Vörðufell

Gengið var upp austanverðan Lyngskjöld, yfir Eldborgarhraunið (rann á 10. öld) og niður Fálkageirsskaðið á Herdísarvíkurfjalli.
vorstorGróður undir Lyngskyldi og hömrum Herdísarvíkurfjalls er einstaklega blómlegur. Í ferðinni var m.a. skoðuð svonefnd vorstör, en hún 
ein sjaldgæfasta stör landsins, aðeins fundin á einum stað á sunnanverðum Reykjanes-skaga. Hún vex í grasi vöxnum bollum í hlíðarrótum Herdísarvíkurfjalls. Hún er eina íslenzka störin sem hefur loðin hulstur að undanskilinni dúnhulstrastör. Auk hennar mátti sjá jarðaberjaplöntur í ofanverðum hlíðunum.
Ólafur Þorvaldsson lýsir aðstæðum ofan Herdísarvíkurfjalls þannig: “Austast í fjallinu, við Mosaskarð, er hamar, sem nær langt niður í skriður, Sundhamar. Austan við Sundhamar, sem er austasti hluti fjallsins, hefur hraunfoss steypzt ofan á um ca. 200 m breiðri spildu, og heitir þar Mosaskarð. Austast í brún þess eru landamerki milli Herdísarvíkur og Stakkavíkur. Þaðan liggur landamerkjalína í Kóngsfell, ,,sem er gömul, en ekki há, grámosavaxin eldborg, umhverfis aflangan, djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum,” segir í landamerkjaskrá Strandarkirkjueignar í Selvogi og kringum liggjandi jarða. Eru nú talin örnefni í Herdísarvíkurlandi frá brún fjalls til sjávar, og eru þá ótalin örnefnin á hálendinu. Þá er farið er frá Mosaskarði vestur fjallið, verður fyrst fyrir stakur grágrýtishóll, heldur lítill, sem næst kringlóttur, með dálítið upphækkuðum toppi. Heitir hóll þessi Gollur, og er það réttnefni eftir lögun hans. Þegar staðið er á fyrrnefndum hól og horft til NNV, sést dálítil melalda uppi í brunanum, sem runnið hefur austan og vestan hennar. Grasgeirar eru þar nokkrir, en annars er þetta mjög brunnin hæð og heitir Rauðimelur. Suður af Rauðamel, frammi á fjallinu, eru smádalir með hamraveggjum eða bröttum grasbrekkum til hliðanna. Dalir þessir liggja frá austri til vesturs og heita Hrossalágar. Nokkurn spöl vestur af Hrossalágum er komið að bruna þeim, sem fallið hefur fram af fjallinu austan Lyngskjaldar, og heitir þá Lyngskjaldarbruni.
Um 20—30 mín. gang frá brún, norðaustur í Lyngskjaldarbruna, er gren, Nýjagren. Vestan brunans eru Eldborgarhraun-21Sandfjallatögl. Upp af þeim Sandfjall hið eystra. Austan undir því, í hraunbrúninni, er Sandfjallagren. Eftir Sandfjallinu liggur landamerkjalínan norður til Brennisteinsfjalla, og ber þar hæst á Kistu. Frá austanverðum Brennisteinsfjöllum liggur allhá hlíð til NA, Draugahlíð. Við norðausturenda hennar liggur vegurinn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, og skammt austan hans er Kóngsfell. Kemur þar Herdísarvíkurland saman í odda. Er nú lýst örnefnum í Herdísarvíkurlandi.”
“Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Eldborgarhraun-22

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.”
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. 

Falkageirsskard-2

Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir.

Falkageirsskard-3

Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.
Aldur nokkurra hrauna á svæðinu:
Selvogshraun sunnan Kistufells; eldra en 1226.
Eldborg er sennil. yngst á Brennisteins-sprungureininni.
Kóngsfellshraun vestan Kóngsfells; um 950.
Húsfellsbruni við Drottningu; um 950.
Svartihryggur; um 950.
Breiðdalshraun Kistufell; eftir 900.
Kistuhraun Kistufell; eftir 900.
Yngra Hellnahraun í Grindarskörðum; 875.
Tvíbollahraun / Tvíbollar; 875 eldra:
Vatnaöldur; 870-880.
Söguleg hraun á svæðinu
Falkageirsskard-4Tvö hraunanna hafa verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun sem hefur gosið á sama tíma og Breiðdalshraun og hefur verið aldursgreint (JJ 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum.
Þau öskulög sem gagnlegust eru til að tímasetja eldvirkni á svæðinu eru einkum gjóska frá gosi á Reykjanesi (miðaldalagið), landnámslagið, öskulög frá gosum í Kötlu og Heklu. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu gjóskulögum sem skipta máli á svæðinu í nágrenni Brennisteinsfjalla.
Við rannsóknir á öskulögum í Brennisteinsfjöllum og á ströndinni sunnan við fjallabálkinn kom í lGjoskulog iBrennisteinsfjollumjós að mun erfiðara er að greina öskulög niðri við ströndina en uppi á fjöllunum. Miklu meira sandfok hefur verið við ströndina og öskulög því ógreinilegri, tilflutt og röskuð. Uppi á fjöllunum eru öskulög hinsvegar oft lítið hreyfð, greinileg og skýr. Þar er að vísu minni jarðvegur, en mun auðveldara að rekja aldur myndana en á ströndinni sunnan við.
•Saksunarvatns-aska. Eitt elsta gjóskulagið sem hefur fundist í nágrenni Reykjavíkur er s.k. Saksunar og er um 10.200 ára (Mangerud o.fl. 1986; Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leósson 1993), en það hefur ekki enn fundist í Brennisteinsfjöllum. Lagið er talið vera komið af Vatnajökulssvæðinu. Lagið er svart.

Gjoskulog iBrennisteinsfjollum-2

Hekla-4 er ljóst öskulag, sjáanlegt í nokkrum sniðum að því við teljum. Það er frá Heklu og er talið vera um 4.500 ára gamalt (Guðrún Larsen og Siguður Þórarinsson 1978; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Grátt lag er stundum neðan við þetta sem gæti einnig verið frá Heklu, en það þarfnast nákvæmari greiningar.
•Katla hefur sent frá sér fjölmörg svört öskulög og er algengt að 2–4 lög sjáist í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Stundum hafa lögin oxast og geta verið ljósbrún eða rauðleit og hörð. Tvö þessara fjögurra laga eru þykk og það eru þau sem algengast er að rekast á í sniðum á þessu svæði, en aldur þeirra er um 3.200–3.400 og 2.850 ára, (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b; Magnús Á. Sigurgeirsson 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000), en þynnri lögin eru talin vera um 4.000 og 2.900 ára. Það lag sem er um 3.200 ára gamalt er yfirleitt þykkast og hefur gengið undir nafninu Katla-5000 (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b).
HA er ljóst öskulag frá Heklu og er talið vera úr gosi fyrir um 2.400–2.600 árum (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992a; Magnús Á. Sigurgeirsson oEldborgarhraun-23g Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Nokkuð algengt er að sjá þetta öskulag í sniðum í Brennisteinsfjöllum og skiptir það því miklu máli þar.
Gráa-lagið er einnig frá Heklu og er sennilega frá því um 600 e.Kr. (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992) og er gráleitt eins og nafnið bendir til. Þetta lag sést stundum í sniðum og styrkir greiningu á HA-laginu.
Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Falkageirsskard-5Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).”
Frábært veður. Gangan nam 7.8 km og tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson – Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943-1948, bls. 135.
-Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins. Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Unnið fyrir Orkustofnun janúar 2002.
-Hörður Kristinsson, Vorstör fundin á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 1980-1981, bls. 118-120.

Fálkageiraskarð

Efst í Fálkageiraskarði.