Hallshellir

Ætlunin var að skoða nokkra hella á og við Þingvelli, s.s. Hellishæðarhelli, Þingvallahelli gamla, Þingvallahelli nýja, Klukkustígshólshelli, Hallshelli/Skógarkotshelli og Gjábakkahelli.
Göngusvæði ÞingvallahellannaHellarnir eru í Gjábakkahrauni eða Þingvallahrauni, allt eftir hvaða nafngift menn velja. Goðahraun (Eldborgarhraun) er þó stundum notað sem samheiti yfir þetta mikla dyngjuhraun sem á upptök á langri gossprungu milli Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Stærsti gígurinn, um miðbik sprungunnar, nefnist Eldborgir.
Einhverju sinni var fjallað í MBL-grein um hellana á Lyngdalsheiði, en þar er Gjábakkahellir meðal annarra: Þar sagði t.a.m.: “Í Lyngdalsheiði eru nokkrir afar merkilegir hellar sem vert er að kíkja á og fara ofan í sé gát höfð á. Vilmundur Kristjánsson fór í skoðunarferð og segir að meðal nauðsynja í slíka ferð séu hjálmar, ljós, hlýr fatnaður, reipi eða stigi og félagar.
Upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóngs sumarið 1907 og þess vegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun.
Sé farið frá Þingvöllum frá eyðibýlinu Gjábakka um Gjábakkahraun og til Laugarvatns kemst maður ekki hjá því að rekast á nokkra hella. Aðeins þarf að hafa augun hjá sér. Á þessari leið er urmull hella og gjótna.
Ég hef oft farið þessa leið og kíkt á hellana og umhverfið með myndavél í farteskinu enda félagi í Ljósálfum sem er félag áhugamanna um ljósmyndun. Þessi leið er í uppáhaldi hjá mér en hellar hafa alltaf vakið einhverja undarlega kennd hjá mér, sennilega arfur frá forfeðrum okkar; víkingunum sem lögðu á sig að kanna ókunna stigu.
Gjábakkahellir liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa, totur, spena, storkuborð og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum. Gjábakkahellir er í heildina um 364 metrar á lengd. Hellirinn hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Hann hefur verið þekktur Í gamla Þingvallahellilengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga þar sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir, auk þess gæti stelpan hafa heitið Helga.
Tvíbotni er sá glæsilegasti í Gjábakkahrauni. Hann er 310 metra langur og tiltölulega lítið snortinn. Hann fannst 1985. Erfitt er að rata á hann en hann er nokkrum hundruð metrum ofar en Gjábakkahellir og í sömu hraunrás. Nafnið er tilkomið vegna þess að hann er á tveim hæðum en einnig að velja má um tvær leiðir er niður er komið. Um tvær mannhæðir eru niður í hann svo stiga eða reipi þarf til. Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.”

Tvíbotni er í sömu hraunrás og Gjábakkahellir. Hann er um 310 metra langur, fallegur og lítið hruninn. Tvíbotni fannst 1985. Hellirinn hefur tvo botna, þ.e. hann er á tveimur hæðum og opnast í miklu niðurfalli. Um fleiri en eina leið er að velja með mismunandi útkomum. Innst í norðurgöngunum er hellirinn stór um sig. Meira en 10 metra Opið á gamla Þingvallahellilofthæð er þar jafn langt á milli veggja.
Norðaustan Þingvallavatns eru nokkrir skútar og fjárskjól. Byrjað var á því að leita að Hallshelli eða Skógarkotshelli. Um er að ræða lítinn helli með merkilegum hraunmyndunum, en hellirinn er nefndur eftir enska rithöfundnum Hall Caine. Það var hins vegar smali frá Skógarkoti, sem fann hellinn suðvestan í Hellishól. Hellirinn er í litlum hól skammt vestan við Veiðigötuna þar sem fyrst sést heim að Skógarkoti er gengið er upp frá vatninu. Á hólnum er vörðubrot; Hellisvarða. Opið er undir vörðunni. Um er að ræða fremur lítið gat mót suðri, brekku innan við það og hraunbólu neðra. Hellirinn er sérstakur fyrir súlumyndun og þrönga ganga eða rásir, sem enn hafa ekki verið fullkannaðar. Venjulega grær fyrir opið þegar líða tekur á sumarið. Að þessu sinni bauð það FERLIRsfélaga velkomna, en vegna moldar við innganginn var innganga ekki fýsileg að þessu sinni. Látið var nægja að staðsetja hellinn með það að markmiði að gaumgæfa hann síðar.
Þá var stefnan tekin á Þingvallahelli ofan (norðan) við Böðvarshól. Hóllinn er sagður hafa verið nefndur eftir manni er ætlaði að byggja sér bæ undir honum. Sjá má móta fyrir fjárhústóft sunnan við hólinn, en hún mun vera nýrri en sagan getur um. Það Þorleifur Ólafsson í Vatnskoti sem hlóð fjárhúsið, en það var aldrei notuð.
Erfitt er að ganga að fjárskjólunum í Þingvallahrauni vísum, þrátt fyrir skilmerkileg svæðiskort. Bæði hindrar trjágróður aðgengið og merkingar eru engar. Glöggir leita þó að grasi og að því búnu væntanlegu skjóli. Þingvallahellirinn eldri er ágætt dæmi um framangreint. Hann er í klapparhrygg, sem bogadregin hraunrás hefur náð að Opið á nýja Þingvallahellimynda. Fyrst var komið að álitlegum götum, en þegar betur var að gáð sáust hleðsla og gat í hryggnum mót vestri. Þegar inn var komið kom í ljós fjárskjól fyrir a.m.k. 80 fjár. Hvergi er hægt að standa mannuppréttur í hellinum, en féð hefur haft þarna ágætt afdrep. Bæði eru vænlegar rásir til norðurs og suðurs. Úr þeim báður liggja þröngar rásir áfram, en hlaðið hefur verið þær fyrrum þótt grjótið hafi nú falið um sjálft sig. Innan við munnann má enn sjá móta fyrir garði. Talsverð mold er í gólfi hellisins. Hellirinn var notaður sem fjárskjól til ársins 1920.
Þá var gengið til norðnorðvesturs að Þingvallahelli nýja. Þessir hellir fannst er lamb hvar niður um hraunhól. Þegar farið var skyggnast um eftir því kom í ljós hin myndarlegasta hraunbóla. Gert var gat á hana mót suðri og hlaðið framanvert við það og síðan notað sem fjárskjól. Tiltölulega auðvelt er að finna opið að vori til. Gengið var norðvestur yfir Litlugjá (sem reyndar eru a.m.k. þrjár). Gamlar vörður eru með vesturbrún hennar. Líklegt má telja að gata hafi legið upp með hanni, en einnig eru dæmi um vörður á brúm yfir gjána. Litlu-Gjárhóll er ofar og enn ofar Hábrúnarklettur. Nyrðri- og Syðri Klukkuhóll eru norðvestar, en beint í suður, milli hans og Jónslundar, er nýi Þingvallahellir. Helsta einkennið í kringum opið er grasblettur án trjágróðurs mót suðri. Hleðsla er framan við opið. Hlaðið hefur verið innan og undir opið til að bæta aðgengið. Þegar inn var komið kom í ljós hið rúmbesta fAðkoman að Klukkuhólshellijárskjól. Mold var í gólfi, líkt og í öðrum fjárskjólum. Þessi fjárhellir hefur rúmar a.m.k. 80-100 fjár. Það hefur verið nýtt frá Skógarkoti líkt og gamli Þingvallahellir. Umgjörð og gróður benda til þess að þeir hafi verið nýttir á svipuðum tíma. Þó er öllu sennilegra að sá síðarnefndi hafi verið notaður lengur. Innan við opið mátti sjá viðarleifar og jafnvel rammapart af dyraumgjörð. Bárujárnsbútur er inni í hellinum. Gæti hann hafa verið notaður sem “lok” eða hurð fyrir opið, sem bendir til þess að hellirinn hafi verið notaður langt fram á síðustu öld.
Þá var stefnan tekin á Klukkustígshólshelli ofan Hrafnagjár (Klukkustígs). Um er að ræða “klukkulaga” hól norðaustan við stíginn (hina fornu leið) um Hrafnabjargarháls. Klukkustígshóll er nú austan Gjábakkavegar þar sem Klukkustígur liggur niður í gjána og áfram til vesturs, áleiðis að Nyrðri- og Syðri Klukkuhól. Nafngiftirnar virðast villandi á prenti, en á staðnum eru þær vel skiljanlegar. Hábrún og Hábrúnarklettur, beint norðan Litlugjár, eru á millum.
Þegar Klukkustígshólshellir var skoðaður kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þennan stað. Ástæðan er líklegast sú að menn hafa ruglast á honum og Hellishæðafjárhellinum, sem getið verður um hér á eftir, enda svipuð aðkoma að báðum. Þegar komið er upp á Klukkustígshól má sjá grasi gróið svæði við hÍ Klukkuhólshelliann austanverðan. Um svæðið er greinilega hlaðinn garður eða gerði, nú gróið. Gangur er hlaðinn að opi á hæðinni; tvískiptri hraunbólu. Að sunnanverðu er fjárhús í orðsins fyllstu merkingu. Hleðslur eru beggja vegna inngangs, þ.e. tvær stíur beggja vegna garðs. Mold er á gólfi, en ekki nægileg til að þekja hleðslurnar. Timburleifar má sjá á gólfi. Þegar litið er upp má og sjá að gert hefur verið loftgat á hellisloftið. Þessi hluti “fjárhússins” er vel yfir mannhæða hátt. Að norðanverður er einnig hluti fjárhússins, en lægra til lofts og minna í sniðum. Ekki er að sjá hleðslur í þeim hluta. Þarna gætu hafa verið geymdir hrútar, enda “kynjavirðingarstaðan” önnur fyrrum.
Fjárskjólið við Klukkustígshól hefur væntanlega verið frá Gjábakka. Fjárskjólið við Hellishæð hefur að sama skapi verið frá Skógarkoti, líkt og Þingvallahellarnir, og fjárskjólið sunnan við Gaphæð hefur verið frá  Hrauntúni. Þá er líka allt upp talið á hraunssvæðinu.
Skammt norðaustan við gerðið er ferköntuð hleðsla, nokkuð djúp. Þarna virðist vera um brunn að ræða, en gæti einnig hafa verið kolagröf, líkt og sjá má í Gaphæð austan við Hrauntún (fjallað verður nánað um það svæði síðar, en þar er m.a. Hrauntúnsfjárhellir, hin merkilegasta minj. Gengið er niður í kolagröfina að sunnanverðu. Líklegt má telja að mannvirkin við Klukkuhól hafi verið nýtt langt fram eftir 19. öld, eða jafn lengi og Skógarkot og Hrauntún voru í byggð.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þrjú býli voru þá í byggð á svæðinu Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en Öndunarop á Klukkuhólshellilengur var búið í Vatnskoti. Í dag má við Hrauntún bæði túnið og bæjarrústir. Fyrrum var þar mikið líf, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er lifndinn horfinn, en túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Milli Hrauntúns og Skógarkots lá gata. Sunnarlega í Hrauntúnstúninu er skarð í túngarðinn þaðan sem hún liggur að Skógarkoti. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut vekur til umhugsunar þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni.
Skógarkot er nú minjasafn þess sem var; leifar af dæmigerðu örreiðiskoti frá fyrri tíð. Nágrenni þes, s.s. fjárskjólin, eru nú hluti af þeirri birtingarmynd. Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir
neðan túnið í Skógarkoti. Sagan segir jafnan að “um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og kKolagröf við Klukkuhólshellionungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Þá gleymast jafnan allir þeir jafnmerkilegu er lögðu hana að fótum sér, bæði í sama tilgangi og öðrum. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Framangreint var rifjað upp á Klukkustígshól, ekki síst vegna þess að frá hólnum er hið ágætasta útsýni yfir allt vestanvert sögusviðið.
Vestan við Klukkustígshól, vestan við Hrafnagjá, er Sigurðarsel. Gróið er í kringum selið og trjágróðurinn hefur tekið þar yfirhöndina. Líklega er hér um einu og sömu selstöðuna að ræða og tengja má mannvistarleifum í VellankatlaKlukkustígshól, þ.e. fjárvörsluna og kolagerð, sem þar um ræðir. Í Sigurðarseli, sem er norðvestan frá Selstígnum undir Hrafnagjá, eru fornar tóftir.
Þá var stefnan tekin á Hellishæðarfjárhelli. Hann er um 2 km suðaustan við Hrauntún, en ekki nema u.þ.b. 500 metrum norðan við Gjábakkaveg. Við hann er gróin þúfa að sjá að efstu brún frá þjóðveginum. Þar eru fyrirhleðslur, hlaðnar tröppur niður og hið myndarlegasta fjárskjól innan. Þegar komið er að Hellishæðarfjárhelli og umfjöllun um hann borin saman við Klukkustígshólsfjárskjólið mætti ætla að á stundum hafi einhverju slegið þar saman. Hellishæðafjárskjólið er bæði merkilegt og mikið, enda ber umhverfið þess merki að þarna hafi fjöldi fjár (um 60 talsins) haft gott skjól um langan tíma, en Klukkuhólsfjárskjólið, sem lítill gaumur hefur verið gefinn, er engu minna merkilegra.
Fjárhellirinn í Gapa, á þjóðgarðsmörkunum að austanverðu, verulega austan Hrauntúns, en skammt vestan Gaphæðagjár, svo og Hraunstúnsfjárhellirinn skammt sunnar, bíða enn skoðunnar. Stefnt er að ferð í þá í næsta góðviðri. Við Gapa eru minjar um kolagröf.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1991.
-Íslenskir hellar. Björn Hróarsson. 2006.
-Örnefni í Þingvallahrauni.

Hallshellir