Um Ferlir Hafa samband
Leit
Saltvinnsla á Reykjanesi

Í Lesbók Mbl 21. febr. 1954 er m.a. fjallað um saltvinnslu á Reykjanesi:
Jarðhiti á Reykjanesi"Í tillögum sínum til Rabens (1720) um hugsanlegar framfarir á Íslandi minnist Jón biskup Vídalín á saltvinnslu á Reykjanesi. Hann segir svo:  - Mér er sagt svo að soðið sé salt í Noregi, og nokkur hluti þess sé fluttur hingað til lands. Hér í Gullbringusýslu er staður, sem kallaður er Reykjanes. Þar er eldheitt vatn eigi langt frá sævarströndu. Kæmu einhverjir norskir menn hingað til lands, sem kynnu aðferðina, þá mundi eigi kosta mikið tilraunin um lítilfjörlega saltgerð. -
Þarna hefir Jón biskup verið framsýnni en margir aðrir, því að hvergi hér á landi mun haga betur til um saltsuðu en á Reykjanesi, þar sem mikil selta er í sjónum og hitinn rétt við flæðamálið."

Heimild:
-Lesbók Mbl. 21. febr. 1954.

 


Til baka
Veđur
Grindavík
Mosfellsbćr
Vogar
Garđur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Kjósarhreppur
Kópavogur
Hafnarfjörđur
Reykjavíkurborg
Garđabćr
Reykjanesbćr
Sveitarfélagiđ Ölfus
Sandgerđi
Seltjarnarnesbćr
Hveragerđi
Eldfjallaferđir
Fjórhjólaferđir
Antikva
Tenglar
› Áhugaverđir
› Bókasöfn
› Fróđleikur
› Leita
› Miđlar
› Minjasöfn
› Saga
› Sveitafélög
› Tengdir vefir
› Tími, dagur og veđur
® 2007 - Ferlir.is | Áhugafólk um Suđurnesin | @: ferlir@ferlir.is