Um Ferlir Hafa samband
Leit
Fj÷rusverta

Fjorusverta
Fjaran er ævintýralegt svæði þar sem margt er að skoða og rannsaka. Þar mætast tveir ólíkir heimar, Fjorusverta-2land og haf. Á Íslandi er auðvelt að nálgast fjörur og þar leynast undur við hvert fótmál. Fjörur hafa margvísleg hagnýt gildi fyrir vistkerfi og mannlíf. Þær eru t.d. búsvæði fjölbreytilegra lífvera, vinsæl útivistarsvæði og kjörnar til notkunar við líffræðikennslu á ýmsum skólastigum. Fjörusvæði eru því mjög verðmæt út frá sjónarmiði umhverfis- og náttúruverndar.
Lífríki fjara hér á landi hefur verið talsvert rannsakað en hins vegar er mikill skortur á að fjörur hafi verið flokkaðar og skráðar kerfisbundið. Kostir þess að skilgreina og skrá einstakar fjörugerðir á Íslandi eru fjölmargir. Með slíkri skráningu má m.a. fá upplýsingar um einkenni, stærð, ríkjandi tegundir og útbreiðslu einstakra fjörugerða. Slík þekking nýtist t.d. vel þegar meta skal verndargildi og landnýtingu fjörusvæða.
Fjorusverta-3Þegar gengið er um fjörur Reykjanesskagans er fjörusverta ein af algengustu skófunum líkt og annars staðar á landinu. Hún vex ætíð á fjöruklettum. Fjörusvertan hefur fremur slétt, smásprungið, kolsvart þal, og litar fjöruklettana að jafnaði svarta rétt ofan fjöruborðs. Hún myndar oftast áberandi svart belti innan um efsta þangið (dvergaþang) og þar fyrir ofan. Ef vel er að gáð má oft greina smábólur á yfirborði hennar, en það eru askhirzlurnar sem eru af pyttlugerð, en stútur þeirra þrengir sér upp fyrir yfirborðið og myndar þessar bólur.
Á Íslandi eru þekktar 67 tegundir af fjörusvertuætt, Verrucariaceae. Útbreiddust þeirra er, sem fyrr sagði, líklega fjörusverta, Verrucaria maura, sem vex á sjávarklöppum í sjávarmáli og litar klappirnar svartar. Fleiri tegundir eru bundnar sjávarklöppum auk þess sem margar tegundir ættarinnar vaxa á votum klettum ýmist í seytlum eða á ströndum stöðuvatna og vatnsfalla.


Heimildir m.a.:
-floraislands.is
-na.is


Til baka
Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is