Valaból

Valaból, sunnan við Hafnarfjörð, hefur á stundum verið nefnt fyrsta Farfuglaheimilið á Íslandi. Fljótlega eftir að Bandalag íslenskra farfugla var stofnað árið 1939 var hafist handa við að leita að hellisskútum sem unnt væri að nota sem gististaði. Fyrstur fyrir valinu varð Músarhellir við Valahnúka, sunnan við Hafnarfjörð.
MúsarhellirFékk staðurinn snemma nafnið Valaból og hefur hann verið þekktur undir því nafni æ síðan. Engar öruggar heimildir finnast um það hvers vegna hellirinn fékk nafnið Músarhellir. En tvær tilgátur hafa einkum verið í gangi. Önnur er sú að hellirinn hafi verið svo lítill að hann minnti einna helst á músarholu. Hin kenningin er að mýs hafi leitað í nesti gangnamanna, en hellirinn var notaður sem náttstaður gangnamanna fram undir 1900.

Eina opinbera staðfestingin á landnámi Farfugla í Valabóli er að finna í fundargerðarbók Bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 13. júlí 1942 og er hún þannig: Farfugladeild Reykjavíkur fer fram á leyfi til þess að mega innrétta og hlaða fyrir hellisskúta norðanvert í Valahnjúkum. Bæjarráð leggur til að þetta leyfi verði veitt meðan ekki kemur í bága við annað sem talið er nauðsynlegra.

Frá upphafi átti Valaból að gegna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að verða áninga- og gististaður Farfugla og annars útivistarfólks, Farfuglahreiður. Í öðru lagi var hugmyndin að lagfæra og fegra umhverfi hellisins og gróðursetja blóm og tré.

Strax eftir að þetta leyfi var veitt hófust Farfuglar handa við að standsetja hellinn. Hann var mokaður út, því það var langt í frá að hann væti Í Valabólimanngengur. Var gólfið lækkað um hálfan metra og segl sett á moldargólfið. Auk þess voru veggir hlaðnir og sett var upp hurð með glugga. Þegar grafið var út úr hellinum fundust þar bein og fyrirhleðsla sem bentu til þess að einhvern tíma í fyrndinni hafi fólk dvalist í hellinum. Síðar var segldúknum skipt út fyrir trégólf, innréttingar gerðar og komið var upp aðstöðu til eldunar. Þá voru geymd þar ullarteppi sem voru næturgestum til afnota. Komu þau í góðar þarfir því hellirinn var óspart notaður til gistingar. Trégólfið var í hellinum allt fram til 1960 en þá var það orðið svo fúið að það var fjarlægt ásamt eldunar- og viðlegubúnaði. Um leið og trégólfið var fjarlægt var gólfið enn lækkað og það lagt steinhellum.

Fyrstu árin eftir að Músarhellir var gerður upp var hann mikið notaður til gistingar. Sú hefð skapaðist fljótt að hafa gestabók í hellinum og er svo enn í dag. Þessar gestabækur eru frábær heimild um þá stemningu sem myndaðist á staðnum og þann mikla fjölda gesta sem árlega heimsækir staðinn.

Við Valaból

Eftir að búið var að lagfæra hellinn og gera hann nothæfan fyrir gistingu var hafist handa við ræktunarstarf. Fyrst verkefnið var að girða nágrenni hellisins, en þar sem ekki var bílfært lengra en í Kaldárbotna varð að bera þaðan allt girðingarefnið. Við girðingarframkvæmdirnar var reynt eftir föngum að nota náttúrulegar hindranir, s.s. kletta sem hluta girðingarinnar. Annars staðar voru hlaðnir steingarðar og á sléttlendi var sett upp girðing á staurum.

Í Valabóli

Eftir að búið var að girða af svæðið var hafist handa við að undirbúa landið fyrir gróðursetningu því það var mest stórgrýtisurð og því illa fallið til ræktunar. Fyrst var stórgrýtinu safnað saman til að hlaða úr því stalla, síðan fyllt ofan á það með smærra grjóti, leir og öðru sem fyrir var og loks var sett mold til þess að unnt væri að þekja svæðið. Lítið var um farartæki á þessum árum og þurfti því að bera mold, þökur, áburð og annað sem til þurfti langan veg.

Mikill hugur var í mönnum við gróðursetninguna og fljótlega þurfti að fá leyfi til að færa út girðinguna. Til eru heimildir um að Farfuglar hafi 5 sinnum sótt um það til Hafnarfjarðarbæjar að stækka svæðið. Síðast var svæðið stækkað 1990 og var girðingin þá færð á þann stað sem hún er nú. Síðustu framkvæmdir í Valabóli áttu sér stað sumarið 2004 en þá var girðingin kringum svæðið lagfærð. Var þar um að ræða samstarfsverkefni Hafnafjarðarbæjar og Farfugla.

Valaból

Þrátt fyrir erfið skilyrði til ræktunar má fullyrða að árangurinn hafi verið vonum framar. Samkvæmt flórulista sem byggður var á athugunum Gests Guðfinnssonar og Mattihasar Guðfinnssonar 24. júlí og 23. ágúst 1970 þá fundust alls 103 innlendar plöntur og 9 erlendar í Valabóli þetta sumarið. Það eru ekki eingöngu hin náttúrulegu skilyrði sem hafa tafið uppgræðsluna í Valabóli heldur hefur ágangur sauðfés verið mikill í svæðið, enda gróðurlítið á stóru svæði umhverfis. En eftir að mönnum tókst að setja upp fjárheldar girðingar tók gróðurinn verulega við sér og tegundum fjölgaði.

Segja má að Valból sé sannkölluð vin í eyðimörkinni í Reykjanesfólkvanginum og er staðurinn í dag vinsæll áningarstaður gangandi fólks og hestamanna.

Heimild:
-www.hostel.is

Valaból

Valaból – Músarhellir 1952.