Viðfangsefni FERLIRs er og hefur verið “landnám Ingólfs”, þ.e. allt tiltekið (og afmarkað) svæði landsins í vestur frá Hvalfjarðarbotni og Ölfusárósum.
 Á vefsíðunni er þegar að finna áhugaverðar upplýsingar um mjög nærtæka staði (í u.þ.b. 20 mínútna fjarlægð íbúanna, ef sjálfrennireiðin er notuð). Úrvalið er ótrúlegt. Sagan spannar tímabilið allt frá landnámi til nútíma. Vanþekkingin ein hefur hingað til takmarkað áhuga njótendanna. Þeir, sem þekkja til, vita að varla verður þverfótað fyrir mannvistarleifum og sagnastöðum á svæðinu. Fornleifarnar eru hin áþreifanlegu tengsl okkar við forfeður og -mæður okkar – líkt og hin verðmætu handrit, sem varðveitt eru bæði vel og vandlega. Líklega geta fá önnur landssvæði (og þá er átt við allt Ísland) státað af gagnmerkari upplýsingaveitu um sögu sína og áþreifanlegar minjar og finna má á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.