Jósepsdalur

Í Fálkanum árið 1951 er sagt frá byggingu skíðaskála Ármanns í Jópsepsdal:
“Telja má að saga Skíðaskála Ármanns í Jósefsdal hefjist með byggingu gamla skálans, en horsteinn Einstaedingurvar lagður á Jónsmessunótt 1936. Raunar hafði landnám Ármenninga í Jósefsdal byrjað árið 1932, þegar þeir fyrst völdu dalinn og Bláfjöllin sem sitt skíðaland. Var hugmyndin um skíðaskála þá ekki komin til sögunnar, en í þess stað töluðu brautryðjendurnir um það sumpart í gamni og sumpart í alvöru að smíða trébekki og setja upp við Einstæðing (þ. e. gríðarstór, stakur steinn norðarlega í Jósefsdal), sem síðan væri hægt að færa til eftir áttum.
Þessi hugmynd átti þó ekki langan aldur en í þess stað kom hugmyndin um skíðaskála. Þeirri hugmynd var svo hrundið í framkvæmd vorið 1936, sem fyrr segir. Vegur var þá enginn inn í dalinn og urðu frumbyggjarnir að bera eða draga aðfluttan efnivið á sjálfum sér, neðan frá vegi.
Öll vinna við aðdrátt á efni, smíði og byggingu var framkvæmd af Ármenningum sjálfum í Armannsskalisjálfboðavinnu. Var þetta mikið afrek á þeim tíma, ef ekki einsdæmi. Veggir voru hlaðnir úr grjóti og styrktir með steinsteypu, en loft og ris úr timbri og járnvarið.
Þessi skáli brann í janúar 1942. Var það þung raun fyrir alla þá, sem lagt höfðu hönd á plóginn og unnið að byggingu skálans svo og fjölda marga aðra, sem misstu allan skiðaútbúnað sinn, skó, skíði, svefnpoka o. fl. í eldinum. En hér fór sem fyrr, að það eru örðugleikarnir, sem verða til þess að sýna, hvað í manninum býr. Hinn tiltölulega fámenni hópur, sem stóð á rjúkandi rústum heimilis síns kvartaði ekki né kveinaði. Ekki heyrðust heldur formælingar né ógnunarorð. Þögult stóð skiðafólkið drjúpandi höfði og hugsandi um örlög sín.
Loks steig einn fram úr hópnum og hrópaði: „Á þessum rústum skulum við byggja nýtt, vandað hús, sem rúmað getur alla þá Ármenninga, sem skíðaíþróttina vilja stunda. Það er engin eftirsjá að þessu húsi. Það var hvort sem er orðið alltof lítið.” Þetta voru orð í tíma töluð. Hópurinn tók undir orð hins djarfa foringja og á leiðinni heim um kvöldið, ekki var kvartað yfir því, að þessi eða hinn hefði misst skíðin sín eða skóna og yrði að ganga á sokkaleistunum, heldur var talað um, hvernig hinn nýi skáli ætti að vera í höfuðatriðum.
Um vorið var hafist handa um byggingu hins nýja skála. Vegur var lagður inn í dalinn. Sjálfboðaliðar og aðkeyptur vinnukraftur vann ósleitilega, aðallega þó um helgar. Engin nöfn verða nefnd í þessu sambandi, enda mun brautryðjendunum enginn greiði gerður með því. Ármenningar þekkja þetta fólk og innan félagsins verða nöfn þess geymd.
skaerulidaskaliEn sjaldnast er ein báran stök. Þegar hinn nýi skáli, sem var hlaðinn úr holsteini, en rishæð úr timbri, var kominn undir þak um haustið, fauk hann í fárviðri, svo að ekki var annað eftir en rústin ein. Þetta var þungt áfall, sérstaklega að því er snerti fjárhagshlið málsins. Kjarkurinn var ennþá óbilaður og réð það mestu. Fjár var aflað með öllu heiðarlegu móti og vorið 1943 var byrjað að nýju. Þessi skáli skyldi svo rammlega gerður, að ekkert gæti grandað honum. Nú var byggt úr steinsteypu og ekkert til sparað.
Sumarið 1943 var unnið ósleitilega að byggingunni, og um haustið var skálinn svo tekinn í notkun. Í þetta sinn var enginn vinna að keypt, en allt unnið í sjálfboðavinnu.
Síðan hefir verið unnið flest ár að endurbótum og uppbyggingu Þannig hefir verið byggt vélarhús yfir ljósamótorinn skíðageymsla o. fl. Síðast en ekki síst má svo nefna hina nýju dráttarbraut í brekkunni fyrir ofan skálann, sem flytur fólkið fyrirhafnarlaust langt upp í fjall.”
Í Þjóðviljanum árið 1965 segir jafnframt: “Gamall skiðsskáli brennur” – Í fyrrakvöld brann gamall skíðaskáli sem stóð vestan vegarins upp í Jósefsdal. Hefur skáli þessi staðið ónotaður í mörg ár og var orðinn mjög lélegur. Ekki er vitað um eldsupptök.
Í frétt í Vísi í gær var sagt að þetta hefði verið svonefndur „Skæruliðaskáli”. Það er hins vegar byggt á misskilningi. Hann stendur á allt öðrum stað eða í Ólafsskarði. Þessi skáli var hins vegar nefndur Húsavík á meðan hann var og hét.”

Heimildir:
-Fálkinn, 24. árg. 1951, 13. tbl., bls. 3.
-Þjóðviljinn 9. okt. 1965, bls. 1.

Ólafsskarð

Ólafsskarð – skíðaskáli.