Óttarsstaðir

Eftirfarandi er hluti örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar um Óttarsstaði í Hraunum, neðan Reykjanesbrautar.
Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan Eydikotsamin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.
„Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
Kerd„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“
Löngum var tvíbýli á Óttarsstöðum. Voru býlin nefnd Efri-Óttarsstaðir eða Vesturbær og Neðri-Óttarsstaðir eða Austurbær. Bæirnir stóðu á Bæjarhól, nokkuð vestarlega í túninu. Vesturbærinn stendur enn þá, en Austurbærinn var rifinn fyrir aldamót. Var þá byggt nýtt hús nokkru austar og neðar í túninu, en gömlu bæjartóftirnar notaðar fyrir fjós og hlöðu. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Kringum öll túnin var hlaðinn tvístæður túngarður, feiknamannvirki.
LitlikofiAustast í túninu á Efri-Óttarsstöðum var túnflöt, sem kölluð var Maríugerði. Rétt austur af húsinu, sem nú er á Neðri-Óttarsstöðum, var Eyðikotið, þurrabúð frá Óttarsstöðum. Það fór í eyði fyrir 30–40 árum, en bærinn stendur enn og er notaður sem sumarbústaður.
Niður við Óttarsstaðavörina var önnur hjáleiga eða þurrabúð, nefnd Kolbeinskot. Kot þetta fór í eyði rétt eftir aldamót. Síðasti ábúandi þar mun hafa heitið Kolbeinn, og mundi gamalt fólk enn eftir honum, þegar Gústaf var að alast upp. Túnið, sem lá áður undir Kolbeinskot, var alltaf nefnt Kotatún, en túnið ofan sjávarbakkans var kallað Bakkatún.
Vestur af Eyðikotinu var djúpt jarðfall, Eyðikotsker eða Kerið. Neðst í því var hlaðinn brunnur, og var vatnið jafnan tekið þar. Alltaf fylltist þetta af snjó á veturna. Hleðslan í brunninum sést enn. Frá Kerinu lá Brunnstígurinn heim til bæjar.
Ottarsstadir eystri-2Eyðikotinu tilheyrði sérstök vör, Eyðikotsvör, og lá svokölluð Sjávargata frá kotinu að henni.
Götuslóði lá af Keflavíkurveginum sunnan við Straumstúnið og út að Eyðikotshliði, þaðan heim túnið heim að bæjunum á Óttarsstöðum. Gatan er nú öll uppgróin.
Skammt frá Eyðikotinu, til hægri handar, þegar vestur var farið, var hóll, sem hét Litlakofahóll. Vestan í honum var kofi, sem kallaður var Litlikofi eða Tótukofi. Þórunn nokkur, systir konunnar á Óttarsstöðum, hafði kindur í þessum kofa.
Tíkarhóll er í túninu rétt vestur af Neðri-Óttarsstöðum. Lítið eitt norðar var svonefndur Strípur, hár og mjór klettur utan í hól.
Rétt norður af Neðri-Óttarsstöðum er lágur rani. Á endanum á honum er smátúnblettur með grjóthleðslu í kring. Er þetta nefnt Rúnugerði, kennt við Guðrúnu, dóttur Friðfinns, sem bjó á Óttarsstöðum skömmu fyrir aldamót.
StripurRétt austur af Rúnugerði er nokkuð stór hóll, sem kallaður var Fiskhóll. Uppi á þeim hól hafa verið breiðir grjótgarðar, sem enn sést vel móta fyrir, og þar hefur verið þurrkaður fiskur í gamla daga.
Alveg sunnan undir húsinu á Neðri-Óttarsstöðum var jarðfall, lítið um sig. Það var alltaf kallað Prettur, en ekki er vitað um orsök nafnsins. Brunnur var í jarðfallinu, og var alltaf nóg vatn í honum, en fylgdi flóði og fjöru.
Lengra vestur í túninu og nær sjónum voru fjárhús. Nefndist það efra Torfhús, en það neðra Langabakkahús. Langabakkahús var rifið, svo að veggir einir stóðu eftir, en þeir fóru alveg í stórflóði, líklega 1957.
Rétt fyrir ofan sjávarkampinn var hlið á vesturtúngarðinum, nefnt Fjárhlið, því að féð rann þar í gegn. Rétt fyrir sunnan hliðið var feiknamikið fjárgerði. Þangað lá götuslóði frá báðum bæjunum.
Nónhæð er sprunginn klapparhóll, nokkuð stór, rétt vestur af fjárgerðinu. Hæðin er nálægt suðvestri frá Óttarsstöðum og hefur því getað verið eyktamark þaðan.
Norðurtún var sameiginlegt nafn á túninu frá húsi niður að sjó.
Smiðjubali var rétt austur af kálgarðinum á Efri-Óttarsstöðum. Þar á að hafa verið smiðja.
pretturBrunnurinn á Efri-Óttarsstöðum var alveg í horninu á kálgarðinum, smáspöl frá bænum. Þangað lá gata, sem kölluð var Brunngata. Í gamla daga var þetta hlaðin steinstétt, en er nú gróin upp.
Hálfvöllur er stór lægð suður af Óttarsstaðahúsinu neðra. Mörkin milli bæjanna liggja eftir honum.
Kattarhryggur var langur bali rétt suðaustur af Vesturbænum. Sunnan við Kattarhrygginn var klettur margsprunginn, er nefndist Stólpi eða Álfakirkja. Bjó jafnan huldufólk í þessum klettum. Mátti því ekki hreyfa þar við strái, ekki vera í leik eða hafa mikinn hávaða.
Í túninu á Neðri-Óttarsstöðum, alveg við mörkin, var kofi, upphaflega smiðja, seinna hesthús. Rétt austur af tóftinni eru þúfur miklar, og töldu menn, að þar væru leiði.
Suður af bænum á Efri-Óttarsstöðum var hæð, sem kölluð var Bali, nú orðin slétt. Suður af honum er kvos, sem kölluð er Kvíadalur. Fráfærum var hætt löngu fyrir minni Gústafs. Fjárhús voru í Kvíadalnum. Þangað lá Fjárhússtígur. Svolítinn spöl austur af Balanum er túnrani. Við endann á þessum rana er svolítil lægð ofan í túnið, nefnd Leynir.
TorfhusVestur af Kvíadal og Balanum eru lægðir. Þar vestan við koma Brekkurnar svonefndu. Þar endar túnið að vestanverðu, og er túngarðurinn þar alveg við. Brekkurnar eru tvær og skarð á milli. Heitir önnur þeirra Þórhildarbrekka. Gamall götuslóði liggur um Brekkurnar vestur með sjónum að Lónakoti.
Norðvestur af Brekkunum er stakur hóll alveg niðri við fjörukamp. Hann heitir Náttmálahóll og var eyktamark frá Óttarsstaðabæjum. Fram af Náttmálahól er mikið sker og hátt, sem nefnist Arnarklettur. Þar fram af er lægra sker, sem kemur aðeins upp um fjöru. Er það nefnt Hrúðurinn. Svo sögðu menn, er þeir voru á leið inn fjörðinn, að gott væri að komast inn undir Hrúðurinn.
HesthusFyrir innan Hrúðurinn var austast Langibakki. Þar var hár kampur, sem nefndist Langabakkagrjót. Innan við það var Langabakkamöl. Sjórinn féll þarna inn á flóði, og var þetta góður baðstaður í hitum. Aðeins austar, rétt við kampinn, var lítil rétt, sem notuð var fyrir sláturfé á haustin. Hún var kölluð Langabakkarétt. Sjórinn tók hana og jafnaði við jörðu í sama flóði og Langabakkahúsið fór af.
Austan við Langabakkarétt eru stórir klapparhólar og sunnan við þá tjörn. Er þetta kallað Vatnsgjá. Þarna var kofi eða byrgi frá Eyðikotinu, og var þar geymdur harðfiskur í gamla daga. Veggirnir standa enn. Austur með kampinum, rétt austur af Vatnsgjánni, var lítið byrgi í klapparhól, kallað Litlabyrgi.
GrafstadurAustur af því, vestan við Eyðikotsvörina, er annað byrgi, sem var kallað Hjallbyrgi. Það var notað frá Eyðikotinu. Á því voru fisktrönur, og var þar hert grásleppa og annar fiskur. Sjórinn hefur gengið mjög á þetta land undanfarin ár. Vestan við Eyðikotsvör er allhár, stakur klettur í fjörunni, nefndur Snoppa.
Vestan við Hjallbyrgið var Gudduvör, aflögð fyrir löngu. Sá aðeins móta fyrir henni neðst um stórstraumsfjöru. Óttarsstaðavör er alveg niður undan verkstæðinu, sem nú er á Óttarsstöðum. Hún er enn alveg eins og hún var.
Ottarsstadir vestri-2Aðeins austur er gömul vör, sem sést aðeins móta fyrir neðst. Líklega hefur Kolbeinn í kotinu orðið að hafa kænuna sína þar.
Fyrir ofan Óttarsstaðavör var hleðsla á tvo vegu, veggur að sunnan og vestan, kölluð Skiparétt. Þar var bátunum hvolft á haustin og þeir látnir standa þar yfir veturinn. Skiparéttin er nú alveg horfin.
Sundið, sem róið var um inn í vörina, var einu nafni kallað Sund, en raunverulega voru sundin tvö, Suðursund og Norðursund. Boði var á milli þeirra, og braut á honum, þegar lágsjávað var.
Austan við Sundið eru tveir hólmar, Ytrihólmi og Innrihólmi. Alltaf sást votta fyrir grasrót efst á Innrihólmanum, og virðist hafa verið gras á honum í eina tíð. Utan við Ytrihólma er sker, sem nefnt er Kirkjusker. Munnmæli eru um, að þar hafi farizt bátur með fólki, sem var að koma frá kirkju í Görðum.
AlfakirkjaÚt af hólmunum er Rifið, en norður af því Hraunið. Þar var góð hrognkelsaveiði. Þá er komið töluvert langt út á fjörð.
Norður af Hrúðrinum var fiskimið, sem var kallað Hrúðurbrún. Þar vestur af er Helluleir.
Fyrir ofan hólmana er sund, sem nefnist Læma. Það þornar alltaf um fjöru. Austan við Læmu er stakur klapparhóll, sem er kallaður Kisuklettur.
Mörg sker eru í fjörunni á þessum slóðum. Utasta skerið, sem er langt úti í fjöru, er kallað Tíkarlónssker. Austan við þetta sker kemur vík, sem ber mikið á um fjöru, kallað Tíkarlón.
Ofan fjörunnar tók við Kotabótarkampur eða Kotabótarmöl. Austan við hana er hæð, sem endar úti í sjó. Þar sem hún kemur í kampinn, er kölluð Kothella. Frá hellunni út að túngarðinum er kölluð Kotabót. Innan við kampinn er Kotabótartjörn, þornar um fjöru.
KviadalurÞá er komið að klettum mörgum í fjörunni, sem einu nafni nefnast Vatnasker. Utast er Vatnaskersklettur, langt úti í sjó, allur sprunginn. Efsti kletturinn er með sléttri klöpp að ofan, kallaður Vatnaskersklöpp. Í hana eru mörkin milli Straums og Óttarsstaða. Áður var gras alveg fram á klöppina, en nú er skerið orðið eins og eyja og djúpt sund á milli þess og lands.
Frá Vatnaskersklöpp liggur landamerkjalínan upp í Markhól, sem er vestan við Jónsbúðartjörn. Þaðan liggur hún í Skiphólsþúfu, sem er grasþúfa á Skiphól, þaðan í Stóra-Nónhól.
Upp af Kotabótinni er Kotamói, kargaþýfður. Rétt við móann liggur gatan frá Óttarsstöðum upp á veg. Skammt suður af Kotamóanum er klöpp. Á henni stóð varða, sem nefnd var Karstensvarða, en hún hefur nú verið rifin.
StekkurVestur með götunni á vinstri hönd er Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Rétt þar fyrir norðan var jarðfall slétt í botn og réttarveggir hlaðnir á brúnunum. Rétt þessi var venjulega notuð á haustin, en hún hefur nú verið rifin niður.
Langt suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.
Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.
Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.

Sandatjorn

Sunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða. Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
MarkhollVestan við Fjárhliðið er stórgrýtisurð, en þar fyrir ofan er smágraslendi, sem kallast Stekkurinn.
Fram undan Fjárhliði er stakur, hár klettur, sem nefnist Pálsklettur. Ekkert er vitað um Pál þennan. Austur af Pálskletti í fjörunni gengur langur klettur fram í sjó, kallaður Langiklettur. Fram af honum er stakt sker úti í sjó, sem alltaf stendur upp úr, kallað Einbúi. Ekki var hægt að komast þangað nema á bát. Skammt suðaustur af Náttmálahólnum er mosavaxin klapparhella norðan í smáhól, kölluð Moshella. Þar var mið á Rifið, Keilir um Moshellu.
Vestan við Stekkinn koma klettar. Þar upp af er varða á hæð fram undir sjónum, en grasbakki fyrir framan, kölluð Miðaftansvarða. Hún hefur getað verið eyktamark frá Óttarsstöðum. Þar fram undan er klapparklettur sprunginn, kallaður Vondiklettur, því að þar flæddi fé oft. Þar skammt vestur af er töluvert stór grasblettur, sem var kallaður Bletturinn (108). Hann var alltaf grænn.
TungardurinnUppi í hrauninu, dálítið fyrir ofan þetta, er lægð, sem nefnist Leirlág, og kemur þar alltaf vatn upp með flóði.
Vestur af Kotakletti er stakur hóll, kringlóttur og sprunginn, nefndur Sigðarhóll. Skammt vestur af Miðmundaskarði er annar hóll sprunginn, sem nefnist Klofi.
Fyrir framan Blettinn er dálítið stór standklettur. Sjórinn fellur aldrei frá honum að framan. Þegar ylgja var í sjó, gat brimsúlan orðið eins og Geysisgos. Barst þá oft þari upp á Blettinn, og hefur hann gróið mikið upp af því.
Rétt vestan við Blettinn kom laut, og lá gatan í sveig fyrir hana. Nefndist þar Bogafar. Hér í gamla daga, þegar menn gengu milli bæja með olíuluktir, þá henti það í hvert sinn, sem farið var með slíka lukt um Bogafar, að ljósið drapst. Kenndu þar margir um einhverju dularfullu.
StraumsvikAllmiklu vestar liggur mikil klöpp fram í sjóinn, nefnd Björnshella. Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Gústaf hefur ekki séð þar vatnsstæði.
OttarsstadaborgRétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar. Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.”
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði (ÖÍ).

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).