Þingvellir

Í frétt á mbl.is þann 4. nóv. 2009 mátti lesa eftirfarandi frétt af manni er “Fann fjársjóð frá járnöld” (á Norðurlöndunum er járnöldin talin ná frá 5. öld f.Kr. til upphafs víkingaaldar um miðja 8. öld e.Kr. (mismunandi þó eftir landssvæðum og óafmörkuð tímaskil):
Bronsaldargripir“Skoti sem ákvað að prófa málmleitartæki, fann í sinni fyrstu tilraun með tækið, fjársjóð frá járnöld. Umræddur fjársjóður, samanstendur af fjórum hálsmenum úr gulli og er sagður vera milljón punda virði, ríflega 200 milljóna íslenskra króna. Hálsmenin eru talin vera frá um fyrstu til þriðju öld fyrir Krist og eru merkasti fundur frá járnöld í Skotlandi.
David Booth sem fann fjársjóðinn í september segist í viðtalið við BBC í Skotlandi, hafa orðið agndofa við fundinn. „Ég gerði mér grein fyrir að þetta væru verðmætir og sjaldgæfir hlutir og þetta var það fyrsta sem ég hafði nokkurn tíma fundið, þannig að þetta var alveg ótrúlegt. Ég bara lagði bílnum, náði í málmleitartækið, valdi í hvaða átt ég vildi fara og um sjö skrefum seinna fann ég þetta. Þetta var það fyrsta sem ég fann.”
Booth segist hafa gert sér grein fyrir að hann hefði fundið gamla skartgripi, hann hefði bara ekki áttað sig á hversu gamlir þeir væru.
Skartgripirnir hafa nú verið afhjúpaðir í Þjóðminjasafni Skotlands í Edinborg. Samkvæmt skoskum lögum getur konungdæmið eitt gert kröfu til fornleifafunda í Skotlandi. Finnandi verður að tilkynna um slíkan fund til yfirvalda og á ekkert tilkall til fundarins. Verið er að meta fjársjóðinn og getur Booth átt von á fundarlaunum, jafnháum matinu.”
Í íslenskum Þjóðminjalögum, 2001 nr. 107 31. maí, segir í 16. Sverðgr.: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar”. Ákvæðið lýsir ákveðinni þröngsýni og því þarf að sjálfsögðu að breyta sbr. framangreinda frétt.
Taka skal fram til fróðleiks að steinöld var forveri bronsaldar, sem var forveri járnaldar. Steinöldin skiptist í fornsteinöld (~1.4 milljón – 10.000 ár síðan), miðsteinöld (~22.000 – 5.000 ár síðan) og nýsteinöld (~8.500 – 3.000 ár síðan).
Járnöld gekk síðan í garð um miðja 8. öld, en þó hafa fundist hér á landi gripir úr bronsi, s.s. bagall er fannst á Þingvöllum 1957 (sjá mynd hér að ofan) og er til sýnis á Þjóðminjasafninu. Bagallinn, sem er með áberandi einkennum Úrness- og Hringaríkisstíls, er talinn vera frá því á 11. öld.
(Þess ber að geta að einn FERLIRsfélaganna stundar um þessar mundir nám í “Fornleifafræði Norðurlanda” við Háskóla Íslands.)

Heimild m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1970 – Kristján Eldjárn – Bagall frá Þingvöllum, bls. 5-28.

Málmleitartæki

Málmleitartæki.