Gálgahraun

Árni Óla skrifaði frásögn um ferð hans um Gálgahraun í Lesbók Morgunblaðsins árið 1952:
“Meðfram öllum hinum nýju bílvegum á Íslandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógætilegum akstri, þar sem eru hættulegar beygjur, brekkur, eða einhverjar torfærur.
thorgardsdys-221Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru nokkurs konar sáluhjálparmerki meðfram vegunum. Það voru dysjar manna og kvenna, er tekin höfðu verið af lífi. Hjá þessum dysjum skyldi menn fara af baki gæðingum sinum og kasta þremur steinum í dysjarnar, til merkis um að þeir fordæmdi athæfi hinna framliðnu og væri einráðnir í að láta sér víti þeirra að varnaði verða í lífinu. Dysjar þessar voru alls staðar, því að alltaf var verið að taka fólk af lífi hér, til þess að fullnægja erlendu réttlæti. Íslendingar töldust þá ekki færir um að setja sér lög sjálfir, heldur voru þeim fengin útlend lög til að lifa eftir.

Mæðgnadys

Mæðgnadys við Garðaveg sunnan Gálgahrauns.

En þessi lög voru ekki alltaf í samræmi við réttarmeðvitund almennings eða framkvæmdin í samræmi við eðlilega málsmeðferð, og þess vegna urðu árekstrar. Hinir  meintu seku voru gripnir dæmdir og teknir af lífi, bæði til að fullnægja “réttlætinu” sem og öðrum til viðvörunar. Og til þess að þetta gleymdist aldrei, voru sakamennirnir dysjaðir hjá þjóðvegum, þar sem mest var umferð, svo að ókomnar kynslóðir gæti kastað að þeim grjóti óendanlegri vanþóknun á einhverju sem það hafði ekki hina minnstu hugmynd aðra en yfirvaldið hafði opinberað . Fordæmingin náði út yfir gröf og dauða, og skyldi verða öðrum til sáluhjálpar eins lengi og landið væri byggt.
galgahraun-223Hið útlenda réttlæti, sem stútaði íslenzkum mönnum og konum og urðaði hræ þeirra við þjóðvegu, eins og það hefði verið óætar pestarkindur, hlaut sjálft hin sömu örlög og það hafði öðrum skapað, að verða fordæmt. Þá hættu ferðamenn að kasta steinum í dysjarnar við vegina, og síðan hafa Íslendingar verið að bisa við að koma beinum sakamanna niður í kirkjugarða, til merkis um að fordæmingunni sé af þeim létt og ný öld með nýu réttlæti runnin upp. Ekki þótti rétt að hafa svo mikið við alla sakamenn að dysja þá hjá alfaravegi. Minni háttar sakamenn, svo sem umrenningar og þjófar, voru hengdir og dysjaðir þar á staðnum. Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum annað í té, sem var jafn gagnlegt. Hún hafði gert stóra steindranga með stuttu millibili, eða þá djúpar klettasprungur og gjár, þar sem ekki þurfti annað en leggja ás yfir á milli klettanna og koma þar snörunni fyrir.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Eru enn til sagnir um að á sumum stöðum hafi verið svo rúmt á milli klettanna, að marga þjófa mátti festa þar upp í einu. Þegar af tökunni svo var lokið og böðullinn hafði fengið sitt, var líkið eða líkin urðuð, annaðhvort í sömu klettasprungunni, eða rétt þar hjá. Slíkir aftökustaðir voru mjög víða, og sumir eru enn kendir við þjófa og gálga. Og það bregst varla að hægt er að benda þar á grjóthrúgu, sem á að vera dys sakamanna. Einn þessi hengingarstaður er hér í nánd við Reykjavík og heitir Gálgaklettar. Þeir eru á Álftanesi, sunnan Lambhústjarnar, gegnt Bessastöðum. Eiga nú fáir þar leið um. En ef þig langar til þess að sjá staðinn, þá skulum við bregða okkur þangað. Það er hvorki dýrt né tímafrekt ferðalag.
galgahraun-224Niður undir Kópavogslæknum ofan við veginn, voru fjórar gamlar dysjar og stóðu tvær og tvær saman. Það er langt síðan að vegfarendur hafa kastað grjóti í dvsjar þessar, enda eru þær svo að segja sokknar í jörð. Og áður en varir kemur einhver frumbýlingur með jarðýtu og umturnar móunum þarna, og sögu dysjanna er lokið. En þær áttu sér nöfn, átakanleg og ógleymanleg nöfn. Þær sem nær eru veginum hétu „Hjónadysjar”, hinar hétu „Systkinaleiði”.
Í Arnarneshálsinum, fyrir sunnan voginn, eru einnig dysjar, en þar hefir veginum verið breytt svo að nú er hann alllangt frá þeim. Þar er mælt að sé dys manns þess, er gekk aftur og varð nafnkunnur draugur á Álftanesi, og var heitinn í höfuðið á Þorgarði þeim er varð Þorleifi jarlaskáldi að bana á Þingvöllum, af því að hann hefir þótt álíka illur andi. Hafa margir gamlir menn heyrt talað um Þorgarðsdys, en tvennum sögum fer um þetta.

Gálgahraun

Hraunmyndanir í Gálgahrauni.

Nú blasir við okkur Arnarnesvogur og handan við hann svartur hraunjaðar. Þar er Gálgahraun og í því eru Gálgaklettar. Þessi hraunspilda er nyrst í Garðahrauni og sker sig úr vegna þess hvað hún er úfin og hrikaleg. Þarna hefir glóandi hraunið  sennilega runnið í fyrndinni út á mýrlendi, suður af Lambhúsatjörn, og vatnsgufurnar hafa sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stórar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðrum stöðum.

Fógetagata

Fógetagatan um Garðahraun.

Gamli vegurinn fram á Álftanes lá meðfram Arnarnessvogi að sunnan. Það hefði verið skemmtilegast fyrir okkur að fara hann, en nú er það ekki hægt vegna nýbýla og girðinga.
Neðan við Silfurtún er ætlunin að ganga þaðan þvert yfir holtið niður að vognum. Þar hittum við á gamla veginn, þar sem hann liggur inn í hraunið, rudd gata að fornu og hefir sýnilega verið mjög fjölfarin, vegna þess hvað hún er djúp og glögg enn. Þarna hafa líka margir hófar troðið, því að hér gengu skreiðarlestirnar af Álftanesi fyrr. „Gömlum götum á ekki að gleyma”, segja Færeyingar. Þessi gata gleymist ekki, enda þótt hún sé aflögð, því að hún er mörkuð á landabréf Björns Gunnlaugssonar sem þjóðleiðin fram á Álftanes. Gatan liggur skáhalt upp í hraunið og eru á vinstri hönd gjár miklar, en til hægri er Gálgahraunið. Mönnum hefir tekist að finna þarna mjög sæmilega leið, og hafa hinir nýju akvegir oft verið lagðir eftir hestagötum, sem voru óhentugri til þess en þessi gata, og þess vegna er það einkennilegt að Álftanesvegurinn skuli ekki liggja þarna enn í dag, í stað þess að liggja frá Engidal út háholtið.
galgahraun-226Úr því hingað er komið er bezt fyrir okkur að skoða allt Gálgahraunið. Hér eru langir klettaröðlar sprungnir sundur að endlöngu, hér eru háir klettar með sprungum og hellum, og hér eru djúpar hvosir. Hér kemur manni fyrst á óvart hve mikill gróður er í hrauninu. Í hvosum og klettaskorum er kafgras, og hér er fjölskrúðugur gróður eins og oft er í hraunum, sem farin eru að gróa.
Annað, sem manni kemur á óvart, er að hér er mikið fuglalíf. Hér flögrar stór hópur svartbaka með gargi og skrækjum. Þeir hafa eflaust orpið hér í hrauninu í vor, því að þeir láta ófriðlega, og renna sér að manni hver af öðrum með hvínandi vængjadyn. Heldur sljákkar þó í þeim þegar þrjár þrýstilofts flugvélar æða þarna yfir með svo miklum dyn, að þeir heyra ekki sjálfir sinn eigin vængjahvin. Þá er eins og þeir skammist sín. Þeir fljúga letilega lengra út í hraunið og setjast þar á kletta.

Mávur

Már í Gálgahrauni.

Hettumár kemur og gargar afskræmislega, eins og hans er von og vísa. Ut við voginn heyrist stelkur gjalla hátt og hvínandi, en hrossagaukur hneggjar í lofti. Og allt um kring ómar lóusöngur og tíst í smáfuglum, en spóar standa hingað og þangað á steinum og vella af kappi. Við heiðum ekki trúað því að óreyndu að svona mikið fuglalíf væri hér. Við höfðum haldið að Gálgahraun væri hinn ömurlegasti staður. En það er nú eitthvað annað. Þetta er allra skemmtilegasti staður, þegar maður fer að skoða hann og kynnist honum. Víða er brunagrjót, ómjúkt undir fæti og skófrekt, en yfir það verður að klöngrast til þess að geta skoðað einkennilegustu klettana. Og hér kemur maður svo í grasi gróna klettasprungu og gengur eftir henni. Allt í einu kemur maður að gloppu á þessum gróðurfeldi og sér þá niður í botnlausa gjá undir fótum sér. Gróni botninn í klettasprungunni er ekki annað en gerfibotn.
galgahraun-227Þar hafa nokkrir steinar skorðast milli klettanna, svo hefir grámosinn þakið þá og síðan hefir töðugresi numið land í mosanum og kominn er sléttur og grasi gróinn „botn”. Alls staðar eru hellisskútar. Þeir eru litlir en snotrir með hvolíþaki og er hægt að skríða inn í þá flesta. Á einum stað hefir verið hlaðinn grjótveggur fyrir framan helli, svo að þar hefir myndast dálítið byrgi. Það er svo lítið að það hefir naumast getað verið fjárbyrgi. Líklegra þykir mér að það hafi verið skotmannsbyrgi og þarna hafi einhver legið fyrir tófu að vetrarlagi.

Garðahraun

Gálgahraun – hraunmyndun.

Hraunið hefir runnið fram í voginn og eru þar klettar og gjögur, skvompur og gjótur, en framundan hafa verið flúðir orpnar lausu hraungrýti. Upp í þetta lausagrjót í fjörunni hefir sjórinn borið kynstur af þangi og marhálmi öldum saman, fyllt allar holur og sléttað, svo að þarna hefir myndast þykkt mókennt lag ofan á grjótinu. Svo hefir þetta gróið og eru þarna sléttir vellir með lágum en ótrúlega þéttum gróðri.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Liturinn á honum er einkennilegur, því að sum stráin eru brún, önnur gul og hin þriðju dökkgræn. Þetta stafar af því, að sjór gengur þarna yfir hinar grasi grónu grundir þegar stórstreymt er. Má jafnvel sjá gráa salthúð á grasinu sums staðar. En svo er sjórinn aftur farinn að brjóta niður þessar jarðabætur sínar. Og hann fer að því líkt og sandbyljir á landi, grefur undan grassverðinum þartgað til stórar torfur brotna framan af. Mundi þetta ekki vera enn ein bending um, að land sé að síga þarna?
galgaklettar-228Fremst gengur hrauntangi lágur út í sjóinn milli Arnarnessvogs og Lambhúsatjarnar. Er hann yfirleitt sléttur, nema hvað nokkrir klettar standa þar upp úr og eru þeir þó miklu lægri en efri hraunbrúnin. Rétt fyrir ofan þennan tanga, á rima í hraunbrúninni, er gömul tóft, vallgróin að nokkru, ert grjóthleðsla í veggjum glögg að innanverðu. Tóftin er að innanmáli 8×11 fet og hafa dyr verið á norðurvegg við vesturgafl. Ekki sést móta fyrir fleiri tóftum og getur því ekki verið að þetta hafi verið stekkur. Ef til vill hefir þetta verið fjárborg, en hún er þá ólík öðrum fjárborgum hér um slóðir; því að húslag er á henni, en ekki borgarlag. Máske þetta hafi verið sjóbúð? Að vísu hefir hún þá verið nokkuð lítil og gæti maður helzt hugsað sér að menn hefði legið þar við á vorvertíð. Lending er sæmileg þarna og brim aldrei neitt að ráði.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Óþarfi er fyrir okkur að velta lengur vöngum yfir því hvaða mannvirki þetta er. Hvorugur okkar getur leyzt þá gátu. Hið eina sem víð vitum með vissu er, að hér út í jaðrinum á Gálgahrauni, á mjög afskekktum stað, hafa mannshendur einhverntíma verið að verki og reist hús. Mennirnir, sem þetta gerðu eru löngu gleymdir, en hér er minnismerki þeirra, grjóthleðsla og vallgrónir veggir. Eitt lítið sýnishorn þess hvernig menn hafa reynt að hagnýta sér þetta hrjóstuga land út í æsar. Slíkar rústir á víð og dreif um landið eru þöglar minningar frá lífsbaráttu þjóðarinnar, og því merkilegar í allri sinni fátækt og einfaldleik.

Gálgahrauni

Í Gálgahrauni.

Nú höldum við lengra norður á bóginn. Hér er margt að skoða, kynjamyndir í klettum og sprungum, og hin steinrunnu kyngimögn hraunsins, sem hefir dagað þarna uppi, er þau mættu sjónum. Hér er víðast ógreiðfært, ef maður ætlar að fara beint af augum. En fyrir gamlan smala er hægt að finna hér góða leið. Hann veit að sauðkindin er öllum slyngari í því að finna og þræða hina greiðfærustu leið, þar sem öðrum sýnist illfært. Og hér eru gamlir fjárstígar eftir gróðurtorfum milli klettanna. Þeir eru að vísu í ótal krókum, en það borgar sig að fylgja þeim, það er greiðasta og bezta leiðin.
galgaklettar-229Nú höldum við vestur með Lambhúsatjörn, sem ekki er tjörn lengur, heldur sjávarvogur. Og þar sem stígurinn liggur næst sjónum, furðar okkur á að sjá hvað sjórinn gengur hátt upp í hraunið. Það er háfjara núna og þess vegna sézt þetta svo vel. Þangrastir eru hér komnar hátt upp í grasi gróna hvamma og hraunbolla. Og hraungrjótið ber þess merki ef sjór hefir gengið yfir það. Þá er það kolsvart og stingur mjög í stúf við ljósgrátt grjótið allt um kring. Þennan svarta lit fær það sennilega úr marhálminum og þanginu, sem á það berst.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Hér eru margir sundur sprungnir klettar, þar sem mjög hentugt hefði það eru þó ekki hinir réttu Gálgaklettar. Þessir klettar eru of langt inni í hrauninu. Menn voru ekki að leggja á sig það ómak að drasla dauðadæmdum mönnum til aftökustaðar, sem illt var að komast að. Það er því ekki fyrr en við erum staddir beint á móti Bessastöðum, að við komum að Gálgaklettum. Og við sjáum þegar að þeir bera svo af öðrum klettum, að þeir hafa hlotið að vera sjálfkjörnir „til síns brúks”. Þeir eru hærri en flestir aðrir klettarnir, brattir og sprungnir sundur sitt á hvað, sprungurnar djúpar og beinir klettaveggir sitt hvorum megin við þær. Hér fram undan er líka allvíð klettakvos með sléttum og grónum botni, þar sem margt manna hefir getað staðið til að horfa á. Og rétt fram undan er dálítil vík eða vogur, þar sem hægt hefir verið að lenda báti. Er þangað stuttur sjóvegur frá Bessastöðum yfir Lambhúsatjörn.”

Gálgahraun

Gálgahraun – Garðahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki hefir mér auðnast að grafa upp hve margir menn hafa verið hengdir hér. En í annálum er þess getið, að hinn 26. janúar 1664 hafi maður verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni”. Hann hét Þórður Þs (líklega Þórðarson) og honum var gefið að sök að hafa stolið „úr búðum danskra í Hólminum”. Samkvæmt þessu verður ekki um vilst, að þessi maður hefir látið lífið í Gálgaklettum. Og líklegt er að fleiri hafi verið teknir af þar og að þetta hafi verið opinber aftökustaður, líkt og Sjávarkvíar á Kjalarnesi. Kjósarannáll segir frá því, að 1634 hafi verið hengdur þjófur á Bessastöðum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Skarðsárannáll segir að 1635 hafi 2 menn verið hengdir í Gullbringusýslu fyrir stuld, sinn í hvorn tíma. Setbergsannáll segir að 1702 hafi tveir þjófar verið hengdir í Gullbringusýslu, en í Mælifellsannál segir að það ár hafi þrír þjófar verið hengdir á Suðurnesjum. Sennilega hafa allir þessir menn verið hengdir í Gálgaklettum, því að þegar þeir voru gripnir, munu þeir hafa verið fluttir í Bramshúsið á Bessastöðum. Þetta var sérstakt hús og fyrsta og eina fangelsi hér á landi þangað til hegningarhúsið á Arnarhóli var byggt. Alþýða kallaði þetta hús „Þjófakistu” og er það kunnast undir því nafni. Í klettaskoru austan í Gálgaklettum er grjóthröngl allmikið og var talið að þetta væri dys, þar sem sakamennirnir hefði verið urðaðir. Hafa gengið sagnir um að þar hafi sézt mannabein. Auðséð er, að einhver hefir ætlað að rannsaka þessa dys, því að nokkuð af grjótinu hefir verið rifið upp, en ekki sjást þar nú nein bein, nema eitt rif úr hrossi, hvernig svo sem á því stendur að það er þangað komið. En þarna hefir verið djúp glufa út undir bergið og má vera að þar sé eitthvað af mannabeinum og þá djúpt á þeim.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Við skulum ekkert forvitnast um það. Ef þetta er dys sakamannanna, eins eða fleiri, þá hafa þeir nú legið þarna í 250—318 ár og það er bezt að lofa þeim að vera þarna í friði.
Það er fagurt og friðsælt í Gálgahrauni í svo fögru veðri, þegar sól skín af heiðum himni, alls staðar er skjól fyrir norðan næðingnum, og alls staðar er sterk angan af gróðri. En hvernig heldurðu að þér þætti að vera hér einn á ferð í skammdegisbyl, þegar stormurinn hvín óyndislega í klettum og dröngum, en þeir verða að svörtum forynjum, með gapandi höfðum og gínandi trjónum? Hér er óratandi og ekkert hægt að komast áfram fyrir klettaröðlum, gjám og hraunkvosum. Ætli það hvarflaði þá ekki að þér að þeir dauðu úr Gálgaklettum væri komnir á kreik og ætluðu að villa um fyrir þér, og að það sé vein þarna og dauðastunur, sem þú heyrir í vindinum? – Á. Ó.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. ágúst 1952, bls. 405-409.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.