Konungsfell er merkt inn á herforingjakort árið 1908. Það var sem nú er merktur Stóribolli á kortum. Bollinn sá er hins vegar utan í norðvesturhlíð Konungsfells.
Konungsfell-kortLíklega hefur nafnið Konungsfell horfið með tímanum af tveimur ástæðum; vegna þriggja nálægra nafna þess, þ.e. Kóngsfells, Stóra-Kóngsfells og Litla-Kóngsfells og vegna þess að konungsnafnið hefur ekki þótt við hæfi þá og þegar sjálfstæðisbaráttan var í hámarki. Eða, sem verður að teljast sennilegasta skýringin, vegna þess að í fjarlægð virðist Konungsfell vera líkt og gígur tilsýndar. Og fáir, sem ganga á fellið, sjá Stórabolla.
Landamerkjalínur Krýsuvíkur, Garðabæjar [-hrepps] og Kópavogs eru dregnar um þetta Konungsfell á kortinu 1908. Að öllum líkindum er örnefnið ekki ýkja gamalt, sennilega nefnt svo af konunglegu dönsku mælingarmönnunum, sem unnu kortið á þessum tíma.

Kóngsfell

Gígur Kóngsfells/Konungsfells (Stóri-Bolli).