Eftirfarandi umfjöllun birtist í Ísafold 1880: “VEGAGJÖRÐ ÚR GRINDASKÖRÐUM OFAN í HAFNARFJÖRÐ –
Grindaskord-222Verði nokkuð úr því áformi brennisteinsfjelagsins enska, að gjöra að sumri komanda góða akbraut úr brennisteinsfjöllunum ofan í Hafnarfjörð, þá væri ekki illa til fallið, að Grindaskarðavegurinn, sem er einn af þeim fjallvegum, er landssjóður samkvæmt lögum, 15. okt. 1875, á að kosta, jafnframt yrði ruddur, þótt upphaflega væri tilætlazt, að aðrir vegir gengi fyrir. Myndi það þá geta orðið að minnstum kostnaði og á haganlegastan hátt. Vesturhluti Árnessýslu og suðurhluti Gnllbringusýslu eiga heimtingu á, að þetta komist í kring, sem fyrst auðið er. Skreiðar- og kaupstaðarferðir eru miklar á þessari leið milli Eyrarbakka, Þorlákshafnar, Selvogs, Krýsuvíkur, Grindavikur, Hafnarfjarðar og suður með öllum sjó. Enda er Grindaskarðavegurinn einn þeirra fjallvega milli sýslna, sem samkvæmt áliti amtsráðs suðuramtsins eiga að hvíla á landssjóði (stj.tíð. 1876 B, bls. 75).”

Heimild:
-Ísafold, 26. nóvember 1880, bls. 120.

Þríhnúkar

Kvöldsýn frá Grindaskörðum.