Hallshellir

Hæðin vestan við Hrafnagjá, ofan Gjábakkavegar, nefnist Sigurðarselsbrekkur. Norðan hennar tekur Hábrúnin við, en austan hennar eru Syðri- og Nyrðri Svínahólar.
HellishæðarfjárhellirÁ fyrrnefnda hólnum er há og myndarleg varða er vísar leiðina. Sunnan og vestan við hólana eru miklir grasgróningar. Vestsuðvestan við Syðri Svínhól er Hellishæð. Skammt vestan hennar er Hellisvarðan ofan við Litlu Hellishæð.
Gangur að fjárhellinum í Hellishæð frá Gjábakkavegi tekur u.þ.b. 6 mín. Sjá má glitta í vörðuhrólfið vestan við hæðina, rétt ofan við trjátoppana. Þegar upp á hæðina er komið liggur ljóst fyrir að þarna er fjárskjól; allt grasi vaxið umleikis, hleðslur framan við stórt op og hið myndarlegasta skjól innundir.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun og birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939 segir m.a. um þennan stað: “Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð. Það er há hæð, sem snýr h. u. b. í austur og vestur, með skógi vaxna grasbrekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei alllítill, sem notaður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar, sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir vestan hana er Litla-Hellishæð, dálítill hóll með vörðubroti; sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir HellishæðarfjárhellirÞorkelsklettur.” Sá klettur er nú sérstaklega merkur um uppistandandi steyptu röri; hæðarmælingastandi.
Þá var lagt í langferð. Hún var svo til beint í norður, með stefnu á Söðulhóla vestan Tindaskaga. Veðrið var frábært; 16°hiti, skínandi sól og blíða allt um kring. Þegar komið var upp að Hábrún var Enni framundan og Flekkuhóll vestar. Risavaxin fugl kom fljúgandi frá Ármannsfelli, sveimaði hæglátlega yfir og eftir hringflug niður á við settist hann á Flekkuhól. Þar líktist hann vörðu á hólnum. Þetta var örn, konungur fuglanna – tilkomumikil sjón. Rúpur flugu til allra átta og skógarþrösturinn hvarf við það sama. Allt varð skyndilega hljótt í skóginum, hann sem hafði verið svo lifandi fram að þessu, þ.e.a.s. all nema gömlu hríslurnar, sem virtust steindauðar. Skógarþörstur, sem legið hafði um kyrrt, styggðist skyndilega við mannakomuna. Eggin þrjú í hreiðri hans undir hraunsyllu biðu endurkomu hans.
Stefnan var tekin á Gaphæðir. Gaphellir er sunnan til í þeim.
Á leiðinni upp að Gapa var komið við á Nyrðri Svínhól. Þaðan er ægifagurt útsýni yfir allt Þingvallahraunið og næsta nágrenni, einkum fjallahringinn. Búrfell, Súlur, Ármannsfell, Skjaldbreiður, Tindaskagi og Hrafnabjörg voru líkt og myndlíkingar úr teiknimyndasögu allt um kring.
ÞingvallaskógarhríslaÍ örnefnalýsingunni segir: “Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstubrún er mishæðalítið, gras- og skógarlautir með smáhólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstubrún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smáhólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er alleinkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Rjett fyrir vestan túnið er Litla-Varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni. Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir.
Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur af Skygnisvörðu er Hálfa-Varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Skjalbreið framundanGráuklettar, norðan við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður af er áðurnefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-Vörðu er Gamli-Stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum. Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-Stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lambagjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum.”
Gapi er ekki ósvipaður Hellishæðahelli og Klukkustígshólahelli austan Hrafnagjár. Allt eru þetta vel manngengir fjárhellar í hraunbólum, þ.e.a.s. hin náttúrulegustu fjárhús.
Á leiðinni til baka var athyglinni einkum beint að skóginum, sem greinilega er misgamall á þessu svæði. Sumsstaðar voru nýsprotar, en annars staðar sverir þurrkvistir, greinilega komnir til ára sinna.
Aftur var gengið norður eftir Veiðigötu að Skógarkoti. Á leiðinni var örnefnalýsingin rifjuð upp: “Vestur að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt Vörðubrot á Gaphæðfyrir ofan Sauðasteina, vestan við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri.“ Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var.  Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á Skógarkot framundanmerkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.
Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp í veginum, sem heitir Pelahella. Vestur af henni, austan Veiðigötu, eru smáhólar, sem heita Gráuklettar. Traðirnar í túninu liggja til suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vaðmálsbali; munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskots-gata og Veiðigata.
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840-84, stækkaði þar túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu þær hreyfingarlausar, þar til birta tók. Í túninu suðaustur af bænum er djúp laut, er Möngudalur heitir. Beint austur af bænum er bali dálítill, sem heitir Harðhaus. Þar var ætíð hafður hrísköstur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í hæð, sem nefndur var Balinn; uppi á Hreiður skógarþrastarins í Þingvallaskógihonum voru fjárhús og heyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir Rjettarhóll. Austan við hann, norðan við túngarðinn, var fjárrjett, og austan við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið. Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut, sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h. u. b. hálfrar stundar ferð.”
Gengið var Veiðigötuna á enda upp að Skógarkoti. Sólargeislarnir léku við bæjarstæðið og heimatúnið. Ákveðið var að ganga Vatnskotsgötuna til baka. Hún er ómerkt, en verulega greinileg og auðvelt rakningar. Sunnarlega var komið að Vatnsdalnum á vinstri hönd. Um er að ræða litla gróna kvos með tilbúnu vatnsstæði í. Fuglamergð var vakti athygli á því. Vatnsdalshæð er hægra megin götunnar. Einnig Digravarða skammt suðvestar. Áður en komið var að Fjárhúshólshrygg var staðnæmst og niðurlitið niður að vatninu virt viðlits. “Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst skaga þar fram Grunn-hólar. Fyrir austan þá eru Nautatangar. Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er að mestu lágt og flatt. Upp undan Nautatöngum er Jórunnarvarða; þar varð úti 1884 kona frá ÞuríðarvarðaSkálabrekku, er Jórunn hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi út í vatnið; heitir hann Öfugsnáði, og veit jeg ekkert hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar á vorin frá Skógarkoti. Vestan við hann er löng og hringbogin vík, sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar framundan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heitir Langitangi; verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er Vatnskot. Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þingvöllum og síðar var þar það, sem kallað er þurrabúðar- eða húsfólk.  Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það hafa haft einhvern sauðfjenað. Þess voru dæmi, að þar bjuggu tvær fjölskyldur.”
Hinar miklu tóftir Vatnskots sjást enn sunnan þjóðvegarins, beint framundan stígnum.
Að þessu sinni var stefnan tekin til austurs, að Þuríðarvörðu. Frá henni er tilkomumikil fjallasýn til allra átta.
Þegar komið var yfir á Veiðigötu var hún rakinn til upprunans.
Stefnt er að ferð um Hrauntún og yfir í Gapa og Hrauntúnsfjárhelli mjög fljótlega.
FRÁBÆRT veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Þingvallahraun.
-Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939, bls. 147-163.

Í Hallshelli