Lágafell

Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín.

LágafellNokkur þúsund hermenn bjuggu í bröggum í Mosfellssveit í síðari heimsstyrjöldinni (frá Lágafelli að Suður-Reykjum og Hafravatni). Ein eftirminnilegasta ljósmyndin frá þeim tíma er af nokkrum hermönnum við loftvarnabyssu á lágri hæð í virki norðvestan við Lágafellskirkju. Byssan er horfin og mennirnir einnig, en eftir stendur gróið virkið til áminningar um hinu válynda tíma í sögu mannkynsins, ekki bara hér á landi heldur og um gjörvalla heimsbyggðina.
Á skilti við Lágafellskirkju stendur: “Hér að Lágafelli var bænhús seint á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti.
Lágafellskirkja 2009Lágafell er gömul bújörð og prestar Mosfellinga sátu hér í kringum aldamótin 1900. Á þriðja ártaug 20. aldar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) jörðina og bjó hér á efri árum sínum í íbúðarhúsi sem stendur enn. Á 5. áratugnum keypti Mosfellshreppur hluta af Lágafellslandi og var því skipt niður í nokkur nýbýli þar sem búskapur var um nokkurt skeið. Stór hluti af þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar hefur risið í landi Lágafells.”
Meðfylgandi ljósmynd er af Mosfellingum árið 1901 eftir messu að Lágafelli. Guðrún Þorláksdóttir og Sigurður Guðmundsson héldu þá gullbrúðkaup sitt hátíðlegt þennan dag.

Lágafell

Lágafell.