Breiðabólstaðasel

Gengið var að Hraunsseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Lagt var af stað frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun með grónum lyngbollum í beina línu að Lönguhlíð þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn liggur niður með kantinum um Skógstíg. Bæði ofan og neðan við selið eru grasi grónar Lönguhlíðar.

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit Breiðabólstaðaseli. Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann.

Hafnarsel

Hafnarsel I .

Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðarsel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.
Ofan Krossfjalla er óþekkt selstaða; annað hvort frá Breiðabólstað eða Þorlákshafnarbænum.

Hafnarsel

Í Hafnarseli.

Lokst var tekið hús í Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými.
Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Skjólgott er undir berginu. Í því er fugl og nægt vatn er drýpur af því hvarvetna. Hafnarselið er í sljóki fyrir austanáttinni, ríkjandi rigningarátt, líkt og mörg önnur sel á Reykjanesi. Saga er tengd selinu um karl er komst í kerlingu, en hún verður ekki rakin hér. Meðfylgjandi mynd er látin duga að þessu sinni.
Veður var frábært, milt og kaflaskipt sól.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi – uppdráttur ÓSÁ.