Viti

Eftirfarandi um varir og bryggjugerð birtist “Úr skýrslu erindreka innanlands” í Ægi 1918.
Gardur-221“Engan mun undra, sem kynnir sér staðháttu fiskimanna sunnanlands, þótt raddir heyrist um endurbætur á leiðum og lendingum og jafnvel um nauðsyn hafna. Að skaganum leggja hinar feikiþungu Atlanshafsöldur langt sunnan úr höfum og kemur með ómælanlegu afli að ströndinni, rótandi öllu fjöruborði sem ekki er bjargfast, gerir hún öllu fjöruborði sömu skil frá Vesturhorni með allri suðurströndinni vestur að Garðskaga og að meðtöldum Akranesskaga.
Mörg af þessum fiskiverum eru fremur fámenn mestan hluta ársins, þótt á vertíðinni talsverður útvegur sé rekinn þaðan, anna því oft ekki þessir fáu heimilisföstu menn að halda við lendingunum, sem allvíða eru ekki annað en geilar í kletta, sem smásteinum hefir verið rutt úr, til að koma upp og ofan skipum sínum, þegar gott er sjólag. Fyr á tímum þótti sjálfsagt að vör væri undan hverjum bæ, en aukinn útvegur stærri skipa og meiri vöruflutningar hafa breytt þessu þannig, að nú þykir og er nauðsynlegt að eiga að minsta kosti eina góða lendingu í hverju fiskiveri, sem hægt sé í öllu bærilegu veðri að afgreiða skip til að á öllum tíma árs að geta veitt móttöku skipum þeim, er vörur flytja og lent með afla sinn.

Gardur-222

Ein hin fyrsta lending á Suðurnesjum, sem lagfærð var í þessu augnamiði var »Varós« um 1885; lagði landssjóður þar nokkurt fé fram til þessa, en af svo skornum skamti, að hætta varð við hálfgert verk, og svo ilt eftirlit með viðhaldi Verksins, að nú sjást naumast nein vegsummerki eftir, þó má geta þess að sundvörðurnar standa enn, með ómyndar ljóstýrum sem kveikja á, ef búist er við að róðrarbátar séu á sjó.
Þá kemur næst, eftir því sem mér er sunnugt. Bátabryggja í Steinsvör á Akranesi, var það mjög góð lendingabót meðan stundaður var sjór að eins á opnum bátum, en eftir að vélabátaútvegur kom þar, er þessi bryggja algerlega ófullnægjandi og hættuleg vélbátum: er því lífsnauðsyn fyrir þetta kauptún, að koma sér upp bryggju í Lambhússundi hið allra fyrsta og væri óskandi að hreppsnefnd kauptúnsins væri skipuð svo hygnum mönnum, að þeir tækju þetta mál að sér og fylgdu því fram með dugnaði, kauptúninu til tekna, sóma og þæginda.

Gardur-223

Þrátt fyrir það, þótt Varós á sínum tíma hafi verið álitinn bezta lending í Garði, er nú á seinni árum búið að endurbæta Gerðavör svo mikið, að deildin áleit heppilegra að gera lendingarbót þar, heldur en í Varós, og verð eg að telja það alveg rétt athugað. Hve mikil nauðsyn sé á þessu fyrirtæki sýnir bezt vörumagn það, sem flyzt að og frá Gerðum, þrátt fyrir hina mjög óþægilegu lendingu, sem þeir eiga við að búa nú. Vona eg að hreppsnefnd þessa hrepps lánist að koma þessu verki í framkvæmd hið fyrsta, og efast eg ekki um greiðan gang málsins hvar sem leitað er stuðnings, þar sem Garðurinn er og hefir verið aflasælasta fiskiver Suðurkjálkans.
Gardur-224Um bryggjugerð Keflavíkur vil eg geta þess, að þetta mál hefir lengi verið á dagskrá í hreppnum og áður gerðar áætlanir að bryggju á þessum stað, en sökum þess hversu útvegurinn hefir breyzt siðan, frá árabátum í vélbáta, var nauðsynlegt bæði að velja annað bryggjustæði og sömuleidis að hafa bryggjuna í öðru sniði fyrir þennan útveg. Hafa útvegsbændur átt mjög erfitt með að koma afla sínum á land síðustu ár, sökum ónauðsynlegrar meinbægni viðkomandi lóðareiganda, eftir því sem skýrt hefir verið frá, og því aðalnauðsyn fyrir sjómenn yfirleitt, að hreppurinn eignist bryggju til almennra afnota.
Enn er mönnum í fersku minni norðanrokið 24. marz 1916, þegar skiptaparnir miklu urðu í
Grindavík, þó það sérstaka lán ætti sér þá það, að mannbjörg yrði, hrein tilviljun, að þessi eini kútter skyldi hitta skipin. Eða gera menn sér í hugarlund liðan þessara manna? Fyrst af öllum mætti að leitast við að ná landi, þar til sár og magnleysi þjáir svo mennina, að enga viðleitni er hægt lengur að sýna, og með kvíða búfst við að hver báran sem að ber, geri enda á þessu striti; uppgefinn, kaldur, sár og soltinn situr sjómaðurínn þannig og sér hverju framvindur. Eða hvað sögðu þeir af líðan sinni skipverjarnir af vélbátunum sem lágu úti þessa nótt og næstu nætur á eftir, og er þar þó ólíku saman að jafna, þar sem þeir náðu landvari og gátu skriðið undir þiljur og ilað sér.”

Og þá birtist eftrifarandi um vita í Sandgerði í sama tölublaði Ægis.
“Í 6. tbl. Ægis þ. á. er greinarstúfur með þessari yfirskrift undirrituð af tveim Akurnesingum og þar Sandgerdisviti-21sem ekki er að sumu leyti farið með rétt mál í fyrsta kafla greinarinnar, »Ljósin i Sandgerði«, þá vildi eg biðja yður herra ritstjóri að ljá þessum línum rúm í heiðruðu blaði yðar.
Í áminstum greinarkafla er þess meðal annars getið, að hinn 24. apríl hafi 3 vélbátar róið frá Sandgerði og eftir vanalega dvöl á miðum, hafi bátarnir farið að leita lands, og er nær dróg og dimma tók, hefðu formenn þeirra orðið þess varir, að ekki hefði verið kveikt á leiðarljósunum. Enn fremur að landsmenn sem tilheyrðu bátunum, hefðu farið til vitavarðar og beðið hann að kveikja, en hann hefði tjáð þeim, að samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, hefði hann ekki átt að kveikja frá 1. apríl.
Hvað sem nú þessari stjórnarráðsauglýsingu viðvíkur, um að kveikja ekki frá 1. apríl, þá vildi eg skýra frá því, að eftir henni var alls ekki neitt farið, þegar þannig stóð á og vitaverði eða öðrum var kunnugt um, að bátar væru úti fyrir og þyrftu að leita hafnar i Sandgerði, þegar dagsljósið fór að hylja innsiglingarmerkin. Er það því allsendis tilhæfulaust, að vitavörður hafi nokkurntíma skorast undan því að kveikja þegar þess hefir gerst þörf.
Frá því að mótorbátaútgerð hófst í Sandgerði, hafa þar verið notuð rauð innsiglingaljós. Alt fram að síðastliðinni vetrarvertíð eða 1. jan. þ. á., voru það luktir sem dregnar voru upp í leiðarmerkin, með öðrum orðum sundtrén, og má eg viðstöðulaust fullyrða, að alla tíð, á hverjum tíma ársins, þegar kunnugt var um að bátar þyrftu að leita hafnar og ekki var sundabjart, voru þessi rauðu ljós viðhöfð og það alla tíð án nokkurs endurgjalds.
Sandgerdi-221Á næstliðnu ári lét eg reisa 2 vita, þá er ræðir um í fyrnefndri grein, með miklu fullkomnara ljósi en hér að framan er um getið, gerði eg það til tryggingar því að leiðin inn á Sandgerðisvík yrði auðfarnari í myrkri. Sýna vitar þessir rautt fast ljós og komu til notkunar 1. janúar síðastl. og þar eð vitar þessir kostuðu mikið fé, var ákvarðað kr. 2,50 fyrir hlut af bátum þeim, sem að staðaldri notuðu þá sem leiðarvísi, og rætti það kallast undravert, hafl nokkur með ógeði goldið þessa smávægilegu upphæð fyrir jafnmikið lífsskilyrði og þeir eru.
Greinarhöfundar telja sérstaklega fjóra galla á þessum vitum (ljóskerum).
1. Að þau eru mikið of fjærri sjó.
2. Að þau eru of lág og þar af leiðandi ófær leiðarvísi að degi til, sem þau eiga þó jafnframt að vera.
3. Að þau hyljast strax ef um þoku eða úrkomu er að ræða.
4. Að frágangur vitanna er svo slæmur að ljósin mæta bæði súg og hristing ef storm gerir og þar af leiðandi geta þau ekki logað með sínu fulla ljósmagni.
Það mun nú svo með þessa vita eins og flest annað, að eitthvað megi að þeim finna, enda eru aðfinslur oftast á reiðum höndum, sumpart réttar og sumpart rangar, en hvað þessa upptöldu sandgerdi-222galla snertir, þá skal eg sem minst um þá ræða, þar mér er ekki svo kunnugt um þá, því leið mín liggur sjaldan eftir þessari sundleið, en eg vil samt benda á, að hinn síðasti er á engum rökum bygður, það er engu síður hægt að dæma um það af landi en af sjó, hvernig ljósin loga, og að öðru leyti álít eg ekki gott fyrir þá menn að dæma um frágang á húsi, sem þeir aldrei hafa stígið fæti sínum í.
Í sambandi við þetta vildi eg minnast á það að vetrarvertíðina 1916 kom það fyrir einn dag í bezta veðri, er nokkrir bátar voru á sjó, að snögglega brimaði svo að leiðin varð alófær, varð þá að kvöldinu nokkur ágreiningur á milli manna sem í landi voru um það, hvernig haga skyldi ljósum til að benda bátunum frá sundleiðinni. Nokkrir komu með þa uppástungu að draga upp ljós, aðrir að draga þau í mið tré og enn aðrir að sýna ekkert ljós, í augnamiði þess að þá væri leiðin algerlega lokuð, og varð það niðurstaðan, enda kom það i ljós, að engum kom til hugar að leita að sundinu þegar engin leiðarmerki sáust, og lögðu þvi bátar þessir inn fyrir Garðskaga og lágu í Garðsjónum í sléttsævi yfir nóttina, komu síðan að morgni er briminu var slegið niður.

Sandgerðisviti-3

Hið sama tilfelli kom fyrir síðastliðna vetrarvertið. Reis þá enn ágreinigur með tilhögun ljósanna, og varð aftur niðurstaðan sú, að sýna ekkert ljós, og varð það einnig til þess, að þeir bátar sem úti fyrir voru leituðu ekki til lands. Út af þessari óvissu með það hvernig gefa skyldi bendingar, þegar sundleiðin væri ófær og myrkur væri skollið yfir, voru allir formenn í Sandgerði boðaðir á fund, til þess að koma sér saman um eitthvað ákveðið. Á fundinum mættu flestallir formenn og útgerðarmenn og var eftirfarandi tillaga samþykt í einu hljóði: »Fundurinn samþykkir að alt af sé kveikt á vitunum, en þegar brim er svo mikið að sundið er álitið ófært, þá séu rauðu rúðurnar teknar frá, þannig að vitarnir sýni hvítt ljós, en á sama tíma sé stranglega bannað að hafa Carbidljós á bryggjum eða öðrum þeim stöðum sem vilt getur fyrir vitaljósunum«. Að svo búnu voru kosnir 3 kunnugir og vissir menn til þess að úrskurða hve nær ekki skyldi nota rauðu rúðurnar. Þessi breyting með ljósin var síðan tilkynt umsjónarmanni landsvitanna til birtingar.”
Framangreint er undritað “Reykjavík, í október 1917 – Loftur Loftsson. Þess má geta að nefndur Sandgerðisviti var byggður 1908 og hækkaður síðan verulega árið 1944.

Heimild:
Ægir, 11. árg., 2. tbl. 1918, bls. 24-29.

Sandgerði

Sandgerðisviti.