Kleifarvatn

Gengið var umhverfis Kleifarvatn, frá Lambhagatjörn, rangsælis. Í upphafi ferðar gáfu náttúruöflin ferðalöngum áþreifanlega innsýn í landeyðinguna á Krýsuvíkusvæðinu þar sem vindrofsbörnin dunduðu við að rífa upp botn tjarnarinnar. Kári og bræður hans báru síðan þurrt og fínt moldaryfirborðið út yfir vatnið þar sem það settist mjúklega á yfirborð þess. Nú liggur það væntanlega á botninum og hefur þannig væntanlega bætt við rúmmál vatnsins sem því nemur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Vatnið er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m. að dýpt (miðað við venjulega grunnvatnsstöðu). Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema um gljúpan jarðveginn.
Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur í vatninu skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hVið Innristaparjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt í senn. Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og þá lækkaði verulega í vatninu. Það hefur þó óðum verið að jafna sig og stefnir nú að fyrri meðaltalsgrunnvatnsstöðu. Dæmi eru og um hið gagnstæða, þ.e. að yfirborðið hafi hækkað það mikið að landssvæðið sunnan við vatnið, Nýja land, hafi verið umflotið vatni, allt að Grænavatni.
Kleifarvatn er í landnámi Ingólfs er markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar. Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af landinu öllu. Þar búa hins vegar yfir 200 þúsund manns eða um 70% þjóðarinnar.
Gróðurfarslega er Landnám Ingólfs víða grátt leikið. Kemur þar til eldvirkni fyrri tíma auk þess sem svæðið hefur mátt þola ofbeit aldirnar í gegn, líkt og mörg önnur svæði hér á landi. Engu að síður hefur Landnám Ingólfs orðið útundan í viðleitni til landgræðslu á síðustu áratugum. Þá er ekki átt við trjáplöntur og skóga heldur eðlilega uppgræðslu með plöntum, sem þykja sjálfsagðar á svæðinu.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Á íslenskan mælikvarða eru veðurfarsleg gróðurskilyrði á Kleifarvatnssvæðinu góð og óhætt er að fullyrða að þegar Ingólfur Arnarsson nam land á norðanverðum Skaganum hafi svæðið verið nær algróið og láglendið skógi vaxið. Nú, rúmlega 1100 árum síðar, er myndin allt önnur, gróðurfarið ber dapurleg merki aldalangrar búsetu, gróðurnýtingar og annarra mannlegra aðgerða, enda hefur svæðið verið þéttbýlt allt frá landnámi til þessa dags. Skógi og kjarri hefur að mestu verið útrýmt og hefur það víða leitt til mikillar jarðvegs- og gróðureyðingar sem enn hefur ekki tekist að stöðva.
Ástæða er til þess að ætla að þrátt fyrir margháttaðar landgræðsluaðgerðir sé gróðurþekjan á svæðinu enn á undanhaldi og aðeins á friðuðum svæðum getur gróður talist í framför.
SyðristapiÞjóðvegurinn til Krýsuvíkur, undir Hellunum, sem lagður var á fimmta áratug 20. aldar, er allsérstakur því víða sér í móbergsstálið. Árni Óla lýsir vel vegagerðinni á annarri síðu hér á vefsíðunni.
Hellir er undir Hellunum. Þar er sagt að Þorsteinn bóndi á Hömrum við Húsatóftir hafi haft smiðju sína um tíma. Norðan Lambhagatjarnar, undir grasbrekku í Vatnsskarði, sést móta fyrir grunni veitingahúss, sem var í notkun á fyrri hluta 20. aldar. Þá var bátur í förum milli norður- og suðurenda vatnsins er notaður var til að flytja ferðafólk, sem hafði hug á að skoða Krýsuvíkursvæðið. Gamla þjóðleiðin er lá yfir Hellurnar sést þar enn í móbergshellunni. Sagt var að lofthræddir æt
tu ekki að fara þá leið, því bratt var niður að vatninu á kafla. Fóru ferðamenn jafnvel úr skóm og fetuðu versta kaflann á sokkaleistunum.  Þessi leið, sem var hliðarleið frá Dalaleiðinni um Fagradal og austur fyrir Kleifarvatn, þótti styttri, ef og þegar hún var fær. Vel sést móta enn fyrir gömlu götunni í móbergshlíðinni ofan við Hellurnar. Ofar eru Hellutindar.

InnristapiSunnar er Innri-Stapi og Stefánshöfði þaðan sem ösku Stefáns Stefánssonar, leiðsögumanns, var dreift frá yfir vatnið að hans ósk. Stapatindar eru þar ofar á Sveifluhálsinum.
Huldur taka við skammt sunnar og síðan Hulstur. Efst í þeim má sjá brak kanadísks Cosno flugbáts, sem þar fórst í lok Síðari heimstyrjaldarinnar og með honum fimm manna áhöfn.
Syðri-Stapi skagar út í vatnið. Norðan undir honum er Indíáninn, klettur í vatninu sem er á að líta eins og indíánahöfuð frá ákveðnum sjónarhornum. Landme

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Innra-Land heitið svæðið milli þjóðvegar og Kleifarvatns uns komið er að veginum til austurs með sunnanverðu vatninu. Sunnar heitir grassléttan Nýja-Land og Hvannholt þar fyrir innan. Lækur liðast um Nýja-Land frá Seltúni, en hann er eina affallið í vatnið, auk smálækja frá Lambafelli og Hvammi. Húsið sunnan við vatnið er Hverahlíð, skátaskáli Hraunbúa.gin við hann er sæmilegur skúti. Sunnan við Stapann eru einnig skútar, sem vatnið hefur náð að grafa inn í mjúkt móbergið. Beggja megin Syðri-Stapa eru ágætar basaltsandstrandir.
Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið Skrifaðbreytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir yfirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það hálfpartinn skrítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt. Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indjánann en það er auðþekkjanlegur steinstapi sem stendur við Stefánshöfða.
Miðdegishnúkur er myndarlegustu hnúkanna á Sveifluhálsi. Á honum er landmælingastöpull, en margir gera sér ferð áhnúkinn til að dáðst þar að útsýninu til allra átta.

Móberg

Tangi í suðvestanverðu Kelifarvatni heitir Lambhagatangi. Kaldrani eru fornar bæjartóftir vestan hans, landmegin. Þar sést móta fyrir garðlögum. Um friðlýstar minjar er að ræða. Talið er að þarna séu einar elstu minjar um bústetu manna í Krýsuvík. Þjóðsagan um Krýsu og Herdísi getur um Kaldrana og fólkið þar, sem át loðsilung eftir að álög Herdísar gerðu hann banvænan.
Lömb voru jafnan rekin í tangann, en þá tengdi einungis mjótt haft hann við meginlandið. Eitt sinn í þoku, þegar lömbin heyrðu mæður sína jarma sárlega landmegin, stukku þau út í vatnið með stefnu til þeirra í landi, en
drukknuðu. Varð af mikill skaði. Þarna á eyrunum sáu Krýsuvíkingar skrímsli með berum augum og það oftar en einu sinni.

Haldið var inn með Engjunum svonefndu, inn fyrir Hvamm (þar sem hestamenn hafa nú “hnakkageymslur” sínar og gengið um Þorvaldseyri innan við Geithöfða og Arnarklett, háa móbergsstanda syðst við vatnið austanvert. Víkin vestan við Geithöfða hefur verið nefnd Laug, enda tilvalin til baða. Þar eru grynningar langt út í vatnið og sólin yljar yfirborð þess á sumrin. Auk þess eru þarna bæði heitir hverir, bæði á landi og úti í vatninu. Stærsti hverinn er þó úti í svo til miðju vatninu og sést hann vel ofan af Miðdegishnúki í kyrru veðri.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Botn vatnsins er sandbotn og þegar komið er u.þ.b 60 metra frá landi víðast hvar, nema austan við vatnið þar sem hraun ræður ríkjum, fer þessi botn að breytast í gróðursælan botn allt að brekkunni sem liggur niður á hyldýpið (97 metra), en hún er aurbrekka sem auðvelt er að þyrla upp.
Hvammahraunið (Hvannahraunið) rann niður hlíðina (Gullbringu) og út í vatnið austanvert. Þar má veiða stærstu fiskana í vatninu. Sumir segja að lögulegt fellið skammt austar heiti Gullbringa, við norðurenda Kálfadala. Dalaleið, sem svo hefur verið nefnd, austurvatnaleið Krýsuvíkur, liggur þarna upp með gróinni hlíð milli Gullbringu og Hvammahrauns, framhjá Gullbringuhelli og beygir norður yfir hraunið, að Vatnshlíðinni. Þar liggur gatan svo til beint í norður þar sem hún kemur niður í Fagradal áður en hún liðast um Dalina austan Undirhlíða og Gvendarselshæðar að Kaldárseli. Í Slysadal má sjá dysjar hesta þess útlenska ferðamanns, sem varð fyrir því óláni að missa þá niður um ísi lagðan dalinn að vetrarlagi. Áður hét dalurinn (því Slysadalir er einungis einn) Leirdalur Innri, en nú er Leirdalur Ytri jafnan nefndur Leirdalur. Svona breytast nöfn og staðhættir með tímanum.
GullbringaVatnshlíðin við norðaustanvert Kleifarvatn er bæði há og brött. Áður fyrr gekk hún einnig undir heitinu “Hrossabrekkur”. Í seinni tíð hefur fótgangendum verið fært með vatninu undir hlíðinni, en að öllu jöfnu er þeim þar ófært, líkt og var undir Hellunum áður en vegurinn var lagður. Þó eru dæmi um að menn hafi farið með hlíðinni á hestum þótt fótgangandi hafi ekki komsit þá leiðina. Annars þarf að fara upp hlíðina og rekja brúnir hennar að Vatnshlíðarhorninu ofan við hið eiginlega Vatnsskarð. Uppi í hlíðinni er m.a. brött kvos. Í henni er fallegur hrauntaumur, sem hefur stöðvast þar.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Þá var komið í Lambhagann norðan við Kleifarvatn. Undir lágum Lambhagastapanum er gömul hlaðin rétt. Við hana er skúti. Þarna drógu leitarmenn í sundur og gistu jafnvel í skútanum yfir nótt. Landfastur tangi tengir Lambhaga við vesturhlutann, milli Kleifarvatns og Lambhagatjarnar. Norðan tjarnarinnar er Blesaflöt. Í suður af Lambhaga er tangi út í vatnið. Við enda hans mátti til skamms tíma sjá sprungu þá er myndaðist í jarðskjálftunum árið 2000 og vatnið seitlaði niður í með þeim afleiðingum að yfirborðaði lækkaði.
Vélhjólamenn hafa leikið og æft sig á þurrum botni Lambhagatjarnarinnar. Vera þeirra þar virðist ekki haft neitt rask í för með sér, eða a.m.k. voru engin slík merkjanleg þegar svæðið var skoðað þessu sinni. Landeyðingin sá fyrir því.
Gangan tók 8 klst. Frábært veður.

Heimild m.a.:
-http://www.gff.is/landnam-ingolfs.html
-http://72.14.203.104/search?q=cache:tblBBtyr5OMJ:www.kofunarskolinn.is/kleifarvatn.html+kleifarvatn&hl=is&gl=is&ct=clnk&cd=26

Kleifarvatn

Kleifarvatn.