Vallasel

FERLIR hefur áður leitað og verið með tilgátur um staðsetningu Vallasels í Ölfusi (Hveragerði).
Vallasel-2Þar sem Hengladalsá fellur niður af fjallinu norðan við Kamba rennur hún á mótum hrauns og fjalls og fellur í allháum fossi niður í Nóngil en það er gljúfur, sem skorist hefur djúpt niður í berglögin. Ofan við fossinn koma fram tvö hraun mjög ólík að gerð.
Hengladalsá rennur saman við Reykjadalsá þar sem hún kemur úr Djúpagili, Grænadalsá og Sauðá, og nefnist hún Varmá neðan Sauðár. Rennur hún í gegnum Hveragerði og sameinast Þorleifslæk áður en hún rennur í Ölfusá. Hún er um 25 km löng og vatnasvið hennar um 55 km2. Hún dregur nafn sitt af heitu vatni sem rennur í hana á Hengilssvæðinu og í Hveragerði. Eldra nafn á Hengladalsánni niður að Sauðá er Kaldá.
Vallasel-3Lækir er nafn á hallandi flöt milli Hofmannaflatar og mynnis Nóngils. Ofan Lækja er, skv. örnefnaskrá, Vallasel. Fremst í Nóngili eru leifar Krosssels.”
Í örnefnalýsingu fyrir Reykjakot eftir Ólöfu Gunnarsdóttur segir m.a. um örnefni á þessu svæði: “Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með Reykjakot holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell. Efribrekkur: upp þaðan, óvíst hvar. Lækir eru gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf er gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf: gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá; áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa.
Krosssel-21Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal. Reykjadalur: austan. Sigmundargil: neðst á Reykjadal, fremur lítið. Dalaskarðsmýri: allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar: dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni; mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Molddalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. 

Krosssel-22

Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili. Svartagljúfur er gljúfrið að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu.”
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Reykjakot segir: “Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.) Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar: Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Nóngil eru tvö gróin gil, norðan Klofninga.

Djupagilsfoss-2

Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna.
Nóngiljabrekka er (K.G.) grasbrekka norðan giljanna.
Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni.
Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls.
Ástaðafjall er (heim. notaði þessa mynd af nafninu) gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst.
Kvíar eru gróin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Krossselsflöt er slétt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum. Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir eru grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni.  Hofmannaflöt: Slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin.  Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.”
Þegar FERLIR skoðaði svæðið milli Rönghóls um Læki að nefndri borholu komu mannvistarleifar í ljós á nokkrum stöðum. Þeirra er hins vegar ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu. M.a. er um að ræða fjárborg, sem að öllum líkindum hefur verið byggð upp úr nefndu Vallaseli, enda “á milli Rönghóls og borholunnar”. Leifar selsins eru suðvestan við fjárborgina.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Náttúrufræðingurinn, 50 árg. 1980-1981, 1. tbl., bls. 37.
-Náttúrufræðingurinn, 47. árg. 1977-1978, 1. tbl. bls. 21-22.
-Örnefnalýsing frá Reykjakoti – Eftir Ólöfu Gunnarsdóttur, gamalli konu, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
-Örnefnalýsin fyrir Reykjakot – Ari Gíslason.

Vallasel

Vallasel – uppdráttur.