Breiðabólstaðasel

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðasel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Annað sel fannst fyrir stuttu undir ofanverðum Krossfjöllum. Um er að ræða selsþyrpingu, stekk og ágætt vatnsstæði. Ekki er ólíklegt, af ummerkjum að dæma, að þarna geti verið um að ræða nýrri selstöðu Hafnarsels, sem er þarna skammt norðar.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að nýta þekkinguna á selstöðunum fyrrum er tjá á fræðileikann.

Hafnarsel

Hafnarsel II – uppdráttur ÓSÁ.