Um Ferlir Hafa samband
Leit
Írn - varpsta­ir fyrrum

Eftirfarandi frásögn af varpstöðum arna á Reykjanesskaganum birtist í dagblaðinu Vísi árið 1922:
orn-23"Í Árnessýslu verpti örn í Stórhöfða á Reyðarbarmi til þess fyrir 2 árum, og í Dráttarhlíð við Sogið til þess fyrir 7 árum. Í Ölfusi urpu tvenn arnarhjón; 1905, önnur í Núpafjalli, hin í Þverárhnúk, en eru horfin fyrir nokkrum árum og í Selvogi verpti örn til þess fyrir 4 árum.
Í Gullbringusýslu verpti örn um síðustu aldamót á einum stað í hrauni milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, en nú ekki, og örn sást í Grindavíkurhreppi haustið 1920.
Örn verpti um langan aldur í Illahrauni í Járngerðarstaðalandi, en mun nú hætt því; sést þar örn við og við þar enn.
Í Hafnahreppslandi hefir örn ekki verpt, svo menn viti, síðustu 40 ár, og ekki sjest nema örsjaldan á því tímabili, þó síðastliðinn vetur. Fyrir 3 árum verpti örn í Arnarkletti í mörkum milli Njarðvíkur og Voga, en venjulega sést ein og ein á hverju vori í þeim bygðarlögum.
— Í Bessastaðahreppi sást örn áður, en varla nú.
Í Kjósarsýslu verpti örn í Lágafellshömrum þangað til fyrir 4 árum, og sést örsjaldan í Kjalarneshreppi. í Arnarnípu í Meðalfellsfjalli í Kjós hefir örn verpt síðan fyrir aldamót og verpir þar enn og sést árlega."

Heimild:
-Vísir 21. apríl 1922, bls. 2


Til baka
Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is