Kaldársel

Farið var í fylgd Jóns Bergs um Álftanesið, Kaldársel, Vatnsleysuströnd og Grindavík. Jón er hafsjór fróðleiks, hvort sem um er að ræða jarðfræði, verkfræði, sögu, náttúru, landamerki eða annað.

Kaldárselsgata

Kaldárselsgata – Jón Bergs.

Skoðaður var Skjónasteinninn á Hliði og forn steinbrú yfir Skógtjörnina, frá Görðum að Bessastöðum. Jón sýndi fram á nytsemi blaðfífilsins, en hann, ásamt njólanum, var fluttir inn af Dönum til neyslu á sínum tíma við takmarkaðan áhuga landans. Hvorutveggja er tiltölulega auðvelt að matreiða með góðu móti.
Staðnæmst var við staðinn þar sem Hraunréttin var í Gráhelluhrauni (nú horfin) og við brunninn þar sem vatnið úr gömlu vatnsleiðslunni frá Kaldárbotnum rann niður í hraunið austast í Sléttuhlíð, og áfram niður í Lækjarbotna.
Gengið var um Kaldársel, skoðaður gamli selsstaðurinn, landamerkin og gengin gamla þjóðleiðin að staðnum. Hún er klöppuð ofan í bergið á kafla, skammt austan Nátthaga.
Jón lýsti vegagerð og akstri um Vatnsleysuströndina sem og eftir gamla Grindavíkurveginum. Staðnæmst var í byrgjunum við veginn á Gíghæð. Eitt byrgi til viðbótar fannst í þessari ferð.
Farið var í gegnum Grindavík og því lýst sem fyrir augu bar.
Fróðleikur úr ferðinni verður nýttur í aðrar leiðarlýsingar – eftir því sem við á.

Gíghæð

Gamli Grindavíkurvegurinn um Gíghæð vestan Arnarseturs – uppdráttur ÓSÁ.