Reykjanesviti

“Vangaveltur hafa verið um nafn fellsins sem núverandi Reykjanesviti stendur á:

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli.

-1752-7. Ferðabók Eggerts og Bjarna: ” . . . en þrjú lítil leirfjöll skera sig þó mjög úr umhverfinu. Þau heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni, . . . “

-1840. Lýsing Grindavíkursóknar. Geir Bachmann: ” . . . Valahnúkur . . . Skammt þaðan í landnorður er aðrísandi fell, Vatnsfell kallað. ” Sérann nefnir ekki Bæjarfell. Á öðrum stað segir hann: ” . . . Sandfell, Sílfell, Grasfell eða áður nefnt Vatnsfell og fram á Skarfasetur.”

Reykjanesviti

Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.

-1883. Þorvaldur Thoroddsen. ” Upp úr hraununum standa nokkrir móbergshryggir, t.d. Valahnúkur (43 m), sem vitinn stendur á [gamli vitinn], Vatnsfell (54 m) og Sýrfell (105 m).

-1908-10: Herforingjaráðskort, 1:50 þús. : Þar sést fell með rana til suðurs. Orðið ´viti´ er skráð vinstra megin við háfellið en örnefnið Bæjarfell er skráð til hægri og sunnar þar sem raninn byrjar. Ekki er hægt að segja til um hvort örnefnið á við hæsta hluta fellsins (Vatnsfellið, nýi bærinn] eða þann lægsta (Bæjarfellið, gamli bærinn).

-1945 kort 1:100 þús.: Þar er Vatnsfell skráð vsv við Bæjarfellið [smbr. Jón Jónsson hér neðar).

-1926. Lesbók Mbl.. Valtýr Stefánsson, ritstjóri: ” . . . Því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli.·”

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn nýi. Vitavarðahúsin gömlu neðar.

-1984. Árbók F.Í.. Séra Gísli Brynjólfsson:” . . . reis núverandi viti á Bæjarfellinu. ” Sama rit. Jón Jónsson, jarðfr.:. ” . . Lítð eitt
austar [er að lýsa frá vestri] er gosmalarkeila, Vatnsfell, sem sjór er nú sem óðast að brjóta niður [ þarna er greinilega hvorki átt við fellið sem vitinn er á eða gamla bæjarhólinn, en Vatnsfell heitir annað fell austar með ströndinni]” ” . . . Í fellinu neðan við vitann, Bæjarfelli, stendur bústaður vitavarðar. . .”

-1988. Suður með sjó. Jón Böðvarsson: ” Reykjanesviti trjónar efst á Grasfelli . . . . Eftir byggingu hússins þokaðist gamla örnefnið fyrir heitinu Bæjarfell.”

-1989.

Reykjanesviti

Hús fyrsta vitavarðarins.

Íslandshandbókin. Örn og Örlygur (mynd): ” . . . Bæjarfell með Reykjanesvita fjær . . . “

-1991. Tímaritiði Áfangar. Hafnahreppur. Leó M. Jónsson,: ” . . . og var núverandi viti á Vatnsfelli tekinn í notkun árið 1908.” Í greininni er mynd af fellunum á Reykjanestá tekin úr norðri, frá veginum og undir henni stendur: ” Frá vinstri sést í Bæjarfell [hóllinn (fellið) sem gamli bærinn stóð á] , þá Reykjanesviti á Vatnsfelli . . “

-2004. FERLIR 665: “Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú.”

-Vitamálastofnun notar örnefnið Bæjarfell.

Undirrituð velur Vatnsfell, svona fyrir aldurs og úbreiðslu sakir . . “.

-Sesselja Guðmundsdóttir tók saman.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesviti