Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni “Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu”:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins “Þrautgóðir á raunastund”, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
“Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.”
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: “Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.”
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: “Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.” [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: “Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.”

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík