Stapagata

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1964 er m.a. fjallað um mannvirki og minjar vestan Voga:
Kristjánstangi gengur út í miðja Vogavík. Þar stóð salthús í eina tíð.
Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), “anleggs-húsum” Knudtzons gróssera kristjanstangi-221reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830. „Ánlegg” nefndust salt- og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerðir út 18 til 20 bátai, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Haraldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Haralds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins í þrjú ár.
Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk.
Brekka, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin” sem rís þar í hverfinu á þessari öld.
Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru til skamms tíma.
Kerlingabúðir voru nokkru utar.
Um Reiðskarð lágu forun reiðgöturnar upp Stapann.
Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku.
Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar.
Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar.
Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum.
Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri-Njarðvík. Fiskimiðin eyðilögð.— Hernám Englendinga. Hinn blómlegi útvegur við Vogastapa hlaut snögg endalok árið 1894.
„Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnanverðan Faxaflóa allt að Garðskaga.”

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 20. sept. 1964, bls. 883.

Stapabúð

Stapabúð.