Básendar

Básendar var verslunarstaður fyrr á öldum. Nú virðist við fyrstu sýn fátt sem minnir á verslunina, en ef betur er að gáð má sjá ýmislegt henni tengdri, t.d. áletranir á klöppum.
Nefndar áletranir eru flestar í Arnbjargarhólma, vestan Básendahafnar (Brenntorfuvíkur). Á Letursteinn í Arnbjargarhólmaháhólmanum má bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel er leitað, má sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virðast hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Við skoðun FERLIRs kom m.a. í ljós að á einum lausa steininum stóð nafnið “BERTELANDERS” og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskar kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.
Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.

Letursteinn