Keflavíkurflugvöllur

Eftirfarandi umfjöllun var um vörðuna Kölku í dálknum “Víkverji skrifar” í Morgunblaðinu árið 1949. Kalka var fyrrum áberandi kennileiti á Háaleiti, gíg, norðvestan Njarðvíkna.
“Ýms gömul og hálf gleymd örnefni hafa komið í ljós í sambandi við tillögurnar um nafnið á  KalkaKeflavíkurflugvelli og þótt ekki fáist nafn á flugstöðina, þrátt fyrir alla fyrirhöfnina, sem þessar nafnatillögur hafa kostað, þá hefir það þó áunnist, að grafa upp þessi gömlu nöfn.
Góður og gegn Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson í Nýlendu í Miðneshreppi, segir í brejfi frá vörðu, sem stóð eini sinni þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur og kalka var nefnd. Glöggir menn á íslenskt mál vita ekki af hverju nafn þetta er dregið, en sumir geta sjer til, að það sje komið af kalki og tekur Magnús, að vel geti verið að þarna hafi verið kalkvinnsla til forna, þótt nú sje gleymt.
KeflavíkurflugvöllurBrjef Magnúsar í Nýlendu er á þessa leið: “Kæri Víkverji! Nafnið Keflavíkurflugvöllur er orðin hefð í málinu enda, enda þótt flugvöllurinn sje aðallega á Háaleiti og Mosunum í Miðnesheiði, en teygi anga sína niður fyrir Njarðavíkur-Ása og lítið eitt suður í Hafnaheiði.
Á Háaleiti stóð varða, gild en ekki há, mosavaxin af elli. Hún var nefnd Kalka. Á hverjum einasta fjallskilaseðli sem borinn var bæ frá bæ á Miðnesi frá 1885-1905 (og eflaust fyrir og eftir þann tíma) stóðu þessi orð: “….og mætið allir við Kölku á Háaleiti kl. 9 f.h. og skiftið ykkur eftir því, sem fjallkóngur mælir fyrir” o.s.frv. Kalka var því merkileg að þessu leyti, og kann að hafa verið það að fleiru leyti þó mjer sje það ekki kunnugt. Nú er Kalka horfin slík er hún var, en upp er risið á Háaleiti nýtt, glæsilegt hótel, sem vantar nafn. Auðvitað heitir hótelið “Kalka” og ekkert annað. Það er gömul íslenska, stutt og laggóð. – Magnús Þórarinsson.”

Njarðvík

Það má telja víst, að flugstöðin í Keflavík verið kölluð blátt áfram Keflavík, eða Ísland og af þessum tveimur nöfnum er það síðara betra. En þrátt fyrir það verða birt hjer nokkur nöfn, sem stungið hefur verið upp á síðustu dagana: “Gimli”, “Atlantic”, Leiti, Einbúi, Björg, Eldey, Thule, Fálkinn, Fortuna, Eldorado, Gammur, Gandur, Svanasetur, Svanavellir, Alda, Bára, Skýjaborg.

Er þá nóg komið. Á morgun verður flugstöðin vígð.”
Nokkrum dögum síðar birtist eftirfarandi í sama dálki;

 Kalka.

Kalka.

“Nokkrar umræður hafa orðið um vörðuna Kölku á Háaleiti, þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur.
Nú hefir aldraður maður, Eríkur Torfason, bent á skýringu um uppruna nafnsins á vörðunni, sem er mjög sennilegt. Eiríkur hefir það eftir Magnúsi Bergmann, sem bjó í Leiru, greindur maður og skýr, að Kalka sje þannig til kominn, að endur fyrir löngu hafi kaupmenn í Keflavík látið reisa vörðuna og kalkað hana. En vörðuna hafi þeir notað til þess, að gá að ferðum kaupskipa á vorin. Hafi þeir riðið, eða gengið að vörðunni er skipa var von, með sjónauka sína, því þarna sjáist vel út á sjóinn í björtu veðri.
Kemur þessi skýring heim við það, sem Magnús Þórarinsson sagði frá, að hvítt hafi verið við vörðuna, en það stafar af því, að hún hefir á sínum tíma verið kölkuð til þess, að hún sæist betur. Og af því stafi nafnið.”

Heimild:
-Morgunblaðið 8. apríl 1949.
-Morgunblaðið 21. apríl 1949.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn er þar sem Kalka var.