Eldvörp

Ætlunin var að fara með stiga og luktir upp í sunnanverð Eldvörp norðvestan Grindavíkur.
Vörpin Sunnanverð Eldvörperu innan umdæmisins líkt og u.þ.b. 90% af öðrum gígum og fjöllum/fellum á Reykjanesskaganum. Þar eru tvö u.þ.b. 8 og 12 metra djúp göt – ekki svo langskilin, ókönnuð mönnuð hingað til. Þótt vegarlengdin frá byggð sé ekki mikil, eða nálægt 5 km, hefur maðurinn aldrei (svo vitað sé) stigið fæti niður í þessa staði. Hér var því ætlunin að fara um tvö af ókönnuðum svæðum jarðarinnar. Síðast þegar farið var á vettvang reyndist stiginn vera einstigi og því ónothæfur nema aðra leiðina. Nú átti að skoða hið undirleynda og kanna hvort tenging geti verið með opunum og einnig hvort mögulegt gæti verið að nýta þau sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á þessum slóðum því nyðra opið verður að teljast einstakt á heimsvísu. Að vísu gæti Þríhnúkagígurinn jafnast að nokkur á við hann, en ekki að öllu leyti.
Gengið var frá Sandfellshæðardyngjunni suðaustanverði inn í Eldvarpahraunið vestanvert. Stefnan var tekin á Rauðhól – en þá birtist hið óvænta. FERLIR hefur um skeið leitað fornrar leiðar frá Prestastíg um norðanverða Sandfellshæð til Hafna. Þarna birtist hún óvænt. Fallin varða, greinilega forn, er á hraunhól utan í hæðinni, en frá henni til suðausturs liðast mosavaxin gata niður hæðina áleiðis að hraunbrúninni. Þegar henni var fylgt áleiðis að austanverðum Rauðhól varð hún greinilegri og síðan augljós. Hún liggur með hraunbrúninni og síðan upp á hana þar sem helluhraunslétta ber á millum, þá yfir hraunhaft og á Prestastíg. Þessi leið hefur verið sú stysta fyrir kunnuga er vildu fara millum Grindavíkur og Kirkjuvogs. Líklega hefur presturinn á Stað margsinnis farið þessa leið milli kirkna sinna því líkast til munar einum 5 km á henni og hinum hefðbunda Prestastíg, eins og hann liggur nú.
Nú var stutt yfir í götin fyrrnefndu í Eldvörpum.
Eldstöðvar á Reykjanesskaganm eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Þegar horft var til baka bar Sandfellshæðardyngjan hæst. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru upprunnar á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar ná yfir allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins.
Framundan voru Eldvörpin – gígaröð. Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Erling undirbýr niðurgönguKerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina. Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér. Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar. Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma. Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það.
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið Botn syðri gígsinsgráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við Nyrðri gígurinnsíendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið.
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð.
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir GKlepramyndanireitahlíð fyrir austan Krísuvík er dæmigerð eldborg. Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
KlepramyndanirErlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla.
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru Klepramyndanirsjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa.
Komið var syðra gatinu, utan í vestanverðum Eldvörpunum. Stiginn var lagaður að niðurferð. FERLIRsfélaginn Erling varð fyrstur til að feta leiðina niður. Þar sem ekki er vitað um annan er þangað hefur komið verður ekki hjá því komist að nefna gíginn ERLING. Þegar niður var komið kom í ljós grænn Byrgimosavaxinn botn og fallegar rauðlitaðar klepramyndanir á veggjum. Niðri hallar undir, en einungis á einum stað er grönn stutt rás. Engin bein, hvorki dýra né manna voru sjáanleg í gólfinu. Einstakt var að horfa upp um rásopið til bláleits einfaldleika himinsins. Rásin virðist hafa verið leið fyrir glóandi hraunkviku til hliðar við megingíginn, sem er skammt austar. Hann er aflangur og auðveldur umgangs.
Hitt gatið er hins vegar miklu mun tilkomumeira og gefur vonir um opinberun fyrir miklu mun fleiri – þegar tímar líða. Um er að ræða stakan gíg á sprungureininni utan í gjallhól. Gígurinn hefur tæmst eftir að goshrinunni lauk og eftir stendur einstök formfögur jarðmyndun; fagurrauð, glerjuð að hluta, u.þ.b. 10-12 metra djúp. En þar sem stiginn var ekki nema tæplega 8 metra langur gaf auga leið að niður í gíginn yrði ekki komist á honum. Sennilegast væri auðveldast að nota línu til að komast niður á botninn. Stallar eru með börmunum, en þverhníft þess á millum. Neðst hallar undir er gefur von um op út. Þessi gígur, er verður að teljast einn hinn fegursti og tilkomumesti á Reykjanesskaganum, bíður þess að verða kannaður. Ef af vonum lætur mun það verða fljótlega (því FERLIR hefur þegar haft samband við þjálfað sigfólk til verksins). Aðgengi með stigaverki í þennan gíg yrði gígaódýrari en fyrirhuguð málmmannvirki í Þríhnúkahelli – og margfalt áhrifaríkari.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – apríl 2007.

Mannvistraleifar