Grindavíkurhöfn

“Sjósókn úr Grindavík hefur verið með svipuðum hætti allar aldir siðan tekið var að róa þaðan. Bátar, veiðar, vinnubrögð og aðferðir við útgerðina hafa haldist lítið breytt allt fram á þessa öld. Enn eru uppi meðal okkar menn sem muna hinn gamla tíma árabátanna í Grindavík.
Grindavik-501Í heimildum frá miðöldum (12.-15 öld) er Grindavík ein þeirra verstöðva sem oftast er nefnd sunnan Reykjaness, ásamt Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Á 15. og 16. öld höfðu erlendir kaupmenn mikil umsvif þar, fyrst Englendingar og síðar Þjóðverjar. Englendingar ráku sjálfir fiskveiðar úr landi og hafa áreiðanlega ráðið til sín íslenska sjómenn. Eftir að þeir voru hraktir frá stöðvum sínum hér, tóku Hamborgarar og Brimarar að reka héðan útgerð, en létu þó heita að innfæddir ættu bátana, því valdsmenn hér bönnuðu útlendingum að eiga fiskiskip. Innlend jarðeigendastétt og konungsvaldið danska tóku síðan höndum saman og ruddu allri samkeppni erlendra kaupmanna burt úr íslenskum sjávarútvegi, og úr því varð engin breyting á atvinnuháttum hér, fram á 19. öld. Víst er að oft hefur mikið verið um að vera í Grindavík þegar Englendingar og Þjóðverjar ráku útgerð og fiskverkun þar. Margir hafa sótt vinnu þar og kannski tekið sér far með duggum þeirra til Bristol og Hamborgar.
Fátt eitt er vitað um mannlíf í blómlegum verstöðvum frá þessum tíma. Eftir 1700 eru heimildir fjölskrúðugri og má af þeim fá nokkuð skýra mynd af útgerðarháttum fram til okkar daga.
Grindavik-503Heimræði var frá öllum bæjum í sveitinni, en lendingar misjafnar. í Jarðabókinni góðu er lendingin við Ísólfsskála sögð „bág og brimsöm” en „voveifleg” við Hraun. Annars staðar hefur hún verið betri. Mest útræði var frá Járngerðarstöðum, enda var það dýrasta jörðin í leigu. Uppsátur var hvergi á landinu metið sérstaklega til eigna nema í Grindavík, segir Lúðvík Kristjánsson í íslenskum sjávarháttum, 2. bindi. Við mat á leigu jarðanna 1753 var uppsátrið metið á 15 hundruð við Járngerðarstaði, en fjögur og þrjú hundruð við Þórkötlustaði og Hóp. En lendingarnar gátu farið illa sem aðrar eignir. Þannig er sagt að um 1760 hafi sjórinn verið farinn að brjóta svo upp vörina við Járngerðarstaði að bóndinn þar tók sig til ásamt sjómönnum sínum og ruddi fyrir nýrri lendingu. Varð þar uppsátur fyrir fimm skip. Ábúandinn fékk þó ekki landskuld sína lækkaða um einn einasta fisk, segir í gömlum bréfum, og þótti súrt í broti.
Grindavik-505Auk útgerðar heimabænda, gerðu jarðeigendur út skip frá jörðum sínum. Árið 1702 átti Skálholtsstóll þrjú til fjögur skip við Jámgerðarstaði og áttæringa við ísólfsskála, Þórkötlustaði og Hóp. Þá hafði einnig róið frá Hrauni áttæringur stólsins, en hann brautárið 1700. Með öllum þessum skipum átti biskupsstóllinn verbúðir og vergögn. Á Stað átti kirkjan sjálf fjögur skip, sem landseti varð að gera út. Frá Húsatóttum gekk „eitt kóngs skip áttært” og fylgdi því einnig verbúð og vergögn. Fyrir utan þessa útgerð voru svo inntökuskip, skip í eigu annarra en heimamanna eða jarðeigenda, sem greiddu leigu fyrir aðstöðu sína, sem nefnd var undirgift. Áhafnir þeirra fengu stundum gistingu og mat á bæjunum, eða þær leigðu búðir í landi jarðanna. í Jarðabókinni frá 1702 er getið inntökuskipa við Járngerðarstaði og Stað. Fram kemur að útgerð hefur verið meiri í Grindavík fyrir 1700, en gæftaleysi setti þá að um nokkur ár.
Grindavik 506Skálholtsútgerð var aukin mjög í tíð Brynjólfs Sveinssonar sem var biskup 1639-1675. Hann lét byggja nýja búð á Járngerðarstöðum fyrir þriðja og fjórða skip stólsins þar, og hann setti skip og byggði búðir á Ísólfsskála, Hrauni og Hópi, þar sem stóllinn hafði ekki gert út skip áður. Skólahald og búrekstur á biskupsstólnum í Skálholti átti mikið undir útgerðinni.
Auk Grindavíkur voru helstu verstöðvar hans á Akranesi og í Þorlákshöfn. Um 1690 átti stóllinn um 350 skipsáróðurskvaðir, eða mannslán á Suðurlandi og í Borgarfirði. Þegar aflabrestur varð kom það niður á Skálholti svo sem Lúðvík Kristjánsson hefur lýst í tímaritinu Sögu frá 1971. Eftir 1686 varð meiri og minni aflabrestur um allt land, allt til 1704. í mars árið 1698 varð að fella niður skólahald í Skálholti, vegnafiskiskorts, og 1690 og 1 701 varð að sækja fisk á Snæfellsnes og í Tálknafjörð vegna aflabrests sunnanlands.
Grindavik 507Fjöldi skipa í Grindavík var mjögbreytilegur eftir högum íbúa og fiskigengd. Á vertíðinni 1703 voru 26 skip, og hefur það verið fátt vegna undangenginnar ördeyðu. Þá höfðu ein þrjú skip farist á einum marsdegi árið 1700 og með þeim 26 menn. Seinna á öldinni fjölgaði bátum aftur. Þeir eru sagðir 75 árið 1776, og eru þá trúlega allar fleytur taldar með. Árið 1780 segir Skúli MagnússonaðGrindvíkingareigi átta áttæringa, þrettán sexæringa og sex feræringa, en Skálholtsstóll einn teinæring og ellefu áttæringa. Samtals gerir það 39 báta á vertíðinni. Næstum hundrað árum seinna, um 1870, voru níu tí- og tólfæringar og þrír bátar gerðir út í sveitinni, en um þrjátíu skip, flest áttæringar, veturinn 1896.
Margt aðkomumanna var í Grindavík um vetrarvertíðina, svo sem enn tíðkast. Flestir vermanna komu austan úr sveitum Árnes- og Rangárvallasýslna. Voru þeir uppistaðan í áhöfnum stólsskipanna. Árið 1780 reru 2 heimamenn og 131 austanmaður á skipum Skálholts, en 50 heimamenn og 160 austanmenn á heimabátum Grindvíkinga.

Grindavik 508

Samanlagt gerir það 291 vermenn á verrtíðinni, en íbúar voru þá 201 í sókninni. Tíu árum áður voru vermenn taldir 419, og hefur það verið með mesta móti. Grindavík var með mestu verstöðvum á landinu á árum áður, rétt eins og nú.
Á 14. öld varð skreið aðalútflutningsvara landsmanna og fiskveiðar munu hafa eflst mjög. Þar var Grindavík engin undantekning.
Framan af var skreiðarverslunin í höndum norskra kaupmanna og miðstöð hennar var í Bergen.
Þegar kom fram á 15. öld urðu Englendingar sífellt umsvifameiri á fiskimiðunum hér við land og í helstu verstöðvum. Í kjölfar þeirra fylgdu þýskir Hansakaupmenn sem brátt náðu yfirhöndinni í skreiðarversluninni af Norðmönnum. Hörð samkeppni ríkti milli Englendinga og annarra kaupmanna um íslensku skreiðina, og sló oft í brýnu með þeim.
Þegar kemur fram á 16. öld bundust valdsmenn innanlands og Hansakaupmenn samtökum um að reka Englendinga burt héðan. Þess má geta að umboðsstjórn konungs var um þetta leyti oftast í höndum þýskra manna.
Grindavik 509Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Árið 1640 hættu kaupmenn að sigla á Grindavík og tóku upp kaupskap á Básendum ís taðinn. Hefur þetta sjálfsagt verið vegna þess að ekki var óalgengt aðs kipum hlekktist á í höfninni og eitt sinn, skömmu eftir tilkomu einokunarinnar mun skip hafa farist þar. Grindvíkingar kvörtuðu sáran undan missi verlsunarinnar, enda var það þeim til mikil óhagræðis að þurfa að flytja afurðir og verslunarvörur sínar til og frá Básendum. Þá varð þetta til að fæla frá utanhéraðsmenn sem gerðu út á vertíðina. Þar var svo eftir að Brynjólfur Sveinsson biskup beitti sér í málinu að Grindavíkurhöfn var tekin upp aftur 1664.
Básendar 501Var höfnin nú flutt í Staðarhverfi. Hélst verslun þar allt til 1745 að hún varafturfelld niður, og þurftu Grindvíkingar síðan að flytja vörur sínar á Básenda enn á ný. Var því nú borið við að höfnin væri að fyllast af sandi svo skipin tækju niðri. Til að bæta mönnum upp óþægindin var Grindvíkingum heitið flutningsgjaldi fyrir vörur sem þeir legðu inn hjá Básendakaupmanni. Þrátt fyrir það voru þeir óánægðir með þetta ástand og stóð oft í stappi út af flutningsgjaldinu. Eftir 1745 var engin föst verslun í Grindavík í einaoghálfaöld. Sagt er að kaupmannshúsin færu í sjóinn í miklu flóði 1799. Þá brotnuðu einnig verslunarhúsin á Básendum í þessu sama flóði og féll verslun niður þar.
Grindavík var ætíð með minnstu verslunarhöfnum á einokunartímanum. Hún var þó eftirsótt vegna fisksins sem þaðan kom. Jón Aðils segir í bók sinni um einokunarverslunina að Grindavík og Básendar saman hefðu verið leigð fyrir 743 ríkisdali á ári 1684, en leigan hækkað í 1150 ríkisdali 1689. Hafnirnar voru þá boðnar hæstbjóðendum.

Stadarhverfi-uppdrattur III

Kaupsvæði verslunarinnar náði aðeins um hreppinn, Grindavík og Krýsuvík, en öðru hvoru var verslun sótt þangað úr Höfnum, Selvogi og Ölfusi, meðan slíkt leyfðist á einokunartímanum.
Útflutningur verslunarinnar var þó meiri en búast mátti við af fámennu byggðarlagi, vegna mikillar útgerðar og fjölda vermanna á vetrum.
Stærri hluti aflans í Grindavík fór til innanlandsneyslu en annars staðar, sökum fjölda vermanna úr austursýslunum sem fluttu hlut sinn heim, og einnig vegna hinnar miklu útgerðar Skálholtsstóls.
Nítjánda öldin var öld kyrrstöðu í Grindavík, og hélst svo allt fram undir 1930. Grindvíkingar héldu áfram að stunda sjóinn og róa til fiskjar á hefðbundinn hátt. Léleg hafnarskilyrði ollu því að þilskipaútgerð var aldrei reynd á staðnum, og vélbátar tíðkuðust þar ekki fyrr en milli 1920 og 1930. Hreppsbúum fjölgaði þó hægt og bítandi og þéttbýli styrktist í Grindavík. Raunar var þéttbýli í Grindavík á þrem stöðum. Það voru hverfin þrjú: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi.
Þar við má bæta Krýsuvík og hjáleigum hennar sem hinu fjórða, en þar efldist byggð um miðja síðustu ö l d , en hnignaði fljótt aftur á þeirri tuttugustu.
Byggð var löngum mest kringum Járngerðarstaði, og árið 1890 bjuggu þar 145 manns, en 94 í Þórkötlustaðahverfi og 63 í Staðarhverfi. Þegar fjölgaði í byggðinni, styrktist hún í öllum hverfunum.
Stadarhverfi-kort IIILandbúnaður efldist nokkuð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu með túnræktun. Bústofninn stækkaði allt fram undir 1940, en tók þá aftur að minnka .
Um 19. öld gilti hið sama og allar aðrar aldir í Grindavík, eins og sóknarpresturinn sagði í sóknarlýsingu frá 1840: „Bjargræðisvegur sóknarmanna er sjávarafli; hann er og allrösklega stundaður”.
Grindvíkingar sóttu verslun til Keflavíkur alla nítjándu öld. Urðu þeir að bera vörur sínar á bakinu í og úr kaupstað, því fæstir áttu hesta. Þrjár leiðir lágu upp úr Grindavík og í kaupstað, ein úr hverju hverfi. Árið 1918 var lagður akvegur til Grindavíkur út frá veginum milli Reykjavíkur og Keflavíkur, og þótti að mikil samgöngubót.
Fyrsta bryggjan í Grindavík var byggð í Járngerðarstaðahverfi 1919. Síðan kom bryggja í Þórkötlustaðanes 1930 og þrem árum seinna í Staðarhverfi. Bryggjurnar bættu alla aðstöðu við löndun afla og vöruflutninga til ogfrá staðnum.
Segja má að eftir tveggja alda stöðnun frá því kaupmenn lokuðu búðum sínum 1745, hafi Grindavík aftur opnað dyrnar að framtíðinni. Byggðin hefur teygt sig upp frá höfninni í Hópinu, út frá gömlu byggðinni í Jámgerðarstaðahverfi. Hins vegar lagðist útgerð niður í Staðar- og Þórkötlustaðahverfum, og byggðinni þar hnignaði um leið. Staðarhverfi fór í eyði 1964, en byggðin við Þórkötlustaði staðnaði, og líkist nú einna helst stóru byggðasafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna.
Grindavík hlaut kaupstaðarétindi árið 1974.”

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 301-308.

Járngerðarstaðahverfi

Frá Járngerðarstaðahverfi.

https://ferlir.is/grindavik-innsiglingin/https://ferlir.is/grindavikurvegir/