Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is).
Elín Björnsdóttir (1903-1988)

Minnismerki – Smalaskála.
Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld í Hafnarfirði. Hann fékk úthlutað ræktunarlandi í Smalahvammi árið 1945, reisti þar bústað og undir hag sínum þar vel ásamt eiginkonu og börnum. Þegar Elín lést kom Jón minningarsteininum fyrir í hlíðinni og reisti við hann allmikil steinlistaverk, sem enn standa. Jón lést árið 2002.
Sörli

Sörli.
Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er að Sörlastöðum við Sörlaskeið 13a í Hafnarfirði. Minnismerki um stofnuna er á hestasteini er norðan við reiðhöllina.
Vatnshlíðarlundur – Hjálmar R. Bárðarson

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.
Í Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns er minningarlundur. Lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson.
„Vatnshlíðarlundur – Til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson. Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk – Landgreiðslusjóður 2012″.
Landgræðslusjóður 2012.“
Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns. Neðan hans til suðurs má sjá sléttan gróinn bala í hlíðinni er hýsti fyrrum bústað þeirra hjóna. Skógarreiturinn umhverfis er ágætur vitnisburður um áhuga og elju þessara skógræktarunnenda.
Vatnshlíð

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.
Í Vatnshlíðarlundi, ofan við upplýsingaskilti um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson og vestan við minnisvarða um þau hjónin er bekkur. Á bekknum er skilti eð eftirfarandi áletrun: „Fyrir öll börnin okkar – í minningu þeirra: Þorlákur Ingi Sigmarsson, Sindri Pétur Ragnarsson, Orri Ómarsson. Starfsfólk bráðamóttöku barna 2021.“
Mirai no Mori – Klifsholti – Íslensk-japanka félagið

Mira No Mori.
Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.
Reiturinn er við reiðstíg er liggur frá Sléttuhlíð að Búrfellsgjá, norðan Smalaskálaholts. Í reitnum er tré-/járnsúla með áletrunni Mirai-no-mori (未来の森).
Trjálundur Alþjóðasamataka Lions

Lions.
Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions er ofan/austan Sléttuhlíðar, skammt frá Kaldárselsvegi. Við reitinn er steinstöpull. Á honum er skjöldur með áletrunni:
„Fundur Alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi 2019 – Guðrún Yngvarsdóttir, alþjóðaforseti Lions 2018-2019“.
Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um látna Lionsfélaga.
Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er rétt norðvestan við Smalaskálahvamm norðan Kaldárselsvegar. Í honum er stuðlabergssteinn. Á hann er letrað: „Stofnaður 14. apríl 1956. Til minningar um látna félaga„.
Lionsfélagar í Hafnarfirði hafa jafnframt sett upp bekki bæði umleikis Hvaleyrarvatn og við göngustíga í höfðunum umhverfis vatnið til minningar um látna félaga. Tveir bekkjanna eru t.d. ofan við Værðarlund, báðir með áletruninni: „Lionsklúbburinn Ásbjörn – Gjöf frá Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar.“
Á öðrum bekkjum eru sambærilegar áletranir. Bekkirnir eru á völdum stöðum þar sem lúnir geta hvílst og safnað orku til áframhaldandi átaka á ferð sinni umhverfis vatnið sem og um nærliggjandi skógarlundi. Allt er með góðvilja gjört.
Trjálundur Rotary I

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Trjálundur Rótarý er skammt vestan Klifsholts undir Smalaskálahvammi. Við lundinn er bekkur. Á honum eru þrír skildir með áletrunum: vinstra megin: „Bekkir á Græna treflinum.
Hægra megin: „Þessi bekkur er gjöf Rótarýsklúbbs Hafnarfjarðar til þeirra sem um stíginn fara„. Á undirskildi stendur: „Til minningar um Rótarýfélaga.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2002.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2000.
Jón Vignir karlsson f. 1946 – d. 2017.„

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Á þeim þriðja stendur: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?„
Bekkur þessi núlifandi Rótraýfélaga er sá æðsti og efsti af 11 slíkum, sem Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, hafa komið fyrir við malbikaða göngustíginn vestan Kaldárselsvegar, allt frá nýju spennustöðinni á milli gömlu og nýju hesthúsanna, að Gjánum norðan Kaldársels, allt að leiðarlokum við trjálund þeirra vestan Klifsholts er geymir minningastein þeirra um látna félaga – göngulúnum til hvíldar á langri leið. Tilgangurinn og markmiðið er að heiðra og varðveita minninguna um horfna félaga.

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Sem fyrr segir er efsti bekkurinn helgaður minningu þriggja Jóna með umræddri spaksgrein. Sá 10. (í Gjánum) er helgaður Helga G. Þórðarsyni f. 1929 – d. 2003 og Steingrími Atlasyni f. 1919 – 2007 með áletruninni: „Staldraður við, njóttu stundarinnar. Níundi bekkurinn er helgaður Birni Árnasyni f. 1928 – d. 2007 og Steinari Steinssyni f. 1926 – 2015. „Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun“ er grafið á bekkinn þann.
Áttundi bekkurinn segir af Guðmundir Friðriki Sigurðssyni f. 1946 – d. 2022 og Sigurði Þorleifssyni f. 1948 – d. 2018 með eftirfarandi ábrýningu: „Gleðstu yfir góðum degi“.

Hafnarfjörður – minnismerki ; Rótarý.
Sá sjöundi er minning um Stefán Júlíusson f. 1915 – d. 2002 og Jón Bergsson f. 1948 – d. 2018. Áletrunin: „Megi dagur hver fegurð þér færa“.
Sjötti bekkurinn: Trausti Ó. Lárusson f. 1929 – d. 2021 og Þórður Helgason f. 1930 – d. 2018. Þeir frá yfirskriftina „Ástin er drifkraftur lífsins“.
Fimmti bekkurinn, nálægt Skógrækt Hafnarfjarðar, er tileinkaður Alberti Guðmundssyni f. 1926 – d. 2016, Sigurbirni Kristinssyni f. 1924 – d. 2011 og Sigurði Kristinssyni f. 1922 – 2005. „Megi gæfan þig geyma“.
Fjórði bekkur er tileinkaður Gísla Jónssyni f. 1929 – d. 1999 og Skúla Þórssyni f. 1943 – d. 2008 með orðunum „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý. bekkur við skógarlund félaga félagsins.
Þriðji þakklætisniðurseturstaðarmöguleikinn er í boði Guðjóns Steingrímssonar f. 1924 – d. 1988 og Steingríms Guðjónssonar f. 1948 – d. 2023. Þeir bjóða upp á „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Annar hvíldarbekkurinn á Kaldárselsgöngustígnum er í minningu Valgarðs Thoroddsens f. 1906 – d. 1978 og Stefáns Jónssonar f. 1909 – d. 2001 með orðunum „Upplifðu fegurð náttúrunnar“.
Fyrsti bekkurinn, sem reyndar bíður flesta óþreytta velkomna á leið út úr bænum og verður að teljast sá velkomnasti heimleiðinni er tileinkaður minningu Níels Árnasonar f. 1923 – d. 2016 og Bjarna Þórðarsonar f. 1936 – d. 2012. Á bekknum er eftirfarandi áletrun: „Hver áfangi er leiðin að sigrinum“.
Sjá HÉR tengil Fjarðarfrétta um bekki Rótarýsfélaga Hafnarfjarðar.
Trjálundur Rotary II

Rótarý – minningarsteinn.
Í trjálundi Rotarys vestan Smalaskála austan Sléttuhlíðar, skammt innan bekkjarins upphafsfyrrnefnda, er stuðlabergssteinn. Á honum er merki Rotarys og undir því má lesa: „Rótarýklúbbur – stofnaður 9. okt 1946. Í minningu látinna félaga“.
Neðst á steininum er lítill málmskjöldur, illlæsilegur. Á honum stendur: „Steininn er reistur fyrir gjöf Níelsar Árnasonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans í klúbbnum.“
Eins og margir eldri Hafnfirðingar muna stýrði Níels Árnabíói (Hafnarfjarðarbíói) af mikilli röggsemi um margra áratuga skeið.
Lítilmátlegi málmskjöldurinn neðst á minningarsteinstöpli um látna Rotarys-félaga lýsa honum vel.
Á merkisafmæli Níels Árnasonar voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur Rótarýfélagi og af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. (Við álestur niðurspjaldsins þurfti reyndar að beita svolitlum „göldrum“ til framköllunar.)

Rotary – minningarskjöldur Níels Árnasonar. Letrið var framkallað með krít.
Níels afhenti Rotaryklúbbnum á afmælisdaginn sinn þann 5. júní eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og „hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann settur upp fljótlega“. Hér má sjá steininn þann.
Guðlaug Lára Björgvinsdóttir (1946-2021)

Hafnarfjörður – minnismerki; Guðlaug B.
Við gangstíg gegnt Eskivöllum 21 er bekkur, gefinn íbúum Hafnarfjarðar af Braga Brynjólfssyni. Á bekknum er skilti: „Til minningar um Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóa), 14.04.1946-11.01.2021“.
Bragi var innfæddur Hafnfirðingur, fæddist, að eigin sögn, „hálfur inni í Hellisgerði“. Staðreyndin er sú að foreldrar Braga bjuggu í húsi er skagaði fyrrum inn í Hellisgerði, en sjálfur fæddist drengurinn á St. Jósepsspítala, en dvaldi í uppvaxtarárunum í viðbyggingu nefnds húss.
Bragi giftist Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur árið 1968 og hófu þau búskap í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, lengi á Hjallabraut 92 og síðustu árin á Eskivöllum 21a.
Bragi Brynjólfsson lést 12. mars 2024. Nauðsynlegt er að bæta við minningarskilti um eiginmanninn Braga á bekkinn þann at’arna.
Hjartarsteinn

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Björgvin Halldórsson.
Hjartasteinn til heiðurs tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður framan Bæjarbíós við Strandgötu 6 í Hafnarfirði 2018. Um var að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói.
Hjartasteinn til heiðurs leikaranum, söngvaranum, tónskáldinu, skemmtikraftinum og Hafnfirðingnum Þórhalli Sigurðssyni, best þekktum sem Ladda, var lagður fyrir framan Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar 2022. Hjartasteininn hlaut Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Þórhallur Sigurðsson.
Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó 30. apríl 2022. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars.

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Guðrún Helgadóttir.
Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, sem lést 23. mars 2022.
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er fjórði listamaðurinn sem fær Hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.
HMB

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.
Þann 12.11.2015 spann eins hreyfils kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF til jarðar í Hafnarfjarðarhrauni með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust. Þeir voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands.
Mennirnir hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ.
Hjalti Már og Haukur Freyr störfuðu sem flugkennarar hjá Flugskóla Íslands.

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.
Haukur fæddist 17. júlí 1990. Hjalti Már fæddist 9. febrúar 1980.
Skömmu eftir slysið komu ættingjar Hjalta fyrir hvítmálum trékrossi á slyssstaðnum. Á krossinum var spjald með áletruninni „HMB“.
Minnismerkið er staðsett skammt vestan Neðri Straumsselshella ofan Straumsels, í svonefndum Almenningi.
Minningarbekkur

Hafnarfjörður – minnismerki; Reykjavíkurvegur.
Við göngustíg vestan Reykjavíkurvegar skammt sunnan Hjallabrautar er bekkur. Á bekknum er skjöldur: „Minningarbekkur – Um hjónin Stefán G. Sigurðsson, kaupmann, og Laufeyju Jakobsdóttur. Brúkum bekki í Hafnarfirði. Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag sjúkraþjálfara, Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær“.
Fleiri „Minningarbekkir“ eru víðs vegar í Hafnarfirði.
Mjólkurbú Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjókurbú Hafnarfjarðar.
Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1934. Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.
Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.
Minnismerkið, þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli, stendur nú þar sem Mjólkurvinnslustöðin, Lækjargata 22, stóð á suðausturhorni Öldugötu og Lækjargötu. Á skilti undir brúsunum stendur: „Hér stóð Mjólkurbú Hafnarfjarðar, stofnað 17. ágúst 1934“.
Örn Arnarson (1884 – 1942)

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.
Nyrst við Austurgötu stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.
Í Þjóðviljanum 9. ágúst 1973 mátti lesa, bls. 12: „Minnismerki um Örn Arnarson – Nýlega hefur verið komið upp minnismerki um Örn Arnarson í Hafnarfirði, en þar bjó hann síðari hluta ævi sinnar, lengst af í Hótel Hafnarfirði. Stóð það þar sem minnismerkið er nú“.
Í gamla hússtæðinu er minnismerkið; Ankeri umlukið lábörðu grjóti umleikis. Undir ankerinu er láréttur stuðlabergssteinn. Á hann ofanverðan er letrað: „Örn Arnarson átti heima hér“. Á norðurhliðina er letrað: „Með hendur á hlunni og orfi, vann hugurinn ríki og lönd“.

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.
Örn Arnarson (dulnefni Magnúsar Stefánssonar) (12. desember 1884 – 25. júlí 1942) var íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína Illgresi sem kom út árið 1924. Þekktustu ljóð hans eru til dæmis: Þá var ég ungur, Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en það ljóð varð síðan innblásturinn að nafni Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Magnús Stefánsson fæddist að Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán Árnason.

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarsson.
Á harðindaárunum eftir 1880 svarf svo að þeim að þau brugðu búi vorið 1887 og réðust vinnuhjú að Miðfirði.
Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði veturinn 1907 – 08, en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum þar sem hann var við nám veturinn 1908 – 09.
Þegar Magnús lét af sýsluskriftunum, fluttist hann til Hafnarfjarðar og átti þar heima lengstum síðan. Fékkst hann þá einkum við afgreiðslu og skrifstofustörf, en hvarf oft að einhvers konar útivinnu á sumrin eins og til dæmis síldar- og vegavinnu. Hann kom nokkuð að sögu íþróttamála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Knattspyrnufélagsins Framtíðarinnar.
Hrafna-Flóki
Á skilti við „Flókavörðuna“ ofan við Hvaleyri má lesa eftirfarandi:

Hvaleyri – Flókavarða; minnismerki.
„Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá mörkum Hörðalands og Rogalands í Noregi, stað sem var kallaður Flókavarði, síðar Ryvarden, til að leita óbyggðs lands vestur í hafi sem sæfarendur vissu af en höfðu lítið kannað. Flóki hafði með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið, en áttavitar þekktust þá ekki á Norðurlöndum. Honum tókst með aðstoð hrafnanna að finna landið og fékk þannig nafnið Hrafna-Flóki. Hann kom fyrst að Suðausturlandi, sigldi vestur með ströndinni, fyrir Reykjanes, þvert yfir Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og nam loks staðar norðan Breiðafjarðar í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.

Flókavarða – skilti.
Vatnsfjörður var mikið gósenland fyrir veiðimenn. Þar var mikið af fugli, fiski og sel sem reyndist Flóka og förunautum hans auðtekin bráð. En Flóki hafði líka með sér búpening sem dó úr hungri næsta vetur, því að komumennirnir höfðu ekki áttað sig á því að á þessum sumarfagra stað þurfti að afla heyja til að halda búpeningi lifandi yfir veturinn. Vonsvikinn ákvað Flóki því um vorið að snúa aftur heim. Áður en hann lagði af stað gekk hann upp á hátt fjall fyrir norðan Vatnsfjörð, sá þar fjörð fullan af hafísum og gaf landinu nafnið Ísland sem það hefur borið síðan.

Flókavarða – texti á skilti.
Á heimleiðinni varð Flóki fyrir óhappi. Á sunnanverðum Faxaflóa slitnaði bátur aftan úr skipinu en í honum var einn af förunautum Flóka sem hét Herjólfur. Flóki vildi ekki skilja hann eftir og hélt til lands. Hann kom í Hafnarfjörð og fann þar hval rekinn á eyri út frá firðinum og gaf eyrinni nafnið Hvaleyri. Þar fann hann Herjólf sem hafði tekið land annars staðar, á stað sem var síðan kallaður Herjólfshöfn. Ekki er núna ljóst hvar sá staður hefur verið.
Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi nú reist vörðu (varða) til minningar um Flóka og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borðið síðan.“
Hansakaupmenn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum
Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:
„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.
Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.

Flensborgarhöfn – skilti.
Minnismerki var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar.
Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Dr. Johannes Rau, forseti Þýskalands, flutti stutt ávarp við afhjúpunina.
Vinabærinn Cuxhaven

Hafnarfjörður – afhjúpun Cuxhaven-minnismerkisins.
25. nóvember 2013 var afhjúpað minnismerki um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Á upplýsingaskilti við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.
Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins árið 2013.

Hafnarfjörður – merki Hafnarfjarðar og Cuxhaven.
Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.
Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess.
Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Hafnarfjörður – minnismerki og söguskilti.
Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.
Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”
Minnismerkið er vestan Strandgögu gegnt Dröfn.
Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri

Hafnarfjörður – Bein þriggja manna; minnismerki.
Árið 1922 tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti á Hvaleyri, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, var gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Bein þessi munu, að hans áliti, hafa verið frá síðari öldum og þótti honum ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau voru talin sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Kirkjugarður var á Hvaleyri, í einungis hundrað metra fjarlægð frá fundarstaðnum.
Minningarplatti er suðaustast við jaðar Hvaleyrartúns þar sem beinin fundust á honum stendur: „Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 1926“.
Altari sjómannsins

Minnismerki – Altari sjómannsins við Víðistaðakirkju.
Til minningar um horfna sjómenn.
Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
Minning um drukknaða fiskimenn
Við Kaplakrika Hafnarfjörður
Minnisvarði í Kaplakrika í Hafnarfirði.
In memoriam – Minning um drukknaða fiskimenn.
Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922 og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Minnismerki – Kaplakriki.
Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.
Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.
Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.
Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.
Sigling
Minnisvarði um sjómenn
Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.
Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði.
Knattspyrnufélagið Haukar
„Stofnfundur Knattspyrnufélagsins Haukar
(endurritun úr fundargerðarbók.)
1. fundur.
Sunnudaginn 12. apríl 1931 komu nokkrir drengir saman í húsi KFUM til þess að stofna íþróttafélag er eigi að standa á grunndvelli KFUM.

Minnismerki – Haukahúsið.
Þeir sem eru stofnendur félagsins eru þessir:
Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Nikolaj Grímsson, og Geir Jóelsson.
Á fundi gerðist sem hér segir:
Sigurgeir Guðmundsson sagði frá för sem hann og tveir aðrir drengir fóru til þess að tala við Jóel Ingvarsson um stofnun þessa félags.
Í stjórn félagsins voru þessir kosnir. Karl Auðunsson formaður, Sigurgeir Guðmundsson gjaldkeri. Hallgrímur Steingrímsson ritari.
Varamenn voru kosnir Bjarni Sveinsson varaformaður en Nikolaj Grímsson vararitari.
Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum því slitið.
Hallgrímur Steingrímsson ritari.“ Minnismerkið er við inngang húss nr. 15 við Hverfisgötu, fyrrum húss KFUM og K.
Víðistaðir

Minnismerki – Víðistaðir.
Til minningar um
Bjarna Erlendsson, 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur, 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka.
Minnisvarðinn sendur í Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Hellisgerði
Bjarni Sivertsen (1763-1833)
Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði.
Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908.
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908.

Minnismerki – Friðrik Bjarnason.
Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár.
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.
Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.
Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju
Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði.
Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.

Minnismerki – Guðmundur Einarsson.
Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu.

Minnismerki – Bjarni Sívertsen.
,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.”
Guðmundur Gissurarson (1902-1968)
Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs.
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.
Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Reykdalsstífla 1906

Minnismerki – Jóhannes Reykdal við Reykdalsstíflu.
Jóhannes J. Reykdal var stórhuga brautryðjandi og athafnamaður sem reisti m.a. þrjár vatnsaflsvirkjanir í Læknum í Hafnarfirði. Sú hin fyrsta var gangsett þann 12. des. 1904 og markaði sá viðburður upphaf rafvæðingar Íslands. Þá voru kölduljós kveikt í 15 húsum í bænum auk fjögurra götuljósa. Hörðuvallavirkjun, nokkru ofar í Læknum, var svo gangsett haustið 1906. Afl hennar, 37 kW, fullnægði þörf bæjarins fyrir rafmagn. Kallast hún nú Reykdalsvirkjun. Sú þriðja, enn ofar, var gangsett árið 1917.
Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.
Rétt sunnan golfvallarins í Setbergi er þessi minnisvarði um Jóhannes Reykdal og fjölskyldu hans. Þau voru grafin í heimagrafreit þar sem nú er minnisvarðinn.
“Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn)”.

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.
“Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.”
Þau sem þarna er minnst eru Reykdalshjónin og fimm af börnum þeirra:
Jóhannes J. Reykdal,
f. 18.1.1874 – d. 1.8.1946
Þórunn B. Reykdal,
f. 21.10.1883 – d. 3.1.1964
Ásgeir Reykdal,
f. 25.7.1906 – d. 24.6.1933
Böðvar Reykdal,
f. 23.6.1907 – d. 2.1.1931

Minnismerki – Óskar Páll Daníelsson.
Jóhannes Reykdal,
f. 3.11.1908 – d. 30.12.1942
Friðþjófur Reykdal,
f. 28.7.1911 – d. 26.2.1934
Lovísa Reykdal,
f. 18.11.1918 – d. 20.4.1931
Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)
f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012
Frá Dýrð til Dýrðar
Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar Páll hrapaði þar.
Stefánshöfði

Minnismerki – Stefánshöfði.
Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944. Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.
Þórður Edilonsson (1875-1941)
Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899.

Minnismerki – Þórður Edilonsson.
Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941.
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.
Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.
Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.
Brautryðjendur
Til minningar um brautryðjendurna, Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.

Minnismerki – Brautryðjendur.
Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994) – Andrés Gunnarsson (1904-2003).
Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.
Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.
“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”

Minnismerki – Guðmundur Þórarinsson.
Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.
Björn Árnason (1928-2007)
Björnslundur

Minnismerki – Björn Árnason.
Til minningar um Björn Árnason bæjarverkfræðing og skógarbónda
Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði
Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur
Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út.
Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni.
Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) – Reynir Jóhannsson (1927-2012)

Minnismerki – Hólmfríður Finnbogadóttir.
Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.
Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.
Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.
Hólmfríður Finnbogadóttir
Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson hófu skógrækt hér 1980.
Ingvar Gunnarsson (1886-1961)

Minnismerki – Ingvar Gunnarsson.
Til minningar um Ingvar Gunnarsson fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við

Í Skólalundi.
Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]
Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum
Jónas Guðlaugsson (1929-2009)

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson.
Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.
Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalandsárunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson í Cuxhavenlundi.
Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.
Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn.

Afhjúpun minningarreitsins í Cuxhavenlundi.
Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar.
Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafslundur

Minnismerki – Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson.
Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.

Minnismerki – Rolf Peters.
Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.
Rolf Peters
Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur.

Hvaleyrarvatn.
Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)
Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði
Systkinalundur

Minnismerki – Systkinalundur.
Systkinalundur Gunnlaugs Kristmundssonar, Ingibjargar Kristmundsdóttur og Guðmundar Kristmundssonar.
Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942.
Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.
Skátalundur

Minnismerki – Látnir skátar.
Við skátaskála Gildisskáta við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er minnismerki um látna skáta. Þótt sérhverra þeirra sé ekki getið á minningarskildinum ber að taka viljan fyrir verkið.
Ofangreind minnismerki má finna í landi Hafnarfjarðar. Líklega eru minnismerkin mun fleiri, ef allt er talið, s.s. minnismerki, vatnshjólið, um fyrstu rafvæðinguna við Lækinn sem og hin ýmsu minningarmörk víðs vegar um bæinn.
Þannig má segja að hinir ýmsu „merkimiðar“ á einstökum stöðum, s.s. á Arnarklettum við Arnarhraun, og hin mörgu upplýsingaskilti á tilteknum sögustöðum bæjarins bæti verulega um betur í þeim efnum.
Heimild m.a.:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/hafnarfjordur-minn/Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Sigling. Á skildi neðst á listaverkinu mála lesa: „Þorkell Gunnar Guðmundsson (1934)
Sigling – sailing. 1961 – Sett til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt 1976.
Fornleifafræði – upphaf og endir
Fornleifafræði er fræðigrein, sem fjallar um manninn út frá margvíslegum hliðum, t.a.m. út frá beinum (dýra- og manna), gripum (þ.m.t. byggingum), landslagi, ljósmyndum, kortum og öðrum skjölum. Helstu aðferðir fornleifafræðinga er fornleifaskráning og fornleifauppgröftur. Fornleifafræðingar fást við rannsóknir á ólíkum tímum, t.d. forsögulegum, miðöldum, og á minjum nútímasamfélaga.
Saga fornleifafræði á Íslandi fram til 1850
Ólafía Einarsdóttir (1924-2017). Margir hafa verið á þeirri skoðun, að dr. Ólafía Einarsdóttir hafi verið fyrsti íslenski fornleifafræðingurinn. Þess vegna er eitt af tímaritum fornleifafræðinga á Íslandi kallað Ólafía. Ólafía lauk gjaldgengu prófi í greininni. Hún stundaði nám í Lundúnum og í Lundi. Ekki gróf Ólafía þó mikið á Íslandi, og hvort það var karlremba í Kristjáni Eldjárn eða kvenremba í Ólafíu, þá var Ólafíu ekki stætt á Þjóðminjasafni Íslands, þar sem Kristján réði ríkjum. Ólafía meistraði í staðinn sagnfræðina og tímatal í fornbókmenntum og er ekki síðri fornleifafræðingur fyrir það. Ólafía er með vissu fyrsta íslenska konan sem varð fornleifafræðingur.
Á meginlandi Evrópu fór áhugi á fornminjum vaxandi samhliða hugmyndum um ríkisvald á 16. og 17. öld. Nýstofnuð ríki þurftu að geta sýnt fram á að ríkisbúar sínir ættu sameiginlega fortíð og upprunasögu; vegna þess beindist áhugi fólks að slíkum gripum og minjastöðum. Álíka var að gerast á Íslandi þar sem fornfræðingar heimsóttu merkilega sögustaði sem nefndir voru í Íslendingasögum.
Fyrsta heildarskráning fornleifa á Íslandi var á vegum dönsku fornleifanefndarinnar á árunum milli 1817 og 1823. Konungur Danmerkur sendi skipunarbréf árið 1807 um að skrá fornleifar í Danmörku og áttu skrásetjarar að vera sóknarprestur sem mundu skrifa ritgerð um fornleifar í sinni sókn. Prestar áttu að líta sérstaklega til staðbunda minja um fornsögur og elstu leifar stjórnvalds, t.d. dómhringi og þingstaði.
Fornleifaskráning
Litla-Botnssel við Hvalfjörð. Selsins er getið í fornleifaskráningu, en staðsetningin er óviss.
Fornleifaskráning er það að leita að minjum á afmörkuðu svæði, hvort sem það er á landi eða í sjó, til skráningar.
Bæði í jörðu og á sjó eru minjar sem hver kynslóð skilur eftir sig og eru þær heimildir um líf fólks. Í tímanna rás hefur það tekið breytingum hvað telst sem fornleifar. Framan af voru aðeins skráðar byggingar og gripir frá víkingaöld en færst hefur í vöxt að skrá minjastaði hvað sem líður aldri þeirra og fremur horft til rannsóknar eða táknrænt gildi þeirra, enda lýkur sögu ekki við ákveðið ártal, eins og 1900 e. Kr.
Skráning minjastaða
Brynjudalur – Þórunnarsel.
Fornleifaskráning felur í sér að leita að upplýsingum í rituðum heimildum, taka viðtöl við staðkunnuga og mæla upp minjar á vettvangi. Skipta má verklagi fornleifaskráningar í þrennt í samræmi við þrjú stig skipulagsvinnu:
Svæðisskráning: Í svæðisskráningu er upplýsingum safnað saman um staðsetningu og gerð minja úr rituðum heimildum. Skjöl eru til að mynda lesin og túnakort skoðuð. Úr þessu fæst grunnur að fjölda og dreifingu minja á tilteknu svæði. Það gefur möguleika á að finna staði sem þykja sérstaklega athyglisverðir til kynninga eða rannsókna og svæði sem eru í hættu. Þessu til viðbótar er svæðisskráning undirbúningur fyrir aðalskráningu.
Í Dyljáarseli.
Aðalskráning: Á þessu stigi er farið út í mörkina og rætt við ábúendur eða aðrar manneskjur sem eru staðfróðar. Að svo búnu er farið af stað og leitað á svæðum sem sennilegt er að minjar leynist á. Þegar minjastaður er fundinn er hann skráður á staðlaðan hátt og lagt mat á ástand hans, hnattstaða fundin, staðurinn ljósmyndaður svo og uppdráttur teiknaður eftir því sem tilefni er til. Einnig er reynt að meta hvort staðurinn sé í hættu og þá af hvaða völdum.
Fiskaklettur 2022 – fyrrum hluti af sögu Hafnarfjarðar; nú einangraður millum húsa.
Deiliskráning: Tilgangur deiliskráningar er að fá upplýsingar um minjastaði á (litlum) afmörkuðum svæðum. Verklag við deiliskráningu er álík og við aðalskráningu nema í deiliskráningu er gengið skipulega yfir allt svæðið og minjar mældar upp á nákvæmari hátt. Öðru hverju gæti verið nauðsynlegt að grafa könnunarskurð til þess að kanna aldur og hvort að um mannvirki sé ræða.
Minjavarsla
Fjárskjólið í Dalnum – nú horfið vegna framkvæmda og áhugaleysis yfirvalda á varðveislu minja.
Fornleifaskráning er eitt mikilvægasta – ef ekki það mikilvægasta – verkefni fyrir minjavörslu hvers lands. Talið er að á Íslandi séu að minnsta kosti 130 þúsund fornleifastaðir en á ári hverju verður fjöldi þeirra fyrir eyðileggingu, til dæmis vegna byggingaframkvæmda, túnasléttunar eða sjávarrofs. Slík eyðilegging getur afmáð sögu sem aðrar heimildir eru fáorðaðar um. Fyrir þá sök er nauðsynlegt að vita hvar staðirnir séu og hvert ástand þeirra svo að hægt sé leggja mat á hvaða sögu samfélagið vill varðveita fyrir framtíðina.
Vísindarannsóknir
Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar, nú horfnar vegna framkvæmda.
Fornleifaskráningar eru iðulega gerðar í tengslum við framkvæmdir, en skráning minjastaða getur að auki verið gerð í vísindalegum tilgangi (eða gögn framkvæmdaskráninga séu nýttar í rannsóknir). Markmið fornleifaskráninga í rannsóknarskyni er t.d. að finna minjastaði, kanna ævisögu landslags eða greina ákveðið mynstur minja. Allt er þetta gert í því skyni að svara ákveðnum spurningum. Þess konar rannsóknar geta verið allt frá því að rannsaka skipulagningu einstakra grafreita upp í feiknastór landsvæði. Með því að skrá form garðsins, staðsetningu minja innan hans og vísun þeirra í klassíska fornöld, þá sýndi rannsóknin fram á hvernig garðurinn var efnislegur vitnisburður sem voldugt tákn um samfélagslegt vald húsráðandans og hafði garðurinn mótandi áhrif á gesti og gangandi.
Fornleifarannsóknir sýna að byggð var hafin í Viðey á 10. öld en árið 1225 var stofnað þar klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Í meira en 300 ár var Viðeyjarklaustur mesta helgisetur í Sunnlendingafjórðungi af Skálholti frátöldu. Alþjóðleg hefð er fyrir því að klausturbyggingar myndi umgerð um klausturgarð. Túlka má rannsóknir á svæðinu á þann veg. Byggingar merktar A, B og C hafa verið grafnar upp og sýna langhús (stofu, skála og búr). Þar austur af er sennilega smiðjukofi (D). Aftur af langhúsinu eru lítið rannsökuð bakhús. Kirkjan (E) er tilgátuhús en fyrir myndir eru sóttar í kirkjur á Þingeyrum og á biskupsstólunum. Jarðsjármælingar sýna að fyrir framan Viðeyjarstofu og kirkju hafi verið byggingar, trúlega sjálf klausturhúsin (F), þau eru einnig tilgátuhús.
Í fornleifaskráningu í vísindaskyni eru samskonar verklagi beitt og í hefðbundinni fornleifaskráningu, einkum deiliskráningu. Tilgangurinn er að fá nákvæmar upplýsingar um minjastaðinn. Af þeim sökun er í fáeinum tilvikum notuð ýmis jarðsjátæki, til dæmis viðnámsmælir, til að skima eftir minjum undir jarðvegi. Í sumum tilvikum eru teknir könnunarskurði til þess að athuga hvort um mannvirki sé að ræða, vita aldur þess eða ná í sýni til efnagreiningar.
Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur.
Hlutir sem við notum mikið slitna, brotna og skemmast, sumt er hægt að endurnýta og gera við en fyrr eða síðar endar langflest af því sem við höfum í kringum okkur (oft með langri viðdvöl í kompu eða á háalofti) á öskuhaugum, þar sem því er annað hvort brennt eða það rotnar og eyðist smátt og smátt.
Öskuhaugur í rannsókn.
Öskuhaugarnir sjálfir verða svo eyðingu að bráð; fyrir utan niðurbrot efnanna í jarðveginum geta þeir horfið vegna vind- og vatnsrofs, landbrots og framkvæmda og þess vegna getur verið mjög erfitt að finna nokkur einustu ummerki eftir fólk að nokkrum öldum eða árþúsundum liðnum.
Það sem varðveitist, annað hvort af því að því hefur verið haldið til haga, til dæmis handrit og listaverk, eða vegna þess að skilyrði í jarðvegi hafa verið góð, er því aðeins brot af því sem upphaflega var, en það brot getur gefið mikilvægar vísbendingar um þá tíma sem leifarnar eru frá. Það er vegna þess sem fornleifar eru rannsóknarefni sérstakrar fræðigreinar, fornleifafræði, en hún fæst við að finna fornleifar og túlka þær sem heimildir um liðna tíð.
Fyrrum hús Brennisteinsfélagsins í Seltúni, elsta hús klætt bárujárni hér á landi, nú við Suðurgötu 10, Hafnarfirði.
Misjafnt er hvað hlutir þurfa að vera gamlir til að teljast fornleifar. Í íslenskum lögum er miðað við að allt sem er eldra en 100 ára teljist fornleifar en einnig þekkist að miðað sé við 500 ár eða allt sem er eldra en miðaldir (það er eldra en 1500 ára). Það er hins vegar ekki einber aldurinn sem gerir gamla hluti að fornleifum heldur fremur hvort þeir geta talist í einhverjum skilningi úreltir og hversu sjaldgæfir þeir eru. Við getum tekið sem dæmi að fáir myndi telja klaufhamar úr ryðfríu stáli sem framleiddur var árið 1927 til fornleifa. Slíkur hamar er eins og hamrar sem framleiddir eru í dag og hefur sama notagildi. 5 ¼ tommu tölvudiskur frá 1986 er hins vegar úrelt fyrirbæri sem erfitt er eða ómögulegt að nota lengur og við myndum því, í hálfkæringi að minnsta kosti, geta talað um sem fornleifar. Notagildið veldur því líka að hamrar geta auðveldlega orðið langlífir og sennilega leynast býsna gamlir hamrar víða í verkfærakistum en úreltir tölvudiskar eru hinsvegar orðnir mjög sjaldgæfir og þegar komnir á dagskrá hjá söfnum og áhugafólki um varðveislu gamalla hluta.
Kuml.
Oft er gerður greinarmunur á hlutum sem hafa varðveist af því að passað hefur verið upp á þá, til dæmis kirkjuskrúð, handrit og gömul málverk, og hlutum sem varðveist hafa í jörðu. Jarðfundnum fornleifum má svo aftur skipta í tvennt eftir því hvort hlutirnir hafa verið skildir vísvitandi eftir undir mold, (einkum legstaðir manna og dýra, sumir með haugfé, og faldir fjársjóðir), eða hvort þeir eru úrgangur eða annað sem hefur verið hent eða skilið eftir (stundum óvart).
Þróunin innan fornleifafræðinnar hefur verið frá upphaflegri áherslu á að finna fagra gripi í átt að sífellt nákvæmari rannsóknum á úrgangi í víðasta skilningi. Þær rannsóknir beinast ekki eingöngu að rústum bygginga og gripum sem finnast í þeim og gömlum öskuhaugum, heldur einnig að dýrabeinum og öðrum matarleifum; ösku, gjalli og öðrum leifum eftir eldamennsku og iðnað; skordýra- og jurtaleifum og efnasamböndum sem geta gefið vísbendingar um lífshætti fólks til forna.
Fornleifauppgröftur á bæjarstæði.
Fornleifafræðingar hafa þróað aðferðir til að setja saman mynd af horfnum samfélögum byggða á slíkum brotakenndum heimildum. Aðeins örlítill hluti af því sem var hefur varðveist og margt af því hefur varðveist fyrir eintóma tilviljun. Það er flókið mál draga skýrar ályktanir af slíkum efnivið en aðferðirnar sem hafa verið þróaðar til þess hafa einnig reynst vel til að rannsaka samtímann – það er ruslið sem við framleiðum og hvað það segir um okkur.
Allt rusl, gamalt og nýtt, er því viðfangsefni fornleifafræðinnar, en fornleifar má telja allt sem er nógu gamalt til að vera orðið úrelt og/eða sjaldgæft.
Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?
Rúnasteinn – sænskur.
Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði sem ritheimildir eru til um.
Áletranir eru mikilvægar en þær finnast aðeins á örlitlu brotabroti allra fornleifa og því hefur þurft að þróa sérstakar aðferðir til að aldursgreina fornleifar. Engin ein aðferð er til sem hægt er að beita á öll efni eða hluti undir öllum kringumstæðum heldur nota fornleifafræðingar yfirleitt margar aðferðir saman til að komast að niðurstöðu um aldur minjanna sem þeir rannsaka.
Þessar aðferðir má flokka í tvennt: annars vegar eru afstæðar tímasetningaraðferðir sem geta greint hvort tilteknar fornleifar eru eldri eða yngri en aðrar en ekki endilega hversu gamlar, og hins vegar algildar aðferðir sem gefa raunaldur hlutanna. Í fljótu bragði mætti ætla að síðarnefndu aðferðirnar væru augljóslega betri en þær eru ýmsum takmörkunum háðar og því liggja afstæðu aðferðirnar að mörgu leyti til grundvallar.
Afstæðar tímasetningaraðferðir
Christian Thomsen (1788-1865).
Það var danski fornleifafræðingurinn Christian Thomsen (1788-1865) sem lagði grundvöllinn að flokkun fornleifa eftir aldri á fyrri hluta 19. aldar. Þá setti hann fram svokallaða þriggja alda kenningu. Hann hafði tekið eftir því að úr elstu jarðlögum komu eingöngu áhöld og gripir úr steini, en úr yngri lögum kæmu líka hlutir úr bronsi og úr enn yngri lögum gripir úr steini, bronsi og járni. Kenning hans var því sú að fyrst hefði verið steinöld, síðan bronsöld og síðast járnöld.
Þessi kenning liggur enn til grundvallar tímabilaskiptingu forsögunnar í Evrópu og Vestur Asíu en hún er fyrst og fremst mikilvæg fyrir það að með henni er hægt að raða hlutum í aldursröð eftir efni þeirra og fundarsamhengi. Elstu leirker finnast til dæmis iðulega í sömu lögum og pússuð steináhöld sem eru ólík slegnum steináhöldum í enn eldri lögum. Á þessari athugun byggir skipting steinaldarinnar í fornsteinöld og nýsteinöld og frá dögum Thomsens hafa fornleifafræðingar unnið sleitulaust að því að greina slík samhengi og skipta “öldunum” niður í æ styttri tímabil.
Leirker eru afar sjaldgæfur fundur við fornleifarannsóknir frá landnámi og fram á 11 öld, tvö brot fundust í Vogum á Höfnum á Reykjanesi og þrjú brot við höfnina á Kolkuósi í Skagafirði.
Í öskuhaugnum í Firði hafa nú fundist yfir 20 brot sennilega öll af sama kerinu. Öskuhaugurinn er aldursgreindur frá 940-1100.
Þó að grófa flokkunin haldi fyrir heilar heimsálfur geta styttri tímabilin verið ólík frá einu landi eða svæði til annars en það helgast af því að skilgreining þeirra byggir á atriðum eins og tísku sem er oft staðbundin. Því má segja að efnin (steinn, kopar, brons, járn, en líka gler, stál, silki og gúmmí) gefi grófa rammann en tæknin (bæði aðferðir við að búa til hluti, til dæmis málmsteypa og postulínsgerð, og við að nýta þá, til dæmis plæging og tedrykkja) og tískan hjálpa til við að tímasetja með meiri nákvæmni. Tíska er lykilatriði í þessu, því að margir hlutir (einkum skartgripir og allskonar skreyti og munstur) geta breyst hratt og því meiri sem breytileikinn er þeim mun styttri eru tímabilin og þeim mun nákvæmar hægt að tímasetja. Það eru ekki bara manngerðir gripir sem fornleifafræðingar líta til í þessu samhengi heldur líka atriði eins og villt dýr í umhverfi bólstaða, hvaða jurtir eru ræktaðar, húsdýrahald og margskonar aðrar vísbendingar um líf og störf mannanna sem taka breytingum með tímanum.
Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Allt þetta byggir á því einfalda en mikilvæga lögmáli að afstaða jarðlaga og mannvistarlaga segir til um aldur þeirra: lagið sem er undir er eldra en það sem er ofan á. Ef gripasafn úr eldra lagi er til dæmis með ákveðna tegund af leirkerjum en það yngra ekki þá getur verið að sú tegund hafi fallið úr tísku, og ef sú breyting sést á mörgum stöðum má hafa þá breytingu sem aldursviðmiðun. Hún segir okkur hinsvegar ekki hvenær þessi leirker hættu að vera í tísku.
Fram um miðja 20. öld áttu fornleifafræðingar í erfiðleikum með að tengja tímabilin sín við rauntíma. Eina aðferðin var að nota gripi með áletrunum sem hægt var að tengja við sögulega atburði og einstaklinga en sú aðferð kemur aðeins að gagni eftir að ritmál var fundið upp, fyrir um 5000 árum síðan í gamla heiminum, en allt sem var eldra en það var erfitt eða ómögulegt að tengja við rauntíma. Þetta breyttist eftir 1950 með tilkomu aldursgreiningar með geislakoli en hún hefur valdið byltingu í tímasetningum í fornleifafræði.
Algildar tímasetningaraðferðir
C-14.
Áletrun getur gefið algilda tímasetningu, til dæmis má yfirleitt treysta því að mynt með nafni kalífa eða konungs sé frá veldistíma hans, en sú tímasetning segir bara til um aldur myntarinnar. Aðrir gripir sem finnast í sama lagi geta ekki hafa lent þar fyrr en eftir að myntin var slegin, en þeir geta annaðhvort verið eldri en hún (það er þeir voru gamlir þegar þeir lentu í laginu) eða miklu yngri (myntin var gömul þegar hún lenti í laginu).
Sú algilda tímasetningaraðferð sem mest áhrif hefur haft og mestu máli skiptir í fornleifafræði nútímans er hins vegar geislakolsaldursgreining, líka þekkt sem kolefnisaldursgreining eða C14. Þessi aðferð byggist á því að þrjár samsætur kolefnis (C) eru í andrúmsloftinu og hlutfallið á milli þeirra er stöðugt. Sama hlutfall er svo í öllum lífverum. Ein af þessum samsætum, C14, er geislavirk sem þýðir að hún er óstöðug og breytist í stöðugu samsætuna N14. Það sem skiptir máli fyrir tímasetningar er að geislavirk efni eyðast með stöðugum og ákveðnum helmingunartíma sem er hægt að ákvarða með mælingum í rannsóknastofu.
C-14.
Helmingunartími C14 er 5730 ár og með þessu má aldursgreina allar lífrænar leifar aftur til um 40.000 ára. Fara má nærri um raunaldur jarðlags með því að tímasetja hluti eins og fræ og dýrabein sem sjaldnast eru meira en nokkurra ára þegar þau lenda undir torfu, en aðalkosturinn við þessa aðferð er að hún er sjálfstæð, óháð bæði ritheimildum og flokkunarkerfum forngripa; og að henni má beita á öll lífræn efni, meðal annars þau sem lent hafa í eldi og kolast en kolaðar leifar geta varðveist þar sem varðveisluskilyrði eru að öðru leyti slæm fyrir lífrænar leifar.
Með þessu er ekki allur vandi leystur; ýmis vandamál eru við meðferð og túlkun geislakolsaldursgreininga, og aðferðin nær ekki til eldra skeiðs fornsteinaldar, langlengsta tímabils mannkynssögunnar (nærri 2 milljónir ára). Aðrar aðferðir sem einnig byggjast á stöðugri eyðingu geislavirkra efna (til dæmis úrans og kalín-argons) eru þó til og má nota þær á eldri hluti, fyrst og fremst berg.
Margar aðrar aðferðir eru til en þær eiga allar sammerkt að vera annað hvort staðbundnar (eins og gjóskulagatímatalið sem íslenskir fornleifafræðingar styðjast mikið við) eða að aðeins er hægt að beita þeim á sérstök efni. Þar á meðal er trjáhringaaldursgreining sem er nákvæmasta tímasetningaraðferð sem til er en henni er aðeins hægt að beita á sæmilega stóra búta úr tilteknum trjátegundum (til dæmis eik en ekki birki, enn sem komið er að minnsta kosti).
Kléberg í Glúfurgili í Esju.
Þegar fornleifafræðingur stendur frammi fyrir því að tímasetja fornleifar byrjar hann yfirleitt á því að reyna að staðsetja sig gróflega í tíma út frá efnum og gerð gripanna. Hér á Íslandi myndum við til dæmis næsta hiklaust telja að safn sem innihéldi svínabein, glerperlur og kléberg væri frá víkingaöld en að safn með leirkerjum og glerbrotum væri frá 17. öld eða yngra, og það þó að söfnin væru að uppistöðu hlutir úr járni og steini sem væru í aðalatriðum eins í báðum. Til þess að fá nákvæmari tímasetningu myndum við svo líta til gjóskulaga, en það getur verið háð aðstæðum hvort til staðar eru gjóskulög sem hægt er að nota sem tímatalsviðmið. Jafnframt myndum við láta gera geislakolsaldursgreiningar á völdum hlutum. Í öðrum löndum er samsetning aðferðanna oftast önnur en alls staðar á það við að efni og gerð hlutanna gefa rammann, en síðan beita menn öðrum aðferðum eftir efnum og aðstæðum, og oftast er geislakolsaldursgreining þar á meðal.
Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?
Víkingur.
Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir „sæfari, sjóræningi“ og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. „Víkingur“ er með öðrum orðum starfsheiti en fyrir löngu hefur skapast sú hefð að nota það sérstaklega um þá norrænu menn sem tóku að ræna, rupla, versla og berjast til landa í Norður-Evrópu á níundu og tíundu öld e. Kr.
Þetta tímabil er oft nefnt víkingaöldin og látið ná frá 793/800 til 1050/1066/1100 e. Kr. Það einkenndist í fyrstu af ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyjum og í strandhéruðum Norður-Evrópu, en fljótlega einnig skipulegum hernaði og landvinningum sem leiddu til þess að þeir settust að í norðurhluta Englands, í borgum eins og Dublin (Dyflinni) á Írlandi, í Normandí í Frakklandi og á svæðinu í kringum Starja Ladoga (Aldeigjuvatn) í Rússlandi.
Víkingar.
Lítið er vitað um hversu stórar byggðir norrænna manna voru á þessum stöðum og víst að þeir samlöguðust fljótt þeim þjóðum sem þar voru fyrir.
Á sama tíma fundu norrænir menn áður óbyggð lönd í Norður-Atlantshafi – Færeyjar, Ísland og seinna Grænland – þar sem þeir settust að. Þeir settust líka að á svæðum sem lengi höfðu verið byggð í Skotlandi: á Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum, Katanesi og einnig á eynni Mön í Írlandshafi. Öfugt við hinar norrænu byggðir í Englandi, Frakklandi og Rússlandi náðu norrænir menn algerum menningarlegum og pólitískum undirtökum á þessum svæðum og var til dæmis talað norrænt mál á Hjaltlandi og Orkneyjum fram yfir siðaskipti.
Vegna þess hve víkingaöldin er litríkt tímabil í sögunni og hve ránsferðir og hernaður norrænna manna skipti miklu fyrir þróun efnahags og stjórnkerfis í Norður Evrópu á þessu tímabili hefur hugtakið „víkingar“ fengið merkinguna „allir norrænir menn á víkingaöld“ í hugum margra.
Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.
Þetta á einkum við um enskumælandi þjóðir en frá sjónarmiði íbúa Bretlandseyja voru sjóræningjar frá Norðurlöndum og norrænir menn almennt einn og sami hópurinn. Af þeim sökum er hugtakið „Viking“ á ensku mjög oft notað sem samheiti fyrir Norðurlandabúa á víkingaöld, friðsamt fólk jafnt sem atvinnusjóræningja. Á Norðurlöndum hefur hinsvegar tíðkast að gera greinarmun á þeim tiltölulega litla hópi sem lagðist í víking og hinum sem heima sátu eða námu óbyggð lönd í úthöfum til að búa þar í friði og spekt. Landnemar á Hjaltlandi og Íslandi voru því ekki víkingar – í mesta lagi fyrrverandi víkingar – samkvæmt íslenskum málskilningi.
Annað starfsheiti frá sama tíma sem einnig hefur fengið merkingu þjóðernis er „væringjar“ en það hugtak var upphaflega notað eingöngu um Norður-Evrópumenn sem mynduðu lífvarðasveit keisarans í Miklagarði (nú Istanbúl). Í henni voru alls ekki bara norrænir menn, heldur líka Engilsaxar og Þjóðverjar, en hugtakið er samt oft notað almennt um norræna menn sem versluðu, rændu og settust að í austurvegi, það er við austanvert Eystrasalt og í Rússlandi.
Leifar sem varðveist hafa eftir víkinga og væringja, það er norræna sjóræningja, kaupmenn og hermenn á 9.-11. öld e. Kr., eru ekki miklar. Það sem vitað er um þetta fólk er mest úr írskum, enskum, þýskum, frönskum og grískum annálum og sagnaritum frá þessu tímabili. Nokkrir rúnasteinar, flestir frá 11. öld og í Svíþjóð, geta einnig um ferðir nafngreindra manna í austur- og vesturvíking. Yngri heimildir, til dæmis íslenskar fornsögur, eru miklu meiri að vöxtum en ekki að sama skapi áreiðanlegar.
Þórshamar eftir uppgröft.
Á sumum svæðum þar sem norrænir menn settust að, til dæmis í Englandi og Normandí, eru örnefni helstu heimildirnar um þá. Það eru bæði nöfn sem norrænir menn hafa gefið bólstöðum sínum og nöfn sem innfæddir hafa gefið stöðum sem tengdust norrænum mönnum með einhverjum hætti. Í Englandi og í Rússlandi hafa einnig fundist nokkur kuml, heiðnar grafir með haugfé, sem greinilega eru norræn. Mun erfiðara hefur verið að bera kennsl á byggingar norrænna manna á þessum svæðum og virðast þeir hafa samið sig mjög fljótt að siðum innfæddra.
Í Englandi og á Írlandi hafa verið gerðir umfangsmiklir uppgreftir í bæjum sem norrænir menn réðu á víkingaöld. Stærstu og frægustu uppgreftirnir eru í York (Jórvík) á Englandi og Dublin á Írlandi. Leifarnar sem hafa fundist á þessum stöðum eru ekkert sérstaklega norrænar – þær skera sig lítið sem ekkert frá leifum úr öðrum bæjum í Norður-Evrópu á sama tíma sem tengjast norrænum mönnum minna (til dæmis Dorestad í Hollandi, Hamwic á Englandi og Novgorod í Rússlandi). Hins vegar er vitað að York og Dublin voru undir stjórn norrænna manna, einkum á 10. öld, og að uppgangur þeirra tengist verslun á vegum víkinga.
Munir uppgötvaðir eftir fornleifagröft.
Það á líka við um bæi sem urðu til á Norðurlöndum á víkingaöld, til dæmis Ribe og Hedeby í Danmörku, Birka í Svíþjóð og Kaupang í Noregi, en við uppgrefti á þessum stöðum hefur fundist ýmiskonar varningur sem ber verslunarsamböndum víkinga vitni. Norðurevrópskir og arabískir peningar frá víkingaöld hafa fundist í þúsundatali á Norðurlöndum, ekki síst á Gotlandi, og eru þeir mjög mikilvæg heimild um verslunarsambönd á þessum tíma.
Á Norðurlöndum hafa menn einnig talið sig geta bent á gripi, yfirleitt úr kumlum, sem gætu verið afrakstur ránsferða utan Norðurlandanna. Það eru til dæmis kirkjugripir og skraut af bókum sem ætla má að hafi verið rænt úr kirkjum eða klaustrum. Slíkir fundir eru þó fáir.
Gripur endurheimtur eftir fornleifauppgröft. Hér verður vitleysunni í kringum klaustursrannsóknir ekki gerð séstök skil.
Miklu sjaldgæfara er að menn hafi talið sig finna ummerki um víkinga utan Norðurlanda (það er önnur en örnefni og ótvíræð kuml). Gripir sem eru klárlega norrænir, eins og til dæmis kúptar nælur sem voru hluti kvenbúnings og norræn mynt, hafa mjög litla útbreiðslu utan Norðurlanda. Sérstæðar leifar eftir norræna menn eru til dæmis rúnarista á styttu af ljóni sem nú er í Feneyjum en var upphaflega í Aþenu, og önnur sem Hálfdan nokkur risti í Hagiu Sofiu, kirkju í Istanbúl.
Mjög mikilvægar leifar sem tengjast víkingum eru skip sem fundist hafa, bæði í grafhaugum (til dæmis Ásubergs- og Gauksstaðaskipin í Noregi) og á hafsbotni (til dæmis fjölmörg í Hróarskeldufirði í Danmörku). Skipin voru tæknileg forsenda fyrir víkingaferðunum og landnámi norrænna manna í Norður-Atlantshafi.
Ásubergsskipið.
Þau eru flest geymd og mörg höfð til sýnis í víkingaskipasöfnunum í Osló og Hróarskeldu (Roskilde).
Leifar eftir norræna menn á víkingaöld er því fyrst og fremst að finna á Norðurlöndum, og eru gripirnir yfirleitt varðveittir á söfnum, bæði þjóðminjasöfnum viðkomandi lands og hérðassöfnum. Í Noregi er hægt að skoða aðfangaskrár forngripasafnanna á dokpro.uio.no.
Sama gildir um gripi sem hafa fundist utan Norðurlanda. Þeir eru flestir varðveittir á þjóðminjasöfnum (til dæmis Skotlands, Bretlands og Írlands) eða á héraðsminjasöfnum. Á svæðum þar sem norrænir menn settust að má víða skoða uppgrafnar byggingar (til dæmis á Jarlshof á Hjaltlandi), tilgátuhús (til dæmis á Borg í Lófóten) og sýningar (til dæmis í York).
Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Fornleifafr%C3%A6%C3%B0i
-https://is.wikipedia.org/wiki/Fornleifaskr%C3%A1ning
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=28898
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=50983
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4377
Þjóðminjasafnið.
Hafnarfjörður – minnismerki
Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is).
Elín Björnsdóttir (1903-1988)
Minnismerki – Smalaskála.
Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld í Hafnarfirði. Hann fékk úthlutað ræktunarlandi í Smalahvammi árið 1945, reisti þar bústað og undir hag sínum þar vel ásamt eiginkonu og börnum. Þegar Elín lést kom Jón minningarsteininum fyrir í hlíðinni og reisti við hann allmikil steinlistaverk, sem enn standa. Jón lést árið 2002.
Sörli
Sörli.
Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er að Sörlastöðum við Sörlaskeið 13a í Hafnarfirði. Minnismerki um stofnuna er á hestasteini er norðan við reiðhöllina.
Vatnshlíðarlundur – Hjálmar R. Bárðarson
Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.
Í Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns er minningarlundur. Lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson.
„Vatnshlíðarlundur – Til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson. Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk – Landgreiðslusjóður 2012″.
Landgræðslusjóður 2012.“
Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns. Neðan hans til suðurs má sjá sléttan gróinn bala í hlíðinni er hýsti fyrrum bústað þeirra hjóna. Skógarreiturinn umhverfis er ágætur vitnisburður um áhuga og elju þessara skógræktarunnenda.
Vatnshlíð
Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.
Í Vatnshlíðarlundi, ofan við upplýsingaskilti um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson og vestan við minnisvarða um þau hjónin er bekkur. Á bekknum er skilti eð eftirfarandi áletrun: „Fyrir öll börnin okkar – í minningu þeirra: Þorlákur Ingi Sigmarsson, Sindri Pétur Ragnarsson, Orri Ómarsson. Starfsfólk bráðamóttöku barna 2021.“
Mirai no Mori – Klifsholti – Íslensk-japanka félagið
Mira No Mori.
Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.
Reiturinn er við reiðstíg er liggur frá Sléttuhlíð að Búrfellsgjá, norðan Smalaskálaholts. Í reitnum er tré-/járnsúla með áletrunni Mirai-no-mori (未来の森).
Trjálundur Alþjóðasamataka Lions
Lions.
Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions er ofan/austan Sléttuhlíðar, skammt frá Kaldárselsvegi. Við reitinn er steinstöpull. Á honum er skjöldur með áletrunni:
„Fundur Alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi 2019 – Guðrún Yngvarsdóttir, alþjóðaforseti Lions 2018-2019“.
Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður – minnismerki; minning um látna Lionsfélaga.
Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er rétt norðvestan við Smalaskálahvamm norðan Kaldárselsvegar. Í honum er stuðlabergssteinn. Á hann er letrað: „Stofnaður 14. apríl 1956. Til minningar um látna félaga„.
Lionsfélagar í Hafnarfirði hafa jafnframt sett upp bekki bæði umleikis Hvaleyrarvatn og við göngustíga í höfðunum umhverfis vatnið til minningar um látna félaga. Tveir bekkjanna eru t.d. ofan við Værðarlund, báðir með áletruninni: „Lionsklúbburinn Ásbjörn – Gjöf frá Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar.“
Á öðrum bekkjum eru sambærilegar áletranir. Bekkirnir eru á völdum stöðum þar sem lúnir geta hvílst og safnað orku til áframhaldandi átaka á ferð sinni umhverfis vatnið sem og um nærliggjandi skógarlundi. Allt er með góðvilja gjört.
Trjálundur Rotary I
Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Trjálundur Rótarý er skammt vestan Klifsholts undir Smalaskálahvammi. Við lundinn er bekkur. Á honum eru þrír skildir með áletrunum: vinstra megin: „Bekkir á Græna treflinum.
Hægra megin: „Þessi bekkur er gjöf Rótarýsklúbbs Hafnarfjarðar til þeirra sem um stíginn fara„. Á undirskildi stendur: „Til minningar um Rótarýfélaga.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2002.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2000.
Jón Vignir karlsson f. 1946 – d. 2017.„
Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Á þeim þriðja stendur: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?„
Bekkur þessi núlifandi Rótraýfélaga er sá æðsti og efsti af 11 slíkum, sem Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, hafa komið fyrir við malbikaða göngustíginn vestan Kaldárselsvegar, allt frá nýju spennustöðinni á milli gömlu og nýju hesthúsanna, að Gjánum norðan Kaldársels, allt að leiðarlokum við trjálund þeirra vestan Klifsholts er geymir minningastein þeirra um látna félaga – göngulúnum til hvíldar á langri leið. Tilgangurinn og markmiðið er að heiðra og varðveita minninguna um horfna félaga.
Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.
Sem fyrr segir er efsti bekkurinn helgaður minningu þriggja Jóna með umræddri spaksgrein. Sá 10. (í Gjánum) er helgaður Helga G. Þórðarsyni f. 1929 – d. 2003 og Steingrími Atlasyni f. 1919 – 2007 með áletruninni: „Staldraður við, njóttu stundarinnar. Níundi bekkurinn er helgaður Birni Árnasyni f. 1928 – d. 2007 og Steinari Steinssyni f. 1926 – 2015. „Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun“ er grafið á bekkinn þann.
Áttundi bekkurinn segir af Guðmundir Friðriki Sigurðssyni f. 1946 – d. 2022 og Sigurði Þorleifssyni f. 1948 – d. 2018 með eftirfarandi ábrýningu: „Gleðstu yfir góðum degi“.
Hafnarfjörður – minnismerki ; Rótarý.
Sá sjöundi er minning um Stefán Júlíusson f. 1915 – d. 2002 og Jón Bergsson f. 1948 – d. 2018. Áletrunin: „Megi dagur hver fegurð þér færa“.
Sjötti bekkurinn: Trausti Ó. Lárusson f. 1929 – d. 2021 og Þórður Helgason f. 1930 – d. 2018. Þeir frá yfirskriftina „Ástin er drifkraftur lífsins“.
Fimmti bekkurinn, nálægt Skógrækt Hafnarfjarðar, er tileinkaður Alberti Guðmundssyni f. 1926 – d. 2016, Sigurbirni Kristinssyni f. 1924 – d. 2011 og Sigurði Kristinssyni f. 1922 – 2005. „Megi gæfan þig geyma“.
Fjórði bekkur er tileinkaður Gísla Jónssyni f. 1929 – d. 1999 og Skúla Þórssyni f. 1943 – d. 2008 með orðunum „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.
Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý. bekkur við skógarlund félaga félagsins.
Þriðji þakklætisniðurseturstaðarmöguleikinn er í boði Guðjóns Steingrímssonar f. 1924 – d. 1988 og Steingríms Guðjónssonar f. 1948 – d. 2023. Þeir bjóða upp á „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Annar hvíldarbekkurinn á Kaldárselsgöngustígnum er í minningu Valgarðs Thoroddsens f. 1906 – d. 1978 og Stefáns Jónssonar f. 1909 – d. 2001 með orðunum „Upplifðu fegurð náttúrunnar“.
Fyrsti bekkurinn, sem reyndar bíður flesta óþreytta velkomna á leið út úr bænum og verður að teljast sá velkomnasti heimleiðinni er tileinkaður minningu Níels Árnasonar f. 1923 – d. 2016 og Bjarna Þórðarsonar f. 1936 – d. 2012. Á bekknum er eftirfarandi áletrun: „Hver áfangi er leiðin að sigrinum“.
Sjá HÉR tengil Fjarðarfrétta um bekki Rótarýsfélaga Hafnarfjarðar.
Trjálundur Rotary II
Rótarý – minningarsteinn.
Í trjálundi Rotarys vestan Smalaskála austan Sléttuhlíðar, skammt innan bekkjarins upphafsfyrrnefnda, er stuðlabergssteinn. Á honum er merki Rotarys og undir því má lesa: „Rótarýklúbbur – stofnaður 9. okt 1946. Í minningu látinna félaga“.
Neðst á steininum er lítill málmskjöldur, illlæsilegur. Á honum stendur: „Steininn er reistur fyrir gjöf Níelsar Árnasonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans í klúbbnum.“
Eins og margir eldri Hafnfirðingar muna stýrði Níels Árnabíói (Hafnarfjarðarbíói) af mikilli röggsemi um margra áratuga skeið.
Lítilmátlegi málmskjöldurinn neðst á minningarsteinstöpli um látna Rotarys-félaga lýsa honum vel.
Á merkisafmæli Níels Árnasonar voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur Rótarýfélagi og af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. (Við álestur niðurspjaldsins þurfti reyndar að beita svolitlum „göldrum“ til framköllunar.)
Rotary – minningarskjöldur Níels Árnasonar. Letrið var framkallað með krít.
Níels afhenti Rotaryklúbbnum á afmælisdaginn sinn þann 5. júní eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og „hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann settur upp fljótlega“. Hér má sjá steininn þann.
Guðlaug Lára Björgvinsdóttir (1946-2021)
Hafnarfjörður – minnismerki; Guðlaug B.
Við gangstíg gegnt Eskivöllum 21 er bekkur, gefinn íbúum Hafnarfjarðar af Braga Brynjólfssyni. Á bekknum er skilti: „Til minningar um Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóa), 14.04.1946-11.01.2021“.
Bragi var innfæddur Hafnfirðingur, fæddist, að eigin sögn, „hálfur inni í Hellisgerði“. Staðreyndin er sú að foreldrar Braga bjuggu í húsi er skagaði fyrrum inn í Hellisgerði, en sjálfur fæddist drengurinn á St. Jósepsspítala, en dvaldi í uppvaxtarárunum í viðbyggingu nefnds húss.
Bragi giftist Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur árið 1968 og hófu þau búskap í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, lengi á Hjallabraut 92 og síðustu árin á Eskivöllum 21a.
Bragi Brynjólfsson lést 12. mars 2024. Nauðsynlegt er að bæta við minningarskilti um eiginmanninn Braga á bekkinn þann at’arna.
Hjartarsteinn
Hafnarfjörður – minningarsteinn; Björgvin Halldórsson.
Hjartasteinn til heiðurs tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður framan Bæjarbíós við Strandgötu 6 í Hafnarfirði 2018. Um var að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói.
Hjartasteinn til heiðurs leikaranum, söngvaranum, tónskáldinu, skemmtikraftinum og Hafnfirðingnum Þórhalli Sigurðssyni, best þekktum sem Ladda, var lagður fyrir framan Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar 2022. Hjartasteininn hlaut Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.
Hafnarfjörður – minningarsteinn; Þórhallur Sigurðsson.
Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó 30. apríl 2022. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars.
Hafnarfjörður – minningarsteinn; Guðrún Helgadóttir.
Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, sem lést 23. mars 2022.
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er fjórði listamaðurinn sem fær Hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.
HMB
Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.
Þann 12.11.2015 spann eins hreyfils kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF til jarðar í Hafnarfjarðarhrauni með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust. Þeir voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands.
Mennirnir hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ.
Hjalti Már og Haukur Freyr störfuðu sem flugkennarar hjá Flugskóla Íslands.
Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.
Haukur fæddist 17. júlí 1990. Hjalti Már fæddist 9. febrúar 1980.
Skömmu eftir slysið komu ættingjar Hjalta fyrir hvítmálum trékrossi á slyssstaðnum. Á krossinum var spjald með áletruninni „HMB“.
Minnismerkið er staðsett skammt vestan Neðri Straumsselshella ofan Straumsels, í svonefndum Almenningi.
Minningarbekkur
Hafnarfjörður – minnismerki; Reykjavíkurvegur.
Við göngustíg vestan Reykjavíkurvegar skammt sunnan Hjallabrautar er bekkur. Á bekknum er skjöldur: „Minningarbekkur – Um hjónin Stefán G. Sigurðsson, kaupmann, og Laufeyju Jakobsdóttur. Brúkum bekki í Hafnarfirði. Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag sjúkraþjálfara, Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær“.
Fleiri „Minningarbekkir“ eru víðs vegar í Hafnarfirði.
Mjólkurbú Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður – minnismerki; Mjókurbú Hafnarfjarðar.
Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1934. Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.
Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.
Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.
Minnismerkið, þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli, stendur nú þar sem Mjólkurvinnslustöðin, Lækjargata 22, stóð á suðausturhorni Öldugötu og Lækjargötu. Á skilti undir brúsunum stendur: „Hér stóð Mjólkurbú Hafnarfjarðar, stofnað 17. ágúst 1934“.
Örn Arnarson (1884 – 1942)
Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.
Nyrst við Austurgötu stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.
Í Þjóðviljanum 9. ágúst 1973 mátti lesa, bls. 12: „Minnismerki um Örn Arnarson – Nýlega hefur verið komið upp minnismerki um Örn Arnarson í Hafnarfirði, en þar bjó hann síðari hluta ævi sinnar, lengst af í Hótel Hafnarfirði. Stóð það þar sem minnismerkið er nú“.
Í gamla hússtæðinu er minnismerkið; Ankeri umlukið lábörðu grjóti umleikis. Undir ankerinu er láréttur stuðlabergssteinn. Á hann ofanverðan er letrað: „Örn Arnarson átti heima hér“. Á norðurhliðina er letrað: „Með hendur á hlunni og orfi, vann hugurinn ríki og lönd“.
Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.
Örn Arnarson (dulnefni Magnúsar Stefánssonar) (12. desember 1884 – 25. júlí 1942) var íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína Illgresi sem kom út árið 1924. Þekktustu ljóð hans eru til dæmis: Þá var ég ungur, Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en það ljóð varð síðan innblásturinn að nafni Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Magnús Stefánsson fæddist að Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán Árnason.
Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarsson.
Á harðindaárunum eftir 1880 svarf svo að þeim að þau brugðu búi vorið 1887 og réðust vinnuhjú að Miðfirði.
Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði veturinn 1907 – 08, en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum þar sem hann var við nám veturinn 1908 – 09.
Þegar Magnús lét af sýsluskriftunum, fluttist hann til Hafnarfjarðar og átti þar heima lengstum síðan. Fékkst hann þá einkum við afgreiðslu og skrifstofustörf, en hvarf oft að einhvers konar útivinnu á sumrin eins og til dæmis síldar- og vegavinnu. Hann kom nokkuð að sögu íþróttamála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Knattspyrnufélagsins Framtíðarinnar.
Hrafna-Flóki
Á skilti við „Flókavörðuna“ ofan við Hvaleyri má lesa eftirfarandi:
Hvaleyri – Flókavarða; minnismerki.
„Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá mörkum Hörðalands og Rogalands í Noregi, stað sem var kallaður Flókavarði, síðar Ryvarden, til að leita óbyggðs lands vestur í hafi sem sæfarendur vissu af en höfðu lítið kannað. Flóki hafði með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið, en áttavitar þekktust þá ekki á Norðurlöndum. Honum tókst með aðstoð hrafnanna að finna landið og fékk þannig nafnið Hrafna-Flóki. Hann kom fyrst að Suðausturlandi, sigldi vestur með ströndinni, fyrir Reykjanes, þvert yfir Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og nam loks staðar norðan Breiðafjarðar í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.
Flókavarða – skilti.
Vatnsfjörður var mikið gósenland fyrir veiðimenn. Þar var mikið af fugli, fiski og sel sem reyndist Flóka og förunautum hans auðtekin bráð. En Flóki hafði líka með sér búpening sem dó úr hungri næsta vetur, því að komumennirnir höfðu ekki áttað sig á því að á þessum sumarfagra stað þurfti að afla heyja til að halda búpeningi lifandi yfir veturinn. Vonsvikinn ákvað Flóki því um vorið að snúa aftur heim. Áður en hann lagði af stað gekk hann upp á hátt fjall fyrir norðan Vatnsfjörð, sá þar fjörð fullan af hafísum og gaf landinu nafnið Ísland sem það hefur borið síðan.
Flókavarða – texti á skilti.
Á heimleiðinni varð Flóki fyrir óhappi. Á sunnanverðum Faxaflóa slitnaði bátur aftan úr skipinu en í honum var einn af förunautum Flóka sem hét Herjólfur. Flóki vildi ekki skilja hann eftir og hélt til lands. Hann kom í Hafnarfjörð og fann þar hval rekinn á eyri út frá firðinum og gaf eyrinni nafnið Hvaleyri. Þar fann hann Herjólf sem hafði tekið land annars staðar, á stað sem var síðan kallaður Herjólfshöfn. Ekki er núna ljóst hvar sá staður hefur verið.
Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi nú reist vörðu (varða) til minningar um Flóka og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borðið síðan.“
Hansakaupmenn í Hafnarfirði
Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum
Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:
„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.
Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.
Flensborgarhöfn – skilti.
Minnismerki var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar.
Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Dr. Johannes Rau, forseti Þýskalands, flutti stutt ávarp við afhjúpunina.
Vinabærinn Cuxhaven
Hafnarfjörður – afhjúpun Cuxhaven-minnismerkisins.
25. nóvember 2013 var afhjúpað minnismerki um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Á upplýsingaskilti við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.
Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins árið 2013.
Hafnarfjörður – merki Hafnarfjarðar og Cuxhaven.
Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.
Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess.
Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.
Hafnarfjörður – minnismerki og söguskilti.
Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.
Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”
Minnismerkið er vestan Strandgögu gegnt Dröfn.
Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri
Hafnarfjörður – Bein þriggja manna; minnismerki.
Árið 1922 tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti á Hvaleyri, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, var gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Bein þessi munu, að hans áliti, hafa verið frá síðari öldum og þótti honum ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau voru talin sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Kirkjugarður var á Hvaleyri, í einungis hundrað metra fjarlægð frá fundarstaðnum.
Minningarplatti er suðaustast við jaðar Hvaleyrartúns þar sem beinin fundust á honum stendur: „Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 1926“.
Altari sjómannsins
Minnismerki – Altari sjómannsins við Víðistaðakirkju.
Til minningar um horfna sjómenn.
Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
Minning um drukknaða fiskimenn
Við Kaplakrika Hafnarfjörður
Minnisvarði í Kaplakrika í Hafnarfirði.
In memoriam – Minning um drukknaða fiskimenn.
Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922 og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922
Minnismerki – Kaplakriki.
Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.
Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.
Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.
Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.
Sigling
Minnisvarði um sjómenn
Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.
Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði.
Knattspyrnufélagið Haukar
„Stofnfundur Knattspyrnufélagsins Haukar
(endurritun úr fundargerðarbók.)
1. fundur.
Sunnudaginn 12. apríl 1931 komu nokkrir drengir saman í húsi KFUM til þess að stofna íþróttafélag er eigi að standa á grunndvelli KFUM.
Minnismerki – Haukahúsið.
Þeir sem eru stofnendur félagsins eru þessir:
Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Nikolaj Grímsson, og Geir Jóelsson.
Á fundi gerðist sem hér segir:
Sigurgeir Guðmundsson sagði frá för sem hann og tveir aðrir drengir fóru til þess að tala við Jóel Ingvarsson um stofnun þessa félags.
Í stjórn félagsins voru þessir kosnir. Karl Auðunsson formaður, Sigurgeir Guðmundsson gjaldkeri. Hallgrímur Steingrímsson ritari.
Varamenn voru kosnir Bjarni Sveinsson varaformaður en Nikolaj Grímsson vararitari.
Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum því slitið.
Hallgrímur Steingrímsson ritari.“ Minnismerkið er við inngang húss nr. 15 við Hverfisgötu, fyrrum húss KFUM og K.
Víðistaðir
Minnismerki – Víðistaðir.
Til minningar um
Bjarna Erlendsson, 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur, 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka.
Minnisvarðinn sendur í Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Hellisgerði
Bjarni Sivertsen (1763-1833)
Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði.
Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908.
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908.
Minnismerki – Friðrik Bjarnason.
Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár.
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.
Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.
Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju
Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði.
Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.
Minnismerki – Guðmundur Einarsson.
Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu.
Minnismerki – Bjarni Sívertsen.
,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.”
Guðmundur Gissurarson (1902-1968)
Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs.
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.
Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Reykdalsstífla 1906
Minnismerki – Jóhannes Reykdal við Reykdalsstíflu.
Jóhannes J. Reykdal var stórhuga brautryðjandi og athafnamaður sem reisti m.a. þrjár vatnsaflsvirkjanir í Læknum í Hafnarfirði. Sú hin fyrsta var gangsett þann 12. des. 1904 og markaði sá viðburður upphaf rafvæðingar Íslands. Þá voru kölduljós kveikt í 15 húsum í bænum auk fjögurra götuljósa. Hörðuvallavirkjun, nokkru ofar í Læknum, var svo gangsett haustið 1906. Afl hennar, 37 kW, fullnægði þörf bæjarins fyrir rafmagn. Kallast hún nú Reykdalsvirkjun. Sú þriðja, enn ofar, var gangsett árið 1917.
Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Minnismerki – Jóhannes Reykdal.
Rétt sunnan golfvallarins í Setbergi er þessi minnisvarði um Jóhannes Reykdal og fjölskyldu hans. Þau voru grafin í heimagrafreit þar sem nú er minnisvarðinn.
“Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn)”.
Minnismerki – Jóhannes Reykdal.
“Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.”
Þau sem þarna er minnst eru Reykdalshjónin og fimm af börnum þeirra:
Jóhannes J. Reykdal,
f. 18.1.1874 – d. 1.8.1946
Þórunn B. Reykdal,
f. 21.10.1883 – d. 3.1.1964
Ásgeir Reykdal,
f. 25.7.1906 – d. 24.6.1933
Böðvar Reykdal,
f. 23.6.1907 – d. 2.1.1931
Minnismerki – Óskar Páll Daníelsson.
Jóhannes Reykdal,
f. 3.11.1908 – d. 30.12.1942
Friðþjófur Reykdal,
f. 28.7.1911 – d. 26.2.1934
Lovísa Reykdal,
f. 18.11.1918 – d. 20.4.1931
Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)
f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012
Frá Dýrð til Dýrðar
Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar Páll hrapaði þar.
Stefánshöfði
Minnismerki – Stefánshöfði.
Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944. Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.
Þórður Edilonsson (1875-1941)
Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899.
Minnismerki – Þórður Edilonsson.
Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941.
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.
Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.
Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.
Brautryðjendur
Til minningar um brautryðjendurna, Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.
Minnismerki – Brautryðjendur.
Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994) – Andrés Gunnarsson (1904-2003).
Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.
Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.
“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”
Minnismerki – Guðmundur Þórarinsson.
Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.
Björn Árnason (1928-2007)
Björnslundur
Minnismerki – Björn Árnason.
Til minningar um Björn Árnason bæjarverkfræðing og skógarbónda
Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði
Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur
Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út.
Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni.
Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) – Reynir Jóhannsson (1927-2012)
Minnismerki – Hólmfríður Finnbogadóttir.
Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.
Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.
Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.
Hólmfríður Finnbogadóttir
Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson hófu skógrækt hér 1980.
Ingvar Gunnarsson (1886-1961)
Minnismerki – Ingvar Gunnarsson.
Til minningar um Ingvar Gunnarsson fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við
Í Skólalundi.
Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]
Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum
Jónas Guðlaugsson (1929-2009)
Minnismerki – Jónas Guðlaugsson.
Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.
Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalandsárunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.
Minnismerki – Jónas Guðlaugsson í Cuxhavenlundi.
Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.
Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn.
Afhjúpun minningarreitsins í Cuxhavenlundi.
Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar.
Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafslundur
Minnismerki – Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson.
Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.
Minnismerki – Rolf Peters.
Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.
Rolf Peters
Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur.
Hvaleyrarvatn.
Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)
Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði
Systkinalundur
Minnismerki – Systkinalundur.
Systkinalundur Gunnlaugs Kristmundssonar, Ingibjargar Kristmundsdóttur og Guðmundar Kristmundssonar.
Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942.
Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.
Skátalundur
Minnismerki – Látnir skátar.
Við skátaskála Gildisskáta við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er minnismerki um látna skáta. Þótt sérhverra þeirra sé ekki getið á minningarskildinum ber að taka viljan fyrir verkið.
Ofangreind minnismerki má finna í landi Hafnarfjarðar. Líklega eru minnismerkin mun fleiri, ef allt er talið, s.s. minnismerki, vatnshjólið, um fyrstu rafvæðinguna við Lækinn sem og hin ýmsu minningarmörk víðs vegar um bæinn.
Þannig má segja að hinir ýmsu „merkimiðar“ á einstökum stöðum, s.s. á Arnarklettum við Arnarhraun, og hin mörgu upplýsingaskilti á tilteknum sögustöðum bæjarins bæti verulega um betur í þeim efnum.
Heimild m.a.:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/hafnarfjordur-minn/Hafnarfjörður
Hafnarfjörður – minnismerki; Sigling. Á skildi neðst á listaverkinu mála lesa: „Þorkell Gunnar Guðmundsson (1934)
Sigling – sailing. 1961 – Sett til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt 1976.
Sel og selstöður fyrrum
Í ritgerð um „Sel og selstöður í Dýrafirði„, skrifuð af Bjarna Guðmundssyni 2020 er fjallað um sel og selsbúskap í þeim landsfjórðungi. Auðveldlega má hins vegar heimfæra þau skrif, einkum hvað varðar upphaf búskaparins upp á selsbúskap annars staðar á landinu á þeim tíma – þótt ekki væri til annars en til uppfræðarfærslu hins almenna um selsbúskap þess tíma:
Öskjuhlíð – meint seltóft Víkursels, þess fyrsta frá Reykjavíkurbæ Ingólfs.
„Dalirnir voru alsettir seljum“, fyrirlas Páll Zóphóníasson nemendum sínum á Hvanneyri veturinn 1919-1920, „og enn má sjá þess ljós merki af tóftunum sem nú standa sem menjar um horfna frægð, því frægð var það að hafa manndóm í sjer til að hafa fjenað í seljum.“
Seljahugtakið hefur með árunum fengið á sig eilítið rómantískan blæ, ef til vill vegna ýmissa þjóðsagna sem seljum eru tengdar, legu þeirra í víðernum og frjálsræði fjarri byggð en sjálfsagt einnig vegna erlendra áhrifa, einkum frá Noregi, þar sem þessi búskaparháttur tengist í hugum margra fögru landslagi og sællegum selstúlkum.
Selin í sögu og lögum
Reykjavíkursel við Selvatn.
Seljabúskapur er eitt af einkennum fornrar norrænnar kvikfjárræktar. Sel og selför voru hluti hins dreifbæra (extensive) búskapar sem einkenndi hana. Hann var og er einnig þekktur í Alpahéruðum Evrópu, í Skotlandi, Írlandi og raunar í fleiri hornum heimsins (summer farming). Seljabúskapur var leið til þess að nýta fjarlæg en oft kostamikil beitilönd, gjarnan ofan skógarmarka, til framleiðslu mjólkur á hásumri með sauðfé, kúm og geitum. Mjólkin var unnin í ýmsar afurðir til heimaneyslu um ársins hring en gat einnig verið liður í öflun nauðsynlegs gjaldmiðils t. d. smjörs upp í land- og gripaleigu. Seljabúskapur á einu eða öðru formi á sér fornar rætur er rekja má langt aftur til járnaldar Þrennt mótaði seljabúskapinn: búfé, fólk og landkostir, einkum beitarkjörin.
Fornasel.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á seljum og seljabúskap. Það eru ekki síst Norðmenn sem þar hafa verið afkastamiklir enda búhátturinn mjög algengur þar í landi.
Lars Reinton skilgreindi hinn norræna seljabúskap (sæterbruk) þannig: „Sæterbruk er det når ein gard (ein fast vinterbustad) har krøtera sine i sumarbeite på ein stad eit stykke frå garden der det er husvære og fast personale, så ein kan nytta ut større vidder til beite, som regel òg til slått og onnor fórsanking, og så ein kan spara på heimemarkene og nå i betre beite, føde fleire krøter over vinteren og skaffe forråd til levemåten på den faste bustaden (garden).
Fornasel – vatnsból.
Með nokkurri einföldun má segja að tvær kenningar hafi einkum staðið um upphaf og þróun hins norræna seljabúskapar: Fyrst sú að seljabúskapurinn hafi þróast úr hjarðmennsku (nomadism) og eigi sér rætur í hinum indóevrópska frumbúskap og fyrstu búsetu jarðyrkjufólks. Reinton var einkum talsmaður þeirrar kenningar en verk hans var lengi vel miðlægt í norrænni seljaumræðu. Hin kenningin er sú að seljabúskapur hafi á löngum tíma einkum þróast sem svæðabundið svar við breytilegri þörf fyrir beitilönd og fóður. Svo virðist sem síðari kenningin njóti nú meira fylgis þótt í raun séu þær sprottnar af sömu rót – þörfinni fyrir hagkvæma nýtingu takmarkaðra beitilanda til öflunar lífsnauðsynlegs matarforða.
Straumssel – efri Straumselshellar.
Þótt álitið sé að vestur-norskir landnámsmenn hafi fært seljabúháttinn með sér til Íslands og mótað hann í fyrstu með hliðsjón af eigin reynsluheimi og áþekkum umhverfisaðstæðum virðist hátturinn hafa þróast með ólíkum hætti í löndunum tveimur. Cabouret segir Frostaþingslög geyma orðið sel í sömu merkingu og hin 200 árum yngri lög nota orðið setur/sætr. Upphaflega merkti sel aðeins lítið einsrýmis hús en setur dvalarstað. Það síðara taldi hann fela í sér hlutverkaskiptara mannvirki fyrir fólk og fé og til framleiðslu mjólkurafurða. Ennfremur að það benti til þess að það hafi fyrst verið á hámiðöldum sem norski seljabúskapurinn var fullþróaður.
Stekkur norðan Njarðvíkursels sunnan Seljavatns (Seltjarnar).
Að baki því áleit Cabouret liggja byggðaþróun sem ýtti búfjárhaldi að sumarlagi það langt frá býlinu að hverfa varð frá mjaltastað svo nærri býli að í mesta lagi þurfti dálítið sel til næturhvíldar, ef fjarlægðin heim var þá ekki orðin það mikil að frágangssök var að fara heim á milli morgun- og kvöldmjalta. Cabouret benti á að það var aðeins heitið sel sem fluttist til Íslands, og að þess vegna megi reikna með því að þetta form seljabúskapar hafi verið hið algenga í Vestur Noregi við landnám Íslands. Þegar støl/stöðull varð algengt heiti selja í Vestur Noregi bendir það til hins sama. Orðið táknar mjaltastað, upphaflega án búsetu. Á Íslandi er orðið aðeins þekkt í hinni upphaflegu merkingu, sem mjaltastaður. Það taldi Cabouret benda til þess að merkingar-breytingin hafi fyrst orðið í Noregi eftir fólksflutningana til Íslands.
Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.
„Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland“, skrifaði Þorvaldur Thoroddsen árið 191912 en hann er líklega sá, ásamt þjóðverjanum Hitzler, sem lengi vel átti rækilegasta yfirlitið um sel og selstöður á Íslandi.
Annars eru innlendar heimildir býsna ríkulegar. Þær byggjast bæði á sérstökum sagnfræði- og fornleifarannsóknum, sem gerðar hafa verið, sem og almennum frásögnum af seljum og seljabúskap í einstökum sveitum. Til viðbótar þeim heimildum, sem þegar hafa verið nefndar, má úr fyrri hópnum sérstaklega nefna rannsóknir þeirra Guðrúnar Ólafsdóttur og Guðrúnar Sveinbjarnardóttur en úr þeim síðari til dæmis verk Eyfirðingsins Hólmgeirs Þorsteinssonar og Skaftfellingsins Einars H. Einarssonar. Þá ber úr þeim flokki að nefna afar athyglisverða heimasíðu www.ferlir.is með fróðleik um sel, selstöður og seljabúskap á Reykjanesskaganum.
Gömlu selin á Selsvöllum.
Í lögbókunum fornu, Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins, og Jónsbók, sem samþykkt var á Alþingi árið 1281, er allvíða vikið að seljum og selförum. Er það mjög til marks um mikilvægi seljanna á gildistíma lögbókanna. Lögin geyma ýmis atriði varðandi umgengni um sel og selstöður svo og selfarir, atriði sem varpa gagnlegu ljósi á forsendur og framkvæmd þessa búháttar. Hér verður því nokkurra ákvæða lögbókanna getið með beinum tilvitnunum í texta þeirra: Úr Grágás (tölur vísa til blaðsíðu).
20: Manni er rétt að fara, þótt drottinsdagur sé, til sels með byttur…
Straumssel.
146:… þá skal það boð hver bera en engi fella, og á það að fara með veturhúsum eftir boðburð réttum en eigi með sætrum…
147: Sá skal boð bera bæja í milli… En ef hjú eru öll af bæ gengin, þá skal ganga í seturhús bónda ef það er opið og setja niður í öndugi svo að eigi falli.
177: Engi maður skal fyrir öðrum brenna með heiftugri hendi hús né heyhlaða, sætur, búð né skip. En ef hann brennir og verður að því kunnur og sannur, þá er hann útlægur og óheilagur og heitir brennuvargur, og hefir fyrirgert hverjum peningi fjár síns í landi og lausum eyri . . .
Litla-Botnssel.
186: [Hvervetna þar sem sætur eru til bæja manna, þá skulu menn fara með búfé sitt yfir annars land til sætra, fornar götur ef til eru, og hafa í togi laus hross ef yfir eng er að fara. En ef keldur eru á leið hans, þá má hann gjöra þar brú yfir og vinna þann áverka á jörðu hins]. Menn skulu fara úr húshaga með fé sitt þá er tveir mánaðir eru af sumri, utan þeim þikki öllum annað hentara er brottfærslu eigu.
En ef einhver situr lengur niðri, þá skal sá er að telur fyrirbjóða honum þarsetu. Nú situr hann heima eigi að síður, þá skal hann stefna honum héraðsþing fyrir rán og þarsetu. Þá eiga þingmenn að dæma konungi hálfa mörk fyrir grasrán en grönnum hans hálfa mörk fyrir grasverð þeim er gras missa.
Brynjudalur – í Þórunnarseli.
Nú skal hann æsta svo marga bændur liðs sem hann þarf að færa fé hins úr haga sínum. Sekur er sá hver tveimur aurum við konung er eigi fer, ef hann er til krafður. Slíkt hið sama liggur við ef maður fer heim í húshaga fyrir tvímánuð.
186: [Nú skal til sætra á fjöll upp vera merki sem að fornu fari hefir verið og færa sætur eigi úr stað utan hann færi öngum manni til skaða, og svo skulu þeir hið sama sætrum halda. Engi maður skal setja sætur sitt við annars land eður haga, þar sem eigi hefir að fornu verið. Þar skal mæta horn horni og hófur hófi.]
Selstígurinn í Stakkavíkursel – Hlíðarvatn fjær.
186: Þjóðgata og sæturgata og allir rekstrar skulu vera sem að fornu fari hafa legið … Ef maður rænir annan mann sæturgötu eður rekstri þeim sem að fornu fari hefir verið, bæti konungi hálfri mörk fyrir vegarán og hafi hinn þó götu sem áður.
Það var vinnan sem á hverjum tíma var sá þátturinn er helst takmarkaði rekstur seljanna: Hún var mikil og ekki eftirsóknarverð, sennilega sakir aðstöðu, aðbúnaðar og fásinnis.
319: Of selför: Ef maður hefir lönd fleiri undir bú sitt en eitt, og vill hann fara þar í sel yfir annars manns land, og á hann þar að fara með fé sitt tysvar á sumri til sels, en því aðeins oftar ef þar verða misgöngur fjár, þá á hann að reka heim smala sinn. Hann á fornar götur að fara, ef þær eru til.
Viðeyjarsel.
Ef hann fer of engi manns, þá skal hann í togi hafa hið lausa hross. Ef þar eru keldur á götu hans, og á hann að gera brúar þar yfir og vinna þau áverk á annars manns landi. Ef maður fer yfir engi annars, og hlýtur hinn af því skaða, þá varðar honum það útlegð, enda skal hann bæta honum skaða, svo sem búar fimm virða við bók.
320: Enn of selför: Ef maður fer annan veg til sels of annars manns land með smala sinn eða klyfjahross en áðan var tínt, og verður hann útlagur of það þrem mörkum, og bæta auvisla sem búar virða við bók. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð. . .
330:… Eigi skal sel gera í afrétt. Ef gert er, þá er sel óheilagt, og eigu þeir að brjóta sel er afrétt eigu, enda verður sá útlagur er sel gerði eða gera lét við þá alla er afrétt eigu, og sinni útlegð við hvern þeirra.
Sel og verstöðvar
Selatngar – verkhús.
Á sama grunni og selstöðurnar voru handan mæra menningar (kultur) og náttúru (natur) má segja að verstöðvarnar hafi verið það hvað snerti sókn til sjávarins. Með verstöðvunum tóku menn sér tímabundna búðsetu til þess að auðvelda nýtingu auðlindar hafsins, rétt eins og menn gerðu með selstöðunum hvað gróðurlendið snerti. Á vertíðum annarra tíma ársins, einkum vor og haust, fóru menn með hliðstæðum hætti til fiskivera sinna. Markmið beggja ferðanna voru hin sömu: Að afla próteins og feitmetis til eigin viðurværis en einnig sem gjaldmiðla til leigugreiðslna og þeirra takmörkuðu viðskipta er stunduð voru.
Selatangar – sjóbúð.
Í seljunum stóð ríki kvenna. Í verstöðvunum ríktu karlar. Var það ef til vill eitt form þeirrar tíðar er markaði (annabundið) frelsi og jafnrétti kynjanna? Og þá má líka spyrja hvort aflögn seljabúskaparins hafi haft sambærileg áhrif á afkomugrundvöll heimilanna og hvarf þeirra frá notkun verstöðva til einhliða heimræðis hefði haft? Að þeirri spurningu kom þó ekki því þörfin fyrir selför og sauðamjaltir þvarr með gerbreyttum þjóðfélagsháttum – og nútíma.
Enginn veit lengur með fullri vissu hvernig hús og önnur mannvirki á selstöðunum litu út á meðan þau stóðu heil og voru í fullri notkun. Það má hins vegar giska á það, m.a. á grundvelli mælinga á tóftum og öðrum minjum sem enn sjást.
Fráfærur lagðar af og búháttum breytt
Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.
Rétt undir lok nítjándu aldar skrifaði Pétur Jónsson á Gautlöndum rækilega grein þar sem hann færði rök fyrir og hvatti til stofnunar samlagsselja, til dæmis 6-8 bæja með þá 6-800 ám. Kvað hann mikla umræðu hafa farið fram í Þingeyjarsýslu um málið þótt ekki hafi þá enn orðið af framkvæmdum. Torfi Bjarnason í Ólafsdal skrifaði rækilega grein um fráfærur og samlagssel árið 1908, studdi hana glöggum hagreikningum og hvatti til stofnunar samlagsselja: „Það væri vert að athuga, hvort vér höfum haft gilda ástæðu til að leggja selin niður, eða þau hafa verið lögð niður í hugsunarleysi og af óframmsýni, eins og sumt annað gamalt og gott, sem týnst hefur.“
Fleiri ræddu málið en ástæðan fyrir endurreistum áhuga á selförum hefur líklega verið sú að nokkru fyrr hafði tekið fyrir sauðasöluna til Bretlands sem gefið hafði ýmsum bændum í stöku héruðum vel þegnar tekjur. Ein leið til þess að mæta tekjubrestinum var talin vera framleiðsla smjörs fyrir erlendan markað, leið sem reynd var og gaf góðan en skammæan ábata.
Í stekknum.
Menn gerði bæði sárt og að klæja eins og haft var eftir Sigríði Jónsdóttur húsfreyju í Alviðru í Dýrafirði, f. 1896, um fráfærsluna: „Þetta var svo mikið tilstand. Það þurfti að þrífa kollur og kirnur en það kom svo gríðarmikið smjör úr sauðamjólkinni.“ Erfiðir tímar urðu svo til þess að árið 1918 lagði Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um heimild til landsstjórnarinnar að fyrirskipa „fráfærur ásauðar“, fyrst og fremst í þeim tilgangi „að reyna að bæta úr feitmetisskortinum, sem nú er að verða mjög tilfinnanlegur í kaupstöðum og sjávarþorpum og jafnvel einnig í sveitum,“ sagði í greinargerð með frumvarpinu. Málið var rætt allrækilega en því síðan vísað frá með rökstuddri dagskrá „í því trausti, að landsstjórnin stuðli að því eftir föngum, að bændur geti fengið sem ódýrastan og hentugastan vinnukraft, til framkvæmdar fráfærum ásauðar, og gefi þeim upphvatningu til þess á annan tiltækilegan hátt“…
Færikvíar.
Annmarkar á fráfærum voru helst taldir vera hve erfitt og dýrt yrði að útvega nauðsynlegan vinnukraft, að heyafli bænda mundi minnka sakir fólkseklu og að minna yrði framleitt af góðu kjöti og spilla kjötmarkaði erlendis sem þá var til staðar.176 Engu breytti þetta, selin voru að hverfa.
Mótstaðan gegn fráfærunum er aðallega bygð á fólkseklunni. Bændur kvarta um, að þá vanti kvenfólk til að nytka ærnar, og að ekki fáist unglingar til að smala eða sitja hjá …
Í Alþingistíðindi 1918 skrifaði Sigurður Sigurðsson í grein um viðbrögð við dýrtíð árið 1918.. „Svo virðist sem síðasta bára eljabúskaparins, hafi hnigið með framtaki bolvíkskra bænda sumurin 1952-1954.“
Flekkuvíkurstekur/rétt – uppdráttur ÓSÁ.
Sum mannvirkin geta hafa verið fullburðug íveru- og mjólkurvinnslu hús en önnur aðeins næturskýli eða smalakofar – mannvirki sem líka geta verið frá ýmsum tímum og breytileg frá einni jörð til annarrar. Í þriðja lagi eru það svo stekkarnir, þessar einkennandi réttir eða kvíar sem mörg örnefni eru tengd og lágu í dálítilli fjarlægð – stekkjarveg – frá býli. Vegalengdin var að sönnu ekki stöðluð en líklega ekki höfð meiri en svo að á stekkinn og af honum mætti ganga á skaplegum tíma og með tilheyrandi byrði (málnytuna). Ég hef ekki gert sérstaka rannsókn á stekkjaminjum á svæðinu en lausleg athugun sýnir að stekkir hafa, að minnsta kosti sumir hverjir, verið býsna íburðarmikil mannvirki. Í ljósi þess má velta því fyrir sér hvort menn hafi komið þeim upp til þess eins að nota þau um stekktíð, á meðan lömb voru vanin undan mæðrum sínum – á svo sem 2-3 vikna tíma á hverju ári.
Mundastekkur – uppdráttur ÓSÁ.
Ég tel ekki fráleitt að ætla að stekkur kunni á tíðum að hafa þjónað hlutverki sels (mjaltasels); að vegna fjarlægðar frá bæ, þótt takmörkuð væri, hafi hann dugað til þess að halda uppi hinni nauðsynlegu tvískiptingu landnýtingarinnar: húshaga og selhaga. Sú skipting var sýnilega ekki landfræðilega fastbundin heldur kvik eftir eftir ýmsum aðstæðum. Þarft væri að kanna þátt stekkanna í þessu efni nánar. Hvernig tókst að hagnýta þessa hugmyndafræði á heimilunum mörgu og á ýmsum tímum sögunnar markaði efnalega afkomu einstaklinganna – og úr því spunnust hvort heldur bláþræðir eða gildir kaflar á hnökróttu bandi kynslóðanna.
Vinnubrögðin, mjólkin og smjörið
Óttarsstaðasel – tilgáta.
Hvernig var vinnubrögðunum hagað í seljunum? Sjálfsagt hafa þau verið með ýmsu móti, allt eftir aðstæðum.
2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum.
Ærnar voru aftur á móti strax reknar fram í sel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannske einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærnatímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram fyrir á. – Ekki er nema 7-8 mínútna gangur frá selinu fram að á eða tæplega það.
Ássel – tilgáta; ÓSÁ.
Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.
Venjulega voru 3 stúlkur í selinu, selráðskonan og 2 mjaltakonur. Selráðskonan annaðist matseld og mjólkina, renndi trogum og sá um smjörgerðina, en undanrennan var daglega flutt heim að bæ í tveimur 80 marka (40 lítra) kútum og þar var skyrið búið til. Dallur með dagssmjörinu var reiddur ofan á milli á hestinum.
Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.
Selkonurnar fóru oft heim að bæ á daginn til þess að þurrka og raka þegar svo stóð á, en voru alltaf í selinu yfir nóttina.
Þegar heyjað var í selinu, en það eru brekkurnar heiman til við á, grasgefnar mjög, munu tveir karlmenn hafa dvalið þar framfrá vikutíma eða svo. Heyið var flutt heim í selið.
Hvaleyrarsel – tilgáta (ÓSÁ).
Í sláttarlok flutti svo fólkið úr selinu heim að bæ og tók ærnar með sér. Eftir þann tíma munu þær ekki hafa verið mjólkaðar nema einu sinni á dag.
Féð var haft heima í bæ fram undir snjóa, en þá voru ærnar reknar í selið að nýju og hafðar þar fram undir hátíðar eða meðan selheyið entist.
Mjólkurfata.
Svo má nú ekki síðar verða í þessari ritsmíð að vikið sé að afurðinni sem fráfærur og seljabúskapur snerist um – mjólkinni – magni hennar og gæðum. Skiljanlega vitum við fátt um slíkar tölur frá tímum seljanna en þegar dró að lokum mjólkurframleiðslu með sauðfé og kjöt tók að hækka í verði sakir vaxandi eftirspurnar birtust niðurstöður athugana glöggra bænda. Fróðlegum athugunum er sagt frá í búnaðarblöðum á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar. Þá hvöttu nefnilega ýmsir til eflingar fráfærna, eins og nánar verður vikið að.
Ungur smali, aðeins fimm ára gamall, sat yfir ám frammi á dal sumarið 1910, ef til vill nálægt Fremraseli . . . „honum leið illa og var hræddur . . . hann hafði misst móður sína skömmu áður“. . .: Ungum var börnum falin hjásetan. Fjarlægð frá heimabæ, framandi umhverfið og hinar persónulegu aðstæður kunna að hafa valdið óttanum þótt hugur reiki líka að reimleikum sem skýringu.
Í Dyljárseli í Eilífsdal.
Að áliti Kjartans Ólafssonar virðast bændur víðast hvar hafa verið fastheldnari á forna búskaparhætti en almennt var í nálægum byggðum og „á það einkum við um seljabúskapinn“, skrifaði Kjartan, og um 1820 „var búsmali frá eigi færri en þrettán jörðum og enn eru hafðar í seli á sumrin.
Lýsingarnar benda til þess að selstöðurnar hafi verið notaðar af og til, legið niðri um hríð og síðan jafnvel teknar upp aftur.
Selin eru jafnan æva gömul ef marka megi gróður og gerð tóftanna. Það er eins og landslagsarkitekt alheimsins hafi úr gróðrinum ofið snotran krans og lagt hann mildilega yfir seltóftina – líkt og í virðingarskyni og til minningar um löngu horfin störf, og blessað fólkið sem störfin vann þarna af trúmennsku sinni og elju.
Heimild:
-Sel og selstöður í Dýrafirði, Bjarni Guðmundsson, landbúnaðarháskóli Íslands 2020 – uppfært til hins almenna.
Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.
Sætr (selstöður) í Jónsbók hinni fornu 1281
Í „Lögbók konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, lögtekin á alþingi 1281„, útg. 1856, er m.a. fjallað um þegnskylduvinnu og landsleigu. Í síðarnefnda dálknum eru ákvæði um „sætr“ eða selstöður, einkum aðgengi bænda að slíkum nytjastöðum:
1. Um þegnskyldu við konung ok skattgjald
Jónsbók hin forna.
Í nafni várs herra Jesú Christi, þess sem vár er vernd ok varðveizla, líf ok heilsa, skulum vér konungi várum, eðr hans lögligum umboðsmanni, eigi synja slíkrar þegnskyldu, sem vör höfum honum játað: at hverr sá bóndi er skyldr at gjalda skatt ok þingfararkaup, er hann á fyri sjálfan sik ok hvert skuldahjón sitt, kú eðr kúgildi, skip eðr nót, ok skal hann eiga um fram eik, uxa eðr hross, ok alla bús búhluti, sem þat bú má eigi þarfnast. En skylduhjú hans eru þeir menn allir, sem hann á at skyldu fram at færa, ok þeir verkamenn, sem þar þurfa at skyldu fyri at vinna. En þetta eru alls 20 álnir, af hverjum bónda. Skal konungr taka 10 álnir, en aðrar 10 álnir sá sem kongr skipar sýslu, með slíkri afgreiðslu, sem lögbók váttar, af þeim 10 álnum, sem þingfararkaup heitir.
En eigi skal meira gjaldast en einar 20 álnir, þar sem bóndi eðr húsfreyja andast frá, ok halda feðgin, systkyn eðr mæðgin, eðr aðrir arfar, saman þeim bóndi, hvárt sem er meiri eðr minni. En sá sem í burt fer með sinn hlut, gjaldi sem fyr váttar. En hverr sem þetta geldr eigi forfallalaust, áðr menn ríða til þing, sekr 6 aurum við konung. Skal þetta fé greiðast í vaðmálum, ok í allri skinna vöru, í ullu ok húðum, ok gjaldi þar sem hann hefr heimili átt fyri næstu fardaga, þó at hann færi heimili sitt á annan stað.
(R. R. H. K. Svá skal ok hverr maðr gjalda skatt einhleypr, karl ebr kona, þó at hann sé búlaus, ef hann á 10 hundruð fyri sjálfan sik skuldlaust ok hundrað fyri hvern ómaga sinn, ok eitt hundrað um fram).
(H. B. E. K. Sá skal skatt gjalda, sem búnað reisir, en eigi sá er bregðr búi, ef hann hefr rninna fé en 10 hundruð, skuldlaust ok ómagalaust).
42. Um sætr ok selfarir
Villingavan – Gamlasel odan Gamlaselsgils.
Hvervetna þar sem sætr eru til bæja manna, þá skulu menn fara með búfé sitt yfir annars land til sætra, ok hafi fornar götur, ef til eru, ok hafi í togi laus hross, ef yfir eng er að fara. En ef keldr eru á leið hans, þá má hann gjöra þar brúar yfir, ok vinna þann áverka á jörðu hins. Menn skulu fara úr húshaga með fé sitt, þá tveir mánuðir eru af sumri, utan þeim þyki öllum annat hentara, er burtfærslu eigu. En ef einhverr sitr lengr niðri, þá skal sá er at telr fyrirbjóða honum þar setu.
Nú sitr hinn heima eigi at síðr, þá skal hann stefna honum héraðsþing fyri grasrán ok þrásetu.
Dalssel í Fagradal.
Þá eiga þingmenn at dæma konungi hálfa mörk fyrir grasrán, en grönnum hans hálfa mörk fyri grasverð, þeim er gras missa. Nú skal hann æsta svá marga bændr liðs, sem hann þarf at færa fé hins úr haga (húshaga) sínum. Sekr er sá hverr 2 aurum við konung er eigi fer, ef hann er til krafðr. Slíkt hit sama liggr við, ef maðr fer heim í húshaga fyrir tvímánað.
43. Um almennings vegu
Nú skal til sætra á fjöll upp vera merki, sem at fornu fari hefr verit. Ok færa sætr eigi úr stað, utan hann færi engum manni til skaða. Ok svá skulu þeir hit sama sætrum halda. Engi maðr skal setja sætr sitt við annars land eðr haga, þar sem eigi hefr at fornu verit. Þar skal mæta horn horni ok hófr hófi.
44. Um þjóðgötur
Straumselsstígur vestari -(Gjáselsstígur/Fornaselsstígur).
Þjóðgata ok sætrgata, ok allir rekstrar skulu vera sem at fornu fari hafa legit, utan færa má götu ef vill sem fyr segir. Nú skal þjóðgata vera 5 álna breið. En ef hann spillir víðar akri eðr eng, þá skal hann bæta sem 6 skynsamir menn meta, skaða þann, ok landnám með. Nú rænir maðr annan mann þjóðgötu, þá skal hann gjalda konungi hálfa mörk, ok svá fyri handrán, en þeim fullrétti eptir dómi er ræntr var. (R. B. E. K. Skylt er bændum at gjöra vegu færa um þver héruð ok endilöng, þar sem mestr er almanna vegr, eptir ráð i lögmanns ok sýslumanns. Sekr er hverr eyri, er eigi vill gjöra, ok leggist þat til vegabóta. Nú brýtr maðr brú af þjóðgötu eðr sætrgötu, gjöri aptr aðra brú jafngóða sem áðr var, ok bæti þeim mörk er brú átti.
Ef maðr rænir annan mann sætrgötu eðr rekstri, þeim sem at fornu fari hefr verit, bæti konungi hálfri mörk fyri vegarán, ok hafi hinn þó götu sem áðr.
52. Um almenninga
Selsvellir – rétt.
Svá skulu almenningar vera sem at fornu hafa verit, bæði hit efra ok hit ytra. En ef menn skilr á, ok kallar annarr sér almenning eðr afrétt, þá festi sá lög fyri, er sér kallar, ok stefni þing, þar er menn eiga því máli að skipta, ok skeri upp þingboð fyri fimmt. En ef hann gjörir eigi svá, þá er ónýt lögfesta hans at því sinni. En á þingi skulu þeir nefna 12 bændr hina skynsömustu, 6 hverr þeirra, í þinghá þeirri, ok hafa þá 2 af þeim 12 at bera megi ok sverja, hvárt sú afrétt er hans eign eðr almenningr.
Í Almenningi ofan Straums.
En af því þingi leggi sá fimmtarstefnu, er sér kallar þá jörð, ok njóti þar vitnis þess, er á þingi var nefnt. Ef fimmt ber á helgan dag, þá sé fimmtarstefna hinn næsta rúmhelgan dag eptir, ok færi þar þá vitni fram at jafnfullu sem á fimmtarstefnu. En svá skal þann eið sverja, at því skýtr hann til guðs, at þat hefr hann sér eldri skynsama menn heyrt segja, at þar skilr mark millum eignar bónda ok almennings, eðr afréttar, ok eigi veit ek annat sannara fyri guði í þessu máli. En síðan sé sett fimmtarstefna, ok dæmist þá hverjum þat sem hafa skal.
Heimild:
-Lögbók konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, lögtekin á alþingi 1281, Akureyri 1856, bls. 28-29, 151-152 ofg 162-163.
Laufhöfðavarða á Laufhöfða við Gjásel.
Grindavíkurgjár
Í skráningu „Menningarminja í Grindavíkurkaupstað“ árið 2001 er getið um helstu nafngreindar gjár miðsvæðis í bænum og nágrenni, þ.e. í Járngerðarstaðahverfi.
Járngerðarstaðir
Járngerðarstaðir.
125 hdr. 1847, óviss 1703. Eign Skálholtsstaðar. „Selstöðu hefur jörðin og brúkar þar sem heitir Baðsvellir…Hjáleigur: Vallarhús, Lambhús, Kvíhús, Hrafnshús, Akurhús, Gjáhús, Krosshús, Garðhús, Hlaðhús.
Búðir til forna: Gullekra (tómthús), Krubba (tómthús) og Litlu Gjáhús.“ JÁM III, 15. 1803: Hjáleiga: Nyrðra Garðshorn, 1847: Hjáleigur eru: Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. JJ, 84. Stundum talað um Járngerðarstaðahverfi.
1703: „Heimræði er árið um kríng og lendíng í betra lagi…Engjar öngvar.“JÁM III, 16. „Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér.“
Járngerðarstaðir – garðhlið.
1840: „Eigi er fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt.- Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sgr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. – Bæði í túninu og utantúns eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka væri og rækt við höfð.
Grindavík – Silfra.
Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóttir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins og líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóttum.“
Silfra – þjóðsaga
„…og haldið er til heiðarinnar. Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra.“, segir í örnefnaskrá AG. „Er sagt, að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum.“
Í öllum upptöldum gjám og svo í dalnum og Vatnsstæði var fram um aldamót töluvert af ál, en heldur var hann smár, stærstur í Silfru. Þó var hún lengst frá sjó. Þó var ég ekki viss um Stamphólsgjá, að áll væri þar. Um álaveiðar okkar strákanna á ég uppskrifað.
Nautagjá; „Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar. Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir… Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. Þessi vegalengd mun hafa
verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“ Magnúsargjá er framhald Nautagjár, nær Vatnsstæðinu.
Allar gjár stefna eins, frá norðaustri til suðvesturs. Í raun og veru má rekja þessa gjá alla leið ofan úr Hópsheiði og gegn um allt: Krosshúsagjá, Gjáhúsagjá, Vallarhúsagjá og Flúðagjá, þetta er allt í sömu stefnu, þó höft séu heil á milli og endar út í sjó vestast á Flúðum.
Nautagjá
„Nautagjá. Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd.“, segir í athugasemdum við örnefnaskrá.
„Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir…Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. þessi vegalengd mun hafa verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu Drumbar, og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“
Nautagjá er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd. Ekki er hún breið, en þó stökkva hvorki menn né skepnur yfir hana. Öll talin er hún ekki lengri en 40-50 faðmar, og í hanni [svo] er hylur á einum stað nærri norðurenda. Hylji köllum við þar, sem ekki sést í botn, en þeir eru mjög misdjúpir. Í hana kemur Ræsirinn, það er rás úr Vatnsstæðinu. Stundum kom fyrir, að skepnur syntu þar inn á túnið, þegar þær sáu þar grængresið fyrir innan, en úthagar voru litlir.
Magnúsargjá – þvottastaður
Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir Guðjóni í Vík.
„Magnúsargjá var í raun og veru sama sprungan [og Nautagjá]. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna.“, segir í athugasemdir við örnefnaskrá.
„Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir, en ull í Magnúsargjá.“
Magnúsargjá var í raun og veru sama sprungan. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna. (Allar gjár stefna frá norðaustri til suðvesturs.) Á þeirri leið var þó opin „gjóta“ með vatni í; þó var hún nafnlaus. Magnúsargjá var öll fremur grunn. Þar var enginn hylur, og á einum stað mátti stökkva yfir hana. Þar var hún svo sem einn og hálfur metri. Ég tel, að þessar gjár báðar hafi verið svo sem eitt hundrað og þrjátíu faðmar enda á milli, að meðtöldum þeim föðmum, sem á milli þeirra voru.
Kettlingapyttur (Kattargjá)
Grindavík – gjár.
Kettlingapyttur var þarna svo sem fimmtán faðma vestur af Magnúsargjá. Þar voru nokkrar gjótur með vatni í, og sú stærsta og dýpsta var Kettlingapyttur. Það nafn kom af því, að þar var öllum kettlingum drekkt. Pytturinn var vel djúpur. Oft voru þessi litlu dýr, blind, nýfædd, sett í lítinn poka og svo bundinn stór steinn við. Það þótti hreinlega gengið að verki þá. En aldrei var hvolpum drekkt þarna. Þeim var oftast drekkt í sjó, í Litlubótarpyttinn. Ekki vissi ég, hvernig á því stóð, en svona var þetta, þegar eg var að alast upp um aldamótin 1900, og varð ég stundum að framkvæma þetta eins og hvað annað, sem þurfti að gera. Þó fannst mér það alltaf óskemmtilegt.
Stamphólsgjá
Grindavík – Stamhólsgjá; loftmynd 1954.
„Beint vestur af bænum Hópi austan við veginn er hraunhóll, sem heitir Stamphóll, og gjá inn með hrauninu á Járngerðarstöðum, austur með veginum, heitir Stamphólsgjá. Austar er Gjáhólsgjá…Austan við [Gjáhóls]gjána er Gjáhóll…Þar austur af er stór hóll, sem heitir Langhóll. Álfarnir sem þar bjuggu, sóttu kirkju í Álfakirkjuna…“, segir í örnefnaskrá AG.
Bjarnagjá
„Fyrir vestan Markhól er Hvalvík… Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður… Vestan Jónsbáss er hár malarkampur, sem kallaður er Stekkjartúnskampur.“, segir í örnefnaskrá.
„Tóftabrunnur er fast vestan við gamla veginn, vestan við Bjarnagjá. Þá er Stekkjartúnsbarð og vestan við það Stekkjartún, sem er upp af Jónsbás og Stekkjartúnskampi…
Grindavík – Bjarnagjá.
Ofan við Stekkjartún er Stakibrunnur.“, segir í örnefnaskrá.
Baðstofa
„Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar.“, segir í örnefnaskrá. „
Grindavík – Baðstofa.
Í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi
fengið að sækja vatn í Baðsofu gegn því, að Húsatóftarbændur fengju að taka söl í landi Staðar.“, segir í örnefnaskrá.
Klifgjá
„Gamli vegurinn frá Grindavík liggur austan við túnið á Húsatóftum, og liggur hann um Klifgjá vestast í jaðri hennar. Þar er svokallað Klif snarbratt niður í gjána. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta.“, segir í örnefnaskrá.
„Syðsti vegurinn, sem bæði kallast Staðar- og Tóttavegur, liggur til norðurs, mjög krókótt, fyrir sunnan Þórðarfell, en þó fram með því að norðanverðu, milli þess og Súlna og Stapafells, og kemur á Járngerðarstaðaveginn á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga, fyrir norðan Stapafell, efst í svonefndri Njarðvíkurheiði.“, segir í sóknarlýsingu.
Hjálmagjá
Húsatóftir – örnefni og minjar; ÓSÁ.
„Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn…Gjá þessi heitir Hjálmagjá.“, segir í örnefnaskrá. „Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljóshjálmum, sem báru mjög af lýsiskollum í mannheimi…Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu [þ.e.a.s. í lægð í Húsatóftatúni sem kallaðist Dans og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum].“, segir í örnefnaskrá.
Draugagjá
Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.
„Sandgjá, svört og dimm. liggur þvert yfir Hvirflana [á merkjum Staðar og Húsatófta]. Hún er kölluð Draugagjá. Nú er hún orðin nær full af sandi.“ segir í örnefnalýsingu.
Gjár og sprungur hafa verið þekktar í Grindavík frá því búseta hófst þar, enda eru þær um 2000 ára eða eldri samkvæmt rannsóknum. Mest er um þær vestantil í bænum og suðvestast (í Járngerðarstaðahverfi). Þekktust er líklega Stamphólsgjáin og gjárnar Silfra, Magnúsargjá og Nautagjá. Merki um Hópssprungu og Strandhólssprungu voru líka þekkt í
norðanverðum bænum fyrir 10. nóvember. Samfara uppbyggingu bæjarins hefur verið fyllt upp í gjár og sprungur og í sumum tilfellum byggt ofan á þeim.
Heimildir:
-Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, Svæðisskráning, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2025/03/Jardkonnun-Grindavik-Lokaskyrsla-ID-456140.pdf
-Járngerðarstaðir – Athugasemdir skráðar af Sæmundi Tómassyni, er hann hafði lesið yfir endurskoðaða örnefnaskrá Járngerðarstaða.
Grindavík – Vatnsstæðið; gjár (loftmynd frá 1954).
Öskjuhlíð vestanverð – skilti um stríðsminjar
Í Öskjuhlíð, við göngustíg austan við Háskólahús Reykjavíkur, er skilti með fyrirsögninni „Stríðsminjar í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík„. Á því má lesa eftirfarandi texta:
Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.
„Í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík eru ýmsar minjar frá síðari heimstyrjöldinni, 1939-1945. Bretar hernámu Ísland voruið 1940, ekki síst til að koma sér upp aðstöðu fyrir flughernað og lögðu Reykjavíkurflugvöll á árunum 1940-1942. Frá flugvellinum voru sendar sprengjuflugvélar til verndar skipalestum Bandamanna sem fluttu vopm og vistir frá Ameríku til bretlands. þeim stóð mikil ógn af þýskum kafbátum. meðal minja á þessu svæði eru eftirtaldar:
a. Dúfnahús. Enn mótar fyrir grunni þess sem var um 20×30 m að stærð. Það var tveggja hæða og geymdi fjölda fugla. Flugmennirnir tóku meðs ér dúfnakassa í öll flug. Ef þeim hlekktist á slepptu þeir dúfunum með upplýsingum um hvar þeir væru niðurkomnir.
Öskjuhlíð – malarvegur.
b. Malarvegir. Setuliðið lagði malarvegi um Öskjuhlíðina. Að norðvestanverðu lágu þeir meðal annars að rafstöðinni og geymunum. Að sunnanverðu lágu vegir að sprengjubyrgjum flugvallarins, 12-14 talsins, sem náðu allt inn undir Fossvogskapellu. Skömmu áður en herflugvélaranar lögðu af stað í leiðangra var komið með sprengurnar á sérstökum vögnum og þær hífðar um borð.
Öskjuhlíð – skotgröf.
c. Skotgrafir. Þær voru oftast hlaðnar úr strigapokum sem fúnuðu fljótt og hurfu. En sumar voru úr varanlegra efni og er ein þeirra hér skammt frá, hlaðin úr grjóti og torfi, að mestu horfin undir gróður. Svipuð skotgröf er norðvestan megin í hlíðinni, skamt neðan við eldneytisgryfjurnar, um 25 m löng og hefur verið sprengt fyrir henni að hluta.
d. Niðurgarfnir vatnstankað. tankarnir voru aðallega hugsaðir fyrir brunavarnir og voru hér og þar í öskjuhlíð og við rætur hennar. Sumir vatnstankanna voru eftir stríðið gerðir að kartöflugeymslum.“
Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni 1942.
Víkursel í Öskjuhlíð?
Getið er um Víkursel í heimildum, sjá meðfylgjandi neðangreint. Skv. þeim átti sel þetta, frá fyrsta norrænu byggðinni hér á landi, þ.e. í Reykja[r]vík að hafa verið í Öskjuhlíð.
Öskjuhlíð – minjar.
Staðsetningin verður, bæði að teknu tilliti til fjarlægðar frá bæ og aðstæðna (í skjóli fyrir austanáttinni), hlýtur að hafa þykið hentug á þeim tíma. Í nokkrum misvísandi fornleifaskráningum á svæðinu hafa leifar selsins, þrátt fyrir fyrirliggjandi upplýsingar um sel og selstöðmannvirki frá fyrri tíð, ýmist verið staðsettar vestast í hlíðinni eða miðsvæðis í henni vestanverðri. Á síðarnefnda svæðinu hafa jafnframt verið staðsettir tveir stekkir, m.a. Skildingarnesstekkur (gæti hafa verið heimasel frá samnefndum bæ), stakur stekkur og nálæg fjárborg (væntanlega nátthagi frá selinu).
Í núverandi skógi, skammt vestan nefndra tófta eru greinilegar selsminjar líkt og sjá má á fyrrum umfjöllunum FERLIRs um Víkursel (sjá neðangreint).
Víkursel í Öskjuhlíð.
Allar vangaveltur um efnið eru jafnan vel þegnar, en stundum þarf að staldra við og gaumgæfa aðstæður að teknu tilliti til fyrrum búskaparhátta. Ljóst er að fyrrum herminjar hafa að einhverju leiti villt skráningaraðilum sýn þegar kemur að samhengi hlutanna, en þó ekki að öllu leiti.
Í Öskjuhlíð eru fjölmargar minjar, flestar frá hernámsárunum, en einnig frá fyrrum nálægrar búsetu sem og selsminjanna. Leifar margra skotgrafa má enn sjá í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar, um 160 m norðaustan við Háskólann í Reykjavík. „Þar eru nokkrar skotgrafir sem liggja í sveig 25 m norðvestan við gamlan herveg sem lá að sprengigeymslunum og er nú notaður sem gangstígur. Fast við hann er stekkur og um 28 m norðan við skotgröf er fjárborg“. Stundum mætti ætla, með teknu tiliti til aðstæðna, að um fornar minjar væri um að ræða.
Öskjuhlíð – leifar Rockfort Camp.
Í vestanverðri Öskjuhlíðinni var lítill kampur, geymsla fyrir skotfæri, er nefndist Rockfort Camp. Enn má sjá leifar hans í hlíðinni.
Í fornleifaskrá um „Göngustíg í Öskjuhlíð“ frá árinu 2020 má lesa eftirfarandi: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn; (Jarðabók, III.bindi, s. 262).
Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð „sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi; (Ö.Skild.1).
Öskjuhlíð – meint Víkursel skv. fornleifaskráningu.
Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu. Þessi hlunnindi eru ekki nefnd í Wilchinsmáldaga 1397. Samkvæmt Oddgeirsmáldaga má ætla að Víkurholt sé sama örnefnið og Öskjuhlíð því að ótrúlegt er að sel hafi verið í Skólavörðuholti. Þess vegna getur fullyrðing Georgs Ólafssonar um Víkurholt, sem hið sama og Skólavörðuholt, ekki staðist. Ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hvar selið hefur verið en líkur benda til að það hafi verið norðaustan við Nauthól og Seljamýrin því verið fram undan til (Ö.Skild 1). Rústin er í skógajaðri austan við göngustíg.
Öskjuhlíð – meintar leifar sels.
Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5 – 2,0 m og 0,3 – 0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. En það sem styrkir þá tilgátu er: 1) Lækjarspræna rennur við fornleifarnar A – verða. 2) Nánasta umhverfi mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa 6 grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“
Hér að framan er í fornleifaskrá lýst meintum leifum Víkursels. Auk þess segir um eldri byggð í Öskjuhlíð: „Vitað er að í Öskjuhlíð voru áður fyrr beitilönd Víkur og Skildinganess, en auk þess var þar Víkursel.“
Í Öskjuhlíð.
Í „Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024“ er getið um endurtekningu á framangreindu Víkurseli, sbr.: „Neðarlega í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar er tóft sem talin er hafa verið Víkursel. Um 70 m norðaustur af Háskólanum í Reykjavík og um 20 m austur af gangstígnum Bæjarleið, sem liggur norður-suður með vestanverðri Öskjuhlíð. Norðaustan við tóftina er lækjarfarvegur. Suðaustan við er rás sem sést vel á gömlum loftmyndum, sennilega eftir herinn, sem hefur raskað suðurgafli.
Víkursel í Öskjuhlíð.
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Undirhlíðar voru í Öskjuhlíð að sunnan- og vestanverðu. Í lýsingu Reykjavíkur og Seltjarnarness segir: „En Seljamýri var kennd við sel frá Hlíðarhúsum, sem var undir Öskjuhlíð.“ Hlíðarhús var hjáleiga frá Vík en var orðin sjálfstæð jörð um 1600. Síðasta selráðskonan í Öskjuhlíð var Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar úr Hlíðarhúsum, og segir í örnefnalýsingu frá selinu sem faðir hennar sagði að stæði í Reykjavíkurlandi: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð.“
Lýsing: Jarðlæg sporöskjulaga tóft. Inngangur er ekki greinilegur, gæti hafa verið á suðausturgafli sem hefur raskast vegna rásar sem liggur um 15 m suður af henni. Veggjahæð 20 𝑥𝑥 50 cm.
Skotgrafir í Öskjuhlíð.
Í „Fornleifaskráningu lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006“ segir um Skildingarnesstekk: „Stekkurinn er í Öskjuhlíð um 3 m vestan við miðjustíginn þar sem hann beygir fyrir stóra klöpp. Undir hamri í skógrækt (barrtré). Lóðréttur klettastallur er á einn veginn og leifar af hlöðnum vegg fyrir framan. Nafnið Skildinganesstekkur virðist vera munnmæli. Stekkurinn er mældur inn á kort frá 1933.24. Stekkurinn er 6×3,5 m (N-S). A-veggurinn er hamar en aðrir veggir eru um 0,3-0,4 m háir og 0,7-1,0 m breiðir. Eru veggirnir úr 0,3-0,7 m stórum steinum auk stærri jarðfastra steina. Í N-hlutanum vottar fyrir þvervegg sem afmarkar lambakróna. Engar dyr eru sjáanlegar en líklegast hafa þær verið gengt lambakrónni í S-hlutanum. Veggir hafa verið endurbættir í seinni tíð.“
Öskjuhlíð – stekkur.
Um hinn stekkinn í Öskjuhlíðinni segir: „Í Öskjuhlíð vestanverðri er stekkur, neðan við miðjustíg suðaustan við Skildinganesstekk, í skógarjaðri. Stekkurinn er 8×8 m og liggur N – S. Veggir úr grjóti, 1,0-1,3 m breiðir og allt að 1,0 m háir (að innanverðu). A-hlutinn er meira og minna hamar, en aðrir hlutar hlaðnir úr 0,3 – 0,7 m stóru grjóti. Dyr eru í vestur. Grjótveggur liggur úr A-V vegg (N-S) 0,5 – 0,7 m breiður og 0,2 – 0,4 m hár. Við norðurenda garðsins er 1–2 m stór steinn, sem liggur dálítið frá vegg að innanverðu. Um 9 m NV af stekknum eru nokkrar holur sem vafalaust hafa tilheyrt hernum á sínum tíma. Í námundann við þessar holur eru fleiri mannvirki sem tilheyrt hafa hernum og er um 10 rústir að ræða. Rústin gæti hugsanlega hafa verið notuð af hernum og breyst eitthvað í því sambandi.“
Öskjuhlíð – fjárborg.
Um fjárborgina segir: „Í Öskjuhlíð að vestanverðu. Um 6 m norður af malarstíg í stórgrýttu landi og skógrækt, fjárborgin er merkt inn á kort frá 1933. Fjárborgin er um 5,5×5 m. Veggir úr grjóti um 0,5-1,0 m á breidd og 0,3 – 1,3 m á hæð. Hluti veggjanna er stórt jarðfast grjót en á milli hefur verið hlaðið minna grjóti.“
Um Víkusel segir: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ „Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð“ sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi.“
Öskjuhlíð – fjárborg.
„Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu.“
Rústin er í skógarjaðri austan við malbikaðan göngustíg. Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5-2,0 m og 0,3-0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. Nánasta umhverfi er mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa sex grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“
Öskjuhlíð.
Í ljósi framangreindrar fornleifaskráningar verður, að teknu tilliti til sýnilegra minja á vettvangi Öskjuhlíðarinnar, að Víkursel hafi ekki verið á nefndum stað heldur svolítið austar og ofar í hlíðinni. Þar eru og a.m.k. leifar tveggja stekkja, auk þess sem lækjarfarvegur hefur runnið þar skammt frá. Tóft sú er vísað er til í skráningunni ber ekki með sér að hafa verið seltóft heldur miklu frekar útihús og þá væntanlega frá Skildinganesi eða jafnvel Nauthóli.
Sjá meira um Víkursel HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Heimildir:
-Göngustígur í Öskjuhlíð – Fornleifaskrá, Reykjavík 2020.
-Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006.
Öskjuhlíð – meint seltóft skv. fornleifaskráningu.
Frásagnir úr Grindavík — skráðar eftir Mundu í Brimnesi
Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1984 er m.a. „Frásagnir úr Grindavík„, byggðar á minningum Guðmundu Ólafsdóttur í Brimnesi:
Guðmunda Ólafsdóttir (1901-1984).
„Þessi frásögn var skráð veturinn 1981 eftir Guðmundu Ólafsdóttur. Guðmunda var fædd í Júlíusarhúsi í Grindavík þann 18. maí 1901 og upplifði svo sannarlega tímana tvenna eins og frásagnir hennar bera með sér. Munda í Brimnesi var alþýðukona og lýsir hér á lipran hátt striti og störfum fólksins, gleði þess og sorgum. Hún leiðir okkur inn í hugarheim aldamótakynslóðarinnar og minnir okkur á að þrátt fyrir alla velsæld nútímans, íslenska velferðarþjóðfélagsins, er ótrúlega skammur tími liðinn frá neyðarbaráttu alþýðunnar fyrir því að halda sinni mannlegu reisn, að hafa húsaskjól og því að geta klætt og satt ungviðið. Strit og fórnir þessa fólks lögðu grunninn að velferð nútímans. Ólafía Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur hitti Mundu oft að máli. Hún hreifst af fasi og frásögn gömlu konunnar og til að forða merku lífshlaupi frá gleymsku skráði hún frásögnina niður. Henni verður það seint fullþakkað.
Munda eignaðist sex börn. Þar af fimm með eiginmanni sínum, Sverri Sigurðssyni. Eina dóttur átti hún fyrir hjónaband. Nú skipta afkomendur hennar tugum. Munda lést 1984.
Grindavík – Brimnes.
„Þegar ég kom að Brimnesi til Guðmundu sat hún og prjónaði í ákafa. „Ég er að furða mig á því að engum skuli koma til hugar að hafa keppni í prjóni í öllum þessum keppnilátum nú til dags“, sagði hún og dró ekki af sér.
Ég bað hana að segja mér eitthvað frá gamla tímanum, því ég vissi að hún var bæði fróð og minnug og vildi gjarnan tala um liðna tíð.
Stórflóð
„Ég man fyrst eftir mér hálfs þriðja árs. Þá gerði mikil flóð í Grindavík og sjórinn fór yfir mannhæðar háan garð sem var fyrir framan bæinn til að verjast sjógangi.
Þá átti ég heima í Akurhúsum, syðst í Grindavík, næst sjónum. Mér þótti einkennilegt að vakna og sjá sjóinn allt í kringum bæinn, hann fossaði yfir túnið og bærinn stóð upp úr eins og sker.
Pálshús – Húsið var byggt á lóðinni eftir flóðin 1925. En þá flaut Akurhús í heilu lagi upp eftir túninu. Valgerður og Páll (íbúar Akurhúss) byggðu þá timburhús ofar í bænum sem hefur gengið undir nafninu Pálshús.
Þá bjó í Rafnshúsum Margrét, kennd við Járngerðarstaði (amma Tómasar Þorvaldssonar á Gnúpi). Rafnshús stóðu hærra en Akurhús, svo flóðið náði ekki þangað. Margrét lét sækja mig og flytja til Rafnshúsa. Mér er minnisstætt að túngarðurinn þar stóð eins og rönd upp úr sjónum.
Í næsta stórflóði, 20 árum síðar, náði flóðið hærra upp, eða alla leið upp að Sæbóli, en seig síðan niður að Akurhúsum, þar stóð bærinn marandi upp úr sjónum eins og eyðisker en slapp þó óskemmdur. Þegar þetta var, var ég búsett í Hafnarfirði og nýir ábúendur í Akurhúsum (eystri bænum) en Páll föðurbróðir minn bjó ennþá í vestari bænum. Sjórinn flæddi upp að Silfru, sem er gjá vestan við bæinn Hlíð. Í gjánni var þveginn þvottur við hlóðarelda.
Þá flæddi sjórinn inn í bæinn að Hliði og spriklandi keilur lágu á víð og dreif í göngunum þegar flóðinu slotaði og langt upp í þorp lá fiskurinn, sem menn gripu og báru til bæjar. Það var óþarft að róa til fiskjar þann daginn.“
Fyrstu kynni mín af dauðanum
Grindavík – fjaran í Stórubót.
„Þegar ég var á fimmta ári var ég ásamt eldri og stærri krökkum að leik út í Bót, sem er sandeyri í vesturhverfinu, Staðarhverfi. Þá komu krakkarnir auga á einhverja þúst á klöpp einni skammt undan landi og pexuðu um hvort það væri selur eða kind. „Ég ætla að vaða og bara gá að því“, sagði ég og setti mig út í sjóinn með uppbrett pils og náði út að klöppinni án þess að fara í kaf. Sá ég þá að þetta var hvorki selur né kind heldur sjórekið lík óskaddað, sjóhatturinn af, en bundinn undir kverkina og annar skórinn af. Ég kallaði til krakkanna og sagði þeim að þetta væri maður. Þeir ráku upp ógurlegt öskur og stukku til bæja eins og skotið væri af byssu. Þá greip hræðslan mig, þar sem ég var ein úti á skerinu hjá líkinu. Í langan tíma á eftir var beygur í mér. Þessi maður hafði farist á vertíðinni um veturinn. Á heimleiðinni mætti ég mönnum sem fluttu líkið til bæjar.
Þrátt fyrir beyginn setti ég af og til í mig kjark og gægðist inn um gluggann þar sem líkið stóð uppi, þvi ég þráði að sjá manninn standa upp og ganga. Í raun og veru vissi ég ekki við hvað ég var hrædd, því dauðinn var mér óþekkt hugtak.“
Kirkjuferð
Grindavík – Staður 1927.
„Þegar ég var á sjötta ári fór ég vestur í Staðarhverfi í fylgd með fólki sem var að fara í kirkju. Þegar við komum í dalinn neðan við Tóftir hnaut einn hesturinn og maðurinn fram af. Hesturinn datt niður dauður, en maðurinn slapp ómeiddur og allir komust til kirkju. Þá var guðræknin meiri en hún er nú. Sérstaklega varð breyting á með aukinni tækni, rafmagni, útvarpi, vélbátum og öðru slíku sem nútímanum fylgir! Ég varð svo um tíma í Staðarhverfi hjá vinum mínum; ég átti marga vini í þá daga.“
Reimleikar
„Ég hef verið 5 eða 6 ára þegar foreldrar mínir, Ólafur Magnússon og Kristín Snorradóttir, fluttu úr Grindavík út á Vatnsleysuströnd. Móðir mín var þar uppalin og langaði alltaf að vera þar. Við ílengdumst þó ekki nema 2 ár, en fluttum þá aftur í Grindavík og bjuggum hér æ síðan.
Garðbær á Vatnsleysuströnd – áður Fagurhóll.
Mamma gat ekki lagt það á pabba, sem þá stundaði sjó frá Grindavík, að verða að ganga á milli til að komast heim. Hann vildi ekki róa nema frá Grindavík, þar þekkti hann allt svo vel.
Fyrsti bærinn sem við bjuggum í á Ströndinni hét Fagurhóll. Hann var byggður úr rekavið úr skipum sem fórust við ströndina, en veggir voru hlaðnir upp úr torfi og grjóti. Mennirnir sem fórust virtust fylgja fjölunum. Móðir mín, sem var skyggn, sá þrjá og fjóra sitja á hlóðarsteinunum, hvergi annars staðar. En við krakkarnir sáum aldrei neitt.
Eitt kvöldið heyrði ég mikinn hávaða, eins og dreginn væri hrossskrokkur eftir baðstofuþekjunni. Kettinum var þeytt inn um lokaðan gluggann og glerbrotin flugu um alla baðstofuna. Pabbi fór út en sá engan mann. En kötturinn var hræddur eins og hann sæi eða skynjaði eitthvað hulið mannlegri skynjun.“
Lífsháski
Fagurhóll – útihúsatóft.
„Annað atvik kom fyrir mig meðan við vorum á Fagurhóli, sem ég gleymi aldrei. Við systurnar, Guðlaug og ég, vorum sendar um hádegisbilið eftir pabba, sem þá var heima og var við beitningu. Ég man að við vorum báðar með fallegar svuntur. Í grenndinni var hlandfor og auðvitað þurfti ég að detta ofan í hana. Ég man að ég var að undra mig yfir litlum manni, sem stóð uppi á háu húsi. Ég var að hugsa um hvernig svona lítill maður gat komist upp á svona stórt hús; gáði ekki að mér og steyptist í forina, sem var 2 — 3 metrar á dýpt. Þrisvar náði ég að grípa í grastó, en missti alltaf takið.
Auðnar á Vatnsleysuströnd.
Ég beitti allri lífs- og sálarorku til að gefast ekki upp og náði taki á steinnibbu sem stóð út úr veggnum. Systir mín stóð gólandi uppi á veggnum og gat enga björg mér veitt, en kallaði á mömmu í angist sinni. Ég fann hvernig takið á nibbunni smá linaðist; vitin voru full af for og meðvitundin var að smá fjara út. Þá fann ég skyndilega að ég var dregin snarlega upp úr. Maður, sem átti leið þarna framhjá, heyrði neyðaróp systur minnar og brá skjótt við. Hann var síðan alltaf kallaður lífgjafi minn. Þessi maður var sonur bóndans á Auðnum.
Eftir þessa svaðilför lá ég fárveik í eina viku en komst þó til fullrar heilsu.“
Í skóla lífsins
Breiðagerði – bæjarhóll.
„Frá Fagurhóli fluttum við vegna reimleika. Við fluttum að Breiðagerði, sem var tvíbýli, torfbær, eins og flestir bæir í þá tíð. Það voru bara höfðingjarnir sem bjuggu í timburhúsum. Stærstu og mestu húsin á Ströndinni voru Auðnir, sem síðar varð landsímastöð, og Landakot. Þar bjó Guðmundur hreppstjóri og útgerðarbóndi. Hann átti dóttur, Björgu að nafni, en hana eignaðist hann áður en hann gifti sig og ólst hún upp hjá föður sínum. Hún var góð og falleg stúlka, sem ég hændist að. Hún var ævinlega fallega klædd og allt snyrtilegt í kringum hana. Ég laðaðist að þessum tveimur heimilum.
Breiðagerði – bæjarhóll.
Þar sá ég svo margt sem mér geðjaðist að. Hreinlæti, snyrtimennsku, reglusemi, glaðlyndi og hógværð. Heimasæturnar á báðum bæjum urðu mér kærastar og til fyrirmyndar, sérstaklega Björg. Ég var komin í skóla lífsins.
Sumarið sem ég var sex ára var mér komið fyrir í Bergskoti. Ég man að þar voru týnd grös til að lita úr band. Margt dreif á dagana; einu sinni kviknaði í svuntunni minni. Sennilega hef ég brennst eitthvað, en ég man bara eftir svuntunni.
Eftir tveggja ára veru á Ströndinni fluttum við aftur til Grindavíkur.“
Við flytjum aftur til Grindavíkur
Járngerðarstaðir 1890 – mynd gerð af Bjarna Sæmundssyni.
„Við settumst að í miðbænum á Járngerðarstöðum, norðurenda. Þar fæddist Jórunn systir mín, sem er yngst. Ég man að ég vaknaði við hljóðin í mömmu þegar hún var að fæða og varð þá vör við að kisa var búin að gjóta ofan á bringuna á mér og kettlingarnir skríðandi um mig alla. Mér fannst þetta ekkert tiltökumál, ég var svo mikill kattavinur og hefur sjálfsagt fundist ofur eðlilegt að mamma og kisa væru að fæða samtímis.
Þó að mömmu hafi leiðst í Grindavík vorum við samt komin þangað aftur og enn bjuggum við í torfbæ. Í sambýli við okkur, í suðurenda bæjarins, bjuggu móðir og systir Bjarna Sæmundssonar vísindamanns. Bjarni var þá löngu farinn að heiman til náms og bjó í Reykjavík. Dóttir hans, Anna, dvaldi oft hjá ömmu sinni. Hún varð góð vinkona mín og um hana hefur mér þótt vænst af öllum mínum vinkonum og hélst það meðan báðar lifðu.“
Sérstæðir menn
Grindavík – Gjáhús og nágrenni. Sjá má einnig Akurhús og Rafnshús.
„Ekki vorum við lengi á Járngerðarstöðum, því Jórunn fékk kíghósta og hóstaði og grét á nóttunni; svo mikið að báðar hljóðhimnur sprungu. Bærinn var hljóðbær og mamma fékk veður af því að gráturinn og hóstinn truflaði næturró sambýlisfólksins og flutti burt þess vegna. Við settumst að í Gjáhúsum, sem var torfbær, skammt frá Víkurbænum. Þar var þríbýli og búið í öllum bæjunum. Við systkinin vorum orðin fjögur, auk þess gerði mamma gustukaverk á ekkjumanni og einstæðingi sem Magnús hét og tók hann í fæði og þjónustu. Hann varð þunglyndur af konumissinum og leið illa. Hann lagðist oft upp í rúm á kvöldin og tautaði í sífellu: „þeir drápu hana, þeir drápu hana“. Konan hans dó á sjúkrahúsi í Reykjavík úr krabbameini. Ég man að okkur krökkunum þótti þetta taut mannsins ákaflega furðulegt. Seinna fékk þessi maður ráðskonu, sem annaðist hann.
Símon Dalaskáld.
Fyrsta eða annan veturinn í Gjáhúsum kom Símon Dalaskáld í heimsókn til Grindavíkur. Hann var kominn einn daginn, gangandi alla leið að norðan. Hann var hár og herðabreiður, forneskjulegur, með rautt skegg niður á bringu. Með loðhúfu á höfði og poka á baki gekk hann milli bæjanna. Ég man lítið af kveðskap hans. Símon var nokkurs konar förumaður, hann flakkaði hér um nokkra daga en fór síðan á sama hátt og hann kom, til Krýsuvíkur að ég held. Þessi persóna festist mér mjög í minni.
Í Vík bjuggu Júlíus Einarsson og Vilborg Brynjólfsdóttir, dóttir Brynjólfs prests á Stað í Staðarhverfi. Ég man að hún var svo falleg að mér fannst ég alltaf sjá engil þegar ég mætti henni. Hún dó ung, líklega úr berklum. Júlíus var bróðir Einars kaupmanns Einarssonar. Hann var drykkfelldur mjög og illur viðureignar og ofstopafenginn við vín. Þegar mamma gekk með mig var hún verbúðarráðskona hjá honum. Hann var formaður og hafði marga menn í veri. Þá var hann trúlofaður Vilborgu.
Grindavík – Frá vinstri: Halldór Laxness (1902-1998) rithöfundur, Júlíus Einarsson (1874-1948) frá Grindavík, Einar G. Einarsson (1872-1954) kaupmaður í Garðhúsum í Grindavík og Sigurður Skúlason (1903-1987) mag.art. í Reykjavík. Myndin er tekin í Grindavík á þeim tíma þegar Halldór var að rita Sölku Völku eða á árunum 1929 til 1930.
Viku fyrir lokin varð hann illa drukkinn og æðisgenginn. Vildi hann þá heimsækja Vilborgu að Stað, en hún þoldi ekki að sjá hann drukkinn. Það vissi mamma og hún var svo góðviljuð að hún vildi ekki að upp úr slitnaði hjá þeim. Því fékk hún sjómennina til að halda aftur af Júlíusi. Hann var þá búinn að brjóta allt og bramla í verbúðinni og hafði náð í haglabyssu og skaut á móður mína, því hann reiddist henni ofsalega fyrir að hefta för hans að Stað. Skotið fór fyrir ofan höfuð hennar, svo hana sakaði ekki, enda mun hann aðeins hafa ætlað að hræða hana. Viku síðar fæddist ég svo, heilbrigð og rétt sköpuð.“
Hjá vandalausum
„Mamma var hörkukona til allra verka, þótt hún væri lítil og grönn, og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún ólst upp hjá vandalausum, því foreldrum hennar var stíað sundur. Þau áttu heima á Ströndinni sumarið sem Álfrún amma gekk með móður mína. Hún fór í kaupavinnu og um haustið kom hún aftur til fólksins sem hún hafði verið hjá á Ströndinni. Þar var sumarkaupið tekið af henni og henni vísað burt og fyrir utan túngarðinn tók hún léttasóttina, en stúlka nokkur kom þar að og tók hana heim til sín. Hjá henni fékk hún að vera þar til hún komst á fætur eftir barnsburðinn.
Árni Thorsteinsson (1851-1919).
Mamma var tekin frá henni eftir tvær nætur og ólst upp hjá vandalausum við harðan kost. Rétt áður en hún fermdist lagðist fósturmóðir hennar banaleguna.
Fátækt var mikil á heimilinu. Mamma gekk þá til spurninga hjá prestinum. Var hún send með bréf til hans, þess efnis að ekki yrði hægt að ferma hana vegna heimilisástæðna. Presturinn á Kálfatjörn hét Árni Thorsteinsen og var góðmenni.
Hann tjáði konu sinni vandræðin og sagði: „Nú er illt í efni góða mín, það er verið að skrifa mér að ekki sé hægt að ferma eitt barnið. Hún hefur ekkert til að vera í. Vilt þú ekki lána henni skautbúninginn þinn?“ „Það gengur alls ekki“, sagði maddaman, „hann er of stór, en vinnukonan á skautbúning sem mundi passa henni og ég skal nefna þetta við hana.“ Og það varð úr að mamma var fermd í skautbúningi vinnukonunnar og eftir það dvaldi hún á prestssetrinu í tvö ár.
Grindavík – Járngerðarstaðir – örnefna og minjakort – ÓSÁ.
Faðir hennar var þar einnig og var hann í miklum dáleikum hjá presti.
Á prestssetrinu var mömmu innrættur sá trúarandi og trúaralvara, sem átti sterkust ítök í henni æ síðan, auk þess sem hún lærði margt verklegt sem kom henni að góðum notum. Það var trúin sem var siguraflið í lífsbaráttunni og hennar sterki sjálfsbjargarvilji sem efldist í baráttunni við fátækt og sjúkdóma, en hún var krampaveik og sleit í köstunum sterkustu bönd, en það fór af henni eftir að hún eignaðist fyrsta barnið, en fátækir voru foreldrar mínir lengst af.“
Hörkukarl
„Fjórða húsið frá Gjáhúsum hét Skemman. Þar bjó ekkja, Sigríður að nafni, ásamt tveimur sonum sínum, Þorgeiri og Karli.
Gjáhús – grunnur.
Þorgeir var mikið eldri og var eiginlega húsbóndinn á heimilinu. Hann þótti strangur við bróður sinn og mér er það minnisstætt að hann notaði hnútakaðal til að tyfta hann til þegar honum þótti strákur ódæll, en móður sinni var hann umhyggjusamur og góður sonur. Þorgeir dó í sjávarháska miklum sem hér varð. Þann dag fóru öll Grindavíkurskipin á sjó i blíðskaparveðri um morguninn, samtals um 80 manns. Þegar leið á daginn gerði aftakaveður og minnstu munaði að allir færust, en svo gæfulega vildi til að skúta, sem var hér við ströndina, bjargaði öllum mönnunum og enginn fórst nema Þorgeir. Það var talið að hjartað hafi sprungið er hann var að binda bátinn sinn við skútuna. Karl bróðir hans var með honum og það síðasta sem hann sagði var: „Hugsaðu vel um hana mömmu, Kalli“. Svo var takið fast hjá Þorgeiri á kaðlinum, sem hann var að binda með bátinn, að þrjá menn þurfti til að losa það.
Ég var látin sofa hjá ekkjunni eftir þetta slys, henni til hugarhægðar, því þær þekktust vel mamma og hún. Þessi kona var ein af þeim sem dóu úr spænsku veikinni þegar hún geisaði hér.“
Við flytjum í nýtt hús
Hæðarendi.
„Nú fór smám saman að vænkast hagur okkar. Foreldrar mínir voru eljumanneskjur og börðust harðri baráttu fyrir lífinu, gegn fátækt, sulti og lélegum húsakosti. Við fluttum nú í veglegasta heimilið sem við höfðum haft til þessa. Sá bær var kallaður Hæðarendi og var fyrsta timburhúsið sem við bjuggum í. Pabbi hafði fengið þurrabúðarlán, sem var greitt á 20 árum, til að festa kaup á húsinu. Þetta þótti okkur ríkmannlegt heimili. Þar var eldhús og tvö góð herbergi til að sofa í og góðir gluggar svo að bjart var inni. Í eldhúsinu var kolakynt eldavél, en áður höfðum við búið við hlóðareldstæði. Frá eldavélinni gengu leirrör, sem lágu inn í strompinn. Á þeim þurrkaði mamma sokkana okkar og vettlingana, áður hafði hún oft þurrkað þá á lærunum á sér.
Grindavík – Rafnshús.
Með allri vesturhliðinni var skúr. í norðurenda hans var geymdur matur, en eldiviður í suðurendanum. Fyrir austan húsið var skepnuhús, en pabbi hafði keypt bæði hest og kú. Auk þess var þarna hænsnakofi og allmargar hænur. Túnblettur var kringum bæinn og þar var heyjað fyrir skepnurnar. Fyrir framan bæinn voru tveir kálgarðar. Pabbi lét sér mjög annt um þá og fékk oft góða uppskeru, bæði gulrófur og kartöflur. Veggir garðanna voru hlaðnir úr grjóti. Á sumrin, þegar pabbi fór ásamt öðrum þurrabúðarmönnum til fiskróðra austur á land, önnuðumst við krakkarnir garðinn ásamt mömmu.“
Furðuleg sjálfsbjargarviðleitni
Grindavík – Garðar.
„Atvik kom fyrir í þessum garði sem mér verður lengi minnisstætt og líklega er fáheyrt. Pabbi var heima þá, en þurfti að bregða sér eitthvað frá. Hann var ekki enn farinn austur á land eins og siður var þegar vertíð lauk hér í Grindavík. Áður en hann fór bað hann mömmu lengst allra orða að gá vel að garðinum, að engar skepnur kæmust inn í hann, því hann var nýbúinn að setja niður útsæðiskartöflur. Mamma lofaði því, en þegar pabbi kom aftur heim um kvöldið, kemur hann þjótandi inn og spyr með angist hvað hafi komið fyrir garðinn; hvaða skepnur hafi komist inn? „Það hafa engar skepnur komist inn í garðinn“, svaraði mamma. „Nú, það er skrýtið, það er öllu umturnað í garðinum og búið að taka allt útsæðið, sem ég setti niður.“ „Jæja“, svaraði mamma, „þá er best að þú athugir hvort ekki er hægt að rekja slóðina eitthvert.“
Grindavík – Barnaskólinn.
Pabbi fer nú út og athugar öll vegsummerki og ekki var um að villast, slóðina mátti rekja til kotbæjar þar nálægt, sem Garðar hét. Fjölskyldan þar var þekkt fyrir gripdeildir og ófrómleika. Krakkarnir voru iðulega sendir út til að stela og í þetta sinn lágu spírurnar af kartöflunum alla leið heim í hlað á Görðum. Pabbi hefur engin umsvif, en snaraðist inn gustmikill mjög. Húsfreyjan, stór og mikil, sat á rúmi sínu og spann í ákafa.
„Það er félegt að sjá hvað þú lætur krakkana þína hafast að“, segir pabbi reiðilega. „Hvar er útsæðið mitt?“ „Það er ekkert útsæði hér“ segir kerling og breiðir úr pilsunum. En pabbi gekk að rúmbálknum og gægðist undir hann. Og viti menn; þar voru útsæðiskartöflurnar, öllum kyrfilega raðað í kassa undir rúmið. Pabbi þrífur nú kassann og varð fátt um kveðjur. Ekki hafði hann brjóst í sér til að kæra atferli þeirra í Görðum, þetta voru svo miklir vesalingar. En útsæðið setti hann aftur niður í garðinn og fékk sæmilega uppskeru um haustið, þó ekki eins góða og oft áður.“
Dulrænt samband
Nautagjá; „Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar. Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir… Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. Þessi vegalengd mun hafa
verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“
„Annað atvik kom fyrir í þessum garði sem ég man vel. Ég var úti og var að reyta arfa. Sölskin var og blíðuveður. Ég var þá farin að syngja allt í einu og það var sálmur, en ekkert vissi ég um það sjálf. Mér þótti ég líka vera stödd úti í kirkju. Mamma kemur út og segir: „Hvað, ertu bara farin að syngja sálm við arfatínsluna?“ „Hvað, ég er ekkert að syngja“, sagði ég. „Ég held þú ættir að fara inn að leggja þig“, segir mamma. Ég gerði það og var þá aftur komin í kirkjuna og farin að syngja sama sálminn og áður. Seinna kom í ljós að þetta var sálmurinn sem sunginn var yfir Valgerði á Járngerðarstöðum, systur Bjarna Sæmundssonar, en hún hafði drukknað í gjá vestan við Járngerðarstaði, svokallaðri Nautagjá, einmitt á sama tíma og ég sofnaði í garðinum. Hún hefur líklega hugsað til mömmu á dauðastundinni, en þær voru góðar vinkonur.“
Járngerðarstaðaheimilið
Járngerðarstaðir.
„Ég var alltaf af og til á Járngerðarstöðum hjá Margréti og börnum hennar. Jórunn dóttir hennar hafði verið í Reykjavík og lært að sauma fatnað. Hún saumaði á mig kjól með pífum og leggingum, það var fallegur kjóll. Líka saumaði hún skólatöskuna mina, sem ég gekk með allan þann tíma sem ég gekk í barnaskóla. Taskan var saumuð úr hvítum segldúk og brydduð með bláum bryddingum. Ég var afar hreykin af henni og enginn krakki átti fallegri tösku en ég. Þegar ég komst á legg var ég stundum lánuð að Járngerðarstöðum, lengri eða skemmri tíma. Margrét var stillt kona og prúð í framgöngu. Hún var þá orðin ekkja og elsti sonur hennar, Guðlaugur, stóð fyrir heimilinu. Hann þótti fastheldinn og sparsamur. „Þetta er nú meira sápubruðlið“, sagði hann iðulega þegar ég var að þvo mér um hendurnar eftir að hafa mokað flórinn.
Nágrenni Jángerðarstaða. Gamli bæjarkjarninn.
Eitt sinn er ég hafði lokið diskaþvotti og bar diskabunkann í fanginu og ætlaði að koma þeim fyrir þar sem þeir áttu að vera, í innra eldhúsinu, datt ég um háan þröskuld og braut alla diskana. Þá varð ég hrædd, en Margrét sagði ekki orð heldur safnaði brotunum saman í svuntu sína og fleygði þeim síðan ofan í djúpa gjá. Ég veit ekki hvernig hún hefur getað sansað son sinn, en seinna fór hann til Keflavíkur og keypti diska í stað þeirra sem brotnuðu.
Ég var hjá Margréti þegar Jórunn dóttir hennar fæddi fyrsta barnið. Það var um hásumar í blíðskaparveðri. Fiskurinn lá fannhvítur til þerris á reitunum og heyið útbreitt á túnunum. Allir voru önnum kafnir við störfin þegar Jórunn veiktist. Þótti illt að taka mann úr fiskvinnunni til að sækja ljósmóðurina, en hún bjó þá austur í Þórkötlustaðahverfi, um þriggja kortera gang frá Járngerðarstöðum. Margrét kallaði því á mig og bað mig að hlaupa austur í hverfi og biðja ljósmóðurina að koma. Hún gaf mér höfuðklút svo að ég yrði fljótari að hlaupa, en það hefði hún ekki þurft, ég var meira en fús til fararinnar. „Vertu nú fljót Munda mín“, sagði hún. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, en þaut af stað eins og fugl flygi. Alls staðar flaug ég fram hjá önnum köfnu fólki. Það var bæði verið að þurrka fisk og hey í steikjandi sólarhitanum. Ekki þorði ég að kasta mæðinni fyrr en ég var komin að Eyvindarstöðum. Þegar ég hafði fundið ljósmóðurina og borið upp erindið sneri ég við sömu leið og hvíldi mig í Melbæ eftir hlaupin.
Eiríkur, sonur Margrétar, átti vanda til að fá máttleysisköst þegar minnst varði og þurfti ég oft að draga hann áfram. Þetta eltist þó af honum.
Ekki var ljósmóðirin lengi að bregða við, lét söðla hest og hleypti af stað með tösku sína meðferðis. Hún tók á móti barninu og allt gekk vel.“
Skipsstrand
Grindavík – ströndin.
„Eitt haustkvöld, skömmu fyrir vertíð, var ég frammi í eldhúsinu á Járngerðarstöðum. Það var hlóðareldhús, sem var grafið inn í hól. Ég var þar að strokka smjör. Kolsvarta myrkur var úti og hríðarbylur. Fólkið var allt við vinnu í baðstofunni. Konurnar prjónuðu, kembdu og spunnu og bjuggu undir að setja í vefstólinn og karlarnir voru líka við handverk. Kennarinn, Tómas Snorrason, sem þar var þá til húsa, las sögu fyrir fólkið, sem hlustaði með athygli.
Allt í einu heyri ég hátt lúðraflaut og fer inn dimm göngin inn í baðstofuna og segi við fólkið: „Það er verið að blása í lúður.“ „Hvaða vitleysa stelpa, það er enginn að blása í lúður“, sagði fólkið. Ég fór aftur að strokka, en heyrði þá enn blásið í lúðurinn og þrisvar heyrði ég blásið. Ég fer þá inn til fólksins og segi: „Mér er sama hvað þið segið, það er verið að blása í lúður, það er eins og þegar eimpípa er að blása.“ Tómas stendur þá upp og segir: „Kannski ég fari út og athugi þetta.“ Allt fólkið fór þá fram göngin og þegar Tómas opnaði bæjarhurðina sáum við stórt bál fyrir utan Sölvhól.
Margrét Tómasdóttir (1835-1876).
„Guð varðveiti okkur,“ sagði Tómas „það er strandað skip og þeir hafa kveikt eld á dekkinu. Þá var enginn viti í nesinu og engar slysavarnir hér og því ekkert hægt að gera til bjargar um nóttina fyrir hríðinni og veðurofsanum. Strax og birti um morguninn var farið að bjarga mönnunum.
Tvisvar höfðu þeir reynt að senda jullu í land, en þær fórust í brimrótinu. Skipstjórinn reyndi þá ekki að senda fleiri. Um morguninn þegar ég var að kafa snjóinn í skólann, sá ég að verið var að leiða fyrsta manninn heim að Járngerðarstöðum. Þegar ég kom aftur úr skólanum var orðið fullt af enskum skipbrotsmönnum, um 20 manns. Fötin þeirra voru skoluð í gjá og þurrkuð í hjallinum. Heimasæturnar, Stefanía og Jórunn, þjónuðu þeim og hjúkruðu. Matur var keyptur og hlynnt að þeim eins og framast var hægt.
Þeir voru á Járngerðarstöðum í viku tíma. Þá voru þeir sendir til Reykjavíkur og síðan með skipi til Englands. Nema tveir, sem urðu eftir fram yfir jarðarför þriggja sem fórust, en það voru kokkurinn og tveir hásetar. Tómas Snorrason var enskumælandi og sagði að kokkurinn hefði búið með aldraðri móður sinni. Ég vorkenndi henni og þótti átakanlegt þegar kisturnar voru fluttar í kirkjugarðinn.
Tómas Snorrason (1872-1949).
En oft var glatt á hjalla á Járngerðarstöðum meðan skipbrotsmennirnir voru þar. Þetta voru allt prúðir og glaðir menn.
Tveir voru ungir, þeir voru kurteisir og glaðir. Ég lærði orð og orð í ensku. Ég var 11 ára og þótti dálítið tómlegt eftir að þeir fóru burtu. Skipið þeirra hét Waronell. Öllu var bjargað af því, þar á meðal heilmiklu af kolum. Ég man eftir hreppsstjóranum með hreppsstjórahúfuna þegar aksjónin var haldin. Seinna varð annað skipsstrand, franskur togari Cap Fagnet strandaði á Hraunsfjöru, þá var ég gift og farin að búa. Þá var Eiríkur sonur Margrétar orðinn formaður. Slysavarnarfélag hafði verið stofnað og þeir voru búnir að fá línubyssu, til að skjóta línu um borð. Öllum mönnunum, 38 að tölu, var bjargað, en þetta var fyrsta strandið eftir stofnun slysavarnafélagsins. “
Garðhús
Grindavík – Garðhús.
„Þegar ég var 12 ára var Garðhúsaheimilið byggt og stendur það enn í dag. Það þótti vegleg höll í þá tíð. Einar kaupmaður og Ólafía bjuggu þar og hjá þeim bjó aldraður faðir Einars, sem þau önnuðust á meðan hann lifði.
Einar kaupmaður og Ólafía voru höfðingjar, vinsæl og vel látin og ótaldar voru góðgerðir þeirra við fátækt fólk. Fáum þótti tiltökumál þó velgengni þeirra væri góð, aldarandinn var þá þannig. En sumum óx þó í augum veldi kaupmannsins, en alþýða manna virti hann og þau hjón bæði, enda voru þau góðgerðasöm við fátæklinga.“
Hér lýkur frásögn Mundu í Brimnesi. Maðurinn með ljáinn kom í veg fyrir frekari skráningu endurminninga hennar, en hún lést á vordögum 1983.“ – Skráð hefur Ólafía Sveinsdóttir
Heimild:

-Bæjarbót, 6. tbl. 01.12.1984, Frásagnir úr Grindavík, skráðar eftir Mundu í Brimnesi, bls. 12-13.
Skógrœktarfélag Grindavíkur 25 ára
Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1982 er m.a. fjallað um „Skógræktarfélag Grindavíkur“ á 25 ára afmæli þess:
Ingibjörg Jónsdóttir (1879-1969).
„Nú var leitað til landeigenda í Grindavík, Ekki veit ég annað en henni væri þar vel tekið, og landið var henni gefið, myndarlegt svæði á einum fallegasta stað í nágrenni Grindavíkur.
Ingibjörg gaf því nafnið „Selskógur”. Nafnið er dregið af gömlum seltætlum sem þar eru, því svo undarlegt sem það virðist í dag, þá höfðu Grindvíkingar þar „í Seli”, fyrir eina tíð, en hvað langt er síðan veit ég ekki.
Í maí 1957 var svo hafist handa. Sett var upp bráðabirgðagirðing og gróðursettar 1200 plöntur, greni, birki og fura.
Margir unnu að þessari fyrstu gróðursetningu, konur, karlar og börn undir stjórn manna frá Skógrækt ríkisins. Það var hátíðleg stund þegar Ingibjörg gróðursetti fyrstu birkiplöntuna og hafði yfir eftirfarandi erindi úr kvæði eftir Jónas Hallgrímsson:
„Veit þá enginn að eyjan hvíta
á sér enn vor ef fólkið þorir
Guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa,- en þessu trúið”.
Síðar um sumarið var svo allt svæðið girt með myndarlegri girðinu. Það voru menn frá Skógrækt ríkisins sem unnu það verk fljótt og vel, og stendur sú girðing enn.
Þann 14. nóvember sama ár var svo félagið formlega stofnað, og var stofnfundurinn haldinn að Garðhúsum.
Ingibjörg boðaði til fundarins þau Einar Kr. Einarsson skólastjóra, Svavar Árnason oddvita og þrjár konur frá Kvenfélagi Grindavíkur, þær Auði Einarsdóttur, Ingibjörgu Elíasdóttur og Fjólu Jóelsdóttur. Hún hafði áður beðið ofangreint fólk að sitja í fyrstu stjórn félagsins. Ingibjörg hafði þá samið lög fyrir félagið og notið til þess stuðnings æðstu manna hjá Skógrækt ríkisins.
Baðsvellir (Selskógur) ofan Þorbjarnar í Grindavík.
Félagið skyldi vera aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja, er þá var starfandi. Með því tryggði hún félaginu plöntukaup á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Þá hafði hún fengið loforð um fjárhagslegan stuðning frá Grindavíkurhreppi í formi fasts framlags ár hvert og hefur svo haldist til þessa dags.
Stjórn Skóræktarfélags Grindavíkur skyldi vera svo skipuð: Skólastjóri barnaskólans og oddviti Grindavíkurhrepps á hverjum tíma og þrjár konur frá Kvenfélagi Grindavíkur, en meðlimir félagsins að öðru leyti allir íbúar í hreppnum.
Garðhús.
Með því að skipa þannig stjórn hugðist Ingibjörg tryggja best framtíð félagsins, þ.e.a.s. skólastjóri myndi fá börn og unglinga sér til aðstoðar við gróðursetningu. Oddviti sjá um að hreppurinn stæði við sín loforð, og konur úr kvenfélaginu sæu um að kvenfélagið yrði virkur þátttakandi í skógræktinni.
Í stórum dráttum hefur þetta haldist í sama formi s.l. 25 ár, en margt hefur breyst í Grindavík á þessum árum sem hvorki Ingibjörg né aðrir hafa séð fyrir.
Grindavík er orðin bær, og í stað hreppsnefndar komin bæjarstjórn, og hefur þá forseti bæjarstjórnar komið í stað oddvita í stjórn skógræktarinnar. Eftir að Einar Kr.Einarsson lét af skólastjórn varð það nokkurskonar „kvöð” á nýjum skólastjóra að taka sæti í stjórninni.
Svavar Árnason.
Og þótt segja megi að það hafi komið þeim nokkuð á óvart hafa þeir tekið því vel, og enginn skorast undan þessu „auka embætti”. Svavar Árnason hefur lengst af verið formaður stjórnar, eða öll þau ár sem hann var oddviti og einnig meðan hann var forseti bæjarstjórnar. Núverandi formaður er Gunnlaugur Dan skólastjóri, með honum í stjórn eru Ólína Ragnarsdóttir forseti bæjarstjórnar, Helga Emilsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir og Fjóla Jóelsdóttir, kosnar af Kvenfélagi Grindavíkur.
Nú mun láta nærri að búið sé að gróðursetja í Selskógi 21-22 þúsund plöntur mest var gróðursett fyrstu árin. Það voru margir sem þar lögðu hönd að verki, en þó mest börn og unglingar undir öruggri stjórn Einars Kr. skólastjóra. Einnig var mikið unnið við aðhlynningu á plöntunum, áburðargjöf o.þ.h..
Baðsvallasel í Selskógi.
Á fundi sem nýlega var haldinn í stjórn Skógræktarfélags Grindavíkur kom til tals að líklega væru margir íbúar Grindavíkur sem lítið vissu um þetta félag, hvernig það starfaði, og hvað það hefði gert á þeim 25 árum sem liðin eru síðan það var stofnað og gróðursettar voru fyrstu trjáplönturnar á vegum þess.
Það kom í minn hlut að reyna að bæta úr þessu, þótti sanngjarnt þar sem ég er sú eina í núverandi stjórn sem hef verið með frá byrjun.
Að þetta félag var stofnað var algerlega verk Ingibjargar Jónsdóttur frá Garðhúsum, oft kölluð Ingibjörg kennari, var hér barnakennari í mörg ár. Hún er áreiðanlega minnisstæð öllum eldri Grindvíkingum.
Selskógur – minnismerki; Ingibjörg Jónsdóttir.
Ingibjörg var ættuð úr gróðursælum sveitum Árnessýslu og hefur sjálfsagt runnið til rifja grjótið og gróðurleysið á Reykjanesskaganum, og ekki fundist vanþörf á að bæta þar um. Ingibjörg var mikill náttúruunnandi og hafði lifandi áhuga á öllu er til framfara horfði.
Þegar Ingibjörg varð sextug stofnaði Kvenfélag Grindavíkur sjóð til heiðurs henni. Sjóðnum mátti hún ráðstafa að eigin vild og þegar henni hentaði. Síðar ákvað hún svo að sjóðnum skyldi varið til skógæktar í Grindavík.
Því er ekki að neita að margir höfðu nú litla trú á því fyrirtæki, en þegar Ingibjörg ákvað að hrinda einhverju í framkvæmd var ekki margt sem stöðvaði hana. Fyrst var að fá hentugt land undir skógræktina, og konur úr kvenfélaginu, sem sáu um það. Við sem unnum þar höfðum af því ánægju og eigum þaðan góðar minningar.
Baðsvellir – seltóft.
En skógræktin hefur líka orðið fyrir talsverðum áföllum, vorhret hafa valdið tjóni og fyrir fjórum árum herjaði sníkjudýr á grenið, svokölluð „grenilús” og olli miklum skaða, en það er nú á réttri leið aftur. Einnig hefur komið í ljós að plönturnar þrífast mjög misjafnlega á svæðinu, best þar sem skjólið er mest.
Þetta er saga skóræktarinnar í Selskógi í stórum dráttum, en margt er þar ósagt. Við í stjórn skógræktarfélagsins viljum hvetja Grindvíkinga til að nota þennan fallega og friðsæla stað til útivistar. Enn er þar margt óunnið, og margt hægt að gera til að láta drauminn hennar Ingibjargar rætast um „fagran dal, er fyllist skógi”. Og munið að við eigum öll þennan stað.“ – Fjóla Jóelsdóttir
Heimild:
-Bæjarbót. 3. tbl. 01.07.1982, Skógræktarfélag Grindavíkur 25 ára. bls. 2.
Þorbjarnarfell – Selskógur.
„Þá höfðum við skiptivöll“ — Rœtt við þrjá gamla sjómenn
Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1984 er m.a. „Rætt við þrjá gamla sjómenn“ undir fyrirsögninni „Þá höfðum við skiptivöll„:
Grindavík – hluti gamla bæjarins við Járngerðarstaði.
„Sjómannadagurinn er framundan, þá eru sjómenn í landi og skemmta sér við leiki og annað er tengist starfi þeirra. Þegar litið er niður að höfn og horft yfir öll þessi fullkomnu skip með yfirhlaðnar brýr og tækjum og „allt nauðsynlegt“, þá vaknar spurningin: Hvernig fóru menn að hérna áður fyrr? Blaðið leitaði til þriggja eldri sjómanna hér í bæ og bað þá að segja svolítið frá fyrri tíð.
Hjalti Þórhannesson:
Hvernig var niðursetningu bátsins háttað og hvernig var hann útbúinn ?
„Þessi bátar voru venjulega tjargaðir að utan og innan. Það voru notaðir hlunnar sem settir voru undir bátinn og alveg niður í sjávarmál, til þess að þetta gengi betur þá var lýsið borið á hlunnana.
Síðan voru þeir teknir saman og geymdir þar til komið var úr róðri. Þá var hlunnunum komið fyrir aftur og báturinn dreginn á hliðinni upp í naust.
Búnaður voru auðvitað árarnar, seglin, „framsegl, aftursegl og fokka“ og það sem þeim fylgdi og ekki má ég nú gleyma austurstroginu. Veiðarfæri voru þá helst net og undir vorið, kring um páska, voru reynd grásleppunet.“
Hvernig var því háttað þegar menn komu um borð í skipið?
„Formaðurinn var í austursrúminu þá röðuðu menn sér í miðrúm og framrúm. Það var ekki flakkað á milli rúma á skipi, ó nei menn voru í sínu rúmi til vertíðaloka.
Ég var alla tíð ráðinn upp á kaup, á þessum árum var það um 30 krónur fyrir vertíðina. Fyrsta vertíðin mín hér var þegar ég var 15 ára.“
Þorleifur Þorleifsson:
Vilt þú lýsa fyrir lesendum hvernig menn útbjuggust þegar þeir fóru í róður?
„Fyrst var farið í föðurlandið síðan í skinnklæðin, venjulega hafði maður gúmmískó á fótum.
Skinnklæðin voru buxur, stakkur og því fylgdi sjóhattur.“
Vildu menn ekki blotna í þessum klœðum og þegar þau þornuðu vildu þau ekki verða hörð? Höfðuð þið mat með ykkur?
„Skinnklæðin voru vatnsheld allavega minnist ég þess ekki að hafa blotnað vegna þeirra. Aftur á móti gátu þau orðið dálítið óþjál. Lýsi var notað til að mýkja þau.
Mat höfðum við aldrei með okkur á þessum árum.“
Hvað var helst geymt í sjóbúðinni? „Í sjóbúðinni voru geymdar árarnar og annað það sem lauslegt fylgdi skipinu.
Einnig voru geymd þarna veiðarfæri ýmiskonar svo sem lína, handfæri og hampnetin.“
Árni Guðmundsson:
Árni Guðmundsson.
Hvernig var aðstaða báta við Hópið þegar þú manst fyrst eftir því?
„Nú aðstaðan var sú að þeir lentu í vör niður undan pakkhúsunum, þetta voru tvær varir sem lent var í og voru kallaðar Norðurvör og Suðurvör. Öllu betra held ég að hafi verið að lenda í Norðurvörinni. Annars er ég ekki svo kunnugur þarna, ég held ég hafi lent einu sinni í Suðurvörinni, vegna brims urðum við að hleypa undan suður í Hafnir og komumst síðan í Suðurvör.“
Svo var náttúrlega heilmikil útgerð úr Þórkötlustaðahverfinu? Hvar var lent?
„Já það gengu héðan 9 skip það voru 10 ræðinga, 8 og sexmannaför. Það var Buðlungu vör og út í Þórkötlustaðanesi sem var frekar vond lending og mæddi mikið á skiphaldsmönnum sem kallaðir voru. Það voru alltaf tveir sem héldu skipunum meðan seilað var. Það var líka reynt að lenda með fiskinn en oft ekki hægt vegna brims, við kölluðum það lág þegar brimsog var við landið og þá var seilað útá lóni sem sker myndar þarna.
Grindavík – seilað í Norðurvör.
Svo voru seilarnar bundnar saman settur belgur á og 60 faðma langt færi og jafnvel lengra bundið við belginn. Síðan var það gefið út eftir því sem róið var í land. Seilarnar voru teknar að landi þar sem best var að bera þær upp á skiptivöll. Á tíræðing var skipt í 14 hluta og var það sett í 7 köst þrír hlutar fóru til bátsins þeir voru fyrir veiðarfærum, beitu og sá þriðji til skipsins. Þá voru 11 hlutar eftir til formanns og skipverja.“
Að lokum Árni, hvenær byrjaðir þú til sjós?
„Ég byrjaði til sjós 14 ára gamall á áttræðing sem Guðmundur á Skála átti. Var það fyrsta vertíðin sem hann gerði það skip út.“ – Lúðvík P. Jóelsson.
Heimild:

-Bæjarbót, 3. tbl. 01.06.1984, Þá höfðum við skiptivöll, rætt við þrjá gamla sjómenn, bls. 8.