Finnsstaðir

Norðan Vífilsstaðavatns eru rústir á lágum hól; Finnsstekkur. Í örnefnalýsingum er einnig getið um Hálshús og Finnstaði.
FinnsstadirÞessar tóftir eru “þegar farið er inn með Vífilsstaðavatni. Er þá komið í vog eða krika, sem nefnist Hálshúsakriki. Hafa Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnstekkur (ÖS-GS). Stekkur var í eina tíð við voginn Hálshúskrika sem er í nyrsta hluta Vífilsstaðavatns (ÖS).” Þá segir: “Í gömlum skjölum er þess getið að þarna hafi verið hjáleiga nefnd Finnsstaðir (ÖS). Þarna eru rústir í lágum hól, en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls eru Finnastaðir hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru (ÖS, 1971).”
Tóftirnar gætu einnig um tíma hafa þjónað sem beitarhús sbr..: “Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús”. Ásýnd tóftanna benda til þessa, en undir þeim eru greinilega eldri búsetuminjar, hugsanlega Finnsstaða.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Ari Gíslason og Örnefnastofnun, 1971.
-Örnefnastofnun, Gísli Sigurðsson.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.