Um Ferlir Hafa samband
Leit
Meitlarnir

Sigurður Kristinsson skrifaði um Meitlana í Morgunblaðið árið 1990:
meitlar - kort"Séður norðaustan frá, t.d. frá Hveradölum, virðist Stórimeitill (521 m) vera töluvert hamrafjall, en svo er þó aðeins á þá hlið, því hann er aðliðandi til annarra hliða. Suður frá honum er lægri háls (360 m) sem tengir hann við Litlameitil (467 m). Þeir eru báðir úr móbergi. Líta má á þá ásamt Stakahnúk og Gráuhnúkum sem einstakt fjall umlukið hraunum. Vestan að þeim öllum er samhangandi brekka um 80 m há. Undir henni miðri heitir Stórihvammur. Vestan í Litlameitli er klettur sem heitir Votaberg, oft dökkur af raka á sumrin. Við suðurenda hans eru friðlýstar rústir af seli frá Þorlákshöfn.
En Stórimeitill er allt öðruvísi en fjöllin í kring og á vart sinn líka. Gígur er ofan í koll hans a.m.k. 50 m djúpur og er snarbratt nema þar sem skarð er að norðanverðu. Sést gígurinn hvergi fyrr en komið er á brún hans. Skarð er í norðurbrún gígsins og virðist sem hraun hafi runnið þar út. Þetta gefur Stórameitli vissan eldborgarsvip að hluta. En hann er til orðinn á ísöld og því er hvergi laust gjall þar að finna. Fyrir neðan skarðið í gígnum er lítill dalur og nær hann að Gráuhnúkum. Hann heitir því einkennilega nafni Stóridalur, en réttara væri að nefna hann Stórahvamm.
Besta gönguleiðin á Stórameitil er að fara upp eftir dálitlu viki sem gengur inn í brekkuna áðurnefndu skammt fyrir sunnan Stakahnúk."

Heimild:
-Morgunblaðið 17. mars 1990, bls. 12


Til baka
Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is