Bessastaðir

Í bókinni “Steinhúsin gömlu á Íslandi” er m.a. fjalla um Bessastaðastofu. Þar segir m.a.: “Árið 1761 er hafist handa við nýja aðalbyggingu á Bessastöðum, embættissetri Magnúsar amtmanns Gíslasonar.
BessastaðastofaBessastaðir á Álftanesi nálægt Reykjavík eru einn af nafnkenndustu stöðum á Íslandi. Á 13. öld komst jörðin í eigu Snorra Sturlusonar og ef til vill hefur hann haft þar bú, þótt hann dveldist þar aldrei að staðaldri. Eftir dráp Snorra 1241 sló Hákon konungur Hákonarson eign sinni á Bessastaði og þannig urðu þeir fyrsta jörðin á Íslandi sem komst í konungseigu. Og þar settust höfuðsmenn konungs að á seinni hluta miðalda, en eftir að amtmenn komu til sögu 1688 varð staðurinn amtmannssetur og um leið bústaður landfógeta.

Bessastaðastofa 4

Húsakostur á Bessastöðum var illa niðurníddur þegar Magnús Gíslason varða amtmaður. Árið 1736 var bindingsverkshús á staðnum hlaðið með skánskum múrsteinum, kalkað og áreiðanlega með timburþaki. Þessi bindingsverksbygging hlýtur að hafa leyst af hólmi gamla húsið sem sést á teikningu frá 1720 og var fylgiskjal með skýrslu frá P. Raben stiftamtmanni um hryggilegt ástand staðarhúsanna.
Árið 1762 eru tveir trésmíðasveinar, Adam Weinbrenner og snikkari Ólafur Arngrímsson, sendir frá Danmörku til Íslands. Áttu þeir að vinna samtímis við byggingu Bessastaðastofu og Nesstofu. Húsbyggingin stóð yfir frá 1761 til 1766, því að allar hinar venjulegu tafir létu ekki á sér standa, skortu á verkamönnum til að brjóta uppgrjót og flytja það, seinagangur á sendingum frá Kaupmannahöfn, skemmdir á byggingarefnum á hinum löngu siglingum, og fleira og fleira.
Bessastaðastofa 5
Húsið var byggt eftir þeirri frá Kaupmannahöfn innkomnu teikningu án minnstu frávika, nema hvað lítill kjallari er undir einni stofu, þar eð hvergi annars staðar væri hægt að geyma matvæli án þess þau skemmdust. Það fyrsta ár eftir að múrsmiðrinir komu hingað til landsins gerðu þeir hreint ekkert við bygginguna á Bessastöðum, annað en að grafa fyrir undistöðu sem þeir urðu að leita eftir 8-9 álnir niður, svo að húsgrunnurinn gleyti eins mikið af grjóti og seinna fór í alla yfirbygginguna.”
Eftir andlát Magnúsar varð Ólafur Stefánsson eftirmaður hans í amtmannsembætti og jafnframt tengdasonur. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn sem fékk æðstu stjórn landsins í sínar hendur.
Aðalbyggingin á Bessastöðum hefur breyst mikið frá þessum tíma. Hinir breiðu kvistir með fjórum guggaopum báðum megin á húsinu eru seinna tíma viðbætur. Húsið hefur ekki heldur verið Bessastaðastofa 2með beinum göflum alla leið upp úr, heldur hálfum sneiðingum, hálfvölmum. Litla klassisistíska forhýsið á framhliðinni og skúrbyggingin að húsabaki framan við eldh´suið eru einni seinni viðbætur. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru hálfsneiðingarnir aftur settir á gaflana, en stóru kvistirnir látnir haldast. Þá var einnig byggt nýtt og stærra hús fyrir aðaldyrum eins og sést á ljósmynd frá árinu 1955.
Á Bessastöðum 1767 var, auk nýja steinhússins, torfhús byggt sumarið áður úr viðunum úr gamla amtmannshúsinu, þiljað innan, með torfveggjum og torfþaki, hin svokallaða gamla amtstofa sem notuð voru undir matvæli, skáli með torfveggjum og torfþaki, byggður á íslenskan máta, fjósið fyrir 6 kýr, smiðjuhús, uppbyggt á íslenskan máta, sjóbúð með torfveggjum og röftum undir torfþaki og að lokum hesthús þar sem torfveggirnir stóðu einir eftir.

Bessastaðastofa 6

Árið 1770 hafði Ólafur látið byggja upp torfhúsið og gert að pakkhúsi (þ.e. skemmu) með innistiga upp á loft. Sjóbúðin og smiðjan höfðu verið endurbyggð og sömuleiðis fjósið, sem nú var fyrir 16 kýr. Og ís taðinn fyrir moldarhrúguna hafði risið nýtt hesthús. Allt var þetta byggt á íslenskan máta. Allstór kálgarður var vestur af bænum, rétt fyrir sunnan kirkjugarðinn.
Árið 1805 fluttist lærði skólinn að Bessastöðum, sá eini sem þá var á Íslandi. En árið 1846 fluttist skólinn í nýtt hús sem reist hafði verið handa honum í Reykjavík. Ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeigu og voru það þangað til hinn gamli kóngsgarður varð eign íslenska ríksins. Árið 1941 voru gerðar víðtækar en nærfærnislegar endurbætur á aðalbyggingunni í þvís kyni að hún yrði aðsetur forseta Íslands (sem þá var aðeins ríkisstjóri).

Bessastaðastofa 7

Á tímabilinu 1944 til 1964 var svo í áföngum byggð viðbót við húsið, blómaskáli, móttökusalur og bókhlaða, auk þess sem aðrar byggingar staðarins voru byggðar upp.
Þannig er hið gamla og virðilega steinhús aftur komið til veg og virðingar sem embættisbústaður forseta Íslands.”
Bókin „Steinhúsin gömlu á Íslandi“; höfundar eru skráðir Helge Finsen og Esbjörn Hiort. Þó var handritið skrifað og ljósmyndir teknar af Finsen en hann dó frá verkinu 1976. Hiort lauk við handritið og kom því til prentunar. Kristján Eldjárn þýddi og bókaútgáfan Iðunn gaf út árið 1978.

Heimild:
-Steinhúsin gömlu á Íslandi, bls. 50-63.

Bessastaðir

Bessastaðir – leirtauið.