Þorlákshöfn

Þorlákshöfn ber nafn af Þorláki Þórhallssyni hinum helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Jörðin mun snemma hafa komist í eign Skálholtsstóls en var seld árið 1785. Þorlákshöfn var í eigu einstaklinga til ársins 1934 en þá keypti Kaupfélag Árnesinga hana. Árnes- og Rangárvallasýslur keyptu Þorlákshöfn árið 1946 og áttu til ársins 1971 þegar Ölfushreppur eignaðis jörðina og hefur átt síðan. Sandgræðslan hóf uppgræðslu í Þorlákshafnarlandi árið 1935 og lagðist þá sauðfjárbúskapur af að mestu en búið var með kýr þar til ársins 1951.
HlíðarendiSjór var sóttur frá Þorlákshöfn svo lengi sem heimildir greina. Lending fyrir áraskip var þar betri en annars staðar við suðurströndina og gengu þaðan á fjórða tug skipa þegar mest var. Vertíðin hófst í febrúar og stóð til lokadags 11. maí. Síðast á 19. öld og í upphafi hinnar 20 var mikið um að vera í Þorlákshöfn, blómleg útgerð, landbúnaður og verslun. Í árslok 1915 voru íbúar í Þorlákshöfn 31 og 31 áraskip gert út þaðan næstu vertíð. Í áhöfnum voru 458 manns þannig að þá var ólgandi mannlíf þar og sjóbúðir út um allt. Ungum körlum þótti mannsbragur af því að fá skipsrúm í Þorlákshöfn.
Eftir það fór mjög að halla undan fæti, skipum fækkaði og vertíðina 1934 var aðeins einn vélbátur gerður út frá Þorlákshöfn. Árnaskipin voru öll horfin af vettvangi um 1930. Kaupfélag Árnesinga hóf markvissa uppbyggingu í Þorlákshöfn árið 1934. Byggt var fiskvinnsluhús svo ekki þurfti lengur að gera að undir berum himni. Mótorbátum fjölgaði og urðu þeir flestir 12 vertíðina 1940. Með stríðsárunum og umsvifum hersins bauðst mikil atvinna annarsstaðar. Útgerð lagðist því af í Þorlákshöfn eftir vertíðina 1941.

Úr Selvogi

Á stríðsárunum var lítið um að vera í Þorlákshöfn og aðeins einn ráðsmaður þar með lögheimili. Framkvæmdir hófust aftur árið 1946, þangað var gert sæmilega bílfært og hafnargerð hafin að nýju.
Árið 1950 hófst öflug útgerð í Þorlákshöfn á vegum Meitilins hf. sem stofnaður var árið áður. Á lokadaginn 11. maí 1950 lagðist 700 lesta skip, Maiken frá Bergen, að nýrri framlengingu Suðurvararbryggju og lestaði saltfisk. Í árslok 1950 voru aðeins 4 einstaklingar skráðir með lögheimili í Þorlákshöfn en ári síðar voru fyrstu fjölskyldurnar skráðar þar og alls voru þá 14 íbúar í Þorlákshöfn hinni nýju. Íbúar voru 170 árið 1960 og 523 árið 1970.
Mikil fjölgun varð á 8. áratugnum einkum eftir eldgosið í Heimaey. Íbúar Þorlákshafnar voru 1Þorlákshöfn 1968010 árið 1980 og 1333 þann 1. des. 2000. Með vaxandi byggð hófst félagslíf og ýmis þjónusta.
Í nóvemberlok 1956 byrjaði barnakennsla, börnin voru 9 og kennari Kristján skáld frá Djúpalæk. Bygging skólahúss hófst 1960 og Þorlákshöfn varð sjálfstætt skólahverfi með barnaskóla árið 1962. Fyrsti skólastjórinn var Gunnar Markússon.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins fluttist til Þorlákshafnar árið 1970 og fyrsti sveitarstjórinn Svanur Kristjánsson var ráðinn.
Þrátt fyrir að í Þorlákshöfn hafi verið til mörg af húsum frá fyrrnefndu tímabili var þeim flestum eytt vegna skammsýni, Nú eru hins vegar uppi hugmyndir um að endurreisa einhver þeirra. M.a. hefur Brunnurinn verið gerður upp og er nú aðgengilegur.
Árið 1979 var hitaveita lögð frá Bakka í Ölfusi svo og bygging kirkju hafin og var hún vígð 1985. Sundlaug var tekin í notkun árið 1981 og stórt íþróttahús árið 1991. Kirkjurnar í Þorlákshöfn, Hjalla í Ölfusi og Strönd í Selvogi urðu sérstakt prestakall árið 1991 og séra Svavar Stefánsson fyrsti prestur þess. Árið 2000 var tekið í notkun nýtt menningar- og stjórnsýsluhús að Hafnarbergi 1. Auk bæjarskrifstofunnar eru þar veislu- og fundarsalir Versalir, bókasafn, félagsmiðstöðin Svítan og fleira.

Heimild m.a.:
-http://www.olfus.is/Default.aspx?ObjectId=1|2&id=164&p=1&idx=7

Þorlákshöfn 1968

Þorlákshöfn 1968.