Um Ferlir Hafa samband
Leit
Skógfellavegurinn - leiđarlýsing
Gengiđ var um Skógfellaveg frá Vogum til Grindavíkur. Ţessi gamla ţjóđleiđ milli byggđalaganna var einnig nefnd Vogavegur.
Skógfellavegur er hluti gömlu ţjóđleiđarinnar til Grindavíkur frá Hafnarfirđi og dregur nafn sitt af tveimur fellum, sem hann liggur framhjá ađ austanverđu, Litla- og Stóra Skógfelli. Ţau eru viđ götuna um miđja vegu til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst í tímans rás ţví áđur hét hluti hennar Sandakravegur. Sumir telja ţađ ţann hluta leiđar, sem liggur frá Stapahorni og langleiđina ađ Stóra- Skógfelli, en ţar eru vegamót. Ađrir telja Sandakraveginn hafa legiđ međ Fagradalsfjalli međ Görninni og Kastinu um Nauthólaflatir skammt vestan Dalsels og ţađan um sléttar sandflatir niđur í Mosa um Grindavíkurgjá og á Skógfellaveginn skammt ofan viđ Brandsgjá. Ţannig er leiđin sýnd á kortum eftir aldamótin 1900.
Gangan inn á Skjógfellaveginn hófst viđ skilti skammt ofan Reykjanesbrautar, skammt austan viđ Háabjalla. Bílastćđi eru skammt austan viđ skiltiđ. Gatan er nokkuđ óljós framan af og vörđur fáar og ógreinilegar. Leiđin hefur nú veriđ stikuđ ađ Litla-Skógfelli af áhugagönguhópi á Suđurnesjum.
Skammt sunnan viđ Reykjanesbrautina er gengiđ fram á sprungu sem heitir Hrafnagjá. Ţarna viđ Skógfellaveginn lćtur hún lítiđ yfir sér en ţegar austar dregur er hún mjög falleg og tilkomumikil og ţar er gjábarmurinn hćstur og snýr á móti suđri. Í gjárveggnum er hrafnslaupyr. Hrafnagjá nćr alla leiđ niđur á túniđ á Stóru-Vatnsleysu. Ţar í er svonefnt Magnúsarsćti međ áletrunum. Ţegar götunni er fylgt áfram er komiđ ađ nokkuđ löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og liggur gatan yfir austurhluta ţess. Skammt austan götunnar, áđur en komiđ er upp á bjallann, eru litlar seltóftir, Nýjasel, undir lágum hamri sem snýr til norđurs og dregur bjallinn nafn af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiđinni, auđveldar yfirferđar og snúa hamraveggir ţeirra allra til norđurs. Fyrsta gjáin sem eitthvađ kveđur ađ er Huldugjá en ţar sem gatan liggur yfir gjána er sagt ađ Huldugjárvarđa hafi stađiđ. Ţarna liggur vel mörkuđ leiđin nálćgt austurjađri Skógfellahraunsins.
Áhugavert er ađ gera smá lykkju á leiđina austur međ gjánni og skođa Pétursborg sem stendur á barmi Huldugjár. Fjárborgin stendur nokkurn spöl austan vegarins yfir gjána. Pétursborg er gamalt sauđabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda ţar (1839-1904) en hann er sagđur hafa hlađiđ borgina. Viđ Pétursborg ađ austanverđu eru tvćr gamlar fjárhústóftir og ein nokkuđ nýrri ađeins ofar.
Á milli Huldugjár og nćstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokkuđ óljós á kafla en hefur veriđ stikuđ en gatan er skýrari ţar sem hún liggur yfir Aragjána. Ţar er tćpt til beggja handa en stór varđa stendur á efri gjábarminum. Ţegar líđur á verđur gatan greinilegri og nćsta gjá á leiđinni sem eitthvađ kveđur ađ er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleđsla er í Stóru-Aragjá ţar sem leiđin liggur yfir hana og ţar er varđa sem heitir Aragjárvarđa en gjáin ţarna viđ vörđuna heitir Brandsgjá.
Eftirfarandi er frásögn um atvik sem henti á ţessum stađ: Á jólaföstu áriđ 1911 var Brandur Guđmundsson bóndi á Ísólfsskála (1862-1955) á leiđ heim úr Hafnarfirđi og dró sú ferđ dilk á eftir sér. Hann lagđi á Skógfellaveginn og ćtlađi síđan inn á Sandakraveginn og niđur ađ Ísólfsskála. Veđur versnađi er leiđ á daginn og lenti Brandur í umbrotafćrđ suđur heiđina. Allt í einu gaf fönn sig undan hestinum og ţeir hrösuđu ofan í Stóru-Aragjá. Ţarna hafđi Brandur leitt hestana utan viđ klifiđ og svo fór ađ bćđi hrossin ţurfti ađ aflífa á stađnum. Síđan heitir ţarna Brandsgjá. Brand kól mikiđ á fótum og var á Keflavíkurspítala í nokkra mánuđi eftir slysiđ.
Ţegar komiđ er upp fyrir Stóru-Aragjá tekur fljótlega viđ helluhraun sem nćr langleiđina ađ Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varđađur á ţessum slóđum. Á fyrsta spottanum ţarna er gatan mjög djúp ţví grjóti hefur veriđ rutt úr henni í miklum mćli en ţegar ofar kemur taka viđ sléttar klappir markađar djúpum hófförum.
Á hćgri hönd eru Krókar, hraunhólar međ kjarri í dćldum, en á vinstri hönd, spöl sunnar, er Nyrđri-Mosadalagjá. Gjáin snýr bergvegg til suđausturs og ţess vegna er erfitt ađ greina hana frá götunni. Milli hennar og Syđri-Mosadalagjár (međ bergvegg til norđvesturs) er víđáttumikill misgengisdalur, ţakinn mosa, og heitir sá Mosdalir eđa Mosadalir. Viđ austurrćtur Litla-Skógfells ţarf ađ klöngrast yfir smá haft af grónu apalhrauni ţar sem gatan liggur en ţegar yfir ţađ er komiđ liđast hún „milli hrauns og hlíđar” um skriđugrjót og grasteyginga. Skógfellin bera ekki nöfnin međ réttu í dag ţví ţau eru ađ mestu gróđurlaus.
Fyrir neđan og austan Litla-Skógfell er ţó dálítiđ kjarr, bćđi birkihríslur og víđir, og sjálfsagt hefur svćđiđ allt veriđ viđi vaxiđ endur fyrir löngu. Viđ Litla-Skógfell endar Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur viđ. Frá hlíđum Litla-Skógfells er gaman ađ horfa á „vörđuskóginn” framundan en á milli Skógfellanna er einkennasnauđ hraunbreiđa sem auđvelt vćri ađ villast um ef ekki vćru vörđurnar. Ţarna standa ţćr ţétt saman eins og menn á mosagrónu taflborđi og gatan er djúpt mörkuđ af ţúsundum járnađra hesthófa.
Ţegar komiđ er langleiđina ađ Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suđausturs yfir hrauniđ og ađ Sandhól. Til gamans geta göngumenn leikiđ sér ađ ţví ađ telja vörđurnar frá Litla-Skógfelli ađ gatnamótunum en ţćr eru 22. Sandakravegurinn ţarna yfir er fallegur, djúpmarkađur og skođunarverđur.
Vestan viđ Stóra-Skógfell er Gíghćđin og er stutt ganga frá fellinu yfir í gígana og ţađan yfir á Grindavíkurveginn. Í austri blasir Fagradalsfjalliđ viđ međ sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastiđ.
Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröđ, Sundhnúksgígum, sem er um 8 km löng og áfram ađ Sundhnúk sem er ađal gígurinn og stendur hann norđan viđ Hagafell. Gatan er slétt og sendin á kafla. Heitir ţar Sprengisandur. Ţegar komiđ er framhjá Hagafelli, ţar sem í eru Gálgaklettar, ađ austanverđu fer ađ halla undan til Grindavíkur og spöl neđar greinst leiđin til „allra átta” um gamalgróiđ hraun niđur til bćja. Í Gálgaklettum eru ţeir ţjófar sagđir hengdir, sem handamađir voru á Bađsvöllum, en höfđu hafst viđ í Ţjófgjá í Ţorbjarnarfelli og herjađ á Grindvíkinga.
Frábćrt veđur. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Byggt m.a. á lýsingu
Rannveigar Lilju Garđarsdóttur
Heimild: Sesselja G. Guđmundsdóttir, Örnefni og gönguleiđir í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. 1995.

Til baka
Veđur
Grindavík
Mosfellsbćr
Vogar
Garđur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Kjósarhreppur
Kópavogur
Hafnarfjörđur
Reykjavíkurborg
Garđabćr
Reykjanesbćr
Sveitarfélagiđ Ölfus
Sandgerđi
Seltjarnarnesbćr
Hveragerđi
Eldfjallaferđir
Fjórhjólaferđir
Antikva
Tenglar
› Áhugaverđir
› Bókasöfn
› Fróđleikur
› Leita
› Miđlar
› Minjasöfn
› Saga
› Sveitafélög
› Tengdir vefir
› Tími, dagur og veđur
® 2007 - Ferlir.is | Áhugafólk um Suđurnesin | @: ferlir@ferlir.is