Gullkollur

Þegar líður á júnímánuð skartar Reykjanesskaginn beggja vegna gulleitu blómaskrúði. Þetta er sérstaklega áberandi í Kollafirði og austan Grindavíkur, ekki síst undir Slögu. Gullkollur er þarna mjög algeng jurt en talið er að hann hafi verið fluttur hingað inn sem fóðurjurt og komið fyrst í Selvog. Þar er jurtin nefnd kattarkló af einhverjum ástæðum.

Gullkollur-1

Gullkollurinn er af ertublómaættinni og þar með frændi gullregnsins, lúpínunnar og fleiri merkisplanta.
Gullkollur er af ertublómaætt og vex á tveim aðskildum svæðum á landinu. Annað svæðið nær um Reykjanesskagann beggja megin og norður á Kjalarnes, en hitt svæðið er við Loðmundarfjörð og Borgarfjörð fyrir austan.  Hann hefur fjöðruð blöð og er endasmáblaðið langstærst. Gullkollur hefur aðeins verið skráður á láglendi, hæst um 180 m í Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Blóm gullkollsins eru mörg saman í loðnum kolli sem er með aflöngum, grænum reifablöðum neðst. Gullkollur-3Krónublöðin eru gul í endann, 12-15 mm á lengd. Bikarinn er nokkru styttri, samblaða, kafloðinn, hvítleitur en fjólublár eða rauðbrúnn í endann, fimmtenntur. Fræflarnir eru 10, samgrónir í pípu utan um frævuna neðan til. Ein löng fræva. Stofnstæðu blöðin eru stakfjöðruð, stilkuð. Endasmáblaðið er langstærst, öfugegglaga; hin smáblöðin lensulaga eða striklaga, vantar stundum alveg. Stöngulblöðin eru stilklaus, smáblöðin jafnari að stærð.
Úbreiðsla gullkolls bendir til þess, að hann sé ekki mjög gamall í landinu.  Hann virðist hafa numið land einkum á tveim svæðum, á Reykjanesskaga og nyrzt á Austfjörðum við Loðmundarfjörð, Njarðvík og fleiri víkum þar á milli. Á báðum þessum svæðum hefur hann náð töluverðri útbreiðslu meðfram ströndinni, einkum þó á Reykjanesskaganum, sem fyrr sagði.

Heimildir m.a.:
-floraislands.is/anthyvul.htmlGullkollur-4