Þverárdalur

Í Þverárdal hefur verið sagt að væri flugvélabrak. Þar áttu að vera leifar af breskri Hawker Hurricane flugvél er farist hafði átt þarna árið 1941. Sögunni fylgdu upplýsingar um að leifar flugvélarinnar væru neðst við fjallsræturnar í vestanverðum dalnum, dreifðar yfir allnokkurt svæði og að erfitt væri að koma auga á það. Aðrir hafa sagt að engar leifar séu þar að finna, allar löngu grafnar undir skriðu.

Hawker Hurricane

Ætlunin var að afla nánari upplýsingar um leifarnar og síðan ganga um dalinn til vettvangsskoðunnar.
Að sögn Karls Hjartarssonar mun óhappið hafa orðið þann 23. september 1941 skv. slysaskráningarskýrslum Breta. Um var að ræða Hurricane I flugvél. Flugmaðurinn fórst þegar flugvélinn skall á hamravegginn í u.þ.b. 1800 fetum. Karl sagðist einhverju sinni hafa leitað ásamt öðrum um allan vestanverðan Þverárdal, en ekkert fundið. Flugvélin átti að hafa lent í bergvegg í u.þ.b. 600 m hæð og brakið fallið niður hlíðina.
Byrjað var á því til gamans sem og af fagurfræðilegum ástæðum að ganga upp Þverárdalinn að austanverðu, með hlíðum Þverfells, vesturhlíða Móskarðshnúka. Þar hallar dalurinn allnokkuð, jafnt og þétt, á fótinn, en þegar komið var inn fyrir dalinn miðjan hallaði hann niður innanvert.
Á vettvangi undir HátindiEfra er bergstandurinn hár og tilkomumikill. Úr honum koma nokkur gil, misstór og mislitótt; ljósbrúnir lækir á annars svörfuðu berginu. Skriður eru innst í dalnum. Þar var gengið niður að Þverá og staðnæmst, skyggnst og gónt upp hlíðar og á snarbratta hamra. Þegar engin verksummerki sáust um aðkomuefni var Þverá fylgt til baka í rólegheitum í von um að finna ummerki eftir flugvélina við árfarveginn. Háar brúnir Hátinds virtust himinháir þar sem staðið var svo til beint undir þeim. Auðvelt var að ganga niður með ánni. Sumsstaðar rennur hún um berar klappir, en annars staðar hefur hún rutt á undan og frá sér malar- og grjótkömbum.
Ekkert bólaði á leifum af umræddri vél, sama hversu vel umhverfið var gaumgæft. Ekkert brak var að sjá í dalnum.
Annar staður gat vel komið til greina – og jafnvel líklegri slysavettvangur, þ.e. Grafardalur – sá næsti að vestanverðu, handan við Grafarkotshálsinn.
Og þá virtist ekki vera um annað að ræða en að halda upp með Grafará og upp í Grafardal með Þverárkotsháls og Hátind (903 m.y.s.) á hægri hönd og Kistufellið (830 m.y.s.) á þá vinstri. Áður var þó ákveðið að staldra við og leita að einhverjum, sem áður hafði gengið um Þverárdalinn og þekkti þar til. Eftir að hafa fundið einn slíkan var aftur lagt af stað inn dalinn, nú upp með honum vestanverðum. Gangan upp eftir tók um 50 mínútur, enda bæði blankalogn og steikjandi sólarhiti.
Á vettvangi undir HátindiSlysstaðurinn í Hátindi hefur haft á sér þjóðsagnakenndan blæ. Einhverjir hafa vitað af slysinu, en örfáir komið á vettvang. Nokkrir hafa leitað að leifum vélarinnar, en ekki fundið. Hefur jafnvel verið álitið að allar leifar flugvélarinnar hafi grafist undir skriðu í fjallshlíðinni. Af ummerkjum að dæma var það þó ekki að sjá. Í breiðri skriðu neðan undir tilkomumiklu ónafngreindu gili voru allnokkrar leifar Hurricaneflugvélarinnar. Skriðan er hins vegar bæði stór og breið svo henni hefur auðveldlega tekist að breiða sig yfir meginhluta vélarinnar á þeim 66 árum, sem liðin voru frá óhappinu. Vel mátti t.a.m. grjótsjá afurðir vetrarins í skriðunni. Þarna var huti vængs, fótabúnaðar, flapsastýrisstangar o.fl. o.fl. Meginleifarnar voru í 1200-1300 f.y.s., en þó var ákveðið að feta skriðuna upp í 1800 fetin. Þar var engar leifar að sjá, enda augljóst ef einhreyfilsflugvél með svo öflugum hreyfli sem hurricane-vélin var með flygi á sléttan bergvegginn myndi fátt vera eftir til stórræðna.
Hawkins Hurricane flugvélarnar, sem fluttar voru hÁ vettvangi undir Hátindiingað til lands, komu í kössum og voru settar saman hér. Þegar meiri þörf var fyrir þær annars staðar voru þær teknar í sundur, settar í kassa og síðan skipað um borð í eitthvert flutningaskipið á leið til Englands.
Saga Hurrican-vélanna er að mörgu leiti merkileg.
Árið 1938 hóf RAF (Konunglegi breski flugherinn) að taka Spitfire Mk. I í notkun. Flugmennirnir tóku strax miklu ástfóstri við vélina, enda var hér um að ræða risastökk fram á við, hvort sem menn höfðu áður flogið Gloster Gladiator eða fyrstu einþekju-orrustuvél RAF; nefndri Hawker Hurricane – en sögu Hurricane-vélarinnar var þó hvergi nærri lokið enn.
Hawker Hurricane var fyrsta einþekja Breta í seinni heimstyrjöldinni. Á næstu mánuðum var smám saman unnið að því að útbúa fleiri orrustuflugsveitir með þessu nýja stolti RAF. Það gekk þó ekki jafn hratt og menn hefðu óskað, enda voru fjárveitingar af skornum skammti og því engin plön um að skipta eldri tegundum alveg út í bráð. Ýmsar smávægilegar endurbætur voru þó gerðar á vélinni, t.d. var upphaflegu loftskrúfunni, tvíblaða Á vettvangi undir Hátindi“fastri” tréskrúfu, skipt út fyrir nýja þríblaða málmskrúfu með breytilegri aðfallsstillingu (variable pitch – constant speed propeller), sem nýtti afl hreyfilsins mun betur, líkt og gert hafði verið við eldri flugvélategundir.
Þegar Seinni heimsstyrjöldin hófst í september 1939, áttu Bretar aðallega þessar Hawker Hurricane, en einnig Boulton-Paul Defiant.
Hawker, aðalhönnuður Sydney Camm’s Hurricane raðarinnar er í rauninni einn vendipunkturinn í sögu flughernaðarins. Flugvélin reyndist vera sú þrautseigasta í baráttunni um Bretland sumarið 1940 – þegar Leifturstríð Nazistanna virtist óstöðvandi. Þessar flugvélar sinntu einnig öðrum hlutverkum á stríðsárunum, allt til enda. Hurricaninn var fyrsta breska einþekjuorrustuvélin, sem fyrr sagði, og fyrsta orrustuvélin til að komast 483 kph (300 mph) í beinu flugi. Upphaflega hafði flugvélin þó verið hönnuð og Á vettvangi undir Hátindiþróuð frá því um miðjan fjórða áratug aldarinnar. Í fyrstu varð niðurstaðan sú að einþekjur væri álitnar óstöðugar og of rótækar til að geta skilað tilætluðum árangri sem orrustuflugvélar. Framtíð henar virtist því ekki álitleg.
Árið 1925 var Camm tilnefndur sem aðalhönnuður “H. G. Hawkers Engineering Company”, fyrirrennara “Hawkers Aircraft Ltd.” Á því ári hannaði Camm einþekjuorrustuvél og þótt hún væri ekki fullbyggð skyldi hann vel að tvíþekjur gætu aldrei farið hraðar en einþekjur. Tveir vængir orsökuðu einfaldlega meiri dragvind en einn. Kominn var því tími til dramatískra ákvarðana í orrustuflugvélatækninni. Árið 1933, undir stjórn Camms, byrjaði Hawkers-hönnunarliðið að vinna að nýrri einþekju. Formleg ákvörðun um hönnunina var tekin í hernaðarráðuneytinu breska í ágúst 1935. Camm og lið hans völdu vatnskælda 660 hestafla Rolls-Royce Goshawk vél sem afl fyrir hina nýju flugvél. Hún var kölluð “the Fury Monoplane”. Fljótlega vék hann þó fyrir nýrri hreyfli, fyrirrennara hins þjóðkunna “Rolls-Royce Merlin”-hreyfils fyrir valinu. Flugvélin flaug fyrsta sinni 6. nóvember 1935.
Um 600 frumgerðir voru gerðar af flugvélinni fyrir 3. júní 1936. Þetta var ein stærsta framleiðsluáætlun, sem gerð hafði verið á friðartímum. Þann 27. júní var Hurricane- vélin fyrst skírð.
Hurrican-vélarnar spiluðu stórt hlutverk í Seinni heimstyrjöldinni, einkum í Orrustunni um Bretland á tímabilinu júlí og október 1940.
Orrustunni um Bretland lauk snemma í nóvember þegar Skriðan niðurávið - Þveráin neðstGöring skipaði þýska flughernum að varpa sprengjum á breskar borgir að næturlagi. Þá var Hurricane flugvélunum breytt þannig að þær voru búnar búnaði til að geta séð að næturlagi – svo og öflugri hreyfi. Þær voru því sniðnar að því að fljúga í myrkri.
Meira en 4,700 Hurricane-flugvélar voru smíðar í fyrstu – til mismunandi nota. Þær voru ýmist búnar 40 mm fallbyssum undir vængjum, sem flutningavélar eða til skyndiárása á hersveitir á jörðu niðri. Í september 1944 höfðu 12.233 slíkar flugvélar verið smíðaðar, sem segir nokkuð um þörfina og notagildið á þessum árum.
Staðreyndin er að leifarnar undir austurhlíðum Hátinds eru vitnisburður um flugslys á sögulegum tíma. Þótt þær virðast hvorki merkilegar í augum fornhandritasérfræðinga né nútíma sjónvarpsþáttagerðastjórnenda eru þær óneitanlega áþreifanlegur vitnisburður um tvennt; örlög flugmanns (einstaklings með þrár og kenndir) sem og fórnarlambs fjöldans í “laklegri” stjórnunarmynstri tímabilsins sem og tækniþróun þess tíma, en jafnframt sinnuleysi þeirra er fullnægja eiga nú sögulegri heimildaskráningu og upplýsingu til almennings þessa lands, sem bæði vill njóta útivistar og fræðast. Á vettvangi, undir austurhlíð Tátinds, er a.m.k. hvergi að sjá fróðleik þetta sögulega atvik frá 23. september 1941.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þverárdalur

Hawker Hurricane.