Þingvellir

Eftirfarandi áætlanir um friðun Þingvalla og undirbúning Alþingshátíðarinnar árið 1930 birtist bæði í Ísafold og Lögbergi árið 1925:
thingvelli-1771-2“Friðun og verndun Þingvalla – Nauðsynleg mannvirki sem gera þarf. Friðun skógarins. Eftir viðtali við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð.
Er Matthías Þórðarson kom frá Þingvöllum í vikunni sem leið, hittum vjer hann að máli og spurðum hann um hitt og annað viðvíkjandi starfi Þingvallanefndarinnar, er skipuð var í vetur sem leið.
Tilgangurinn með skipun nefndarinnar er sá, að nefndin komi fram með tillögur um hvað gera skuli, til að friða staðinn, skóginn og annan gróður á Þingvöllum og í næsta umhverfi þeirra, svo og að athuga einhverjar, einkum verklegar framkvæmdir, sje nauðsynlegt að gera þar til undirbúnings hátíðahöldum árið 1930.
thingvellir 1789-2Nefndin tekur einnig til athugunar, hverjar ráðstafanir eru nauðsynlegar vegna hins mikla gestagangs á Þingvöllum. Eins og kunnugt er, hefir Matthías Þórðarson látið gera nokkrar verklegar umbætur á Þingvöllum undanfarin sumur. Unnið hefir verið þar að útgræðslu á völlunum, vegurinn hefur verið fluttur o.fl. Enn er þó talsvert eftir af framkvæmdum þeim, sem hann hefir ætlast til, að gerðar yrðu þarna. Það, sem á vantar, er m.a. að hækka eyrina vestanvið Öxará og dýpka árfarveginn. Setja gangbrú þar yfir ána og gangstíg meðfram ánni um túnið, ennfremur akveg alveg heim að prestssetrinu. Nöfn vill Matthías setja á margar búðartóptirnar og aðra fornminjastaði. Sjeu nöfnin höggin á steina.
En auk þessara aðgerða, sem nauðsynlegar eru á völlunum, verður eigi hjá því komist að reisa þar bæði kirkju og bæjarhús af flýju, og gera gistihús í námunda við sjálfan þingstaðinn, sem sje fullkomnara en Valhöll er nú. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar, þó ekkert tillit sje tekið til alþingishátíðarinnar. En vegna hennar þarf að gera ýmsar fleiri byggingar og skýli, sem nefndin mun síðar gera tillögur um. Í vegalögunum frá 1924, er ákveðið að leggja nýja Þingvallabraut frá Mosfellssveitar-veginum skamt sunnan við Köldukvísl um Mosfellsdalinn eins og leið liggur lægst austur í Þingvallasveit.
Til þess þarf auk annara verulegra umbóta að gera thingvellir 1930-3nýjan akveg úr Mosfellssveitinni 15 — 16 km. á lengd, áður en komið verður á hinn núverandi Þingvallaveg. Með því móti yrði vegurinn akfær mikið lengri tíma á árinu en nú er.

Frumvarp til laga um friðun Þingvallaskógar var samþykt í Efri deild fyrir skömmu. En málið dagaði uppi í Neðri deild.
Eftir frumvarpi þessu átti að gerfriða alt landið, milli Almannagjár og Hrafnagjár, og svo langt uppeftir, að ábúð varð að leggjast niður á Þingvöllum, svo og í Vatnskoti, Skógarkoti og Hrauntúni. Þingvallanefndin lítur svo á, að alger friðun skógarins þurfi ekki að vera eins víðtæk og til var ætlast í frumvarpi þessu, og hefir það mál nú til frekari athugunar.
Nefndin telur einnig nauðsynlegt, að spilda úr Þingvalla- og Brúsastaðalandi verði numin undan ábúðarnotkun, það er Almannagjá öll og spilda fram með henni að austan. Í spildu þeirri er þingstaðurinn sjálfur og nánasta umhverfi hans. Hið núverandi tún prestsins ætti þó að fylgja ábúð jarðarinnar framvegis. Slík ráðabreytni er vitanlega ekki framkvæmanleg, nema samið verði við núverandi ábúendur jarðanna.

thingvellir 1930-2

Setja yrði sjerstakan skógarvörð til að gæta alls skógarins, grisja hann og vinna úr honum. Yrði skógarvörðurinn að hafa fastan bústað þar eystra. Annar vörður með lögregluvaldi er nauðsynlegur á þingstaðnum og í grend við hann um sumartímann, meðan gestagangurinn er mestur.
Hjer er þá tekið fram hið helsta, sem Matthías Þórðarson hafði um þetta mál að segja að svo komnu. Nánari grein mun nefndin gera fyrir áliti sínu. áður en þing kemur saman í vetur. Almenningur mun fylgja því öllu með hinni mestu athygli, sem gert verður til umbóta á Þingvöllum og þar í nágrenninu.
Senn er undirbúningurinn ekki orðinn langur undir hátíðahöldin 1930, og tími er til þess kominn að menn geri sjer grein fyrir því í aðalatriðum, hvernig þeim skuli haga.
Ef halda á þúsund ára hátíð Alþingis með þeim ummerkjum og þeirri viðhöfn, sem vera ber, þarf margskonar undirbúning, sem eigi verður gerður í fumi og flaustri á 1—2 árum.”

Heimildir:
-Ísafold 25. ágúst 1925, bls. 3.
-Lögberg 29. október 1925, bls. 8.

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.