Þríhnúkahellir

Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan við Eyrað. Reyna átti að komast niður í Þríhnúkarásarhelli. Hellirinn er u.þ.b. 10 djúpur og verður ekki komist niður í hann – og upp aftur – nema á bandi eða með aðstoð stiga.
Þríhellir Ekki vitað til þess að farið hafi verið niður í rásina, en hún er hluti af mikilli hrauntröð er liggur til austurs sunnan austasta Þríhnúkagígsins og austan þess í miðið – frá kvikutjörn, sem þar hefur verið milli gíganna. Spurningin er hvort þar kunni að liggja leið áleiðis að Svartholinu. Einnig var ætlunin að reyna við Þríhelli, sem er um 700 m langur. Fleiri hellar eru á svipuðum slóðum, enda komu nokkur op í ljós á leiðinni. GPS-punktar voru teknir jafnóðum – og skráðir samviskusamlega.
Þegar staðið er uppi í hlíðinni norðvestan við gíganna má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið þar niður á tveimur stöðum. Vestari hraunstraumurinn hefur verið þunnfljótandi og lagst yfir Þjófadalina fyrir neðan þar sem Kristjánsdalahornið beindi því til norðurs. Þar í miðju helluhrauninu hefur myndast kvikutjörn. Rás sú er Úr ÞríhelliÞríhellir er í rann með jaðri hraunsins, þ.e. milli þess og hlíðarinnar, en smám saman hefur hraunið lagst þéttar að hlíðinni. Rásin greinist í tvennt nokkru neðar, en kemur síðan saman á ný. Austari hrauntaumurinn rann eftir stóru hrauntröðinni til austurs og beygði síðan til norðurs og norðvesturs þar sem hann féll fram af hlíðinni. Þar var um kaldari hraunkviku að ræða er legið hafði um stund í kvikutjörninni milli gíganna áður en hún náði nægilegu fóðri til að mata tröðina. Hraunið var úfnara þegar það loksins kom niður á sléttlendið undir hlíðinni, enda sjást skilin mjög vel. Ekki er líklegt að langur tími hafi liðið milli laganna því trúlega er um sama gosið að ræða. Kvikutjörnin er nú aflangur dalur milli gíganna, sem fyrr segir, en gígarnir sjálfir eru Þríhnúkagígur og félagi hans milli hinna Þríhnúgagíganna tveggja. Hraunin hafa þó verið skilgreind sem Þríhnúkahraun I og II. Um aldur þeirra er ekki vitað, en talið er að þau séu frá því skömmu eftir landnám, líkt og Tvíbollahraun. Um er að ræða sömu sprungurein.
Þríhellir hefur nokkur op. Neðsta opið er u.þ.b. 15 metrum sunnan við “hið opinbera” op. Við það er gamall tréhæll. Þegar inn er komið má sjá tvær heilar rásir til vesturs. Þær koma síðan saman skammt neðar. Í þeirri syðri eru fallegir dropsteinar og fleira flúr. Til austurs er nokkuð hrun, en sjá má bein af löngu dauðri kind á milli steina. Hægt er að feta sig upp eftir hruni og heillegum ráshlutum um ca. 150 metra, en skemmtilegra er að færa sig yfir í næsta jarðfall. Þar er heilleg rás, sem Þríhellirgreinist í nokkra anga. Þröngt niðurfall er í rásinni, síðan hrun, skrið og hrun – þá heill kafli með rýmilegum helli. Skammt norðar eru tvö jarðföll þar sem komast má niður í hliðarrásir. Stærsti geimurinn er í þriðja efsta opinu – í stóru og aðgengilegu jarðfalli. Þar er lofthæðin um 12 metrar og lengd milli veggja um 10 metrar. Þar þrengist rásin til vesturs. Efra er um lágar rásir að ræða. Þessi mikli geimur bendir til þess að safnast hafi mikið kvikumagn við fyrirstöðu áður en hún hefur náð að bræða sig áfram, t.d. að kvikuþrónni fyrrnefndu.
Það verður að segjast eins og er að óhefðbundin gangan upp bratta hlíðina var “þrautarganga”, en jafnframt kærkomin áskorun. Að öllu jöfnu er þessi leið ekki valinn. Hún er þó vel fær – og sennilega sú stysta að Þríhnúkum. “Þríhnúkamóðir”, steinvaxin, vakir efra.
Þegar komið var upp að gígbörmum Þríhnúka mátti vel sjá yfir kvikutjörnina í kvöldskímunni. Austasti gígurinn er sá merkilegasti – þessa stundina a.m.k. – einfaldlega vegna þess að hann er aðgengilega opinn. Eldstöðin rís um 40 metra yfir yfirborðið. Þessa stundina var hún böðuð í kvöldsólinni og skær regnbogi myndaði listskrúðuga umgjörð um hann. Rautt gjall er í börmunum og víða má sjá hraunklepra og -klessur. Gígopin eru tvö, en einungis annað er nú opið og sýnilegt. Nú er búið að marka göngustíg um opið og koma fyrir aðgengilegum upplýsingum um gíginn.
Þríhnúkagígurinn er næststærsta og dýpsta hraunhvelfing heims og eitt merkasta náttúruundur landsins.Guðmundur Löve Útsýnifjallar um Þríhnúkagíg í MBL. 7. júlí 1991, bls. 15-16. Árni B. Stefánsson er höfundur mynda með greininni. Í henni segir m.a. að “stærsti þekkti hraunhellir landsins og jafnvel sá rúmtaksmesti í heiminum var fullkannaður og mældur í vor. Þar voru að verki áhugamenn um hellarannsóknir, sem sigu í Þríhnúkagíg nálægt skíðalöndunum í Bláfjöllum á Reykjanesi. ÞríhnúkagígurFyrir þeim vakti að svipta hulunni af leyndardómum gígsins er hafði verið þekktur lengi en aldrei fullkannaður. Niðurstöðurnar voru vægast sagt mikilfenglegar”.
Jafnframt segir að “Þríhnúkar standa á hálendisbrúninni, 3 kílómetra norðvestan skíðalandanna í Bláfjöllum. Þeir eru ekki ýkja áberandi þar sem þeir standa 250 metra upp fyrir Búrsfellsbrunann og Heiðmörkina fyrir neðan, en hafa engu að síður að geyma stórbrotið náttúruundur. Austasti hnúkurinn er yngstur, sennilega um 1000-2000 ára gömul eldkeila, og í honum er Þríhnúkagígur sem einnig hefur verið nefndur Svartholið eða Gatið í Þríhnúkum…
Þríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins. Mér er hins Þríhnúkarvegar ekki kunnugt um að til séu aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.
Ástæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð… Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er því fyrst og fremst stærðin.
Samkvæmt útreikningum okkar myndi Víðgelmir, hraunhellir sá er Íslendingar telja stærstan í heimi, rúmast allur í aðalhvelfingu Þríhnúkagígs, og er þá ótalið rúmmál hliðarganga og gosrása út frá henni. Af þessu leiðir að hellirinn í Þríhnúkagíg er sennilega stærsti hraunhellir í heiminum. Aðalhraunhvelfingin er margfalt stærri en nokkur þekkt hraunhvelfing, og er mér heldur ekki kunnugt um aðra dýpri hraunhella.Fyrsta tilraun til að síga í gíginn var gerð árið 1958, en hætt var við eftir nokkra tugi metra þegar slokknaði á ljóskeri sem var haft meðferðis til að meta hættu á koltvísýringseitrun. Félagar úr hjálparsveitum lóðuðu síðan dýpið árið 1967 eða ´Opið68, en hættu við tilraunir til að síga í hann vegna erfiðra aðstæðna… Eftir að Bláfjöllin opnuðust upp úr 1970 fór Einar Ólafsson að sýna fólki hella á þessums lóðum, sem hann hafði sjálfur fundið, og í leiðinni benti hann fólki á Þríhnúkana og minntist á gatið…
Svæðið er einstakt í sinni röð og tel ég bráðnauðsynlegt að friða Þríhnúkana. Auk þess er rétt að koma upp nokkrum upplýsinga- og aðvörunarskiltum umhverfis gígopið, því það getur verið hættulegt ókunnugum, þó aldrei hafi orðið slys… Auk þess má ætla að eftir þá kynningu sem nú hefur átt sér stað megi búast við aukinni umferð fólks um þetta svæði, og er rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega og ganga vel um. Hér er um að ræða stórmerkilega og um leið stórhættulega náttúrumyndun sem ber að umgangast með tillýðilegri virðingu”.
Í grein Árna B. Stefánssonar í MBL 4. janúar 2004 fjallar hann um Þríhnúkagíg. Þar segir hann að Þríhnúkagígur sé stærsta hraunhvelfing í heimi og eitt merkilegasta náttúrundur á Íslandi. Gígurinn var ókannaður þangað til á Jónsmessu 1974. Þá seig árni niður á botn gígsins. “Ofnar siglínur voru farnar að koma á markað á þessum tíma, en voru stjarnfræðilega dýrar. Frændi minn og félagi, Páll Gunnlaugsson, hafði samband við Magnús Gústafsson, forstjóra Hampiðjunnar, og útvegaði Magnús 200 metra langan 20 mm kaðal. Ég smíðaði létt stálkefli fyrir kaðalinn, hannaði öflugt sigbelti og það sem var mest um vert, segulnagla á Í Þríhnúkahellibeltið sem varnaði því að sigmaður snerist með þegar yndist ofan af kaðlinum. Mótorhjólahjálmur og bólstur á axlir var til varnar hugsanlegu hruni. Við ætluðum okkur svo í Tintron á Gjábakkahálsi vorið 1974.Með þetta í farteskinu, járnkarl, bjartsýni og tvær UHF-talstöðvar, héldum við af stað á Jónsmessunótt 1974, tíu frændur, vinir og kunningjar. Auk mín þeir Ólafur Stefánsson, bróðir minn, Jón Ingi Haraldsson, Páll Gunnlaugsson, Gylfi Gunnarsson, Sveinbjörn Garðarsson, Bjarni Björnsson, Örn Magnússon og tveir félagar hans (að mig minnir). Við ókum upp í Bláfjöll og gengum í björtu veðri móti sólarlaginu þá 4-5 km sem eru að gígnum…
Það varálveg ólýsanleg tilfinning að síga þarna niður. Einkennileg tómleikakennd fyllti mig neðarlega í gíghálsinum, tilfinning blönduð sérkennilegri gleði og eftirvæntingu þegar risavaxin gíghvelfingin opnaðist fyrir augum mér. Ef til vill ekki ósvipað þeirr heimnesku sælu sem þeir sem vaktir eru úr dái lýsa. sálin svífur þá yfir eigin líkama, horfir á skrokkinn ofanfrá og er í þann mnd að hverfa á vit eilífðarinnar og ljóssins. Ég varð bergnuminn í orðsins fyllstu merkinu. Dinglaði eins og dordingull úr hlöðulofti, á leið niður í þetta ótrúlega stóra gímald.”
Þegar niður var komið lýsir Árni aðstæðum: “Söðullaga hrun var í botni, hallaði það niður til Na og SV og upp til NV og SA. Er það tilkomið vegna hruns úr langveggjum elsprungunnar.
Vonbrigðin voru mikil. Að vísu eru efri 60-70 metrar gígrásarinnar fagurlega skreyttir með upprunalegri Í Þríhnúkahellihraunhúð. Rauðleitt hraunfoss, sem lekið hefur niður í dropasteina sömu gerðar, skreytir lóðrétta hliðarrás, eða stromp, upp til NA og umhverfi hans. Í meginrásinni litlu ofan við strompinn opnaðist þröng hraunrás frá NA. Neðst í gígpyttinum voru aðeins berir klettaveggir, tugi metra upp, engar upprunalegar hraunmyndanir. Í botni var aðeins grjóturð. Þetta var hreinlega eins og grjótnám. Þvílík vonbrigði. Engin afrennslisrás, engar hraunmyndanir. Aðeins ómerkilegur risastór klettapyttur. Í mínum augum var þetta bara djúp ljót hola og alls ekki ferðarinnar virði. Engar myndir voru teknar, enda áttum við ekki myndavélar. Eitthvað spurðist út, en við gerðum ekkert úr þessu. Það sem eftir sat og situr enn í huganum er tilfinningin einkennilega; eigin smæð og þessi hrikalega – hrikalega stærð.”Annar leiðangur var farinn í Þríhnúkagíg 17. júní 1977. Það voru félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Árni fór öðru sinni í gíginn vorið 1991.
“Í gegnum tíðina hef ég og fleiri oft leitt að því hugann hvernig gera má hellinn aðgengilegan svo almenningur og ferðamenn geti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á hellinum eða mynduninni sjálfri. Við ritun orðanna “að hanga þar eins og dordingull” fæddist raunhæf hugmynd sem hér er kynnt. Að setja þar, á 56-60 m dýpi, útsýnispall á hellisvegginn. Aðgengi að honum yrði um jarðgöng upp á yfirborð jarðar. Pallurinn yrði úr stálgrind og kleift að horfa niður í gegnum grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkjuturni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæðin meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skólavörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.
Vídd gígráÍ Þríhnúkahellisarinnar er á þessum stað nægileg til að rúma töluverðan fjölda fólks. Upprunalegar hraunmyndanir eru þarna hvað sérstæðastar. Engin hætta er að fólk skaði þarna viðkvæmar myndanir. Jarðgöngin, eitt eða tvö pínulítil 3-4 metra op á gígveggnum, skaða gíginn ekki miðað við stærðargráðu hans, svalirnar ekki heldur. Frá þessu sjónarhorni nýtur lokaði strompurinn upp af NA hluta hvelfingarinnar sín afar vel. Hann er skreyttur rauðleitu hraunfrussi sem hangir fagurlega niður í stuttum dropasteinsdrönglum á stóru svæði. Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalksteinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Nákvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magnaður að vart verður með orðum lýst. Upplifunin slík, að ólíklegt er að nokkur, sem af fréttir, muni vilja láta slíkt fram hjá sér fara, hafi hann færi á.Ekki má raska norðaustasta Þríhnúknum, eða upprunalegum hraunmyndunum í gígrásunum, á nokkurn hátt, ef undan eru skilin jarðgangaopin og svalirnar í gíghálsinum. Satt að segja þarf að lagfæra nokkuð. Hreinsa þarf til á yfirborði og girða kringum opið. Gera þarf stíg á hnúkinn að norðan og afmarka hann með stikum, línum eða keðjum. Sjá þarf til þess að viðkvæmur gróður í hlíðum hnúksins jafni sig. Setja þarf upp skilti með helstu upplýsingum um gíginn á viðeigandi stað. Útsýn frá Þríhnúkum til Reykjavíkur og Snæfellsness er hreint frábær. Rétt er að geta þess að þarna er á takmörkuðu svæði mikið af skoðunarverðum náttúruminjum, eldgígum, hrauntröðum og fleiru. Gosminjarnar eru margar hverjar innan við 1000 ára, eða frá því eftir landnám.
Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stÍ Þríhnúkahelliór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja tröllaukna gíghvelfinguna. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn innan seilingar. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta fyrirbæri gæti mögulega haft meira aðdráttarafl en nokkuð annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ýtrustu kröfur um öryggi og útlit. Tilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti.
Sú hugmynd sem hér er sett fram um aðgengi Þríhnúkagígs byggist á persónulegri reynslu við könnun gígsins og er ávöxtur áratugapælinga. Vinir höfundar, frændur hans, kunningjar og fjöldi annarra lagði hönd á plóg. Þeim sé þökk. Án þeirra hefði þessi hugmyÍ Þríhnúkahellind ekki orðið til.Mér fannst rétt að varpa hugmyndinni fram á þann hátt sem raun ber vitni og án þess að vinna henni fyrst fylgis á annan hátt. Hún hefur verið kynnt í handriti fyrir einstaklingum í Hellarannsóknafélagi Íslands, við Náttúrurfræðistofnun, Norrænu Eldfjallastöðina og hjá Bláfjallanefnd og þeir beðnir um athugasemdir. Fróðlegt verður að fá viðbrögð, sérstaklega þeirra sem eru tilbúnir að koma að framkvæmdinni, stuðla að fjárveitingum eða koma að málinu á annan hátt. Þetta er vel framkvæmanlegt. Verði af framkvæmdum er rétt að geta þess að höfundarréttur gildir um myndir, teikningar og þær hugmyndir sem hér eru settar fram.
Varðveisla gígsins sjálfs og umhverfis hans er í fyrirrúmi. Þannig og aðeins þannig má njóta hans til fullnustu. Sé fyrir þessu pólítískur vilji og fáist grænt ljós á lagningu vegar og rafmagns er undirritaður ásamt félögum sínum tilbúinn að koma að þessu. Hann hefur ásamt þeim, næga þekkingu til að koma að verkefni sem þessu og ljúka því. Alþjóðleg tengsl í hellarannsóknum og varðveislu hella eru fyrir hendi. Hafa þarf samvinnu og samráð við Náttúruvernd Ríkisins, Hellarannsóknafélag Íslands, sem höfundur er auðvSkiltiitað meðlimur í, og fjölda annarra aðila.
Þríhnúkagígur og nánasta umhverfi hans á fullt erindi á heimsminjaskrá. Mikilvægi hans nær langt út fyrir landsteinana. Okkur Íslendingum ber að varðveita hann í þágu mannkyns.
Varðveisla gígsins og aðgengi almennings að þessu stórkostlega náttúruundri fer vel saman í þeim hugmyndum sem hér hafa verið kynntar.” Árni B. Stefánsson ritaði grein um Þríhnúkagíg í Náttúrufræðinginn (61:229-242). Þar lýsir hann ítarlega jarðfræðiupplýsingum um svæðið og framangreindum ferðum sínum í gíginn. Helsta viðbótin þar eru útskýringarmyndir af gígnum, sem nú má sjá á útskornar við hann.
Árni skrifaði einnig grein um “Þríhnúkagígsferðina” í Surt, ársrit 1991, 10-15, 1991. Þegar staðið var við Þríhnúka þessa kvöldstund var litadýrðin einstök – útvortis. Rauðleit kvöldsólin myndaði baksvið Keilis og Trölladyngu í suðvestri. Hún beindi geislum sínum að efstu brún Þríhnúkagígsins og næsta umhverfis. Snæfellsjökull sást í fjarska sem og ljósum baðað höfuðborgarsvæðið nær. Regnboginn fyrrnefndi vildi líkt og undirstrika litadýrðina við þessa tilkomumiklu kvöldstund.
Frá Þríhnúkagíg mátti vel sjá hvernig hrauntröðin lá úr kvikuþrónni og í sveig fram af hlíðarbrúninni. Þríhnúkarásarhellir er því einungis hluti af henni. Dýptin vekur athygli, en ekki er vitað til þess að sigið hafi verið þangað niður þrátt fyrir að nokkrum sinnum hafi verið farið með sigbúnað á svæðið. Hann er því enn ókannaður.
Á leiðinni til baka, niður austanverða hlíðina var gengið fram á vænlegt op (6400288-02142172). Það var ekki skoðað að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.
   Þríhnúkar