Um Ferlir Hafa samband
Leit
KrřsuvÝk - brennisteinsnßmur

 Í Seltúni
Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu "arðvænlega" vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu.
Þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. "Hverasvæðinu er skipt í tvö svæði. Annað heitir "Heimanámar", þar sem brennisteinninn er. Það er sunnar, nær Krýsuvíkurbæ og sjónum. Hitt svæðið liggur norðar, uppi í fjöllunum. Þar eru hverirnir flestir, og eru fjórir þeirra mestir. Við mældum einn þeirra, sem bláleirsgrautur sýður í. Í honum beygja menn tré og gyrði. Hann er 6 álna djúpur. Annar hverinn er mjög nýr. Hann var til veturinn 1754-1755 í miklum landskjálfta, og héldu þeir, sem þá voru staddir þar í brennisteinskofunum, að þeir mundu hrynja."
 Brennisteinssvæðin voru tvö; annars vegar í Baðstofu (Heimanámar) milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti það í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við mögulegan ávinning. 
Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.

Í Jarðamati 1849–1850 er kafli um Krýsuvík og hjáleigurnar, Suðurkot, Norðurkot, Stóra – Nýjabæ, Litla – Nýjabæ, Vigdísarvelli, Bala, Læk og Fitjar. Þar stendur m.a.: "Landrými mjög mikið. ... Skógarló. Talsverður brennusteinn. ... Jörðin að flestum í nytjum mjög örðug og fólksfrek, þareð þær liggja langt frá og eru sumar sameinaðar lífshættu."
Í afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1848 - 1862 kemur fram að eigandi hálfrar Krýsuvíkur hafi leigt Jóni Hjaltalín námarétt og gefið byggingarleyfi þann 13. september 1851. Þar kemur einnig fram að þann 30. september 1858 selja eigendur Krísuvíkur Joseph William Busby esq. brennisteinsnámur í landi Krísuvíkurtorfu og Herdísarvíkur og að eigandi hálfrar Krýsuvíkur og Herdísarvíkur hafi heitið því þann 4. september 1858 að selja Jóni
Hjaltalín námuréttindi.
Manntalsþing var haldið í Innri - Njarðvík þann 20. júní árið 1859. Þar var auglýst samningi sem Sverrir Eiríksson í Krýsuvík hafði gert við dr. Jón Hjaltalín þann 4. september 1858 um að Sverrir seldi Jóni sinn helming úr Krýsuvíkurtorfunni ef leyfi fengist ekki til þess að selja sérstaklega undan jörðinni brennisteinsnámur þær sem þar
voru.
Á manntalsþinginu var einnig þinglýst afsalsbréfum sem eigendur Krýsuvíkur, S. Sivertsen og Sverrir Eiríksson, gáfu út síðla árs 1858. Í þeim kemur fram að þeir
selji Joseph William Busby Esq. allar námur í Krýsuvíkurlandi.
Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur
frá 2. desember 1871 var þinglesinn Uppdráttur af námusvæðunumþann 20. júní 1877.
Landamerkjabréf Krýsuvíkur var undirritað 14. maí 1890 og þinglesið 20. júní sama ár. Í landamerkjabréfinu kemur einnig fram hver hafi verið ítök kirkjunnar. Einnig er greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga.
Kostnaðurinn við brennisteinsvinnsluna varð þó of mikill og var því einungis unnin brennisteinn þar í tvö sumur eftir að JWB keypti námurnar. Síðan tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson. Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877. Þeir nýttu námurnar árið 1876. BrennisteinnÞeir stofnuðu m.a. "Brennisteinsfélag Krýsuvíkur" og reyndu sem fyrr sagði að selja hlutabréf í námuvinnslunni til Englendinga. Á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar og æ erfiðara var að ná í hann. Grafa þurfti og bora eftir brennisteininum með mikilli fyrirhöfn. Hreinsa þurfti afurðirnar, safna saman, þurrka, móta og flytja. Settar voru upp nokkra kvíar úr tréþiljum í lækjarfarvegin og í þær safnað vatni. Í þeim var brennisteinninn þveginn áður en hann var færður upp í stóra hrauka á svæðið sem nú er bílastæði.
Á stríðstímum var brennisteinninn "gullsígildi", en á friðartímum svaraði vinnsla hans varla kostnaði.
Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins. Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir. Enn þann dag í dag má sjá leifar síðskeiðs námuvinnslunnar, en fáir veita þeim athygli.
Sjá meira undir Fróðleikur og enn meira undir Fróðleikur.

Heimildir m.a.:
-http://hot-springs.org/krysuvik.htm
-Sveinn Þórðarson, 1998
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar - 1978, bls. 178-179 II.
-Afsals- og veðmálabók Gullbringu- og
Kjósarsýslu 1848-1862. (Gull. og Kjós. XIX, 3).
-
Afsal Erlends Jónssonar á Brunnastöðum til P.C. Knudtzon, dags. 12.8.1838, á Krýsuvík með sex hjáleigum, Stóra-Nýjabæ, Litla-Nýjabæ, Norðurkoti, Suðurkoti, Austurhúsum og Vesturhúsum, og tveimur nýlendum,
Vigdísarvöllum og Garðshorni. (Afs. og veðm. Gull. & Kjós. A, nr. 97).
-Þinglýsingar varðandi námarétt í Krýsuvík, dags. 20.6.1849.


Til baka
Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is