Básendar

Í Blöndu 1927 er m.a. fjallað um Básenda, ysta básinn vestast á norðanverðu Reykjanesinu:
“Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í basendar-221gömlum og góðum heimildum. (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M. n03 (opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári. Svo og á ýmsum stöðum i kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld. Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum”). — Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Köbsted, -Distrikt). „Baadsende” sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.
basendar - brunnurHánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, af lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum”. Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blásturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld með vörur. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slíkur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er því réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
basendar - uppdrattur IIILeifar mannvirkja sjást enn miklar á Básendum (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast
á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvestan við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar – er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur og suður. Fiskabyrgi, lítil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr á öldum.

basendar - festarhringur - II

Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan koxinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar.
En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má víst, að þar hafi optast verið rekin í rúmar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.”

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, 7.-10. hefti, bls. 46-50.

Básendar

Básendar.