárn festist við það.

Lifði lok timburhúsaaldar

Bárujárn

Fríkirkjan í Reykjavík.

Þrátt fyrir að timburhúsaöld hafi liðið undir lok á Íslandi um 1920 var bárujárnið áfram notað á þök steinsteyptu húsanna sem byrjuðu að rísa í borginni. Listin að bárujárnsklæða hús féll svo í gleymsku í um hálfa öld allt fram til um 1970 að áhugi fór að vakna aftur á gamla timburstílnum og menn fóru aftur að nota bárujárn til klæðningar á nýjum húsum í nýjum hverfum.
„Bárujárn þykir ekki fínt og því kom það mér á óvart þegar ég sá það notað á húsþaki í Písa á Ítalíu fyrir nokkrum árum og eins veit ég að það er mikið notað á Falklandseyjum en þar er veðurfar svipað og hér á landi. Ég held að að bárujárnið sé til víða í heiminum í ófínni hverfum en ég held að Ísland sé eini staðurinn þar sem bárujárnið er viðurkennt og þykir bara flott,“ segir Magnús Skúlason.“

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/B%C3%A1ruj%C3%A1rn
-Reykvíkingur, 4. árg. 08.09.1894, Bárótta þakjárnið, bls. 83-84.
-Reykvíkingur, 7. tbl. 01.07.1898, Enn á fáein orð um þakjárnið, bls. 26-27.
-Lesbók Morgunblaðsins, 15. tbl. 22.04.1951, Bárujárn, bls. 236.
-Þjóðólfur, 11. tbl. 05.03.1897, Björn Bjarnason – Húsabótamál, bls. 48-49.
-AVS. Arkitektúr verktækni, 2.tbl. 01.08.1999, Bárujárn í íslenskir byggingarlist, bls. 33-35.
-Fréttablaðið, 182. tbl. 08.07.2005, Útnárinn Ísland er bárujársnklæddur, bls. 37.

Bárujárn

Bárujárnshús við Bergþórugötuna var vinsælt dægurlag fyrir nokkrum áratugum eftir þá Davíð Oddsson og Gunnar Þórðarson.
Upphaflega voru þrjú svipuð bárujárnstimburhús við Bergþórugötu en nú er bara eitt af þeim eftir, nefnilega þetta sem er nr. 20 og hefur verið málað með ærið sérstökum hætti eins og sjá má. Eins og flest hús á það sér merkilega sögu, var upphaflega reist af Byggingarfélagi Reykjavíkur sem stofnað var af verkalýðssamtökunum í Reykjavík árið 1919 og var hluti af fyrstu tilrauninni til að stofna verkamannabústaði hér á landi.
Sú tilraun fór þó illa. Byggingarfélagið fór á hausinn. Löngu seinna eða 1986 fékk Barnaheimilið Ós inni í húsinu og var þar alveg til 2017. Þetta var einkabarnaheimili eða leikskóli sem róttækir foreldrar, flestir úr hópi leikara, höfðu stofnað þar sem á þeim tíma var ekki gert ráð fyrir að börn giftra foreldra fengju heildagspláss á slíkum stofnunum sem borgin rak. Það gerðist ekki fyrr en með Reykjavíkurlistanum 1994. Núna er bárujárnshúsið við Bergþórugötuna svona skrautlega málað og líklega bara í anda dægurlagatextans.

Gaddavír

Á Vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um gaddavírinn:

Gaddavír

Gaddavír – girðingarstaur.

„Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur hingað til lands 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga eftir talsverðar umræður á þingi.
Skipulögð notkun gaddavírsins í landbúnaði hófst þannig á fyrsta áratug 20. aldar, sennilega í upphafi vegna áhrifa frá Íslendingum sem flust höfðu til Vesturheims.
Girðingar með gaddavír er fyrst getið í landbúnaðartölum árið 1901. Síðan jukust vírgirðingar stórum með hverju árinu sem leið eftir það og árið 1906 nýttu bændur meir gaddavír en grjót og torf til girðinga í fyrsta skipti. Jókst sá munur síðan ár frá ári og voru yfirburðir gaddavírsins orðnir miklir miðað við grjótveggina árið 1911. Segja má að í sveitum landsins hafi almenn „gaddavírsvæðing“ átt sér stað á árunum 1906-1923.

Gaddavír

Gaddavírsgirðing um gamla bæ.

Árið 1903 samþykkti Alþingi „gaddavírslögin“ svonefndu. Samkvæmt þeim átti ríkið að kosta gerð gaddavírs í nokkrum mæli á árunum 1905-1908. Ný lög komu um styrki til gaddavírskaupa 1911 og 1913 og má af því sjá að vinsældir gaddavírsins jukust ár frá ári meðal bænda.
Ekki voru „gaddavíralögin“ samt óumdeild í upphafi. Rætt var mikið um skaðsemi gaddavírsins fyrir skepnurnar og margir óttuðust kostnaðinn vegna hans. En bændum snerist fljótt hugur í máli þessu og varð sú raunin að fleiri vildu girða með vírnum en nam upphaflegum styrkjum til verksins og því voru nýju lögin um styrk til gaddavírskaupa samþykkt.“

Joseph Farwell Glidden

Joseph Farwell Glidden (1813–1906).

Í Sagnir árið 1989 fjallar Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir um „Gaddavírsgirðingar„:
„Árið 1873 fann Illinois-bóndinn Joseph Farwell Glidden upp gaddavírinn og lagði þar með grunninn að nýjum blómlegum iðnaði, gaddavírsiðnaðinum. Líklega hefur hann ekki grunað hversu miklum deilum uppfinning hans átti eftir að valda, bæði í Ameríku og Evrópu. Í Ameríku vildu margir nautgripabændur að hjarðir þeirra fengju að reika um óhindrað en aðrir vildu girða landareignir sínar og olli þetta margvíslegum árekstrum milli þessara aðila. Að lokum unnu gaddavírsgirðingar fullan sigur.“
En gaddavír er til fleiri hluta nytsamlegur en búfjárvarna. Tæpum þrjátíu árum eftir uppgötvun Glidden, fundu Bretar upp á því snjallræði í Búastríðinu, 1899-1902, að girða Búana inni með því að nota færanlegar girðingar og þrengja meira og meira að þeim og aftur fór gaddavírinn með sigur af hólmi.

Girðingar um aldamót

Joseph Farwell Glidden

Einkaleyfi Gliddens á gaddavírnum.

Á árunum 1895-1900 byrjuðu Íslendingar að flytja inn gaddavír til reynslu frá Danmörku, en fyrsta gaddavírsverksmiðjan þar var reist 1895. Vírsins er þó ekki getið í hagskýrslum fyrr en 1901, en þá höfðu verið girtir 552 metrar með honum.
Aðrar girðingar hérlendis voru nær eingöngu gerðar úr innlendu efni, torfi og grjóti. Margir bændur hirtu lítið um að verja túnin, nema helst á vorin eftir að þau fóru að spretta og þangað til búið var að heyja. Þá létu þeir börn eða hjú vaka yfir túnum og verja þau fyrir skepnuágangi, dag og nótt. Þessi aðferð var mjög óhentug, því ekki fór hjá því að einhver troðningur ætti sér stað á túninu, auk þess sem túngæslu varð aðeins við komið þegar bjart var á næturnar. Því var eina örugga túnvörnin girðing, og með henni mátti spara starfskraft. Líklega hefur mönnum almennt ekki verið ljóst hversu mikla þýðingu það hafði að verja túnin fyrir skepnuágangi allan ársins hring.
En gaddavírinn hafði ekki haft langa viðdvöl hér á landi, er mikið fjaðrafok varð vegna tilveru hans.

Gaddavír

Gaddavír.

Deilurnar fóru fram á tvennum vígstöðvum; í þingsölum og meðal almennings í blöðum og tímaritum.
Bændablöðin, Freyr, Búnaðarritið, Þjóðólfur og Ársrit Rœktunarsambands Norðurlands birtu greinar sem voru heldur hliðhollar gaddavírsgirðingum, þó vissulega megi finna hið gagnstæða. Blöðin Ísafold, Ingólfur og Austri, sem ekki voru eins hliðholl bændum, birtu hins vegar greinar andstæðinganna. Mikill fjöldi tímaritsgreina sýnir best þann áhuga sem landsmenn sýndu málinu. Og í Alþingistíðindum má sjá að þingmenn skiptast ekki síður en almenningur í tvo hópa.

Deilt um gaddavír

Gaddavír

Gaddavírsgirðing í Garðinum.

Árið 1901 flutti Búnaðarmálanefnd Alþingis þingsályktunartillögu um skilyrði og reglur fyrir styrkveitingar úr landssjóði til Búnaðarfélaga. Þar er ekkert minnst á gaddavírsgirðingar en Ólafur Briem þingmaður Skagfirðinga, flutti breytingartillögu þess efnis að gaddavírsgirðingar yrðu styrkhæfar og féllst Búnaðarmálanefndin á það. Um tillögu Ólafs spunnust miklar umræður um almennt ástand landbúnaðarins, gildi túnvarna og gaddavírsgirðinga. Sérstaklega voru það gaddarnir á vírnum sem menn voru ekki á eitt sáttir um.

Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917).

Tryggvi Gunnarsson þingmaður Reykjavíkur, sagði að reynsla væri komin á það í Reykjavík að girðingar væru skaðlegar: …margar skepnur hafa skaðað sig á þeim, og til bæjarfógetans hefir komið áskorun um, að fyrirbjóða þess konar girðingar hér í bænum …
Andstæðingar gaddavírsins lýstu, með sterkum lýsingarorðum, hvernig hann myndi holrífa búpening landsmanna á hinn hryllilegasta hátt. Enn fremur væri hér um lélegt girðingarefni að ræða, hann veitti ekkert skjól, þyldi ekki að liggja undir fönn og því gæti reynst nauðsynlegt að taka hann upp á haustin. Að öllu þessu samanlögðu væri heppilegra að halda áfram að girða með grjóti eins og verið hefði.
Formælendur gaddavírsins töldu hins vegar að eftir að skepnur hvekktust á honum, hættu þær að leita á hann, gaddavírsgirðingar væru ódýrar, fullkomin vörn og fullgirða mætti stór svæði á skömmum tíma með lítilli vinnu. Þær væru forsenda túnræktar og þar með frekari framfara í landbúnaði og síðast en ekki síst spari þær vinnukraft, sem sé dýr og illfáanlegur.

Guðjón Guðlaugsson

Guðjón Guðlaugsson (1857-1939).

Lyktirnar urðu þær að gaddavírsgirðingar voru taldar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga.
Deilurnar héldu samt áfram á svipuðum nótum til 1903 en þá fluttu þrír þingmenn í efri deild, Guðjón Guðlaugsson þingmaður Strandasýslu, Guttormur Vigfússon þingmaður Suður-Múlasýslu og Jón Jakobsson þingmaður Húnavatnssýslu, frumvarp til laga um túngirðingar, og við það fengu umræðurnar byr undir báða vængi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að landssjóður fái heimild fyrir allt að 500.000 króna láni til að kaupa túngirðingarefni og síðan láni hann % af verði girðingarefnis á jörðum einstakra manna og stofnana en greiði allan kostnað á landssjóðs- og kirkjujörðum. Markmiðið með frumvarpinu var að girða tún allra jarðeigenda og ábúenda, sem það vildu, á árunum 1906-1908. Tímatakmörkin voru hugsuð sem trygging á þann hátt að landssjóður tæki efnið af þeim sem ekki upptylltu þetta skilyrði. Endurgreiðslu skyldi þannig háttað að árlega í 30 ár ættu ábúendur jarðanna að greiða fjórar krónur af hundraði, frá þeim tíma er efnið kæmi í heimahöfn.

Ari Brynjólfsson

Ari Brynjólfsson (1849-1925).

Frumvarpið mætti harðri andstöðu í þinginu og utan þings enda tók það allmiklum breytingum áður en það varð að lögum. Í lögunum var upphæðin sem heimilt var að veita úr landssjóði orðin 100.000 krónur á ári á tímabilinu 1905-1909, að báðum árum meðtöldum en hlutfall þess sem landssjóður lánaði af verði girðingarefnis aukist í % hluta. Það sem upp á vantaði greiddi lántakandinn um leið og hann pantaði efnið. Endurgreiðslukjörin höfðu hins vegar versnað; greidd skyldu „árlega 5 krónur af hundraði hverju í 4% vexti og afborgun.“ Viðbrögð við vöxtunum létu ekki á sér standa. Ari Brynjólfsson þingmaður S-Múlasýslu, taldi að með gaddavírslögunum væri verið að „læða skatti á alla fasteign í landinu, eða hvað er afborgun og vextir annað en útgjöld?“
Sérstaklega voru margir þingmenn á móti því að landssjóður lánaði til þessara framkvæmda.

Júlíus Havsteen

Júlíus Havsteen (1839-1915).

Júlíus Havsteen þingmaður Reykjavíkur, sagði að menn ættu að sjá sjálfir um að girða eigur sínar, en ekki landssjóður. Lánið væri illa tryggt og yrði líklega eitt af þeim lánum sem aldrei væru greidd. Í sama streng tók Kristján Jónsson þingmaður Reykjavíkur. Með frumvarpinu sé ætlast til að landssjóður eða landsstjórnin fari að búa í landinu og með því sé stoðunum kippt undan einstaklingsframtakinu.
En landssjóður var ekki eini sjóðurinn sem átti að veita fjármunum í þessar framkvæmdir, því í lögunum er gert ráð fyrir að sýslusjóðir greiði uppskipun og geymslu efnis og einnig þann kostnað sem hljótist af því að skoða og mæla girðingarstæði á öllum jörðum sýslunnar, en í lögunum er sýslunefndunum falið að sjá um þá framkvæmd.
Sýslunefndir skyldu einnig fá sérstaka skoðunarmenn til að skoða girðingarstæði og ákveða hversu mikið hver bær skyldi greiða ef girt væri utan um tún margra bæja eða á milli bæja og einnig hvort meira en túnið var girt.
GaddavírHins vegar náðu lögin ekki yfir þær girðingar sem skiptu túni ef ábúendur voru fleiri en einn. Hreppstjórar áttu að hafa eftirlit með viðhaldi girðinganna. Bændum var að vonum illa við þessi auknu útgjöld úr sýslusjóðum, töldu þau leiða til hærri útsvara, sem væru nógu þungbær fyrir. Ennfremur vakti það gremju að sýslunefndin léti „einhverja útvalda gæðinga sína skoða og mæla öll garðstæði um öll tún í sýslu hverri.“
Reyndar er athyglisvert hversu mikla ábyrgð og völd sýslunefndir á hverjum stað eru látnar bera á framkvæmd laganna.

Gaddavír

Bæjarsker í Garði fyrrum.

Ýmislegt fleira þótti athugavert við lögin. Til dæmis þótti lánstíminn of langur. Eðlilegra væri að miða við þann tíma sem girðingarnar muni endast, 15-18 ár, og þá losni menn við að greiða af láninu löngu eftir að girðingarnar séu ónýtar. Mönnum var heldur ekki ljóst hvað gerðist þegar girðingarnar væru ónýtar. Á landssjóður þá að leggja út nýja upphæð fyrir girðingum? var spurning sem heyrðist.

Úr vörn í sókn

GaddavírSkoðanir Guðjóns Guðmundssonar virðast vera nokkuð dæmigerðar fyrir álit margra á gaddavírslögunum. Með þeim sé verið að bjóða ónytjungum og ráðleysingjum takmarkalítið og mjög illa tryggt lán, til þess að girða tún sitt með útlendu og lítt þekktu girðingaefni, og jafnframt séð um að enginn eyrir af þessu mikla fé… lendi hjá innlendum mönnum, heldur alt í vasa útlendra verksmiðjueigenda og auðmanna. Atorkumaðurinn aftur á móti, sem vill girða tún sitt með grjóti eða öðru góðu innlendu efni, fær enga hjálp til þess, enda þótt nóg og gott grjót sé alveg við hendina.
Fleirum þótti nóg um eyðsluna og sveið að sjá á eftir svo miklum peningum út úr landinu; nær hefði verið að veita lánum til allra girðingartegunda, því girðingaraðstæður séu mismunandi.“ Innflutningur á girðingarefni var í andstöðu við sjálfsþurftarhugsunarháttinn, sem taldi grjót og torf efni sem fólk ætti að nota, þar sem það kostaði ekkert.

Kristján Jónsson

Kristján Jónsson (1852-1926).

Þegar þau sjónarmið, sem fram hafa komið, eru skoðuð þarf ekki að koma á óvart þótt frumvarpið hafi breyst í meðförum Alþingis. En forvitnilegt er að athuga hvaða þingmenn voru meðmæltir girðingariögunum og hverjir ekki. Afstaðan kom glöggt fram í viðhorfum þeirra til landbúnaðar og sjávarútvegs. Formælendur gaddavírsins sögðu að sjávarútvegurinn tæki fólk frá landbúnaðinum í góðærum en skilaði því svo á sveitina þegar svikull sjávarafli brygðist. Nú verði landbúnaðurinn að snúa vörn í sókn og girðingarframkvæmdirnar voru hluti af þeirri sókn. Þessir þingmenn voru á sömu skoðun og Guðjón Guðlaugsson: … menning þjóðarinnar og hagsæld byggist á engu fremur, en á nýtilegum landbúnaði; eyðileggist hann, þá mun skammt að bíða eyðileggingar landsins sjálfs; verði land vort einungis fiskiver, þá gef eg ekki mikið fyrir framtíð þess… .
GaddavirEkki þarf að koma á óvart að þeir þingmenn sem mæltu á þessa leið voru flestir kjördæmakjörnir fyrir landbúnaðarhéruð og jafnframt bændur. Þegar það er haft í huga er ekki að undra þótt þeim væri mikið í mun að rétta landbúnaðinum hjálparhönd.
Þeim þingmönnum sem voru á móti gaddavírslögunum fannst óréttlátt að veita svo miklum fjármunum til einnar atvinnugreinar. Kristján Jónsson sagði að landbúnaðurinn væri ekki lengur þýðingarmestur heldur hefði sjávarútvegur og iðnaður bæst í hópinn. Þessir þingmenn voru flestir annaðhvort konungkjörnir, stunduðu embættisstörf og bjuggu í Reykjavík eða þjóðkjörnir fyrir staði þar sem sjávarútvegur skipti meira máli en landbúnaður. Því er eðlilegt að þeir hafi ekki viljað veita peningum í atvinnugrein sem þeir töldu sig hafa lítilla hagsmuna af að gæta.

Framkvæmd laganna
GaddavírEftir 1904 þagna þær raddir sem töldu gaddavírinn hættulegan, enda var komin nokkur reynsla á hann og flestir sammála um nytsemi hans. Ekki var lengur minnst á að heppilegra væri að girða með torfi og grjóti og verður ekki annað séð en almennt hafi verið viðurkennt að gaddavír væri framtíðargirðingarefni. Deilur almennings í blöðum og tímaritum hljóðna með öllu og þingmenn deila nú eingöngu um framkvæmd laganna og þann kostnað sem þeim sé samfara.
GaddavírEn þegar farið var að framfylgja lögunum frá 1903 kom í ljós að þau hafa ekki verið nægilega vel kynnt, að minnsta kosti var mönnum sem sóttu um lán hafnað, bæði af því að fyrirframgreiðslu vantaði hjá sumum, en hjá flestum voru skýrslur skoðunarmanna það ófullkomnar að ekki var hægt að koma upp fullnægjandi girðingum úr því efnismagni sem þeir tiltóku á skýrslunum. Þessi misbrestur bendir til að ýmsir skoðunarmenn hafi ekki verið vandanum vaxnir. Afleiðingin varð sú að færri fengu girðingarlán á þeim kjörum sem lögin gerðu ráð fyrir eða 51 á öllu landinu sem skiptist þannig: 11 í Suðuramti, 27 í Vesturamti, 11 í Norðuramti og 2 í Austuramti og 1905 höfðu aðeins verið lánaðar 7200 krónur af hinni upphaflegu upphæð. Ef til vill hefur eitthvað dregið út áhuga bænda að þurfa að greiða hluta efnisins fyrirfram.

Ólafur Briem

Ólafur Briem (1851-1925).

Sú staðreynd að færri höfðu orðið til að notfæra sér lánakjör landssjóðs lá fyrir þinginu 1905 og var vitaskuld vatn á myllu andstæðinganna og hefur vafalaust átt sinn þátt í því að þar var ákveðið að fresta framkvæmd laganna um tvö ár og aftur 1907 um eitt ár í viðbót, þrátt fyrir að nefnd, sem skipuð var að undirlagi Guðjóns Guðmundssonar, legði til að lögin frá 1903 yrðu framlengd um eitt ár, til 1909. Það var þó bót í máli að á þessum þremur árum sem lögunum frá 1903 var frestað, hélt landsstjórnin áfram að panta girðingarefni fyrir sýslu-, sveitar- og búnaðarfélög og samvinnukaupfélög. Bændur gátu girt án þess að taka til þess lán og það virðast bændur í Norður- og Suðuramti hafa gert ef borin eru saman lánveitingar til þeirra og stöplaritin. Ef til vill hefur áhugi bænda á þessum svæðum verið meiri því þar er þéttbýlla en í Vestur- og Austuramti og meiri ágangur af völdum búfjár. Því er óhætt að segja að þótt minna yrði úr lánveitingum úr landssjóði en ráð hafði verið fyrir gert, hafði mikið áunnist í sambandi við innflutning vírsins.

Gaddavír

Gaddavír.

Þessa viðhorfsbreytingu til gaddavírsins má sjá í þingumræðum 1909, því ekki verður séð að ágreiningur hafi verið um að setja bæri ný gaddavírslög í stað laganna frá 1903, sem runnu út í árslok 1908, eða að ágreiningur hafi verið um að girðingarframkvæmdir skyldu styrktar með opinberu fé. Í nýju lögunum er ekki tilgreind hvaða upphæð verði veitt úr landssjóði til girðingarframkvæmda heldur eiga menn að gera áætlun yfir kostnað og sækja um lán. Fleiri breytingar er að finna, enda var nú komin nokkur reynsla á lögin frá 1903. Til dæmis er eftirlit með viðhaldi girðinga ekki lengur í höndum hreppstjóra heldur eigenda og þeir ákveða nú hvar girðingin eigi að standa og hversu löng hún verði, í stað skoðunarmanna á vegum sýslunefnda áður. Ef til vill hefur ekki þótt lengur þörf á jafn mikilli stýringu og fyrst, þar sem gaddavírinn hafði unnið sér fastan sess.
GaddavírÞað nýmæli er hins vegar tekið upp að sýslunefndir og sveitarstjórnir geti gert bindandi samþykktir um girðingar og miðist það einkum við samgirðingar, en það voru þær girðingar sem skiptu túnum ef ábúendur voru fleiri en einn en ekki var minnst á hvernig kostnaðurinn ætti að skiptast. Þessu var breytt 1913 á þann veg að kostnaðurinn vegna samgirðinga skiptist milli landeigenda eftir notagildi hvers um sig, að mati sýslunefnda, en þó gat sá sem girti aldrei átt rétt á frekari endurgreiðslu en sem svaraði helmingi girðingarkostnaðarins. Ákvæði um samgirðingar var víkkað út og náði nú til girðinga á landamerkjum og nú var hægt að skylda nágrannann til að girða á móti.
GaddavírLíklega hefur ekki verið vanþörf á því vegna þess að eitthvað var um að nágrannar neituðu að taka þátt í girðingarkostnaði. Frumvarpið 1913 varð að lögum án mikilla umræðna, en þingmenn voru nú almennt sammála um að gaddavírsgirðingar væru hið mesta þarfaþing, sem sýnir að gaddavírinn var viðurkenndur sem framtíðargirðingarefni. Þessi lög voru lengi í gildi eða allt til ársins 1952.

Að lokum

Gaddavír

Gaddavírsgirðing.

Athyglisvert er hversu skammt hræðslan við gaddavírinn entist. Eftir 1904 minnist enginn á skaðsemi hans, enda hætta blaða- og tímaritsgreinar að birtast um málið, sem bendir til að menn hafi almennt viðurkennt að gaddavírinn væri framtíðargirðingarefni. Á Alþingi er heldur ekki framar deilt um skaðsemi vírsins heldur um framkvæmd laganna og hverjir eigi að greiða þann kostnað sem lögunum fylgi. Í þeim umræðum halda menn áfram að skiptast í tvö horn eftir hagsmunum.
Á Alþingi 1909 og 1913 eru fáir þingmenn á móti lánveitingum til túngirðinga og er því óhætt að segja að gaddavírinn, hér sem annarsstaðar, hafi unnið fullan sigur.“

Heimildir:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1030
-Sagnir, 1. tbl. 01.04.1989, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir – Gaddavírsgirðingar, bls. 84-89.

Gaddavír

Girðingarvinna.

Gerði

„Skammt sunnan við álverið í Straumsvík stendur lítið bárujárnshús sem nefnist Gerði, fyrrum hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum. Húsið er nú í eigu starfsmannafélags álversins í Straumsvík en var áður sumarhús Ragnars Péturssonar kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði og fjölskyldu hans.

Gerði

Gerði var í byggð frá 1900-1930.

Meðan Gerði var enn bújörð bjuggu þar m.a. Guðjón Jónsson frá Setbergi og Stefanía kona hans, ásamt tveimur sonum sínum og fóstursyni. Gerði fór í eyði líkt og fleiri jarðir í Hraunum um 1930. Milli Gerðis og Þorbjarnarstaða eru merkar ferskvatnstjarnir sem bera nöfn eins Þorbjarnarstaðavatnagarðar, Gerðistjörn, Brunntjörn og Stakatjörn.

Gerði

Gerði – túnakort 1919.

Árið 1901 bjuggu 7 manns í (Hraun) Gerði. „Gerði og Péturskot voru hjáleigur frá Þorbjarnastöðum. Guðjón Jónsson frá Setbergi reisti Gerði skömmu fyrir aldarmótin 1900.
Bárujárnshúsið í Gerði (starfsmannafélagshúsið) stendur nú þar sem bærinn var. Um var að ræða þrætu[sumar]bústað. Eigandinn lenti í þeirri aðstöðu að fá, án þess að fá nokkru um það ráðið,
heilt álver ofan í náttúrudýrðina. Álfélagið gerði samkomulag við eigandann og fékk bústaðinn í því ástandi sem hann var og færði starfsmannafélaginu til endurbóta. Þá var þar einungis
norðvesturhorn núverandi húss, en síðar var bætt við það litlu húsi við suðausturhlutann. Starfsmannafélag Álfélagsins endurgerði húsið af fórnfýsi um 1990 og bætti þá við forstofu og salerni að austanverðu.

GerðiGamlar þjóðleiðir liggja suður í Almenning frá Hraunabæjunum og hér verður greint frá einni þeirra sem nefnist Gerðisstígur. Upptök hans eru í heimatúni Gerðis. Leiðin liggur upp með Brunanum, sem margir kalla Kapelluhraun. Hann fer í suðaustur í áttina að Efri hellum og seljunum Gjáseli og Fornaseli. Þegar þangað er komið ar er hægt að halda áfram og fylgja Hrauntungustíg og Ketilstíg alla leið til Krýsuvíkur. Þar er líka hægt að taka stefnuna í vestur að Straumsseli, upp og suður í hæðina fyrir ofan sem nefnist Hafurbjarnarholt eða í hina, norður að Ásfjalli og Hafnarfirði.

Upphaf Gerðisstígs er á Litla-bala neðan bæjarhólsins, við tóft gömlu gripahúsanna. Leiðin liggur í gegnum hlaðið gerði, sem var varnargarður heimatúnsins.

Gerðisstígur

Gerðisstígur – varða við Hólaskarð.

Einnig er hægt að nálgast stíginn frá Þorbjarnarstöðum, sem er vestan við tjarnirnar. Þá er gengið suðaustur fyrir tjarnirnar og inn á stíginn við Hólana. Þar sem stígurinn liggur utan heimatúnsins á móts við Alfarleiðina gekk hann undir heitinu Kirkjustígur. Þegar Hraunafólk sótti messur í sóknarkirkju sinni að Görðum á Álftanesi var sveigt til norðurs inn á Alfaraleiðina á þessum stað og henni fylgt yfir Brunann framhjá Kapellunni sem Kappelluhraun er nefnt eftir. Þaðan lá leiðin að Hvaleyri, um Hafnarfjörð og út í Garðahverfi.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Það er ekki ætlunin að halda til kirkju í þetta sinn. Stígnum er fylgt þvert yfir Alfaraleiðina þar sem hún liggur frá Kapelluhrauni um Brunaskarð vestra. Þegar komið er framhjá Alfaraleiðinni liggur Gerðisstígur á hraunhrygg austanvert við Hólana, sem eru áberandi hraunhæðir á hægri hönd. Stígurinn var auðkenndur að mestu fyrir nokkrum árum með stikum sem merktar eru Byggðasafni Hafnarfjarðar. Þær hafa eitthvað týnt tölunni en þar sem þær eru ennþá vísa þær veginn. Austan Gerðisstígs stendur myndarleg varða sem vísar á slóðann þar sem hann liggur um Hólaskarð milli vesturbrúnar Brunans og Hólanna. Hér var stígurinn jafnan nefndur Hólaskarðsstígur.

Gerðisstígur

Gerðisstígur um Selhraun.

Framundan er Seljahraun, þunn hraunþekja sem var farartálmi áður en Seljahraunsstígur var ruddur í gegnum apalhraunið í firndinni.

Seljatún nefndist lítil gróin flöt norðan Seljahrauns og sunnan Brunans. Þetta tún er að hluta til að hverfa en þó má sjá hvar hlaðið gerði er enn til staðar þó það sé fallið að mestu. Þetta gerði nefnist Stekkatún. Þegar komið er yfir Seljahraun blasti áður fyrr við augum áberandi kennileiti, Þorbjarnarstaðarauðimelur. Hann er horfinn með öllu en þar sem hann var áður er ófrágengin rauðamelsnáma. Rauðamel var mokað upp á vörubílspalla á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar og efnið notað í gatnagerð og til að fylla í húsgrunna víðsvegar í Hafnarfirði. Rauðimelur gekk stundum undir heitinu Rauðhólar á sínum tíma, eða jafnvel Þorbjarnarstaða-Rauðhólar til aðgreiningar frá öðrum slíkum í nágrenninu.

Gerðisstígur

Neðri-Hellar.

Rétt norðan Rauðamels eru Neðri-Hellar, einnig nefndir Litlu-Hellar. Skammt norðan melsins er lág klettaþyrping þar sem nefnast Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri, oftast nefndir einu nafni Rauðamelsklettar. Vestur frá Rauðamelsklettum taka við lágar brekkur, Ennin. Stígur liggur til suðurs frá námunni eða melnum um Gráhelluhraun eftir gamalli ruddri slóð að Efri-Hellum. Norðaustan melsins er Réttargjá, sprunga sem snýr nánast suður og norður. Þar var hlaðið fyrir svo að sauðfé héldist þar þegar vetrarbeit var enn stunduð á þessum slóðum um miðja 19. öldina. Botninn í gjánni er mjög gróinn.

Gerðisstígur

Réttargjá.

Skammt austan við Réttargjá, alveg í Brunabrúninni þar sem æfingasvæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar er núna, er Þorbjarnarstaðarétt. Þessi rétt var líka nefnd Vorréttin þar sem hún var einkum notuð á vorin. Enn eitt nafnið á réttinni er Rauðamelsrétt, þó hún sé spottakorn frá melnum. Þetta er fallega hlaðin hraunrétt í skjólgóðum krika sem myndast hefur við Brunabrúnina.

Ógreinilegur stígur sem er að gróa upp og hverfa liggur frá Vorréttinni að Efri-Hellum. Þar er áberandi hraunklettur í Brunabrúninni sem vísar á hellana.

Vorréttin

Vorréttin/Rauðamelsrétt.

Stígurinn er nú nefndur Efrihellnastígur en hann tekur enda við fjárhellana sem eru vestan við áðurnefndan hraunklett, sem minnir á stórar hellur úr fjarska. Féð hefur gegnið inn í annan hellinn frá suðri, en hinn úr norðurátt. Hellarnir eru ekki manngengir en smalinn hefur getað skriðið inn í þá og farið í gegn ef því var að skipta. Hellarnir eru á svæði sem gæti verið hluti af Búrfellshrauni.

Efri-hellar

Efri-Hellar.

Nokkrir einkennandi og áberandi stapar standa upp úr Brunanum á þessum slóðum. Haunið skiptir um nafn við þessa stapa og nefnist Brenna, þar sem brunatungan sunnan Efri-Hella gegnur til vesturs. Neðst í Brennunni er Brennuhóll, hraunstapi sem mikið ber á. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti, hjáleigu frá Óttarsstöðum, sótti sér kvarnarsteina í Brennuna og bar þá heim á bakinu. Setti hann mosa á bakið til að hlífa því, er hann bar hellugrjótið heim í Eyðikot.

Efri-Hellar

Efri-Hellar; hraunkarl.

Leiðin liggur áfram til suðvesturs í áttina að vörðu sem vísar á gott haglendi. Þessari slóð er fylgt þar til komið er að lágum hraunhrygg sem nefnist Kolbeinshæð með Kolbeinshæðarvörðu. Hraunið á milli Rauðamels og Kolbeinshæðar nefnist Gráhelluhraun. Það er vel gróið umhverfis Kolbeinshæð og sunnan í henni vestanverðri er Kolbeinshæðarskjól, forn smalaskúti. Það mótar enn fyrir hleðslum framan við skútann og áður mun hafa verið reft yfir hann en nú er þekjan fallin. Það er eingöngu einn fúinn trjádrumbur sem minnir á þá tíð er setið var yfir sauðum við Kolbeinshæð.

Austanvert í hæðinni er Kolbeinshæðarhellir, en Kolbeinshæðarstígur er óglöggur þar sem hann liggur til suðurs um skarð í áttina að Laufhöfðahrauni. Kjarrið er þéttara umhverfis Laufhöfðann og í vesturbrún hraunsins er Kápuhellir ofan við Katlanna. Þar norðan og neðan við er Jónshöfði og frá honum liggur Fornaselsstígur útfrá Straumsselsstíg um Laufhöfðahraun að Gjáseli og Fornaseli.

Kolbeinshæðarskjól

Kolbeinshæðarskjól.

Þessi sel tilheyrðu Þorbjarnarstöðum og trúlega einnig Lambhaga. Nyrðra selið, Gjásel er utan skógræktargirðingar en Fornasel innan girðingar. Í hvoru seli fyrir sig hafa verið þrjár vistarverur og nærri þeim eru niðurgrafin vatnsból í selhæðunum. Vatnsbólið í Gjáseli er lítið og slæmt enda þornar það upp bæði að vetri og sumri, Fornaselsbrunnurinn er stærri og betri. Í slakka eða jarðfalli norðan Gjásels er forn kví og upp frá selinu er Gránuskúti, eða Gránuhellir. Þegar horft er í suðvestur blasir við Litlaholt, sem liggur á milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en svo nefnist hæðin sem hæst rís og þekkist á því að þar er steyptur landmælingastólpi, en áður var þar landamerkjavarða, Hafurbjarnarholtsvarða.

Fornasel

Fornasel – tilgáta.

Þegar horft er í vesturátt frá Gjáseli blasir Straumsselsvarða við efst í Straumselshöfðum. Það er ágæt ganga vestur í Straumssel og þaðan áfram í Óttarsstaðasel og best að taka stefnuna á selvörðurnar sem sjást víða að. Einnig er hægt að halda til baka og fylgja t.d. Straumsselsstíg til norðurs að Tobbuklettum og áfram að Þorbjarnarstöðum og Gerðinu.

Þriðji kosturinn er að halda áleiðis að Hrauntungukjafti og freista þess að rekast á Hrauntungustíg, eða það litla sem eftir er af honum, því hann hefur að mestu verið eyðilagður eftir að Skógrækt Ríkisins leyfði efnistöku á þessum slóðum.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Efsta lag Brunans hefur verið skafið ofan af og eftir stendur víðáttumikið námasvæði sem er eins og svöðusár í Brunanum. Þeir sem kjósa að ganga Hrauntungustíg í áttina að Krýsuvíkurvegi ættu fyrst að skoða Fjárborgina sem er fallega hlaðin tvískipt borg úr hraunhellum. Það voru börn bóndans á Þorbjarnarstöðum sem hlóðu fjárborgina á seinni hluta 19. aldar. Hún hefur sennilega ekki verið notuð nema í stuttan tíma, allavega er ekki jafn gróið umhverfis hana og aðrar sambærilegar fjárborgir. Þegar búið er að grandskoða fjárborgina er stefnan tekin eftir vegslóða í áttina að Krýsuvíkurvegi. Það er líka hægt að halda til baka og fylgja slóðinni í gegnum Hrauntunguna norðan skógræktargirðingarinnar og athafnasvæðis rallýkrossmanna. Hrauntungan er vel gróin myndarlegum birkitrjám, víðikjarri og einnig þar sem hún liggur á milli Efri og Neðri skolta hrauntungukjafts. Hrauntungustígur liggur annarsvegar í áttina að Hamranesi, um Helludal og Ásflatir að bænum Ási sem stóð undir Ásfjalli, og hinsvegar framhjá Fornaseli til Krýsuvíkur og Grindavíkur.“

Heimild:https://www.hraunavinir.net © Jónatan Garðarsson 2009

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Krýsuvík

Í Bæjarblaðinu árið 1990 var fjallað um „Gífurlegan uppblástur á Reykjanesskaga“ með undirfyrirsögninni – „Uppblásturinn víðast hvar kominn niður á berar klappir„:

Skógrækt

Bæjarblaðið 1990 – forsíða.

„Flest okkar hafa eflaust leitt hugann að því hvernig Ísland hafi litið úr þegar ekki sást til fjalla fyrir þéttvöxnum skógbreiðum, en þannig ku það hafa litið út í eina tíð. Þá er það spurning hvort Ísland hefði ekki átt að heita Grænland eða öfugt?
En hvað sem því líður, þá hefur þjóðarsálin rumskað til vitundar. Ísland skal verða grænt á nýjan leik, eftir þá gífurlegu landeyðingu sem átt hefur sér stað; landið nánast að fjúka út í veður og vind.
Björgunaraðgerðir eru hafnar svo um munar, og nú má ekki sofna á verðinum. Skógræktarátakið og uppgræðslan má ekki verða stundarfyrirbrigði eða tískubóla. Þetta er framtíðarverkefni þjóðarinnar.
Skógræktarfélag Íslands hefur staðið að Landgræðsluátakinu 1990 og undirtektir landsmanna hafa verið góðar. Sjálfboðaliðar skipta hundruðum, jafnvel þúsundum. Tekist hefur að hrífa marga með sem ekki hugsuðu út í þessi mál áður. Átakið nær til 76 svæða um landið og er takmarkið að setja niður 1,5 milljónir plantna. Hluti þess hefur verið gróðursettur hér á Suðurnesjum.
Í greinargerð Svæðisskipulags Suðurnesja 1987-2007 er m.a. að finna kafla um landgræðslu og skógrækt á svæðinu. Er hann birtur hér óbreyttur, til fróðleiks handa lesendum og áhugafólki um umhverfismál.

Almenn lýsing

Reykjanesskagi

Reykjaneskagi – gróðurkort.

Skipta má Reykjanesskaganum í þrjá aðalhluta eftir gróðurfari, og fer það saman við bergmyndun hans, þ.e. Móbergssvæðið, fjallaklasinn frá Grindavík austur fyrir Kleifarvatn er gróðurlaust og blásið land. Grágrýtissvæðið, þ.e. vesturhluti skagans og Miðnesheiði er að mestu hulið mójarðvegi, sem hefur verið að blása upp. Miðhluti og vestasti hluti Reykjanessins er hulið hrauni sem er yngra en frá síðustu ísöld. Það er að mestu mosavaxið með grasbollum og hefur ekki verið í mikilli hættu af öðru en ofbeit.
Víðar á Reykjanesi er uppblástur kominn niður á berar klappir, einkum á Hafnaheiði. Þar er jarðvegur ýmist mjög sandblendinn eða hreinn sandur.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Gróðureyðing og gróðurrýrnun sú sem víða blasir við á Suðurnesjum á sér alllanga sögu og margar orsakir. Jarðvegur er ákaflega rýr og er að mestu myndaður úr gosefnum, og er því fokgjarn. Veðrátta er umhleypingasöm og óhagstæð gróðri, og lítið er um að snjóalög hlífi gróðri á vetrum.
Ofbeit fjár hefur haft mikil áhrif til gróðureyðingar, einnig upprif á kjarri og lyngi til eldiviðar áður fyrr í miklum mæli. Þá hefur nú á seinni áratugum verið flutt mold í lóðir úr rofabörðum á svæðinu. Víða hafa orðið gróður- og jarðvegsspjöll af völdum aksturs utan vegar.
Á Miðnesheiði, sem nú er að mestu auðn, hefur verið töluverður jarðvegur fyrr á árum miðað við þykkt rofabarða sem eftir standa.
Þegar litið er á gróðurfar á Suðurnesjum í heild, má segja að það sé ekki í samræmi við gróðurskilyrði. Hins vegar fer það nú víðast hvar batnandi og beitarálag minnkandi.

Framkvæmdir við landgræðslu

Reykjanes

Reykjanesskagi – Stóra-Sandvík.

Árið 1938 var sáð í sandinn við Stór-Sandvík og í sandana milli Sandgerðis og Hvalsness, og svæðin girt af í framhaldi af því. Uppblásturinn frá þessum svæðum var þá farinn að ógna nærliggjandi byggð, t.d. í Höfnum.
Skógræktarfélag Suðurnesja hefur stuðlað mjög að landgræðslumálum. Árið 1969 gerði það samþykkt um nauðsyn þess að lausaganga sauðfjár yrði bönnuð á skaganum, en einungis leyft að hafa fé í afgirtum hólfum.
Leitað var til sveitarfélaganna í þessum efnum og árið 1977 samþykktu þau öll slíka friðun á vestanverðum Reykjanesskaga. Á árunum 1977-78 var gerð landgræðslugirðing þvert yfir Reykjanes, frá Vogum að norðan, allt til Grindavíkur að sunnan. Þetta var samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Krýsuvíkurréttir

Krýsuvíkurréttir.

Allt land vestan þessarar girðingar er landgræðslusvæði, og er lausaganga búfjár bönnuð. Gæsla er kostuð af sveitarfélögum á Suðurnesjum og er höfð þar sem girðingin liggur að Keflavíkurvegi. Þetta er nú næststærsta samfellda landgræðslusvæði landsins.
Í athugun var að girða sunnan við Reykjanesbrautina frá áðurnefndri landgræðslugirðingu vörslugirðingu í höfuðborgarsvæðisins við Hafnarfjörð. Með þessu myndi landgræðslusvæðið stækka verulega, Vatnsleysuströnd yrði þá laus við ágang búfjár og slysahætta á Reykjanesbraut af völdum sauðfjár myndi hverfa. Hugmyndir hafa nú komið fram um að girða þvert yfir skagann á móts við Kleifarvatn og girða jafnframt af beitarhólf vestar á svæðinu. Þegar þetta er ritað hefur ekki verið tekin ákvörðun
um þetta.

Uppgræðsla

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

Landið innan landgræðslugirðingarinnar á Reykjanesi var víða algerlega uppblásið. Landgræðslustarfið hefur því að mestu miðast við að endurgræða slík svæði. Friðun ein sér dugði ekki. Landið var orðið svo rýrt, að áburðardreifing og sáning urðu einnig að koma til. Friðun hefur hins vegar bætt landið þar sem einhver gróður var fyrir.
Ýmis áhugamannafélög og fyrirtæki hafa sýnt gróðurverndarmálum mikinn áhuga. 1970 til 1979 dreifðu félög og félagasamtök og síðar flugvélar landgræðslunnar nærri 600 tonnum af áburði og fræi.
Sveitarfélögin leggja fram ákveðið fjármagn í samvinnu við Landgræðslu ríkisins til fræ- og áburðarkaupa. Einnig hafa Keflavíkurverktakar lagt fram verulegt fjármagn á undanförnum árum og Íslenskir aðalverktakar lögðu fram verulega fjárhæð árið 1988.

Uppgræðsla

Uppgræsðla sunnan Arnarfells í Krýsuvík.

Frá 1975 hefur flugvél landgræðslunnar dreift svo til öllum áburði til uppgræðslu á Reykjanesi. Frá 1979 hefur verið dreift um 100 tonnum á ári. Þarna var starfað af nokkrum krafti og áhuga fyrstu árin, en úr því lognaðist starfið út af, þannig að í 20-25 ár hefur það legið niðri að mestu og skógræktarfélagið að heita má óvirkt. Í Grindavík er starfandi skógræktarfélag.
Áðurnefndir skógræktarreitir eru Háibjalli við Snorrastaðatjarnir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sólbrekkur við Seltjörn í Njarðvík, Selskógur í Þorbirni við Grindavík og Álaborg í Miðneshreppi. Allir þessir reitir eru innan landgræðslugirðingarinnar.

Rósel

Rósel ofan Keflavíkur 2020 – umlukið trjárækt.

Trjárækt í þéttbýli hefur nokkuð verið stunduð, einkum í Keflavík og Njarðvík en í minna mæli í hinum sveitarfélögunum. Í seinni tíð hefur fólk sinnt trjárækt á lóðum sínum og búast má við að árangur þess sjáist í auknum mæli á næstu árum. Ræktun lóða helst oft í hendur við ástand viðkomandi gatna, þannig má vænta enn verði skógrækt á flatlendi utan byggðar á svæðinu.
Hins vegar mælir Skógrækt ríkisins með því að skógrækt utan þéttbýlis verði fyrst og fremst við Háabjalla, Sólbrekku og í Selskógi.

Baðsvellir

Baðsvellir (Selskógur) ofan Þorbjarnar í Grindavík.

Skógrækt er sennilega víðar möguleg, þ.e. austan Grindavíkurvegar. Sem dæmi um staði sem sennilega eru hentugir til skógræktar má nefna skjólsæla staði sunnan og vestan undir Fagradalsfjalli og í Fagradal. í Strandarheiði í skjóli af klettum, nálægt Kálffelli og á Höskuldarvöllum mætti hugsanlega hafa trjárækt. Örnefni vitna um að áður fyrr hafi verið skógur sums staðar á svæðinu, t.d. Skógfell og Kolgrafarholt i Strandarheiði. Til að byrja með er mælt með nokkrum stöðum við Fagradalsfjall. Á Keflavíkurflugvelli hefur einnig unnið mikið að landgræðslumálum á flugvallarsvæðinu.
Að mati Landgræðslu ríkisins væri æskilegt að árleg áburðardreifíng næstu árin innan landgræðslugirðingarinnar yrði um 130 tonn.

Skóg- og trjárækt

Vogar

Akurgerði í Vogum.

Árið 1950 var stofnað Skógræktarfélag Suðurnesja, sem hófst handa um skógrækt á örfáum stöðum á Suðurnesjum. Af starfi félagsins eru sýnilegir nokkrir skógræktar frekari áhuga almennings fyrir trjárækt á lóðum sínum með auknu slitlagi á götum og gangstéttum. Almenningsgarðar (skrúðgarðar) með trjárækt eru gengt Myllubakkaskóla í Keflavík og í Aragerði í Vogum.
Vegna ályktunar Alþingis frá 1985, um könnun á möguleikum á skógog trjárækt á Suðurnesjum, hefur Skógrækt ríkisins sent frá sér álitsgerð um skóg og trjárækt á svæðinu.
SkógræktHelstu niðurstöður eru þær, að Skógrækt ríkisins mælir skógræktarsvæði með það í huga, að þau verði grænar vinjar á hinu hrjóstuga landi, sem þarna er. Markmiðið hlýtur að vera, að fólk geti notið þar útivistar i skjóli, sem tré ein geta gefið og þar sem samspil nokkurra trjátegunda gleður augað. Skipulagið á að felast m.a. í því að skapa slíka mynd, sterka andstæðu við nakið og hrjúft landslag. Vegir að þessum svæðum þurfa að vera vel færir öllum bifreiðum. Það má jafnvel hugsa sér möguleika á að tjalda þar, ef menn vilja leggja í kostnað við nauðsynlega aðstöðu til þess.“

Heimild:
-Bæjarblaðið, 24. tbl. 27.06.1990, Gífurlefur uppblástur á Reykjanesskaga – uppblásturinn víðast hvar kominn niður á berar klappir, bls. 10-11.

Háibjalli

Háibjalli.