Hólmsborg

Samningar tókust við veðurguðina um gott gönguveður á Heiðmerkursvæðinu um laugardagsfyrirmiðdag.

Dimmir

Við op Dimmis.

Gengið var að Hólmsborginni, sem var endurhlaðinn árið 1918. Hún stendur svo til óröskuð inni í hrauninu. Sagnir eru um tvo hella skammt ofan við. Þeir eiga að heita Þorsteinshellir og Dimma. Gerð var nokkur leit að þeim, en án árangurs í fyrst, enda tekið mið af fyrirliggjandi lýsingu.
Gengið var framá einmanna eini á mosabreiðu og hlaðinni fjárhústótt (beitarhúsi) undir klapparholti. Hlaðin var hlaða innst í tóttinni. Sennilega útihús frá Hólmi.

Þorsteinshellir

Í Þorsteinshelli.

Gengið var niður með hraunbreiðunni og inn með tjörnunum við Silungapoll. Sunnan við þær liggur gömul hestagata austur um heiðina. Hraunkantinum var fylgt undir holtunum áleiðis að Selfjalli. Þegar farið var að nálgast malarnámur norðan fjallsins fóru skynjunarviðbrögðin að gera vart við sig. Staðnæmst var stutta stund á hraunhól og litið yfir nágrennið. Eftir mat á umhverfinu var stefnan tekin til austurs, beint á munna Þorsteinshellis. Við hann var lítið skilti frá borgarminjavörlsunni, vandlega falið. Op Dimmis fannst fljótlega undir hraunbrekku skammt norðaustar. (Sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 53 mín.

Hólmsborg

Hólmsborg.