Hvaleyrarlón

Gísli Sigurðsson skrifaði um Fornubúðir og Hvaleyrartjörn í tímaritið Sögu árið 1963:
“Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.
hvaleyrartjorn-kortHvaleyri er höfði, sem skagar norður í Hafnarfjörð. Hann er um 20 metrar yfir sjávarmál, þar sem hann er hæstur heim við Hvaleyrarbæ. Höfðanum hallar heiman frá bæ suð-vestur og vestur niður að Hvaleyrarsandi, norð-vestur, norður og norð-austur fram á bergbrún ekki ýkja háa, og er þar fjaran undir og fellur sjór upp að berginu. Frá Drundinum, en svo er vestasti eða nyrzti hluti höfðans stundum kallaður, lækkar bergið smátt og smátt, þar til hæðin yfir sjávarmál er varla meira en 1 til 2 metrar neðst og austast í túninu. Hvaleyrargrandinn er langur tangi, sem liggur frá Hvaleyrartúnum inn og austur með suðurlandinu. Hann er skilinn frá suðurlandinu af tveimur tjörnum, Hvaleyrartjörn, sem er vestar og nær Hvaleyri og nokkru stærri, og Óseyrartjörn, sem er austar og innar. Hvaleyrartjörn nær heiman frá Hvaleyrartúngarði út að Skiphól, og er þröngur ós úr henni út í Óseyrartjörn. Hjá Óseyri er annar ós, sem flytur allt rennsli inn og út úr báðum tjörnunum. Fram undir aldamótin 1800 mun hér hafa verið aðeins um eina tjörn að ræða. Verður síðar vikið að því. Hvaleyrargrandi er einna breiðastur vestast, en það gerir, að spölkorn frá túngarðinum skagar lítið nes, Hjallanes, inn í Hvaleyrartjörn, og eykur hún nokkuð breidd hans. Nokkru innar er svo Skiphóll. Þar er Grandinn einnig allbreiður, því að í norður frá Skiphól gengur Eyrarsker út í f jörðinn. Í hléi við Eyrarsker sveigin Grandinn allmikið út, og heitir þar Kringla. Var þar lítil bunga, sem fé hafnaði á í smástreymi. Fyrir þennan sveig verður Óseyrartjörn allbreið vestast. Frá Kringlu sveigir Grandinn aftur inn að landinu og stefnir nú til landsuðuráttar allt inn á Háagranda gegnt Óseyri. Frá Eyrarskeri og Kringlu liggur Grandinn eins og vængur á grúfu. Veit barðið að tjörninni og er þar nær þverhnípt í sjó niður, þegar lægst er í tjörninni.
Hvaleyrartjorn-222Frá barðbrúninni lækkar Grandinn aflíðandi út og niður í fjörðinn, en vængbroddurinn teygist inn austan við Háagranda gegnt Flensborg. Milli Háagranda og Óseyrar er ósinn eða Ósmynnið, og er þar mikill straumur á föllum, en þó sérstaklega á útfalli. Nöfnin Óseyri og Óseyrartjörn munu vera ung, varla eldri en frá síðasta fjórðungi 18. aldar. Óseyri finnst þá fyrst sem bæjarnafn í kirkjubókum. Lýsing sú af Grandanum, sem hér hefur verið gerð, er eins og hann var á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, en síðan hafa miklar breytingar orðið.
Um 1910 mátti heyra gamalt fólk segja frá því, að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi Hvaleyri náð allt út undir Helgasker, en landsig og landbrot af sjávargangi hafi eytt landinu, eins og nú mætti sjá. Hvað sem líður sannleiksgildi þessarar sagnar, er eitt víst: við Hafnarfjörð hefur orðið mikið landbrot, ekki sízt á Hvaleyri og Grandanum. Stafar þetta mikið af því, að bergtegund sú, sem mest mæðir á bæði sjór og loft, er svo gljúp og laus í sér, að hún molnar viðstöðulítið og eyðist. Á Grandanum hefur alla tíð verið laus jarðvegur.
Hvaleyrartjorn-223Gísli bóndi Jónsson í Vesturkoti á Hvaleyri hefur veitt inn hefur eyðzt um allt að 10 metra. Eyðing þessi gat vel orðið jöfn, um 20 metrar á öld eða 200 til 220 metrar frá því á landnámsöld til þessa dags. Þetta er ekki lítið land, ef mælt er sunnan frá Gjögrum inn með Víkum, kringum Höfðann og inn eftir öllum Granda. Myndi okkur bregða í brún, ef land þetta allt væri risið úr sjó einhvern morguninn, þegar við risum úr rekkju.
Eyðing þessi eða landbrot hefur ekki gerzt í snöggum stökkum. Heldur hefur það verið að gerast dag hvern, ár hvert og öld. Komið hefur þó fyrir, að stórar spildur hafa brotnað upp í aftaka veðrum. Landbrot þetta hefur valdið því, að jarðarafgjöld af Hvaleyri hafa farið lækkandi, eftir því sem aldir runnu.
Á nokkrum stöðum í annálum er getið um, að landbrot hafi orðið á Hvaleyri. Setbergsannáll, sem skráður er um og eftir aldamótin 1700, getur þess á tveimur stöðum. Eru þær frásagnir á þessa leið.
1231: „Hrundi hjáleiga ein til grunna syðra hjá Hvaleyri af sjávargangi og varð aldrei síðan byggð, því sjór braut tún.”
1365: „Kom mikið vestanveður með stórflóði um veturnætur syöra,” og gjörði mikið landbrot á Álftanesi, svo tók af bæ einn, en fólk hélt lífi. Þar er nú eyðisker í sjónum fyrir framan (e. t. v. Valhús). „í sama veðri braut upp aðra jörð í sömu sveit, Hvaleyri, með sandfjúki og sjávargangi.”
Fyrir þessum sögnum Setbergsannáls eru ekki sagðar staðgóðar heimildir, enda einn annála til frásagnar. Þó vekur orðalagið nokkurn grun um, að höfundurinn hafi stuðzt við skrifaðar heimildir, þar sem segir við árið 1231 syðra hjá Hvaleyri og 1365 syðra. Höfundur Setbergsannáls, Gísli bóndi Þorkelsson á Setbergi við Hafnarfjörð, hefði varla farið að orða þetta þannig, hefði hann ekki haft fyrir sér annála og tekið orðið syðra upp eftir þeim. Þó komið gæti til greina, að hann hafi einnig stuðzt við munnlega geymd, hefði ártölunum varla verið haldið svo vel þar til haga sem gert er í annálunum fornu. Heimildir Gísla, hafi þær verið skrif legar, virðast horfnar með öllu. En þeir, sem búið hafa við Hafnarf jörð og á Hvaleyri og horf t upp á þá eyðingu og landbrot og allar þær breytingar, sem orðið hafa á síðustu árum, draga varla í efa frásagnir um landbrot í Setbergsannál.
Hvaleyri-228Næstu heimild um sandfok og landbrot af sjávargangi hér við Hafnarfjörð er að finna í Jarðabókinni frá 1703. Þar segir svo um Hvaleyri: „Tún spillist af sandágangi.” Og um landbrot annars staðar við f jörðinn má margt finna í sömu heimild. Til dæmis segir um Bakka í Garðahverfi: „Tún spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber… svo menn segja, að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjó fluttur verið og sýnist túnið mestan part muni með tíðinni undir ganga.” Bakki er nú kominn í eyði, og það, sem eftir er túnsins, hefur verið lagt undir annað býli í hverfinu, Pálshús. Þá er vert að geta þess, að svo virðist sem svipuð bergtegund sé undir jarðlaginu hjá Bakka og Dysjum og sú, sem eyðist hvað mest yfir í Hvaleyrarhöfða. Melshöfði er nú eyðisker, en 1703 voru þar þrjár hjáleigur og verbúð. Stórbýlið Hlið á Álftanesi er nú komið í eyði. Sjór gengur stöðugt á túnið og eyðir því. Heit laug sem eitt sinn var í miðju túni, er nú frammi í sjó og kemur aðeins upp um blásandi fjöru. Svona mætti telja margt dæmið til viðbótar af Álftanesi og víðar við sunnanverðan Faxaflóa. Varla er að undra, þótt verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð hafi verið færður af Hvaleyrargranda vegna landbrots af sjávargangi 1677.
Svo víða er þess getið, að verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð hafi staðið á Hvaleyrargranda, að það verður ekki í efa dregið. Spurningin, sem svara verður, er því sú: hvar á Grandanum stóð verzlunarstaðurinn? Ekki er úr vegi að Hafnfirðingur, þótt leikmaður sé í söguvísindum, geri nokkra tilraun til að ráða þá gátu. Tveir staðir hafa verið tilnefndir á Grandanum: heima við túngarð og á Skiphól.
Þriðji verður tilnefndur, en það er Háigrandi, yzti tangi Hvaleyrargranda. Hverjar eru svo heimildir, og hvern þessara staða styðja þær bezt? Annálar koma hér aðallega til greina, þá skipti, sem gjörð voru 1775 á Hvaleyri, og svo uppdráttur gerður um svipað leyti.
Við 1413 segir í annál, að Ríkharður, enskur maður, hafi komið skipi sínu í Hafnarfjörð. Eftir þetta er oft getið um komu enskra skipa. Síðar taka þýzkir að venja komur sínar hingað, og verða þá allmiklar viðsjár með þeim og Englendingum. Þetta staðfesta bæði enskir og þýzkir annálar og fleiri heimildir. Virðist svo sem þýzkir hafi með tímanum hrakið enska héðan því nær alveg.
Setbergsannáll segir svo árið 1520: „Kaupstaðir danskra voru þá ekki víða byggðir, en víða voru þá búðir þeirra þýzku með því móti, að tjaldað var yfir tóttunum. Sér enn merki þeirra syðra, bæði kringum Hafnarfjörð og í Hraunum og annarstaðar.” Eftir þetta sigldu þýzkir lengi upp Hafnarf jörð eða fram um 1600. 

hvaleyri-ornefni

Sami annáll segir svo frá við árið 1663: „Drukknuðu á Hvaleyrargranda í Hafnarfirði 3 menn, Ásbjörn Jörinsson og sonur hans, Jörin; sá þriðji hét Jón, sonur hans, frá Bjarnastöðum í Selvogi. Vildu ríða yfir ósinn frá kaupstaðnum, sem þá var á grandanum, en ósinn var eigi reiður. Sá fjórði náðist með lífi, hélt sér við hestinn.” Fitjaannáll segir svo frá bessu sama atviki: „25. júní drukknuðu á Hafnarfjarðar-granda hjá Hvaleyri, hvar gömlu kaupmannabúðirnar stóðu, þrír menn, einn þeirra Ásbjörn Jörinsson og synir hans tveir, áttu heima á Bjarnastöðum í Selvogi.”
Jarðabókin frá 1703 getur ekki með einu orði verzlunarstaðarins forna við Hafnarfjörð, að hann hafi staðið á Hvaleyrargranda. Hefði þó mátt búast við því, þar sem stutt var um liðið frá flutningi hans. 1775 fara fram skipti a túnum og lendum Hvaleyrar milli þeirra Þorsteins bónda Jónssonar og Poltz skipstjóra. Skiptin á Grandanum verða a 90 faðma spildu, og er henni skipt í þrjár 30 faðma skákir, sem þeir leiguliðarnir síðan skipta milli sín í 15 faðma skákir. Um sama leyti, 1775—1777, er uppi hér norskur sjóliðsforingi, Minor að nafni, er vann að kortagerð, strand- og djúpmælingum. Byrjaði hann við Garðskaga og komst vestur á Breiðaf jörð. Gerði Minor kort, sem við hann er kennt. Hann drukknaði í maí 1777 ásamt tveimur af matrósum sínum, og eru þeir jarðaðir í Garðakirkjugarði. Af uppdrætti Minors má margt merkilegt ráða:
Fyrst: Grandinn liggur miklum mun utar en síðar varð.
Annað: Grandinn er þakinn jarðlagi og gróinn allt út á Háagranda, en ekki malarhryggur, eins og síðar varð.
Þriðja: Hvaleyrargrandi er miklu breiðari þá en síðar varð.
Fjórða: Tjörnin er ein milli Grandans og suðurlandsins, ekki skipt í tvær, eins og síðar varð.
Fimmta: Tjörnin er 77 fet í ytri endann og grynnri innar og útfiri mikið.
Sjötta: Skiphóll er þá áfastur suðurlandinu, en ekki Grandanum, eins og síðar varð.
Sjöunda: Engar upplýsingar er af þessum uppdrætti að fá um forna verzlunarstaðinn, eru þó aðeins 100 ár liðin frá færslunni. Í skiptaskjalinu frá 1775 er ekki minnzt á yzta hluta Grandans, Kringu eða Háagranda. 90 föðmunum er allvel lýst, þar sem sagt er, að tvær innri skákirnar séu bærilegar til slægna og undir fiskhjalla. Heimustu skákinni er þannig lýst, að hún sé lökust, bæði grýtt og gróðursnauð nema Hjallanes, sem bæði er gott til slægna og undir fiskhjalla. Í þessu ágæta skjali er hvergi neitt að finna, er bendi til þess, að á þessum hluta Grandans hafi verzlunarstaðurinn staðið að fornu. Hefði þó vafalaust enn mátt sjá tættur eða tóttarbrot, ef þar hefði verið verzlunarstaður. Ef verzlunarstaðurinn hefði verið þarna heimast á Grandanum, hefðu þeir Bjarnastaðafeðgar ekki farið að ríða ósinn óreiðan til þess að komast frá kaupstaðnuni.
Hvaða ályktanir verða þá dregnar af framanskráðu um verzlunarstaðinn við Hafnarfjörð?

Hvaleyri

Hvaleyri – kort.

Að enskir munu fyrstir hafa siglt upp fjörðinn og þá vafalaust valið verzlunarstaðnum aðsetur. Að þýzkir hafi síðan tekið staðinn og haldið honum. Báðir þessir aðilar munu hafa valið stað, þar sem gott var athafnasvæði. Gott að afferma og ferma skip. Og þar sem viðsjár miklar voru með þeim, urðu þeir að velja staðinn þannig, að gott væri til varnar. Heim við tún var ekki gott athafnasvæði, þar sem skipin hafa þá orðið að liggja langt frá landi út í Tjörninni og því erfitt að afferma þau og ferma. Þar var frá náttúrunnar hendi ekki gott til varnar. Þessi staður er því með öllu útilokaður. Skiphóll kemur ekki heldur til greina. Hann var þá ekki áfastur Grandanum. Þá er eftir Háigrandi, og er það tvímælalaust álitlegasti staðurinn. Í þann tíma, sem verzlunarstaðurinn var á Hvaleyrargranda, hefur Háigrandi verið eins konar höfði eða hólmi. Ekki var það eins dæmi, að verzlunarstað væri valinn staður á hólmum eða höfðum yzt við f jörðu og víkur. Þannig stóð Hólmskaupstaður við Reykjavík yzt á granda, en hann var færður um eða eftir 1700. Þar mátti fram til 1884 sjá nokkra grastó, eftir því sem Þórbergur Þórðarson segir í ritgerð um það efni í Landnámi Ingólfs. Á þessum hólma eða höfða, Háagranda, hefur auðveldlega mátt koma fyrir húsum, tóttum sem tjaldað var yfir. Vel mátti fleyta allstórum skipum og leggja þeim við háan, þverhníptan bakkann og binda þau. Ferming og affermmg var því óvenju hagstæð. Af landi varð Háigrandi ekki sóttur nema frá einni hlið og þar auðvelt að verjast óvinum. En það, sem tekur af öll tvímæli um legu verzlunarstaðarins, eru þó ummæli Skarðsár- og Setbergsannála um drukknun þeirra Bjarnastaðafeðga, Ásbjörns Jörinssonar og sona hans. Hann vildi ríða ósinn frá verzlunarstaðnum, e« ósinn var óreiður. Við þekkjum þetta Hafnfirðingar, sem munum ósinn milli Háagranda og óseyrar meðan hann var óheftur. Þá var hann hverjum hesti ófær, með an harðast var í honum útstreymið. Að öllu þessu athuguðu mun því mega f ullyrða, að Fornubúðir, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð, hafi staðið á Háagranda innst á Grandanum við Hafnarfjörð.”
Sveinskot var á túninu ofan við Herjólfshöfn, Halldórskot skammt norðvestar og Vesturkot vestar. Golfklúbburinn Keilir fékk síðasta íbúðarhúsið að Vesturkoti undir golfskálann fyrst eftir að byrjað var á golfvellinum á Hvaleyri 1967. Efst í túninu stóð bærinn Hvaleyri. Hjartarkot var sunnan undir Hvaleyrarholtinu. Fleiri kot voru við höfðann, en erfitt er nú að greina staðsetningu þeirra vegna röskunar á svæðinu.

Heimild:
-Saga, 3. árg. 1960-1963, 2. tbl., bls. 291-298.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón. Fornubúðir voru yst á grandanum að handan.