Um Ferlir Hafa samband
Leit
Bringnavegur

Bringnavegur-222
Bringnavegurinn var rakinn frá Laxnesi upp á Háamel á Mosfellsheiði. Vegurinn var lagður af tilstuðlan Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness árið 1910. Á göngunni var m.a. komið að Bringnavegur-221upptökum Köldukvíslar, reiðleið frá Bringum yfir í Seljadal,
veginum um Illaklif, Grafningsvegi og reið- og vagnveginum frá Seljadal yfir að Vilborgarkeldu auk Þingvallavegarins frá 1894 og konungsveginum frá 1907.
Á skilti við gamla Bringubæinn stendur m.a.: "Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn varstundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Halldór og Móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins.
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðastaði ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu."


Til baka
Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is