Við Torfabæ í Selvogi, skammt frá Strandarkirkju, er fallegur gamall sjógarður, sem Eyþór Þórðarson hlóð á árunum 1926-1934, eins og stendur á skilti á garðinum.
Sjovarnargardur í SelvogiGarðurinn er um 2 m hár og um 30 m langur en var áður mun lengri, sjórinn hefur tekið sinn skerf. Nú eru aðstæður þannig að sjórinn hefur dregið út hnullungafjöruna framan við garðinn svo að sums staðar sér undir undirstöðusteinana. Ef varðveita á þessar menningarminjar þarf að setja vörn framan við.
Framangreindar línur svonefndrar “Sjóvarnarskýrslu” frá árinu 2004 voru skrifaðar í tilefni að fyrirhuguðum sjóvörnum landsins. Þrátt fyrir að sjóvarnir hafi verið bættar, t.d. neðan við Strandarkirkju, er framangreindur kafli Eyþórs frá Torfabæ, enn óvarinn. Ástæða er til að bæta um betur því minjar þessar eru þær einu er enn má sjá á handhlöðnum sjóvarnargarði í Selvogi. Að vísu má sjá stutta búta af garðinum hér og þar, t.d. neðan við Nes og Þorkelsgerði, en enga heillega sem þennan.

Hlínargarður

Hlínargarður í Herdísarvík.