Selskógur

Þorbjarnarfell (Þorbjörn) er hæst 243 m.y.s.
Fellið er bæði merkilegt út frá jarðfræði og þjóðsögum. Norðan undir hlíðum þess eru Thorbjarnarfell IIIminjar fornra búskaparhátta og skógræktar frá síðustu öld. Auðvelt er að ganga umhverfis fellið. Vegarlengdin er 5.0 km. Auk þess er fyrirhafnarlítið hægt að ganga á fellið frá bílastæðunum umhverfis það. Hringganga, ef vegarslóðanum er fylgt og komið niður Klifhóla, er 3.0 km.
Jónsmessuhátið Grindvíkinga hefur í seinni tíð verið haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp á kristinn sið.

Thorbjarnarfell IIÞægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir aðlíðandi vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell og frá bílastæði við Selskóg norðan þess.

Thorbjorn-223

Möstrin efst á Þorbirni tilheyra Símanum annars vegar og Flugþjónustunni hins vegar. Stóra mastrið, ca, 40 m hátt, er frá Flugþjónustunni og önnur frá Símanum. Nýjasta mastrið [2009] þjónar gsm-sambandi Símans. Auk þess er þarna endurvarp frá Útvarpinu.

Þegar gengið er vestur ofan við suðvesturhlíð fellsins blasa við háir klettadrangar er marka brúnina á kafla. Frá þeim er hið ágætasta útsýni yfir hraunin, Illahraun, Eldvarpahraunin (Bræðrahraun og Blettahraun) Skiptsstígshraun og Arnarseturshraun norðar. Ágætt útsýni er til norðvesturs að Þórðarfelli, Sandfelli, Sandfellshæð, Eldvörpum og allt að Eldey í vestri.
Frá sunnanverðum Þorbirni er líka hið fegursta útsýni yfir óumdeilanlega fallegasta byggðalag suðurstrandar Reykjanesskagans, Grindavík.

Thorbjorn-224Á vef Örnefnastofnunar Íslands segir þetta um örnefnið Þorbjörn: “Þó að þess séu dæmi, að nöfnin sem gætu verið mannanöfn séu til í samsetningum með orðunum fell eða fjall, t.d. Þorbjarnarfell, er ekki hægt að segja, að öll þessi nöfn séu þannig til komin, að þau séu styttingar. Upprunalega nafnið gæti allt eins verið Þorbjörn og orðinu felli bætt við sem merkingarauka (epexegese) til nánari skýringar. Algengt hefur verið á Norðurlöndum að gefa fjöllum nöfn eftir persónutáknunum, þar sem mönnum hefur fundist vera líking með þeim. Þetta hefur líka tíðkast hér. Nægir þar að nefna fjallanöfn, þar sem orðin karl og kerling koma fyrir, t.d. Karl úti fyrir Reykjanesi og Kerling í Eyjafirði. Nöfn með maður, strákur og sveinn vísa til hins sama. Þegar fjalli er valið nafnið Surtur, er verið að vísa til jötuns, og er þá líklegt að fjallið sé svart, af því að allir þekkja þá merkingu orðsins. Þegar það er athugað, að nöfnin Karl og Sveinn geta verið hrein mannanöfn, og að ýmis fjallanöfn geta líka verið mannanöfn, en einnig haft aðra merkingu, er það e.t.v. orðinn álitlegur hópur fjalla, sem ber Thorbjorn-226mannanöfn. Þegar þetta er orðinn útbreiddur nafnsiður, og ýmis fjöll bera einnig nöfn dýra, þá verður ekki fráleitt að nota hvers konar mannanöfn um fjöll, án þess að útlit þeirra þurfi að ráða þar nokkru um. Þá verður það tilviljun hvaða nafn er gefið fjalli, eins og það getur verið tilviljun hvaða nafn maður hlýtur. Útlit ræður því ekki hvort maður heitir Njáll eða Þorfinnur. Útlit fjalls getur tæpast ráðið því, að það fái nafnið Gunnhildur, Hálfdan, Jörundur, Njáll eða Ölver. Að líkindum urðu þessi nöfn til hér sem fjallanöfn í upphafi byggðar, m.a. vegna þess að menn vildu heiðra landnámsmennina með því að kenna fjöll eða tinda við þá.”

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Til mun vera önnur skráð söguskýring á örnefninu “Þorbjörn”. Gamlir Grindvíkingar vísuðu jafnan á “Þorbjörn karlinn” þegar komið var til Grindavíkur bæði eftir SKipsstíg og síðan Grindavíkurveginum frá Gíghæð. Þá blasir við höfuð bergrisans utan í vestanverðu fellinu, líkt og hann hefði lagt sig þar um stund og notað vesturöxl fellsins sem svæfil.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Hafur-Björn, son fyrsta landnámsmannsin [930], Morlda-Gnúps, en sú tenging þykir langsótt. Fornafnið “Þor” er Þórsskírskotun, þess allra heiðnasta. Nafnið virðist því vera frá fyrstu tíð landnáms hér á landi því kristni varð eigi lögtekin hér fyrr en árið eitt þúsund. Heitið “Björn” gæti hins vegar, aldursins vegna, verið komið frá nefndum Birni er bæði Landnáma og þjóðsögur Jóns Árnasonar kveða á um. Hann hefur þá mögulega geta verið nefndur, á rauntíma, eftir herraguði ásanna (Þórs-Björn), sem með kristninni hefði getað breyst í “Þorbjörn”. Þjóðsagan hefur síðan lifað af hvorutveggja og hann þá nefndur “Hafur-Björn” – slíkt er bæjarmerki Grindarvíkur nú grundvallast á.

Þorbjarnarfell 
Thorbjorn-228Í daglegu tali er Þorbjarnarfell nefnt Þorbjörn. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Fellið er stakt móbergsfell (243 m.y.s) og varð til að hluta á fyrra ísaldarskeiði og hinu síðasta. Það er því með eldri fjöllum, eða fellum, á Reykjanesskaganum. Af fellinu er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðvestan við fellið er mikil jarðhitamyndun (Bláa lónið og Svartsengi) og norður og norðaustur af því er einnig allvíðáttumikið jarðhitasvæði.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist.
Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 Thorbjorn-2291þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva. Hraunin norðan og vestan Þorbjarnar eru flest frá 13. öld.

Eftir Atlantshafshryggnum ganga sprungureinar frá SV til NA. Á þeim eru nokkur stórbrotin misgengi og gjár. Eitt stórbrotnasta misgengið gengur þvert í gegnum Þorbjarnarfellið.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þegar komið er upp fyrir norðurbrúnina og á efri hluti fellsins má vel sjá hvernig fellið hafði fallið niður í miðjunni þannig að austur- og vesturveggirnir standa eftir og ofar. Um er að ræða sigdæld (misgengi) í gegnum fellið. Ástæðan er sú að Þorbjarnarfell varð til á tveimur gostímabilum á tveimur síðustu ísaldarskeiðum. Hluti þess myndaðist á fyrra ísaldarskeiðinu og þegar aftur urðu jarðhræringar á síðasta ísaldarskeiði urðu þessar miklu umbreytingar í fellinu. Ekki komu afgerandi gosefni upp í seinna skiptið því bólstraberg frá fyrra gosinu eru ráðandi hvert sem litið er.

Þjófagjá
Thorbjorn-230Þjófagjá er stór misgengissprunga er klífur topp Þorbjarnarfells. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Þrönngur skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er um Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Víða í klettaveggnum má sjá fallega bólstra.
Þjóðsagan segir að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Norðan gjárinnar er dalverpi. Þar var braggabyggð hernámsliðsins í Seinni-heimstyrjöldinni. Enn má sjá leifarnar af þeim.

Baðsvellir
Tóftir Baðsvallaseljanna eru norðan undir Þorbirni. Auk þess eru tóftir vestan undir Hagafelli; sel frá Thorbjorn-231Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Hin selin, Baðsvallaselin, eru á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: “Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.”
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum.

Thorbjorn-232

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðuna á Baðsvöllum, en “menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi…” Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem var Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum. Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Selskógur
Thorbjorn-233Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur. Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið. Félagið lagðist í dvala árið 1988 en það var svo vaskur hópur skógræktaráhugafólks sem tók sig til og endurvakti félagið 2006. Frá því 2006 hafa verið gróðursettar um 6000 plöntur á svæðinu.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Hugmyndir eru uppi um að byggja upp dæmigerða selstöðu á Baðsvöllum, en selin gegndu stóru hlutverki í búskaparsögu svæðisins í meira en 1000 ár. Selstaðan yrði fulltrúi 286 slíkra, sem enn má sjá í fyrrum landnámi Ingólfs.

Ljóðið Grindvíkingur
Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur:
Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt.
Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“
(Jón Böðvarsson, 1988:128).

-ÓSÁ tók saman.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.